Morgunblaðið - 20.06.1978, Side 24

Morgunblaðið - 20.06.1978, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 25 n w ¥ • Arnór Guðjohnsen á þarna í haráttu við tvo Framara um holtann. Annar þeirra er Rafn Rafnsson, sem fylsdi Arnóri eins og skugKÍnn allan leikinn. Til vinstri á myndinni er Lárus Guðmundsson, 16 ára piltur sem lék sinn fyrsta leik með Víkinjf- Stórgott Víkingi VÍKINGUR hefur hyrjað verr í 1. deildinni að þessu sinni en menn áttu von á miðað við írammistöðu liðsins á síðustu árum. Því voru stijfin tvö. sem VíkinKur fékk í viðureigninni við Fram á laujíardajíinn. ákaflejja kærkomin fyrir liðið. Víkinjíur vann 1.0 og enn einu sinni var það þrumuskot frá Gunnari Erni Kristjánssyni, sem færði Víkinj?i dýrmæt stig. Það voru alger kaflaskipti í leiknum á laugardáginn. Fyrri hálfleikurinn var mjög daufur, einn sá aldaufasti sem undirritað- ur minnist í leikjum 1. deildar, en seinni hálfleikurinn var alger andstæða. Þá léku bæði liðin opna og skemmtilega knattspyrnu og mikið var um marktækifæri á báða bóga. Víkingarnir höfðu sterkan vind í bakið í f.h. og sóttu þá nær látlaust. En ekki verður sagt að þessar sóknarlotur liðsins hafi verið árangursríkar, aðallega langspyrnur fram völlinn og síðan áttu framherjarnir að reyna að vinna úr þeim. Þetta er ekki leikmáti sem hentar hinum ungu og efnilegu piltum, sem Víkingarn- ir eru komnir með í lið sitt og eins hitt að miðverðir Fram njóta sín ákaflega vel þegar svona er leikið á móti þeim. Fáir miðverðir standa þeim Kristni og Sigurbergi á sporði þegar um er að ræða að taka við háum boltum upp völlinn. Víkingur fékk aðeins eitt umtals- vert tækifæri í hálfleiknum, hinn ungi Lárus Guðmundsson skaut yfir af stuttu færi á 29. mínútu. Framarar höfðu vindinn í bakið í s.h. og sóttu nú mun meira en í þeim fyrri. En Víkingarnir voru einnig sprækir og þeir sóttu mun meira gegn vindinum en Frömur- um hafði tekizt í f.h. Var leikurinn mjög opinn og skemmtilegur í seinni hálfleik. Strax á fi. mínútu átti Lárus stórgóða sendingu inn fyrir vörn Fram og til félaga síns Arnórs Guðjohnsen en hann skaut framhjá markinu. Á 19. mínútu skaut Ásgeir Elíasson framhjá í góðu færi og skömmu síðar fékk Kristinn Jörundsson boltann í góðu færi en hann var of lengi að athafna sig og Víkingarnir bægðu hættunni frá. Aðeins leið mínúta þá átti Sigurbergur skalla að Víkingsmarkinu, sem Diðrik varði mjög vel. Á 26. mínútu hálfleiksins kom markið. Víkingarnir brutust í gegn vinstra megin eins og svo oft í þessum leik. Jóhannes Bárðarson fékk boltann, lék upp að enda- mörkum og gaf fyrir markið. Lárus Guðmundsson skaut að markinu, Framarar vörðust og boltinn barst út í vítateiginn þar sem Gunnar Örn kom á fullri ferð og negldi knöttinn efst í mark- isiandsmðtU) 1. delld Gunnars Fram - Víkingur 0:1 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Mynd: hornið, óverjandi fyrir Guðmund. Þetta var dæmigert mark fyrir Gunnar, sem sjaldan mistekst að skora úr færum eins og þessu. Skömmu síðar átti Gunnar annað skot að marki Fram eftir góðan Undirbúning Lárusar en í þetta skipti skaut hann naumlega framhjá. En tvö beztu færin áttu eftir að fallá Pétri Ormslev í skaut. I bæði skiptin stóð hann óvaldaður á markteig með boltann en í fyrra skiptið skaut hann framhjá marki og í seinna skiptið varði Diðrik mjög vel. Um leikinn í heild er það að sejrja að Víkingar voru meira með boltann og sóttu meira en Framar- ar fengu fleiri marktækifæri, Seinni hélfleikurinn var með því betra sem Víkingur hefur sýnt í ár enda hvíldu leikmennirnir sig aðeins