Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 128. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Perú: Lýðræðisöflin sigruðu undir vinstri her- f or ing j ast j ór n (AP-xíimunynd) Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands var í gær sæmdur heiðursnafnbót fyrir fræðistörf við háskólann í Leeds í Englandi og var mynd þessi tekin við það tækifæri. Lima - 19. júní - AP. - FYRSTU kosningatölur í þingkosningum í Perú, sem fram fóru um helgina, benda til þess að lýðræðisflokkar hafi unnið yfirburðasigur og að borgaraleg stjórn komist á í landinu innan tveggja ára, en vinstri sinnaðir herforingjar hafa ráðið lög- um og lofum í landinu. APRA-flokkurinn, sem er miðflokkur, hefur hlotið 35% atkvæða, en PPC, sem er hægri flokkur, virðist Skotbardagi „Undir linditrjánum,,í Austur-Berlín: Lögregla yfirbugaði tvo rússneska hermenn á f lótta hafa hlotið 26% kjbrfylgis. Sex vinstri sinnaðir smá- f lokkar eru með alls 27%, en hægri smáflokkar með 10%. Opinberar tölur um endanleg kosningaúrslit iiggja enn ekki fyrir, en 3.7 milljónir manna greiddu atkvæði. Þingi því, sem kosið var, er ætlað að ganga frá nýrri stjórnarskrá fyrir Perú, þannig að borgaraleg stjórn geti leyst herforingjastjórnina af hólmi. 100 fulltrúar eiga sæti á þinginu, sem kallað verður saman hinn 28. júlí, og er ætlað að leggja fram drög að hinni nýju stjórnar- skrá innan árs. Stjórn Morales Bermudes hershöfðingja hefur lýst því yfir að gangi þingstörf sam- kvæmt áætlun verði öll völd í landinu fengin í hendur kjörnum forseta og þingi fyrir 1980. Austur-Berlin - 19. júní. — AP. - Rcuter. TIL skotbardaga kom í dag milli lögreglu í Austur-Berlín og rússneskra hermanna, sem sjónarvottar segja að hafi augljóslega verið að freista þess að komast yfir til Vestur-Berlínar með því að aka á ofsahraða niður Unter den Linden í áttina að Brandenburgarhliðinu og síðan að varðstöð þeirri, sem í daglegu tali er nefnd Checkpoint Charlie, en hun er við Berlínarmúrinn. Fjðrir vegfarendur særðust í skothríðinni þar af einn vestur-þýzkur sendiráðsmaður Sjónarvottar segja að tveir austur-þýzkir lögreglubílar af Volgu-gerð hafi elt ljósbláan fólksflutningabíl. Á horni Friedrichstrasse og Unter den Linden hafi lögreglan hafið skot- hríð að bílnum og tekizt að hrekja hann upp á gangstétt, þar sem hann hafi stöðvazt á einu lindi- trjánna, sem hin fornfræga gata dregur nafn sitt af. Hafi þá tveir rússneskir hermenn stokkið út, og annar þeirra, bílstjórinn, hafið skothríð af handahófi. Voru rússnesku hermennirnir fljótlega yfirbugaðir, en eftir því sem næst verður koniizt urðu þrír fótgangandi vegfarendur fyrir skotsárum, og auk þess ökumaður Volkswagenbifreiðar frá v-þýzku ræðismannsskrifstofunni í Aust- ur-Berlín. Sáu vegfarendur hvar Vestur-Þjóðverjinn var dreginn út úr bifreið sinni meðvitundarlaus. Var bifreið hans stórskemmd, en svo virðist sem alls hafi fjórir bílar skemmzt í þessum átökum. Atburður þessi varð um hádegið, en fimm stundir liðu þar til austur-þýzk yfirvöld sáu sér fært að tjá sig um málið. Að sögn þeirra er Vestur-Þjóðverjinh ekki lífshættulega særður, en hin opinbera austur-þýzka fréttastofa Checkpoint Chariie N orður-í rland: Þrír öryggisverð- ir lágu í valnum Belfast - 19. jírní - Ap. - Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn lýsti því yfir í dag, að