Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. JUNÍ 1978 Rauðu herdeildirnar: Morðið á Moro há- punktur baráttunnar Tórínó. 19. júní. AP. MÁL stofnanda og 14 annarra félaga í' Rauðu herdeildunum fór fyrir kviðdóm í dag eftir að ákærðu höfðu látið þau orð falla að morðið á Aldo Moro hafi verið hápunktur baráttu deildanna gegn ríkisvaldinu. Heimildir herma að það geti tekið kviðdóm- inn allt að tvo daga að koma sér saman um dóminn yfir fimmtánmenningunum. Félagarnir 15 létu frá sér fara í dag yfirlýsingu þar sem tilgang- ur Rauðu herdeildanna er undir- strikaður. Tilkynningin sem er 16 síðna löng var lesin upp við réttarhöldin í dag og lásu Arnaldo Lintrami og Nadia Mantovani hana upp. í tilkynningunni segir m.a. að ákærðu séu félagar í Rauðu herdeildunum og „sem kommúnistískir hermenn teljum við okkur bera fulla ábyrgð á öllum hermdarverkum sem framin hafa verið eða eftir á að fremja í nafni Rauðu herdeildanna." Þá segir í tilkynningunni að aðstandendur réttarhaldanna séu ófærir um að kveða upp dóm yfir félögum í Rauðu herdeildunum. Ávallt með útrétta hjálparhönd — Breshnev stillir sér upp með herforingjum sínum. Ustinov, varnarmálaráðherra, situr leiðtoganum á vinstri hönd. Stefna Rússar að innrás í Namibíu? Leysa Kúbani af í Angóla London. 18. júní. AP. ELLEFU háttsettir sovéskir hershöfðingjar, eru nú komnir til Angóla til að leysa af hólmi kúbanska herstjóra, er þar störfuðu áður. Upplýsingar þessar koma fram í brezka blaðinu „Sadat vegur ad rótum lýðræðis" Lissabon. 19. júní. AP. SENDIHERRA Egypta í Portúgal og fyrrverandi starfsmannastjóri egypska hersins, Saad el Shazly, fór á mánudag mjb'g hörðum orðum um frumkvæði Sadats forseta f friðarumleitunum og fullyrti auk þess að hann gerði nú skipulagða aðfiir að lýðræði f landi sfnu. El Shazly hershöfðingi, sem verið hefur sendiherra Egypta í Portúgal um þriggja ára skeið, sagði skilið við stefnu stjórnar sinnar í þriggja síðna handskrifuðu bréfi sem hann afhenti fréttastofum afrit af. Sendiherrann sagði fréttamönnum að hann hygðist engan veginn segja af sér störfum, en það myndi að sjálfsögðu fara eftir viðbrögðum stjórnvalda í Kairó hvort hann yrði áfram fulltrúi lands síns í Lissa- bon. Aðfinnslur sendiherrans varð- andi friðarumleitanir Sadats í Mið-Austurlöndum féllu mjög í sama farveg og aðrar, sem fram hafa komið að undanförnu, en hann lét í ljós þá skoðun að ísraelsmenn væru nú „ósveigjanlegri en nokkru sinni" eftir að Sadat markaði stefnu sína. Benti hann á að hernaðarstyrkur Egypta væri nú Framhald á bls. 31 „Sunday Times" nýlega, sem ber fyrir sig áreiðanlegar heimildir í París. Telur blaðið að atburður þessi kunni að vera forboði inn- rásar inn í nágrannalandið Namibíu (öðru nafni Suð-Vesturafríku). Blaðamaður blaðsins, Antony Terry, skýrir svo frá í forsíðugrein að háttsettir sovéskir hernaðar- sérfræðingar hafi nú töglin og hagldirnar í flota og flugliði Angóla og stjórni auk þess upplýs- ingaþjónustu hersins. Segir hann ennfremur að Austur-Þjóðverjar „sem almennt eru taldir áreiðan- legri en Kúbanirnir" hafi nú yfirumsjón með ollum samgöngum landsins, hernaðarlegum sem og meðal óbreyttra borgara. I greininni er einnig vitnað í heimildir upplýsingaþjónustu á Vesturlóndum í þá veru að næsta skref Sovétmanna verði að öllum líkindum að leggja á ráðin um innrás skæruliða úr röðum „Al- þýðusamtaka Suð-vesturafríku" (SWAPO) inn í Namibíu. Ríki þetta liggur við suðurjaðar Angóla og eru íbúar um ein milljón. Landið er mjög auðugt af hráefn- Framhald á bls. 31 r 1-r Kamboaiumenn rádastá togara Bangkok, 19. iúní - AP. TÍU thailenzkir fiskimenn biðu bana og þrír týndust þegar kambódískir fallbyssubátar gerðu árás á sjö thailenzka togara um helgina að því er skýrt var frá f Bangkok í dag. Kínverjar þjálfa sjóher Mobutus KinhasH. 18. júní, Reuter. KÍNVERJAR hafa sent hernaðar sérfræðinga til að þjálfa flota Afríkuríkisins Zaire, að þvf er Haf a fréttastofur róið á borð með ofbeldisstefnu? Flórence. ítalíu. 