á langspyrnunum og reyndu að leika saman. Tvær breytingar voru gerðar frá síðasta leik, 16 ára' piltur, Lárus Guðmundsson kom inn' fyrir Jóhann Torfason sem miðherji og stóð sig mjög vel í sínum fyrsta leik. Er þarna greinilega á ferðinni stórefnilegur piltur. Hann var mjög góður í framlínunni ásamt Árnóri Guð- johnsen, sem reyndar var eltur allan leikinn. Báðir þessir piltar léku í 3. flokki í fyrra. Adolf Guðmundsson kom í stöðu bak- varðar í stað Ragnars Gíslasonar og stóð sig mjög vel. Auk þeirra áttu þeir Diðrik markvörður og Gunnar Örn góðan leik. Framarar hafa einnig í sínu liði kornungan mann, sem svo sannar- lega lofar góðu, Guðmund Bald- ursson markvörð. Hann var bezti maður Fram í þessum leik ásamt „gömlu“ brýnunum Sigurbergi Sigsteinssyni, Gunnari Guð- mundssyni og Ásgeiri Elíassyni. Óvenju lítið bar á Pétri Ormslev sem verið hefur bezti maður Fram í vor. f STUTTU MÁLIi LauKardalsvöllur 17. júní. íslandsmútið 1. deild. Fram Víkingur 0,1 (0.0). MARK VÍKINGS. Gunnar Örn Kristjánsson á 71. mínútu. ÁMINNING. Adolf Guðmundssyni Vj'kinií sýnt Kula spjaldið. AHORFENDUR. 380. Skagamenn innbyrða vinn- ingana og örugglega AKURNESINGAR halda áfram að ínnbyrða vinningana í 1. deild létt og örugglega. Á sunnudaginn komu Keflvíkingar í heimsókn upp á Skipaskaga og peir máttu pola stórt tap 3:0. Þetta var fyllilega verðskuldaður sigur hjá Akurnesingum en prátt fyrir að sigurinn væri stór léku Akurnesingar ekki eins og peir bezt geta. Áttu peir lengí vel í basli með Keflvíkingana en eins og fyrri daginn var framlína Keflvíkinganna bitlaus og gat pví ekki nýtt pau tækifæri sem buðust. Undir lok leiksins náðu Akurnesingar sínum bezta leikkafla og eftir pað lék aldrei vafi á pví hvoru megin sigurinn lenti. Það var nokkuð hvasst á Akranesi á sunnudaginn en sólskin. Akurnes- ingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrstu 20 mínúturnar en sótt var á báða bóga. Á 24. mínútu tóku Skagamenn forystuna meö marki af ódýra markaönum. Karl Þórðarson, pottur- inn og pannan í sókn Akurnesinga, sendi þá stórgóöa sendingu inn í teiginn til Matthíasar sem skallaði aö markinu. Þorsteinn markvörður ætl- aði aö grípa boltann en missti hann í gegnum klofið á sér til Péturs Péturssonar sem var óvaldaöur við marklínuna og skoraöi auðveldlega. Eftir markiö lifnaði heldur yfir Akurnesingum og tvisvar munaði litlu að þeir skoruöu. Fyrst var bjargað á línu frá Matthíasi og síðan bjargaöi Þorsteinn á ævintýralegan hátt skoti Péturs af stuttu færi. Héldu Akurnes- ingarnir því fram að boltinn hefði verið kominn inn fyrir línuna en línuvörðurinn lét leikinn halda áfram. í upphafi seinni hálfleiks voru Keflvíkingarnir líflegri og vörn Akur- nesinga og Jón markvöröur uröu í nokkur skipti aö taka á honum stóra sínum. Friðrik Ragnarsson komst í skyndisókn en missti boltann klaufa- lega frá sér, Rúnar Georgsson og Gísli Torfason áttu báöir skalla aö marki Skagamanna en ekki tókst þeim að skora. Hinum megin á vellinum komust Matthías og Kristinn Björnsson í góö færi en skutu framhjá markinu. Þá komst Pétur einn inn fyrir vörn ÍBK en var gróflega hindraöur af Gísla Torfasyni. Þarna var um augljósa bókun aö ræöa en dómarinn dæmdi ekki einu sinni á brotið! Annað mark Akurnesinga kom á 30. mínútu seinni hálfleiks. Brotið var á Kristni Björnssyni rétt utan víta- IA - IBK 3:0 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Friðpjófur Helgason teigs Keflvíkinga vinstra megin. Árni Sveinsson tók spyrnuna og sendi boltann beint á höfuð Matthíasar Hallgrímssonar, sem skoraöi með mjög föstum