William Turbitt, lögreglumaður, sem var mótmæl- endatrúar, hefði verið „tekinn af lífi" þar sem hann hafi verið verkfæri „brezku stríðsvélarinn- aru. Turbitt, sem var fjögurra barna faðir, var rænt í blóðugri skotárás á laugardaginn var. í hefndarskyni við ránið á Turbitt rændu mótmælendur kaþólskum presti, séra Hugh Murphy, á sunnudagsmorgun, en honum var sleppt eftir áskoranir á ræningja hans í nafni mannúðar. „Mér er hræðilega innan- brjósts", sagði séra Murphy í dag „þar sem mennirnir, sem höfðu mig á valdi sínu, urðu við ein- dregnum áskorunum um að þyrma Framhald á bls. 30. segir að hér hafi verið um að ræða umferðarslys. Hafi fólksflutninga- bifreiðin ekið á bifreið Vest- ur-Þjóðverjans, en við stýrið hafi verið geðtruflaður sovézkur her- maður, sem hafði ætlað að komast hjá því að rannsókn færi fram á tildrögum árekstrarins og hafi hann því hafið skothríðina. I frétt ADN, austur-þýzku fréttastofunn- ar, segir, að auk Vestur-Þjóðverj- ans hafi þrír vegfarendur særzt, en enginn þó lífshættulega. Framhald á bls. 30. OPEC: Olíverð óbreytt til áramóta Genf - 19. júní - AP - Reuter HELZTU olíuútflutningsríki heims, OPEC, samþykktu ein- róma í dag að halda verði á hráolíu óbreyttu miðað við það sem verið hefur undanfarna 12 mánuði. í yfirlýsingu, sem birt var að OPEC-fundinum í Genf loknum var gefið f skyn að búast mætti við hækkun olíu- verðs í janúar næstkomandi. Þá kom fram að sérstö'k nefnd fær það verkefni að kanna áhrif gengissigs bandaríkja- dals á olíuverðið, og sagði Jaidah, framkvæmdastjóri OPEC-samtakanna, að það yrði undir ákvörðun nefndar- Framhald á bls. 30. Hersveitir Zaire og Angóla við landamærin Kinshasa - 19. jftní - AP ANGÓLSKAR hersveitir hafa tekið sér stöðu við landamærin sem liggja að Zaire til þess að koma í veg fyrir áhlaup Zaire- hers á stöðvar uppreisnarmanna frá Katanga f námunda við landamærin, að því er áreiðanleg- ar heimildir hermdu í dag. Uppreisnarmenn hafa hvað eftir annað farið í árásarferðir yfir landamærin, en ekki er ljóst hversu þeim hefur orðið ágengt að undanförnu. Ljóst er þó að hersveitir stjórnanna í Kinshasa og Lúanda standa gráar fyrir járnum beggja vegna landamær- anna, og að litlu má muna að ekki sjóði upp úr. Að því er næst verður komizt er innrásarliðið, sem f sfðasta mánuði tók náma- borgina Kolwesi herskildi og stóð fyrir blóðbaðinu þar, aðskilið frá Angóla-her. Um tvö þúsund manna herlið, skipað hermönnum frá Marokkó, Tógó, Senegal, Fílabeinsströndinni og Mið-Afríkukeisaraveldinu, er nú í Shaba-héraði. Hlutverk þess er að aðstoða Zaire-her við að koma í veg fyrir frekari árásir frá Angóla. I Lumumbashi, helztu borg héraðsins, ríkir mikill ótti meðal hvítra aðkomumanna við aðra innrás og skæruhernað, einnig af hálfu Zaire-hers sem hefur á sér illt orð fyrir gripdeildir og spellvirki. í Kolwesi eru nánast engir hvítir menn eftir og leyfi yfirvalda þarf til þess að fá aðgang að borginni. Er hér um að ræða varúðarráðstöfun vegna verðmæta og fasteigna, sem þar eru óvarin og eftirlitslaus. S.l. laugardag var fréttamönn- um í Kinshasa sýndur kassi með vopnum. Að sögn yfirvalda voru vopnin frá nokkrum löndum, og hafði hann fundizt í námunda við Kolwesi, en tilkynnt var að nánari upplýsingar yrðu birtar þegar frekari vopnaleit á umræddu svæði væri lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.