Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Magnús Kjartansson: Mikið djúp staðfest Þegar fjallað er um löngu liðna atburði er þaö sagnfræðileg skylda að meta þá í tengslum við samtíma atburðanna. Hitt er áróður að mynda sér fyrst skoðun en reyna síðan að sveigja liðna atburði að skoðuninni. í þessa gryfju fellur Björn Bjarnason í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu 17da júní s.l. Hann er þar að gera athuga- semdir við sannanir mínar fyrir því að tveir fyrstu forsetar ís- lenska lýðveldisins, Sveinn Björns- son og Asgeir Asgeirsson hafi 1945 viljað taka upp viðræður við Bandaríkjastjórn um þá kröfu að stórveldið fengi herstöðvar á íslandi til 99 ára og segir: „Hins vegar er ljóst að Sveinn Björnsson og Asgeir Asgeirsson gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að Islendingar tryggðu sjálfstæði sitt með varnarsamstarfi- við Banda- ríkin og hefur sú stefna hlotið fylgi þjóðarinnar og mótast í tímans rás.“ Hér er Björn Bjarna- son að lýsa skoðunum sínum nú, en ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, undir forustu Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, fyrir þriðjungi aldar. Leynifundum al- þingismanna og forseta 1945 lauk svo að kröfu Bandaríkjastjórnar var hafnað. Svar þáverandi stjórnarflokka allra var á þá leið að íslendingar væru reiðubúnir til að taka á Sig allar þær kvaðir sem Sameinuðu Þjóðirnar vildu leggja á aðildarríki sín, en „viðræður gætu ekki hafist á þeim grund- veili, er Bandaríkin hefðu óskað í erindi sínu dags. 1. okt.“ (Sbr. Alþingistíðindi 1945, D, bls. 232). I baráttunni fyrir þingkosningarn- ar 1946 lýstu allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins yfir því að þeir væru andvfgir bandarískri hersetu. Þegar rætt var um Keflavíkursamninginn á þingi haustið 1946 sagði Ólafur Thors í ræðu 20asta september: „Að nefna þennan samning í sömu andránni og hið svokallaða herstöðvarmál er goðgá ... Þannig báðu Banda- ríkin þá um land af okkar landi til að gera það að landi af sínu landi. Nú aftur á móti afhenda Bandaríkin okkur Hvalfjörð, Skerjafjörð, Keflavík, allt ísland." Björn hneykslast á því að ég nota orðið innlimunarstefnu um af- stöðu Bandaríkjastjórnar til ís- lands; það orðafar mitt er sótt beint i þessi ummæli Ólafs Thors. Mörg fleiri atriði komu upp í huga minn við lestur greinar Björns, en ég vil ekki misnota gestrisni fornra kollega minna á Morgunblaðinu á erfiðum tímum. Enda nægja þessar staðreyndir til þess að sanna, hvert djúp er staðfest milli Bjarna Benedikts- sonar og Ólafs Thors annarsvegar og núverandi málsvara Sjálfstæð- isflokksins hins vegar, þeirra sem endanlega hafa breytt nafni flokksins í öfugmæli. 17da júní 1978, MagnúsKjartansson Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur: „Ógnun við öryggi Sovétríkjanna í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur ríkt festa í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Af þeim sökum hafa utanríkismál ekki verið í brennidepli þjóðmála- umræðunnar að undanförnu og kosningabaráttan snýst meira um efnahags- og kjaramál. En við megum samt ekki gleyma því, hversu skjótt veður geta skipast á lofti í utanríkis- og öryggismálum okkar. Arið 1971 var mynduð ríkisstjórn sem ein- setti sér að gera landið varnar- laust og hefði hrint þeim áformum í framkvæmd ef hún hefði ekki áður liðazt í sundur vegna óstjórn- ar og úrræðaleysis í efnahagsmál- um. Samt sem áður lá fyrir að meiri hluti þjóðarinnar var and- vígur þessum ráðagerðum. Hið sama gæti gerzt eftir þessar kosningar ef úrslit þeirra verða á þann veg að vinstri flokkarnir líti á þau sem ábendingu um að þeim