Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNÍ 1978 47 Rússar óttast frið ^ Japans og Kínverja flj Tókýó. 19. júni, AP. SOVÉZK stjórnvöld vöruðu Japani við því á mánudag að yrði af fyrirhuguöuin friðarsáttmála þeirra við Kínverja mætti líta svo á að þeir hefðu tekið höndum saman með ríkisstjórn sem ógnar friði. Þetta kom fram f skjali sem sendiherra Sovétríkjanna í Tókýó, Dmitrii Polianskii, af- henti japanska aðstoðarutan- ríkisráðherranum Keisuke Arita. Arita svaraði sendiherranum hins vegar til að umrædd sátt Japana og Kínverja beindist ekki gegn neinum þriðja aðila og mættu Sovétmenn ekki misskilja tilgang hennar. Japanir tóku upp stjórnmála- samband við Kína árið 1972, en friðarsáttmáli landanna hefur síðan 1975 strandað á þeirri kröfu Kínverja að innlima í slíkan sáttmála ákvæði þess efnís að ekkert eitt ríki skuli gera tilkall til forystu í heimsálfunni. Sovétmenn hafa allt til þessa litið svo á að þess konar samkomulag gæti aðeins beinzt gegn Sovétríkjunum og hafa af þeim sökum verið vöflur á japönsku stjórninni um að undirrita ákvæðið. Utanríkisráðherra Japan, Sunao Sonoda, tók þó af skarið í gær og fullyrti að mótbárur Sovétmanna myndu ekki hafa minnstu áhrif á friðar- og vináttusamkomulag Japans og Kína, sem ráðgert er í náinni framtíð. Tindemans fær ekki að far a fr á Patricía Hearst í hjónaband New York. 19. júní. AP. PATRICIA Hearst, sem sneri aftur f fangelsi í sfðasta mánuði til að Jullnægja sjö ára dómi fyrir bankarán, hefur í hyggju að giftast fyrrverandi lífverði, sínum að sögn bandaríska tíma- ritsins „Newsweek". Timman efstur Niksic. JúkiVsIuvíu. 18. júni. AP. EFTIR tfu umferðir á alþjóðlega stórmeistaramótinu í skák í Júgóslavíu var staðan þessi á laugardagi Timman var efstur með 7 vinninga, Gulko kom næstur með 6.5 og biðskák, þá Portisch og Vaganian 6, Hort 5.5, Uhlmann, Glicoric og Ribly 5, Anderson 4, Ljubojevic 3.5 og biðskák, Velemirovic 3.5 og Ivanovic 1.5. BrUssel - 19. juní - AP. BAUDOUIN Belgíukonung- ur neitaði í dag að taka til greina afsagnarbeiðni Leo Tindemans forsætisráðherra og stjórnar hans, eftir að stjórnarflokkarnir fjórir um leiðir til að bæta efnahag landsins. í samkomulaginu, sem nú náð- ist, er gert ráð fyrir að fjárlög verði skorin niður og að völd stjórnarinnar verði aukin svo hún geti gripið til sparnaðaraðgerða, án þess að þurfa að leita álits þingsins. Helzta vandamál stjórnarinnar er að reyna að verða sér úti um fé til að vega upp á móti þeim 2.4 milljarða dollara halla (um 624 milljarðar króna) sem búizt er við að verði á fjárlógum þessa árs. Carter Bandarfkjaforseti og Rosalynn, eiginkona hans, horfa yfir Panamaskurðinn að loknum hádegisverði á laugardag. (AP) Carter vel tekið af Panamabúum Washinitton. 