skalla. Glæsilegt mark hjá Matthíasi og óvanalegt að sjá hann skora svona skallamörk\ Við markið lifnaði mjög yfir heimamQnn- um og það sem eftir lifði leiksins náðu þeir sínum bezta leikkafla. Litlu munaöi aö Pétri tækist aö skora á 35. mínútu eftir aö hann haföi fengið sendingu frá Kristni en hann skaut, rétt framhjá. En þaö var Kristinn sem innsiglaði sigurinn á 43. mínúti. Karl Þóröarson haföi þá leikiö vörn Keflvíkinga sundur og saman og síðan sent knöttinn fyrir fætur Kristins, sem skoraði með þrumuskoti, gjörsam- lega óverjandi. Annaö glæsimark Akurnesinga. Á síöustu mínútunni munaöi minnstu aö Þóröi Karlssyni tækist að skora fyrir Keflavík og Jón Þorbjörnsson sýndi hvers hann er megnugur og varöi stórglæsilega. Jón átti mjög góöan leik og í vörninni voru þeir Jón Gunnlaugsson og Jóhannes Guðjónsson mjög traustir. Pétur Pétursson var bezti maður framlínunnar en eins og svo oft áður var einn leikmanna liösins í sérflokki, Karl Þórðarson. Þau eru ófá mörk Skagamanna, sem hann hefur átt þátt í með leikni sinni og nákvæmum sendingum. Keflavíkurliðið lék oft á tíðum vel saman úti á vellinum en þegar upp að marki Akurnesinganna kom áttu framlínumenn liösins ekkert svar viö sterkum varnarleik Akurnesinga. Er þetta ekki í eina skiptið í sumar sem bitlaus sóknarleikur gerir möguleika þeirra til stigaöflunar nánast enga. í STUTTU MÁLI: Akranesvöllur 18. júnl, Islandsmótiö 1. deild, ÍA — ÍBK 3:0 (1:0) Mörk Akraneas: Pétur Péturaaon é 24. mínúti, Matthíaa Hallgrímsson é 75. mínúti og Kriatinn Björnsaon é 88. mínúti. Áminning: Jón Alfreósson bókaöur í s.h. Áhorfendur: 866. • Pétur Pétursson nýtir sér mistök Þorsteins markvarðar ÍBK og skorar fyrsta mark Akurnesinga. • Matthias Hallgrímsson skorar þrumuskalla eftir aukaspyrnu. annað mark Akurnesinga með **%#>* IL nmmé'' ■ * • Kristinn Björnsson á auðum sjó og skorar þriðja mark ÍA með þrumuskoti eftir að hafa fengið holtann frá Karli. Heilladísirnar Þorbergur björguðu KA HEILLADISIRNAR og Þorbergur Atlason, markvöróur KA, séu svo um aó KA hlaut annað stigið í leik liósins é móti ÍBV í 1. deild í knattspyrnu i Akureyrarvelli síóast- liðinn sunnudag. Leikurinn fór fram viö bestu hugsanleg skilyröi, stafa- logn var og mjög milt veöur. Vestmanneyingar éttu urmul af góóum marktækifærum en voru ekki é skotskónum og nýttu ekki pau mörgu tækifæri sem peim géfust. KA-lióiö baröist vel fyrstu 20 mínútur leiksins en síóan dofnaói mjög yfirleik liósins. KA mé vel viö una að hafa tryggt sér annaö stigió í sínum fyrsta heimaleik. Vel hvattir áfram af fjölmörgum áhorfendum byrjuðu KA-menn leik- inn af krafti og léku oft vel saman. Eyjamenn náðu hinsvegar illa saman og virkuöu óöruggir. Máske hefur þeim brugðiö viö aö leika knatt- spyrnu í svona hagstæðu veöri. Fyrsta verulega marktækifærið kom á 10. mínútu leiksins er KA fékk hornspyrnu og skallaö var rétt yfir þverslánna. KA-liðið var öllu ákveön- ara og voru leikmenn yfirleitt fljótari á knöttinn og hreyfanlegri. A 15. uo' mínútu fyrri hálfleiksins náöu þeir Jóhann Jakobsson og Sigbjörn Gunnarsson mjög laglegum sam- leikskafla, og tókst aö leika snyrti- lega í gegn um vörn ÍBV og gefa síðan knöttinn vel inn í vítateiginn á Ármann Sverrisson sem skaut föstu vinstri fótar skoti og skoraði út viö stöng, illverjandi fyrir Pál Pálmason markvörð ÍBV. Var undirbúningur að marki þessu eins og hann gerist bestur, snilldarsamleikur og fallegt mark. Nú fóru Eyjamenn aö vakna af dvalanum og fóru aö sækja meira. Eftir að hafa reynt töluvert af langspyrnum fram miðjuna, fór liðið að beita