beri að mynda næstu ríkisstjórn. Alþýðubandalagið berst fyrir brottför varnarliðsins og úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu, Fram- sóknarflokkurinn er stefnulaus í þeim málum sem öðrum og reiðu- búinn að kaupa ráðherrastólana hvaða verði sem er, sbr. nýleg ummæli utanríkisráðherra í sjón- varpi, og Alþýðuflokknum er ekki fyllilega treystandi enda hefur hann áður tekið þátt í ríkisstjórn sem hafði það á stefnuskrá sinni að gera ísland varnarlaust. Andvaraleysi reykvískra kjós- enda átti stóran þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosn- ingum. Kjósendur mega ekki láta sams konar andvaraleysi kalla yfir þjóðina óvissu- eða hættuástand í öryggismálum. Island er hernaðarlega mikil- vægt. Sjálfir kysum við ekkert fremur en að landið lægi fjarri alfaraleið og við fengjum að vera í friði. En því er bara ekki að heilsa. Liðs-, birgða- og vopna- flutningar yfir Norður-Atlantshaf yrðu lykilþáttur í öllum fyrirsjá- anlegum vopnaviðskiptum milli austurs og vesturs. Auk þess gerir breytt hernaðartækni það að verkum að fullvíst má telja, að aðgerðir beggja styrjaldaraðila í sókn og vörn færu að verulegu leyti fram í og á úthöfunum. Island gegnir lykilhlutverki sem birgða-, áninga- og eftirlitsstöð. Landið hefur mikið hernaðarlegt gildi legu sinnar vegna hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Sú aðstaða, sem Atlantshafsbanda- lagið hefur hér á landi er mjög þýðingarmikil fyrir varnarkeðju bandalagsins. Á sama hátt væri það Sovétríkjunum ómetanlegt að hafa hér hernaðaraðstöðu. Sú stefna í utanríkis- og örygg- ismálum, sem meiri hluti þjóðar- innar aðhyllist, hefur verið miðuð við þessar staðreyndir. Við höfum gert okkur grein fyrir því að við yrðum að gera upp við okkur hvort við vildum fremur eiga samleið með vestrænum lýðræðisríkjum eða sósíalískum alræðisríkjum. Fyrir flesta okkar er þetta ekki erfitt val. Ef vinstri flokkunum tækist að gera landið varnarlaust er hætt við að erfitt gæti reynzt að bæta úr þeim mistökum. Sovétríkin myndu áreiðanlega beita öllum tiltækum þrýstingi til að koma í veg fyrir, að Atlantshafsbandalag- ið fengi aðstöðu hér á ný jafn- framt því sem þau myndu að sjálfsögðu vinna að því að öðlast hér hernaðaraðstöðu. Þess kynni þá að vera skammt að biða að íslenzk stjórnvöld fengju sams konar orðsendingu frá Sovétstjórn og fréttir ríkisút- varpsins á mánudagsmorgun hermdu að Japansstjórn hefði fengið á sunnudag. Þar er Japön- um hótað öllu illu ef þeir dirfist að vingast við Kínverja. Það er ástæða til að ítreka að ný vinstri stjórn kynni að stíga þess háttar skref í öryggismálum þjóðarinnar að Sovétmenn teldu sér óhætt að hafa í frammi grímulausar hótan- ir af því tagi sem Japanir hafa nú Framhald á bls. 31 Djúpmannabúð opnuð Um síðustu helgi var opnuð Djúpmannabúð í Heydal í Mjóafirði við ísafjarðardjúp. Félag Djúpmanna í Reykjavík reisti skálann í landi sínu 1974 og hóf þar greiðasölu og benzínafgreiðslu sumarið 1976. Skálinn er rekinn á ferðamannatímanum frá miðjum júní til ágústloka. Djúpmannabúð í Heydal EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Valhöll Háaleitisbraut 1. Símar: 84302, 84037 og 84751. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. RENAULT KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT 20 Renault 20 er bíllinn sem sameinar lipurð bcejarbílsins og stcerð og þcegindi ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel. Renault 20 er framhjóladrifinn bíll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli. Vélin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 l á 100 km. Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.