18. júní. Rcuter. stjórnar til að láta Panamabúiim CARTER Bandarfkjaforseti telur eftir stjórn Panamaskurðar árið að ferð sfn til Panama hafi sýnt 2000 að sögn bandarfskra emb- einlægni og vilja Bandarfkja- ættismanna á sunnudag. Tindemans höfðu náð samkomulagi um hvernig bregðast eigi við efnahagsvandamálum Belgíu. Þar með er endi bundinn á þá stjórnarkreppu sem ríkt hefur í Belgíu frá því á fimmtudag, en þá gekk Tindemans á fund konungs og lagði fram afsagnarbeiðni sína. Stjórnarkreppan var vegna ágreinings innan stjórnarinnar ísraelsmenn bjóða aðeins s jálfstjórn Jerusalem - 19. júni - AP. MOSHE Dayán utanríkisráðherra sagði f dag að ísraelsmenn útilok- uðu ekki viðræður í framtíðinni um yfirráð yfir vesturbakkanum og Gaza-svæðinu en teldu sjálf- stjórn Palestfnumanna varanlegt fyrirkomulag á þessum umdeildu svæðum. Dayan sagði fréttamönnum að Israelsmenn gengju út frá því að takmörkuð sjálfstjórn yrði um óákveðinn tíma á vesturbakkanum. Stjórnin tók þessa afstöðu í gær eftir umræður sem hafa staðið í rúman mánuð og skýrði bandarísku stjórninni frá henni í orðsendingu. Hún var svar við fyrirspurnum frá Bandaríkjamönnum er miðuðu að því að bjarga friðarviðræðunum við Egypta úr þeirri sjálfheldu sem þær hafa verið í. Að sögn Dayans líta ísraelsmenn svo á að sjálfstjórn sé ekki bráða- birgðalausn heldur lausn sem geri Aröbum og Gyðingum kleift að lifa saman á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Dayan var að skýra nánar tvíræða yfirlýsingu stjórnar- innar þess efnis að ísraelsmenn væru reiðubúnir að semja um „eðli framtíðarsamskipta" ísraels, Jór- daníu og Palestínumanna á vestur- bakkanum að loknum fimm ára tímabili takmarkaðrar sjálfstjórn- ar. Bandariska stjórnin vildi að ísraelsstjórn féllist á svokallaða „varanlega stoðu" vesturbakkans eftir fimm ár en slíka skuldbind- ingu var ekki að finna í yfirlýsingu hennar. ísraelsstjórn forðaðist þetta orðalag Bandaríkjastjórnar þar sem í því felst að sjálfstjórnar- fyrirætlunin sé bráðabirgðalausn og að seinna verði samið um yfirráð og fullveldi vesturbakkans. Dayan sagði að ef Palestínumenn eða Jórdaníumenn vektu máls á yfirráðum yfir vesturbakkanum eftir fimm ar mundu ísraelsmenn semja. En hann sagði að takmörkuð sjálfstjórn væri hugmynd ísraels- manna og þeir teldu ekki að til væri betri leið. Fimm ráðherrar af 19 voru andvígir yfirlýsingu stjórnar- innar. ísraelsmenn settu einnig þessi skilyrði fyrir því að endurskoða afstöðu sína síðar: • Samningur um frið í Miðaust- urlöndum er skilyrði fyrir hvers konar breytingum á núverandi stöðu vesturbakkans sem hertekins svæðis. I stjórnaryfirlýsingunni var tekið skýrt fram að sjálfstjórn Framhald á bls. 31 Forsetinn sneri aftur til Hvíta hússins á laugardagskvöld eftir að hafa skipzt á undirrituðum yfir- lýsingum við þjóðarleiðtoga Pan- ama, Omar Torrijos, um það að Bandaríkjamenn afhendi þjóðinni eftirlit með skipaskurðinum. Tveggja daga dvöl forsetans í Panama var að sögn einkar friðsöm, en óttast hafði verið að andstæðingar Panamastjórnar myndu e.t.v. nota tækifærið til að gera aðsúg að stjórn Torrijos herforingja. Mun forsetinn hafa fullvissað áheyrendur sína í Pan- ama um að Bandaríkjamenn hygð- ust standa við orð sín og halda sig fjarri innanríkismálefnum Pan- amabúa. I Panama hefur að undanförnu gætt óróa út af því ákvæði samningsins, sem segir að her Bandaríkjamanna geti tekið sér vald til að verja skipaskurðinn ef ástæða er talin til. Andstæðingar Torrijos herforingja hafa litið svo. á að ákvæðið brjóti gegn sjálfsfor- ræði Panamaríkis. Samningaumleitanir höfðu stað- ið yfir frá árinu 1964, er fjórir Bandaríkjamenn og 20 Panamabú- ar létu lífið í skærum, er urðu við skurðinn. Það var í september sl. að samkomulag það var undirrit- að, er segir að Panamastjórn skuli hafa algert eftirlit með skurðinum um næstu aldamót. Ungmennum meinað að fara til Austur-Berlínar Wstur lirrlín. 