stuttum samleik og þaö * Hart barist á marktcig Akureyringa, en Þorbergi tókst að handsama knöttinn eins og svo oft í leiknum. KA - IBV 1:1 Texti og mynd: Þórarinn Ragnarsson skilar alltaf árangri. Á 35. mínútu áttu Eyjamenn góða sóknarlotu sem endaöi með sannkölluöum þrumu- fleyg frá Karli Sveinssyni, Þorbergur varði skot hans mjög vel en það var svo fast aö hann hélt ekki knettinum og Sigurlás kom aövífandi og náði að skjóta, en Þorbergur var ekki á þeim buxunum að láta skora hjá sér og varöi aftur meistaralega. Var þaö mikil óhepþni hjá ÍBV að nýta ekki þessi góöu marktækifæri. Nú höföu Eyjamenn náð góöum tökum á miðju vallarins og sóttu stíft, vörn KA var þó vel á verði og gaf ekkert eftir. í lok fyrri hálfléTksins á 43. mínútu brunaöi Tómas Pálsson upp vinstri kantinn, tókst aö leika laglega á varnarmann og senda knöttinn fyrir markiö á Sigurlás, sem var ekki aö tvínóna viö hlutina, heldur lét ríöa af hörkuskot sem stefndi beint í netiö en á síöustu stundu náöi Þorbergur aö verja af hreinni snilld. Svo fast var skotiö að knötturinn hrökk af Þor- bergi út í miöjan vítateiginn og Karl Sveinson kom á fullri ferö sveiflaöi hægra fæti og negldi á mannlaust markiö, Þorbergur var ekki búinn aö standa á fætur eftir fyrra skotið. Ekki lék lánið viö Karl því skot hans hafnaði í þverslánni og hrökk knött- urinn svo aftur fyrir markið. Lengi á eftir hristist þversláin svo fast var skotiö. Þarna skall aftur hurö nærri hælum hjá KA-mönnum. Alloft í fyrri hálfleiknum tókst KA-mönnum að leika Eyjamenn rangstæöa og tóku oft þannig mesta broddinn úr sókn þeirra. í síöari hálfleik var um algera einstefnu aö ræða á mark KA, og ekkert nema lukkan og frábær markvarsla hjá Þorbergi bjargaði því að ekki var skoraö nema eitt mark hjá KA í síðari hálfleiknum. Kom markiö á 33. mínútu hálfleiksins eftir vel framkvæmda hornspyrnu. Sigur- lás Þorleifsson var á réttum stað og náði aö skalla efst í markhornið. Litlu síðar komst Sigurlás aftur í gott marktækifæri er hann komst einn inn fyrir vörn KA en var of seinn á sér aö skjóta og hættunni var bægt frá. Slík var pressan á mark KA að síöustu 5 mínútur leiksins áttu Eyjamenn ekki færri en 5 hornspyrn- ur í röð en allt kom fyrir ekki. Rétt í lok leiksins náöu svo KA-menn skyndisókn er Elmar brunaði upp kantinn og náöi aö gefa fyrir markið en framlínumenn KA náðu ekki að vinna úr sendingunni og var það ekki í fyrsta skipti í leiknum. Lið ÍBV var svo sannarlega óhepp- iö að fara ekki með bæði stigin heim WSifc m L? r: FH-ingar FH-INGAR tryggðu sér dýrmætt stig í fallbaráttunni sem framundan er. þegar þeir höfðu stig af Þrótti á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. Þá brá all oft fyrir skemmtilegum samleiksköflum í leiknum og heldur oftar hjá FH-ingum, en hins vegar virðist lið Þróttar vera mun jafnara og virkaði því sterkara er á heildina er litið. Hitt er svo annað mál, að FH átti stigið sannarlega skilið. Svo er það ein sagan enn. að lcikurinn var á köflum afar grófur og tíðum drógu menn ekkert úr spyrnum sfnum, þótt boltinn væri víðs fjarri og aðeins fótleggur andstæðings þeirra. Mátti nokkrum sinnum sjá mótherjana tvo og tvo saman hér og þar á vellinum að ræða málin í litlu vinfengi. Voru þeir jafnvel að sýna hver öðrum hnúana. Leiðinlegt að horfa á menn láta svona eins og krakka. þó að mikið sé í húfi. með sér eftir þennan leik, því er líða tók á lelkinn tóku þeir öll völd á vellinum, samt gekk þeim illa aö ráða viö betri hluta KA-liðsins þar sem vörnin var og Þorbergur markvörður sem var mjög góöur allan leikinn, þá var kornungur leikmaöur Gunnar Gíslason hjá KA fastur fyrir og ákveöinn og átti góöan leik. I STUTTU MALI Akureyrarvöllur. 