Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Rætt við f ólk á sýningu Errós ,Aður fyrr var það Kjarval, nú er það Erró," sagði eldrifrú brosandi á sýningu Errós að Kjarvals- stöðum, en þar virðist lítið lát á ösinni, hvort sem er um helgar eða virka daga, í sólskini eða rigningu. Islendingar hafa tekið Erró opnum örmum og hvort sem þeir eru undr- andi eða hneykslaðir, hrifnir eða ánægðir, eru þeirflestir yfir sig stoltir af listamanninum „sínum" eða ekki gat Morgunblaðið séð betur, þegar það brá sér á vettvang nú í vikunni. Að minnsta kosti varð ekki á vegi þess maður með svip- aða afstóðu til sýningarinn- ar og auðugur Bandaríkja- maðurfrá Alaska sem gekk út afhenni og hafði að orði að ennþá skini sól í heiði. Fólk á öllum aldri virðist sækja sýninguna, alltfrá kornabörnum til eldra fólks. í miðri viku þegar ðsin er minniferfólk sér rólega, labbar um með sýningarskrána, tyllir sér á bekkina í salnum eðafær sér kaffi. Ungur maður í gulri regnkáDU stóð brosandi og virti fyrir sér mynd númer 119 af Che. Hann heitir Hallgrímur Thorsteinsson og er við nám í blaðamennsku í Portland, Oregon í Bandaríkj- unum. Hallgrímur sagði um sýninguna: „Mér finnst hún æðisleg. Hún undirstrikar sér- staklega heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og litadýrðin ... maður! Ég vildi helzt géta haft með mér góða myndavél og eyða síðan viku í vangaveltur yfir myndunum. Sumar myndanna finnast mér þó ofhlaðnar, þær eru svo ákafar. En vissulega er þetta samtímalýsing og áróður, nauð- synlegur áróður. Sjálfur hef ég séð Bandaríkin og get því ekki hneykslazt á myndaröðinni af „Bandarískri búsæld". Mér finnst ég verða var við greinileg bandarísk áhrif hjá listamann- inum. Þá eru myndirnar af Kínverj- unum frábærar. Þeir eru gerðir miklu faliegri en þeir «ru í raun" — og Hallgrímur heldur ferð sinni áfram um salinn. Hjónin Sigríður Ingvarsdóttir og Skúli Sveinsson fyrrverandi lögregluvarðstjóri sátu á bekk og horfðu á mynd númer 144, sem ber nafnið ísrael (Krokodil). „Þetta er alveg stórkostleg sýning," sagði Sig- ríður. „Sögulegar heimildir sem þarf góðan tíma til að melta." Skúli tók undir og sagði: „Af- skaplegt vinnuþrek sem Guð- mundur hefur að geta afkastað þessu öllu." „Það er mikiö grín í myndunum," sagði Sigríður. „Þær eru afskaplega pólitískar og svo er klám í þeim," bætti hún við hálfhlæjandi. Skúli tók undir: „Já, töluvert klám." „Ætli það sé ekki nútíminn," sagði Sigríður. „Maður fylgist ekki með." „Já, það er viðbúið," svaraði Skúli. „Annars getur maður ekki annað en hlegið að þessari mynd," sagði Sigríður og benti á mynd númer 144. „Þar sem þessi Gyðingur er að gefa barni í hermannabúningi brjóst og brjóstið er peningasekkur." „Já, ég hef heyrt að sumar miðaldra konur fari hjá sér þegar þær skoða þessa sýningu," sagði Skúli rólega. „Þetta er mjög merkileg sýn- ing," sagði Guðmundur Örn Ragnarsson kerfisfræðingur. „Hún segir miklu meira heldur Hallgrímur Thorsteinsson. Hjónin Sigríður Ingvarsdóttir og Skúli Sveinsson. Karl Helgason, Bjarni Pálsson, Margrét Helgadóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir. Þorgeir Magnússon Vigdís Jakobsdóttir Þessi snáði var á sýningunni þótt hann sneri að vísu baki í myndina „Amsterdam" og horfði inn í ljósopið hjá Friðþjófi ljósmyndara um leið og hann fletti sýningarskránni. Guðmundur Orn Ragnarsson