18. júní. Reuter. TALSMAÐUR brezku stjórnar- innar hvatti blaðamenn um heim allan í dag til að hætta að „nota áróðursmálfar hryðju- verkamanna." Það var Harris lávarður, ráðherra í brezka innanríkisráðuneytinu, sem lét þessi orð falla á alþjóðlegri ráðstefnu um tengsl fjölmiðla og hryðjuverkastefnu, sem nú stendur yfir á ftalfu. Lávarðurinn sagði í ávarpi sínu að hryðjuverkamenn bæri að meðhöndla sem stigamenn og morðingja. Hann fullyrti að allt of mikil brögð hefðu verið að því að fréttastofur tækju í þjónustu sína málfar „Rauðu herdeildar- innar" ítölsku, sem bar ábyrgð- ina á ráni og síðar morði Aldo Moros, fyrrverandi forsætisráð- herra ítalíu. Hann benti á að yfirlýsingar frá herdeildinni hefðu verið sviðsettar fyrir fjölmiðla á táknrænan hátt og hefðu fjölmiðlar átt að gæta meiri varkárni. Flestir ræðumanna á ráð- stefnunni, frá Bretlandi, Vest- ur-Þýzkalandi, ítalíu, Japan og Bandaríkjunum, létu það álit í ljós að fréttastofur ættu af sjálfsdáðum að fara fram með meiri sjálfsgagnrýni og vinna með lögregluyfirvöldum þar sem um væri að ræða pólitíska atburði, sem stofnuðu lífi fólks í hættu. „Hryðjuverk eru of- beldi, sem miðast við áhorfend- ur. — Hryðjuverkamenn gaum- gæfa óhæfuverk sín áður en þeir ráðast í þau" sagði bandarískur ræðumaður, Brian Jenkins. Fulltrúi japanska ritstjóra- sambandsins í Evrópu, Chujo Watanabi, kvað nokkuð hafa miðað í samvinnu blaða og yfirvalda varðandi frásagnir af pólitískum ofbeldisverkum þar í landi. Sama kom fram í máli fyrrverandi yfirmanns brezku lögreglunnar í London, Sir Roberts Marks. Talsmaður vest- ur-þýzku stjórnarinnar, Armin Grunewald, lét hins vegar að því liggja að enn væri nokkuð langt í land með samvinnu af þessu tagi í Vestur-Þýzkalandi. Það vakti athygli að einarð- asti andstæðingur stjórnaraf- skipta af fjölmiðlum, var einn kunnasti lögreglumaður Banda- ríkjanna í seinni tíð, Patric Murphy, fyrrverandi yfirmaður New York-lögreglunnar. Hann sagði: „Að grípa fram fyrir hendur frjálsra fjölmiðla, þegar þeir skýra frá ofbeldisverkum, er að leggja lið þeirri ásökun hryðjuverkamanna að lýðræðis- þjóðfélög þau, er þeir beina spjótum sínum að, séu í raun og sannleika ófrjáls." diplómatfskar heimildir hermdu í dag. Sérfræðingarnir munu hafa komið til landsins á laugardag, aðeins einni viku áður en kín versk sendinefnd var væntanleg til Zaire til skrafs og ráðagerða við þarlenda embættismenn. Velta menn nú vöngum yfir hvort Kínverjar muni enn auka fram- lag sitt til landvarna ríkisins. Kínverskir sérfræðingar störf- uðu áður með yfirvöldum lands- ins í nokkra mánuði á árinu 1976. Kínverjarnir komu til Zaire eftir að þarlend öryggisþjónusta greindi svo frá að um eitt þúsund uppreisnarmenn væru nú að þjappa sér saman í Angóla, skammt suður af landamærum Shabahéraðsins. Talsmenn upp- reisnarmanna hafa á hinn bóginn andmælt því að um nokkurn slíkan samblástur sé að ræða sunnan landamæranna og fyllyrða að þeir hafi aldrei horfið á brott frá Shaba eftir innrásina í síðasta mánuði. Samkvæmt hinum opinberu heimildum mun ráðgjöf Kínverja við flota landsins ekki hafa í för með sér frekari ítök þeirra í áformum hernaðaryfirvalda í Zaire. Mobutu forseti hefur sagt að Frakkar og Belgar muni eink- um aðstoða við þjálfun herdeilda til starfa í Shaba-héraði. I flota landsins eru um það bil 30 gæzlubátar á fljótum og vötn- um og um 800 hermenn. Hann mun aðallega starfa meðfram hinni mjóu landræmu ríkisins við ósa Kongóárinnar. Árásin á togarana var gerð 280 km suðaustur af Bangkok skammt frá Laem Thien-héraði í Trat- fylki. Tvö thailenzk eftirlitsskip flýttu sér á vettvang. Thailenzku eftirlitsskipin og kambódísku fall- byssubátarnir skiptust á skotum í hartnær tvo tíma. Fjórir thailenzkir togarar flýðu en ekki er vitað um afdrif hinna þriggja. Thailendingarnir og Kambódíu- menn hafa deilt um hafsvæði nálægt eynni Kud síðan Kambódíumenn lýstu yfir 200 mílna efnahagslögsögu. ^Ly "W "V ' ' ¦« Vel víða um )ur heim Amsterdam 22 sólskm Abena 32 bjart Berifn 22 sólskin Bruasel 24 sólskín Chicago 25 skýjað Frankfurt 21 bjart G«nf 17 skýjað Helsinki 16 sólskin ' Jóhannesarb 16 sólskin Kaupmannah 21 sólskin Lissabon 20 ský;ao London 21 sólskin Los Angeles 30 bjart Madrid 18 skýjaö Malaga 22 bjart Mfami 28 rigning Moskva 19 rigning New York 25 bjart Osló 26 skýjað París 20 skýjað Reykjavík 9 bjart Róm 26 skýjað Stokkh 22 sðlskin Tel Avfv 27 bjart Tókýó 30 bjart Vancouvar 21 sðlskin Vín 16 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.