Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 27 ÞAÐ munaði ekki nema 6 mínútum, að endur- tekning yrði á úrslitum síðasta úrslitaleiks í HM árið 1974 í Vestur Þýskalandi er Þjóðverj- arnir mættu Hollend- ingum. Þegar 6 mínút- ur voru eftir var staðan 2—1 fyrir Þjóðverja en þannig lauk einmitt úrslitaleiknum 1974. Nú höfðu Hollendingar hins vegar heppnina með sér og nægir þeim jafntefli gegn ítalíu á miðvikudaginn til þess að tryggja sig í urslita- leikinn. Vestur-Þjóð- verjar verða hins vegar að sigra Austurríki. Þetta er greinilega op- inn riðill í meira lagi og alls kyns flækjur gætu komið upp úr honum áður en upp er staðið. Það kom eins og köld vatnsgusa framan í hollensku leikmennina, þegar Rúdiger Abramczick skoraði gegn þeim eftir aðeins 2 mínútur. Dieter Muller tók aukaspyrnu og sendi knöttinn inn að vítateig, Piet Schrievers kom hlaupandi út úr markinu og sló boltann frá, en það tókst ekki betur til en svo, að knötturinn lenti á höfðinu á Abramczich og þaðan rakleiðis í netið. Leikurinn varð nú mjög fjörug- ur og opinn, Reiner Bonhof reyndi a.m.k. þrisvar að klekkja á Hol- lendingum með aukaspyrnum sín- VesturÞýski útherjinn RUdiger Abramczick skorar fyrra mark Vestur-Þjóðverja gegn Hollandi 1 jafnteflisleiknum á sunnudaginn. Ernie Brandts er sá hollenski á myndinni og veit hann ekki sitt rjúkandi ráð. enda voru aðeins tvær mínútur liðnar af Ieiknum. (Símamynd — AP.) ÚRSLITAUÐIN FRÁ 1974 SKILDU JÚFN um, en Piet Schrievers sá ávallt við honum. Og Schrievers varði einnig mjög vel frá Erich Beer. Hollendingar fengu einnig sín tækifæri í fyrri hálfleik, t.d. skallaði Rob Rensenbrink naum- lega fram hjá markinu eftir sendingu frá Arie Haan og það var Haan sem jafnaði fyrir Holland nokkru fyrir leikhlé. Var það mikill og glæsilegur þrumufleygur langt utan af velli. Þannig stóð í leikhléi, 1-1. Framan af var síðari hálfleikur heldur þunglamalegri og rólegri, en það voru Hollendingarnir sem sýndu þá virðingarverðustu til- burðina, og var Rensenbrink eink- um þar að verki. Johnny Rep var tvívegis nærri því að skora, bæði skiptin eftir að hafa fengið góðar sendingar frá Rensenbrink, fyrst skaut Rep fram hjá, en síðan hafnaði skot hans í þverslánni. Bestu færi Þjóðverja fengu þeir Erich Beer og Abramczich, en þeir brenndu báðir af. Það var síðan á 70. mínútu að til tíðinda dró á ný, en þá náði Dieter Muller for- ystunni fyrir Þjóðverja með góðu skallamarki. Það stefndi því allt i endurtekningu frá HM-1974, eða allt þar til 6 mínútum fyrir leikslok, er Rene Van Der Kerkhov tókst að jafna fyrir Hollendinga. Einni mínútu fyrirleikslok dró svo enn til tíðinda, er Dirk Hanninga var rekinn af leikvelli fyrir að brosa til dómarans. Gangur máls- ins var sá að Þjóðverjinn Bernd Hölzenbein kleip Dirk í nefið og hann svaraði að sjálfsögðu í sömu mynt en honum til meins sá dómarinn til hans og bókaði hann. Brosti þá Hanninga við smámuna- seminni