1. deild 18. júní, KA — ÍBV 1-1 (1-0). Mark KA. Ármann Sverrisson á 15. minútu. Mark ÍBV, Sigurl&s Þorleifsson & 78. mínútu. Áminning, Engin Áhorfendur, 1260. Framan af sendu leikmenn knöttinn einkum til mótherja eða út fyrir hliðarlínu en er líða tók á fór að bregða fyrir knattspyrnu hjá báðum liðum. Þróttarar áttu fyrstu færin og var það Baldur Hannesson sem tvívegis var nærri því að skora, á 1. og 16. mínútu. Svöruðu FH-ingar því með þrumu- skoti Þóris Jónssonar af löngu færi sem fór naumlega yfir markið og tveimur mínútum síðar eða á 32. mínútu skaut Páll Ólafsson þrumuskoti beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi en Þorvaldur varði meistaralega. En fjórum mínútum síðar var ekki sami Þróttur - FH 2:2 Texti: Guðmundur Guðjónsson Mynd: Ragnar Axelsson meistarabragur á Þorvaldi, er hann missti boltann klaufalega undir sig er Páll sótti að honum og var eftirleikurinn léttur fyrir þann síðarnefnda, 1—0 fyrir Þrótt. Vörn FH átti einnig ríflegan skerf af sökinni. Það var nú skammt stórra högga á milli og á 42. mínútu kom fallegasta mark leiksins og fyrra jöfnunarmark FH. Andrés lék upp miðjuna, sendi knöttinn út á hægri vænginn til Ólafs, sem renndi honum til Þóris þjálfara. Þórir sendi góðan bolta fyrir markið þar sem Leifur Helgason kom aðvíf- andi og skoraði með glæsilegu skoti. En mínútu síðar voru FH-ingar aftur marki undir því að þá skoraði Baldur Hannesson með skalla eftir hornspyrnu. Þorvaldur var nærri því að verja, en tókst aðeins að slá knöttinn í stöngina og þaðan rúllaði hann inn fyrir línuna. FH-ingar voru frískara liðið í, byrjun síðari hálfleiks og strax áj 3. mínútu varði Rúnar ve! lúmskt langskot frá Janusi. Og á 64. j mínútu átti Þórir hörkuskot sem dómarinn taldi að hafði lent í hendi Sverris Einarssonar. Víti þótti mörgum strangur dómur en það þýðir ekkert að munnhöggvast við þann svartklædda og Janus jafnaði fvrir FH en Rúnar mark- vörður var átakanlega nærri því að verja laust skot Janusar. Þróttarar sóttu mun meira það sem eftir var en FH-ingar börðust grimmilega og voru hættulegir í skyndisóknum inn á milli, Pálmi Sveinbjörnsson skoraði og í mikl- um darraðardansi fór knötturinn inn fyrir línu Þróttara en í báðum tilvikum voru mörkin dæmd ógild vegna brota gegn markverðinum. 2—2 urðu því lokatölur þessa leiks og getur hvorugt liðið nagað sig í handarbökin yfir því vegna þess að bæði uppskáru það sem þau áttu skilið fyrir frammistöðuna. Lið Þróttar er skipað afar jöfnum ieikmönnum og þar skarar enginn fram úr öðrum, þeirra styrkleiki byggist fyrst og fremst á þessari breidd, ljóst er þó að Óttar Hróarsson er alltaf að verða betri og betri. Öðru máli gegnir um lið FH, þar snýst allt um þá Janus, Þóri, Viðar og Ólaf Dani- vals. Þeir léku allir mjög vel og einnig var Leifur Helgason góður, en hann átti við meiðsli að stríða og lék ekki með í síðari hálfleik. I STUTTU MÁLI, 1. deild. LauKardalsvöllur 18. júní. Þróttur - FH 2-2 (2-1). MÖRK ÞRÓTTAR, Páll Ólaísson (36. roín.) ok Baldur Hannesson (43. min.). MÖRK FH, Loifur Helgason (42. mín.) og Janus Guölaugsson (víti á 64. mín.). ÁMINNINGAR, Þórir Jónsson FH. ÁHORFENDUR, 232. * rt. »8 - M ♦ ... m? *. . .. . -- ‘ r ■ • Leifur Ilelgason (lengst til vinstri) skoraði glæsilega fyrra mark FII rétt fyrir leikhlé. Rúnar Sverrisson. markviirður Þróttar sýndist eiga litla möguleika á því að verja skot Leifs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.