Atli Konráðsson Karl Kristjánsson /lanncs Jóhannsson og Kristín Einarsdóttir Haraldur J. Hamar Sýning- in verkar á mig eins og falleg tónlist. en þessar sýningar á landslags- myndum sem maður á að venjast. Jú, myndirnar eru pólitískar en það er ekki hægri eða vinstri pólitík heldur ádeilu- pólitík. Annars finnst mér vera ofurlítil persónudýrkun í þessu líka. Þaö er augljóst að Erró dýrkar Van Gogh, til dæmis, og fleiri. Þá finnst mér anzi mikið háð í þessu hjá honum," sagði Guðmundur. Þorgeir Magnússon flugmað- ur hafði að orði hversu góð sýningin væri, þá sérstaklega handbragð Errós og túlkun í myndunum. „Það er athyglis- vert hvernig hann tekur þjóðfé- lagsmál fyrir, bæði liðins tíma, nútímans og framtíðarinnar. Hann hefur mjög sérstakan stíl. Erró fer nú sennilega í hóp þeirra beztu sem ég hef séð." A Erró sýningunni er krökkt jafnt af körlum sem konum, þó var það því miður áberandi er Morgunblaðið leitaði álits fólks að kvenfólkið vildi sjaldnar gefa færi á sér og segja sitt álit. Tvær miðaldra frúr stóðu og horfðu á myndina af Allende, forðaði önnur sér hið skjótasta og sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér í blöðum. Vigdís Jakobsdóttir sagði hins vegar innilega: „Þetta er alveg stór- kostleg sýning. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Áður fyrr var Kjarval í mestu uppáhaldi hjá mér en héðan í frá er það Erró. Maður þarf að taka sér góðan tíma í að skoða þessa sýningu. Bæði eru myndirnar svo margar og svo margar myndir í einni mynd. Þetta er önnur hringferðin mín um salina. Þetta er yfir- þyrmandi," sagði Vigdís að lokum. „Dásamleg sýning," sagði Karl Helgason fyrrverandi póst- og símamálastjóri sem sat við borð ásamt mági sínum, systur og dóttur þeirra. „Hún verkar á mig eins og falleg tónlist. Ég sé enga pólitík í henni og finnst hún ekkert erótískari en hún má vera. Ég hafði gert mér nokkra hugmynd um hana eftir lestur nýútkom- innar bókar um Erró en nú þegar ég sé hana ljóslifandi fyrir mér finnst mér hún dásamleg." Bjarni Pálsson byggingafull- trúi á Selfossi og mágur Karls kvað sýninguna mjög fróðlega. Kona hans og dóttir vildu ekki fella dóm um sýninguna, sögð- ust láta karlmennina um það. Kristín Einarsdóttir og Hann- es Jóhannsson starfsmaður hjá íslenzka sjónvarpinu kváðu sýn- inguna mjög óvenjulega. Kristín hafði að orði að hún væri jafnframt dálítið ruglingsleg. „Ég er ekkert yfir mig hrifin," sagði hún. „Mér finnst sumar myndirnar hafa óþægileg áhrif, sérstaklega allar þessar hasar- myndir. Nei, ég vildi ekki eiga neina af þeim myndum sem ég hef séð hér. En gaman hef ég af sýningunni samt." Hannes sagði það svolítið merkilegt hversu fyrri myndir listamannsins væru öðruvísi en þær síðari og hversu þær síðari væru miklu skemmtilegri. Tveir nemar frá Menntaskól- anum á Laugavatni, þeir Atli Konráðsson og Karl Kristjáns- son, sögðu: Þessi sýning er mjög góð. Virkilega vönduð. Sérstak- lega finnst okkur góð þessi númer 26 (Við messu) af svíninu við altarið. Erró er alveg örugg- lega bezti íslenzki málarinn." Haraldur J. Hamar: „Sjáðu, ég er of nátengdur þessari sýningu til að geta fellt nokkurn dóm." Síðan hlæjandi: „Ég er að selja bók hér um Erró. Annars finnst mér viðbrógð fólks við myndunum mjög jákvæð. Ég hef orðið var við bæði undrun og hrifningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.