og ærðist þá dómarinn yfir þeirri smán sem honuni var sýnd. Rak hann Hanninga af leikvelli. Liðin voru skipuð eftirtöldum leilunönn- umi I'ýskaland. Mayer, Vogts, Dietz, Russman, Kaltz, Bonhof, Abramezirk, RummenÍKge. Dieter Miiller. Beer, Hölzenhrin. Hollandi Sehrievers.Poortveijlet. Krol, Jansen, Wildsrhut, Hanninga, Haan, Rene Van Der Kerkhov, Rensenbrink, Rep, Brandts. Dómari var Ramon Barreto írá Uruxuay. PÓLVERJAR HAFA EIMN VEIKA VON PÓLLANÐ sigraði Perú 1.0 í Mendoza á sunnudaginn og þar með fuku síðustu vonir Perúmanna út í veður og vind. Hins vegar eiga Pólverjar enn veika von um sigur í B-riðli Heimsmeistarakeppninnar en þá verða þcir líka að leggja Brasilíumenn að velli í síðasta leiknum á miðvikudaginn. Sigurmark Pólverja gegn Perú skoraði miðherjinn Andrzej Szarmach í seinni hálfleik. Argentina'78 Markið kom á 65. mínútu eftir að Pólverjarnir höfðu haft algera yfirburði í leiknum. Lato náði knettinum og gaf fyrir markið þar sem Szarmach kom á fullri ferð, henti sér fram og skallaði boltann glæsilega í markið. Szarmach, Lato og Deyna, þeir þrír framlínumenn Pólverja, sem enn eru eftir í liðinu frá HM 1974 áttu allir stórleik í gær og settu þeir vörn Perú hvað eftir annað í vanda. Pólverjarnir hefðu getað skorað fleiri mörk en markvórður Perú, Ramon Quiroga, sem átt hefur hvern stórleikinn eftir annan í keppninni, var ekki á þeim buxunum að láta skora hjá sér. Hann varði hvað eftir annað snilldarvel frá fyrrnefndum þrem- ur stórskyttum Pólverja. Auk þess áttu Pólverjarnir tvívegis skot í stangir. Leikurinn endaði með miklum tilþrifum. Perúmenn sóttu ákaft síðustu mínúturnar og markvörð- urinn Quiroga gleymdi sér alveg í æsingnum og var kominn fram að miðlínu til að hvetja sína menn til dáða. En þá komust Pólverjar í HM 'i ÞessAfei i^sppwi \_>_,2. eeó öeSfe3fcPAeuiie.'| <_-HÍUE tx=-)r~ ommo möbc* -s«-r(& A^6ÍSá J , \ . wiíl -Æ'i |MA»oMr=oAi_oM(W\ c_tfn_e I He_!R-.e u^tfcA pypip skyndisókn og var boltinn gefinn fram til Szarmach. Quiroga sá ekki aðra leið út úr ógöngunum en grípa í fætur Szarmachs og fella hann. Pólverjar fengu aukaspyrnu en þeir voru alltof lengi að taka hana og þegar þeir loksins náðu að skjóta var markið ekki lengur tómt heldur var Quiroga þangaö kominn til bjargar. En hann fékk gula spjaldið fyrir gönuhlaup sitt út á miðjan völlinn. Menn velta því nú fyrir sér hvort Pólverjum takist að sigra Brasilíu á miðvikudaginn. Eru ýmsir á þeirri skoðun að þeim takist það og er í því sambandi bent á að í síðustu HM keppni sigraði Pólland Brasilíu 1:0 í keppninni um þriðja sætið. Lið Perúi QuiroKa. Duarte. Manzo. ('humpita/. Navarro. Cueto. Quezada. ("uhillas. Munante (Rojas). La Rosa (Sotil). Oblitas. Lið I'óllandsi Kukla. Szymanowski. Gorir on. Zmuda. Maculewic. Masztalrr (Kasperc zak). Nawalka. Deyna. Lato. Boniek (Luhanski). Szarmarh. Dómari, Pat Partridne. Enxlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.