19. júní. Keuter. AP. AUSTUR-ÞÝZKIR landamæraverð- ir neituðu á laugardag nokkrum áætlunarbifreiðum, fullum af vest- urþýzkum, hægrisinnuðum ung- mennum, að aka í gegnum Aust- ur-Þýzkaland til Vestur-Berlínar. Ungmennin ætluðu að fara f kriifu- göngu til að minnast þess að 25 ár eru Hðin sfðan verkamenn f Austur- Berlfn efndu til uppþota. Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn hafa krafizt þess að gefin verði skýring á því hvers vegna ungmenn- unum var meinað að fara til Vestur-Berlínar, en í samkomulagi frá 1971, sem Frakkland, Bretland, Bandaríkin og Sovétríkin undirrit- uðu, er kveðið á um að Vestur-Þjóð- verjum sé leyfilegt að aka frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur-Berlín- ar um Austur-Þýzkaland. Lítið var rætt um 25 ára afmæli uppreisnarinnar í austur-þýzkum fjölmiðlum, en nokkur dagblöð í Austur-Berlín minntust á daginn og sögðu að sameining Austur-Berlínar og Vestur-Berlínar væri með öllu óhugsanleg í dag. 17. júní er opinber hátíðisdagur í Vestur-Þýzkalandi og er dagsins minnzt sem sameiningar- dags Þýzkalands. 1977 — Begin verður forsætis- ráðherra Israels. 1976 — Bandaríkjamenn og aðrir útlendingar fluttir frá Líbanon í bandarískum herskip- um. 1971 — Hafréttarráostefna 150 þjóða ht'fst í Caracae. 1973 — Perón snýr heini til Árgentínu eftir 18 ára útlegð. 1972 — Oryggisráðið forda'mir flugrán. 1963 ~ Samkomulag um „heita línu" milli Ilvíta hússins Og Kremlar. 1915 — Spánn útilokaður frá SÞ. 1933 — Herbylting í Siam. 1927 — Uppreisn Drúsa lýkur í SýrJandi. 1898 — Bandaríkjamenn taka Guam í stríöinu við Spánverja. 1867 — Andrew Johnson forseti kunngerir samninginn um kaup- in á Alaska af Rússum. 1837 — Viktoría verður Bri'ta- drottning við andlát Yithjálms IV. — Hollenzkir landnemar stol'na Natal-lýðveldið. 1791 — Loðvík XVI reynir að flýja land, en honuni er snúið við og hann færður al'tur til Parísar. 1789 — Þriðja stéttin vinnur tenmsvallareiðinn í Frakklandi og ákveður aö Ijúka samningu stjórnarskrár. 1605 - Teodór II Rússakeisari ráðinn af döKum í hallarbyh- injíu. Aíma'li dagsiiir;! Adam Ferguson skoxkur hagfræðingur (1723-1816) —. • Jacques Offenbach þýzkt-franskt tón- skáld (1S19-1S80I - Lillian Hellman bandarískur leikrita- höfundur (1905— ). Innlenti E^ert Ólafsson o^ Bjarni Pálsson klífa Heklu i'yrstir manna 1750 — Fyrsta hif'reið reynd á Islandi 1901 — Kristján X kemtir í heitnsókn ti! íslands 1926 — Framsóknar- flokkur sta'rsti flokkur á þingi i kosninííum 1937.^ Orð dagsins: Ég var ár í ba'num, einn suniiudag — Warwick Deeping enskur rithöf- undur (1877-1950).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.