Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 21 Jtlorjaimlilnííiíí íprótiip Jóhann Ingi næsti lands- liðsþjálfari? STJÓRN HSÍ mun væntanlega í þessari viku ganga frá ráðn- ingu landsliðsþjálfara fyrir næsta vetur. Stjórnarmenn í HSÍ hafa ekki viljaö tjá sig um máliö í samtölum aö undanförnu en Morgunblaöinu er kunnugt um að stjórnin sé einhuga um aö láta íslandsmótiö ganga fyrir öllu öðru næsta vetur og aö landsliðið taki sem minnstan tíma frá félögunum. Stjórnin mun ákveöin í því aö ráða íslenzkan þjálfara til aö stjórna landsliöinu næsta keppnistímabil og hefur í því sambandi verið rætt um nokkra menn, þeirra á meðal Jóhann Inga Gunnarsson, Karl Benediktsson, Geir Hallsteinsson og Hilmar Björnsson. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflaö sér er Jóhann Ingi efstur á óska listanum hjá stjórn HSÍ og eru taldar miklar líkur á því aö hann muni þjálfa landsliöiö næsta keppnistímabil. Jóhann er kornungur maður, aöeins hálfþrít- ugur. — SS. Landsliðið leikur við Akurnesinga LANDSLIÐIÐ, sem mæta mun Dönum 28. júní n.k. á Laugar- dalsvelli, leikur á laugardaginn við íslandsmeistara Akraness og fer leikurinn fram á Akra- nesi. Leikur þessi kemur í stað landsleiksins við Færeyinga sem fyrirhugaður var á laugar- daginn en orðið hefur að fresta sem kunnugt er. Leikurinn á Akranesi verður til ágóða fyrir minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar, hins kunna forystumanns í knattspyrnu- málum Akurnesinga um langt árabil og stjórnarmanns í KSÍ. Olaf ur til Belgíu? ÓLAFUR Sigurvinsson, landsliðs- bakvörðurinn úr ÍBV, hefur í hyggju að flytja út til Belgíu með f jölskyldu sína og setjast þar að, en sem kunnugt er leikur bróðir hans Ásgeir með liðinu Standard Liege í Belgíu. Hefur ólafur gert ráðstafanir varðandi vinnu og einnig mun hann ætla að leika knattspyrnu áfram. ólafur er einn bezti bakvörður landsins og yrði það áfall fyrir lið hans og landsliðið ef hann flytti út. Möguleikar Argentínu og Hollands taldir mestir SÍÐUSTU leikir í milliriðlunum tveimur í HM keppninni í Argentínu fara fram i miðvikudagskvöld. Er beðiö eftir peim með mikilli spennu víöast hvar um heiminn enda skera þeir úr um hvaða lið leika um fjogur efstu sœtin í keppninní. Flestar þjóðirnar, sem leika, hafa möguleika á að komast í úrslitaleikinn þó svo aö möguleikar Argentínu og Hollands séu álitnir bestir sem stendur. Leikirnir, sem fara fram á nrrfðvlkudég, *»ru í A-riftlh Holland — ítalía og Austurríki — V-Þýzkaland. í B-riðli leika Brasilía — Pólland og Argentína — Perú. Hollendingar eru svo gott sem komnir með annan fótinn í úrslitalcikinn, það eina sem gaeti komið í veg fyrir þaö er aö þeir tapi tyrir itölum. Leikur Itala þótti ekki sannfærandi á móti Austurríki og töldu margir að ítalir hefðu mátt þakka fyrir aö ganga með sigur af hólmi. Verði jafntefli í leiknum ættu Hollendingar að komast áfram á hagstæöara markahlutfalli. Möguleikar V-Þjóðverja eru þeir aö þeir sigri Austurríki meö fimm marka mun og aö ítalía sigri Holland. ítalía þarf aö sigra Holland til aö komast í úrslitin. í hinum riölinum berjast Suöur-Ameríku risarnir sem geröu jafntefli sín á milli, Argentína og Brasilía. Þarna eru allar dyr opnar og ómögulegt aö spá. Bæði liðin eru meö þrjú stig. Argentína er með markahlutfalliö 2—0 en Brasilía 3—0. Búist er við að liö Argentínu komlst frekar létt frá leik sínum við Perú. Brasilía þarf hinsvegar aö sækja á brattann á móti hinum sterku Pólverjum. Og þaö eitt er víst aö þaö verður enginn leikur. Sællar minningar tapaöi Brasilía fyrir þeim í V-Þýzkalandi 1974. Þeir hafa því harma að hefna. Eins og sjá má getur allt gerst. Sjá nánar um HM á bls. 26 og 27 Koma 6 „útlending- ar"í leikinn við Dani? ÍSLENDINGAR leika landsleik við Dani miðvikudaginn í næstu , viku á Laugardalsvellinum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun ætlun landsliðsnefndar KSÍ að kalla heim til leiksins a.m.k. sex leikmenn sem leika með erlendum liðum. Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eð- valdsson eru sjálfsagðir í liðið og hafa báðir hug á að vera með. Ásgeir er farinn utan til Belgíu til æfinga og mun væntanlega fá leyfi Standard Liege til að vera með í leiknum. Jóhannes er einnig byrjaður að æfa af kappi fyrir leikinn og er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu Celtic að hann verði með. Árni Stefánsson og Jón Pétursson, sem báðir leika með Jönköping í Svíþjóð, eru tilbún- ir að koma hingað með góðum fyrirvara til undirbúnings fyrir leikinn en óvíst er hvort Teitur Þórðarson getur komið, þar sem lið hans, Öster, á leik í bikar- keppninni sænsku daginn eftir landsleikinn. Hann hefur þó hug á að vera með. Landsliðsnefndin hefur mikinn hug á því að fá Teit óg sömuleiðis mun Teitur hafa áhuga á því að koma og verður unnið að því að svo geti orðið. Þá er aðeins ónefndur Mart- einn Geirsson, sem leikið hefur með belgíska félaginu Royal Union. Hann hefur verið að athuga með samninga við önnur' félög og mun að sögn vera í góðri æfingu. - SS. Miklar líkur eru á því að bæði Ásgeir Sigurvinsson og Jóhanncs Eðvaldsson verði með í landsleiknum gegn Dönum í næstu viku. Sjö atvinnumenn ídanska liðinu gegn íslendingum DANSKA knattspyrnusam- bandið hefur valið 16 manna hóp iandsliðsmanna vegna landsleiksins við íslendinga á Laugardalsvellinum 28. júní n.k. Landsliðshópurinn er blanda atvinnumanna og áhugamanna. í hópnum eru sjö atvinnumenn en í hópinn vant- ar þekktustu landsliðsmenn Dana, þá Allan Simonsen Borussia Mönchengladbach, Henning Jensen Real Madrid og Birgir Jensen FC Briigge. Landsliöshópurinn danski veröur þannig: Markveröir: Ole Kjær Esbjerg og Per Poulsen B 1903. Varnarmenn: Johnny Hansen Vejle, John Andersen B 1903, Sören Lerby Ajax, Henning Munk Jensen Frederikshavn, Niels Tune St. Pauli og Per Röntved Bremen. Tengiliðir: Jens Jörgen Berthelsen Esbjerg, Peter Poul- sen Köge, Frank Arnesen Ajax og Heino Hansen Preusen Munster. Framlínumenn: Preben Elkjær Lokeren, Lars Lundqvuist Skovbakken, Benny Nielsen Anderlecht og Henrik Agerbeck KB. Tveir nýliöar eru í hópnum, Lundquist og Agerbeck en þeir eru markahæstir í 1. deildinni dönsku sem stendur meö 15 mörk í 13 leikjum. Henning Munk Jensen, sú gamla kempa, mun leika sinn 60. landsleik á Laugardalsvellinum og er þaö nýtt danskt met. • SEPP Mayer, hinn góðkunni markvörður Vestur-bjóðverja, setti nýtt met um daginn, þegar hann lék samtals 475 mínútur í HM leikjum án þess að fá á sig mark. Maraþonið hófst. cr Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu á fyrstu mínútu úrslitaleiksins árið 1974 og því lauk með marki Arie Haan í fyrri hálfleik viðureignar Þjóðverja og Holiendinga á sunnudaginn. Skúli setti Norðurlandamet SKÚLI Óskarsson. lyftingakappi, setti á laugardaginn nýtt Norðurlandamet í léttþungavigt á innanfélagsmóti sem íram íór í Jakabóli. Skúli lyfti 280 kg í hnébeygju og setti íslandsmet í samanlögðu. 675 kg. Met hans í hnébeygjunni er 2,5 kg betra en fyrra met hans. Árangur þessi lofar sannarlega góðu fyrir heimsmótið sem haldið verður í Finnlandi í haust. Gústaf í 6. sæti í snörun á EM GÚSTAF Agnar«s<in v»r í sviðsljósinn um helgina. er hann keppti í Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Havírov í Tékkóslóvakíu. Hann varð í sjbtta sæti í snörun með 155 kg lyftu, sem er fjarri hans besta, en hann hefur best lyft áður 202 kg. Þegar að jafnhöttuninni kom, mislukkaðist Agnari lyftan er hann reyndi við 185 kg og var hann þar með úr leik. Gústaf taidi það hafa háð sér mjög, að hann fékk enga mjólk hjá Tékkunum og hafi hann því orðið að þamba vatn, sem var vont í þokkabót. Gat Gústaf því ekki hærst sem skyldi. Dregið í þriðju umferð DREGID hefur verið í þriðju umferð bikarkcppni KSÍ. Allir lcikirnir fara fram miðvikudag- inn 21. júní kl. 20.00. Eftirtalin lið leika saman. KR—Grindavík á KR-vellinum við Kaplaskjólsveg. Armann—Víkingur ólafsvík á Mclavellinum. Fylkir—ÍBÍ á Árbæjarvelli. KS-Tindastóll á Siglufirði. I>ór—Leiftur á Akureyrarvelli. Einherji —Austri á Vopnafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.