Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 BUH auglýsir eft- ir verkstjórum „ÞAÐ er verið að vinna í málinu með því að auglýsa eftir verk- stjórum," sagði Kristinn ö. Guð- mundsson bæjarstjóri í Hafnar- firði, er Mbl. spurði hann í gærkvb'ldi frétta af Bæjarútgerð- armálinu. Þegar Mbl. spurði hvort núver- andi verkstjórar yrðu látnir hætta strax og nýir hefðu verið ráðnir svaraði Kristinn: „Starfsfólkið neitar að koma til vinnu undir stjórn verkstjóranna. Við ráðum því hvort þeir verða látnir hætta strax, en að sjálfsögðu verðum við þá að greiða þeim laun eins og uppsagnarfresturinn segir til um." Hringborðsumræður í sjónvarpi annað kvöld SÍÐASTI framboðsþátturinn á dagskrá sjónvarpsins verður á miðvikudagskvöldið en þá vcrða hringborðsumræður í beinni út- sendingu, sem Ólafur Ragnars- son ritstjóri stjórnar. Emil Björnsson fréttastjóri sjónvarpsins sagði í samtali við Mbl. í gær að reiknað væri með Húsavík: Samstarf B og D lista „ÞAÐ ER verið að ganga frá samningi um meirihlutasamstarf framsóknarmanna og sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn," sagði Katri'n Eymundsdóttir efsti mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavfk. Sagði Katrín að næsti bæjarstjórnarfundur yrði á mið- vikudag. Framsóknarflokkur hefur 3 bæjarfulltrúa á Húsavík og Sjálf- stæðisflokkur 2, K-listi Alþýðu- bandalags, óháðra og vinstri manna 3 og Alþýðuflokkur 1. Fyrrverandi meirihluti á Húsavík var skipaður 7 fulltrúum Fram- sóknarflokks, K-lista og J-lista Alþýðuflokks og Samtakanna. ----------* t * Sprengiefni stolið í Þorlákshöfn Brotizt yar inn í sprengiefna- geymslu Ölfushrepps í Þorláks- höfn um helgina og stolið nokkru magni af hvellhettum og dýna- mfti. Lögreglan á Selfossi bað Mbl. sérstaklega að vara foreldra í Þorlákshöfn við, ef þau yrðu vör við þessi efni í höndum barna sinna.________ ------- ¦ » »--------------- — Vill innflutn- ingshöft. . . Framhald af bls. 48 sem stöfuðu af aðild íslands að EFTA og EBE verði afturkallað- ar og frestað um óákveðinn tíma þeim tollaiækkunum, sem koma eiga til framkvæmda í ársbyrjun 1979 og 1980. Fjármagn, sem þannig sparast ríkissjóði 5 — 6000 milljónir króna samtals á næstu þremur árum, skal notað til þess að halda niðri innlendu verðlagi og til að létta útgjöldum af innlendri iðnaðarframleiðslu." Krafan um 5 milljarða króna skattlagningu á verzlun, þjónustu og' iðnað, sem framleiðir fyrir innlendan markað, kemur fram í tölulið 4.2. sama kafla en þar segir: „Veltugjald að meðaltali 1,2% verði lagt á aðstöðugjaldsstofn í Öllum rekstri. þó ekki á fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskiðnaði, land- búnaði og útflutningsiðnaði. Tekjuauki ríkissjóðs af veltu- gjaldi næmi um 5 milljörðum króna." Eins og sjá má af þessari upptalningu eru verzlun, þjónustu- greinar og iðnaður fyrir heima- markað ekki undanþegin þessu veltugjaldi. þátttöku formanna stjórnmála- flokka; þeirra Benedikts Gröndal formanns Alþýðuflokksins, Lúð- víks Jósepssonar formanns Al- þýðubandalagsins, Ólafs Jó- hannessonar formanns Framsókn- arflokksins, Magnúsar Torfa Ólafssonar formanns Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði Emil að Ólafur Ragnarsson myndi bera fram spurningar og stjórna um- ræðum. Hringborðsumræðurnar eru á dagskrá síðast á miðvikudagskvöld og sagði Emil að þetta yrðu tveggja tíma umræður. — Varnarmálin sett á oddinn Framhald af bls. 2 ríkisstjórn án þess að setja varnarmálin á oddinn. I sama blaði Þjóðviljans birtist ræða, sem Vilborg Harð- ardóttir, einn af varaþing- mönnum Alþýðubandalagsins á yfirstandandi kjörtímabili, flutti á Akureyri hinn 1. maí sl. I ræðu þessari segir hún m.a.: „Vegna þess að við erum hér á fundi sem Alþýðubandalagið heldur og af því, að kosningar eru á næsta leiti, ætla ég að leyfa mér að orða þá skoðun mína, að það megi ekki ske oftar, að Alþýðubandalagið fari í ríkisstjórn mema brottför hersins sé fyrirfram gerð að skilyrði. Það er bjargföst trú mín, að brottför hersins sé bæði tákn og forsenda þeirrar breytingar eða byltingar, sem yrði að verða á stjórnmálalífi í landinu til að unnt væri að takast á um innanlandsmál með árangri til frambúðar." — Stefnan í land- helgismálinu Framhald af bls. 2 Gíslasonar þáverandi formanns Alþýðuflokksins til Ólafs Jóhann- essonar formanns Framsóknar- flokksins. Bréfið er dagsett' 30. júní 1971: „Alþýðuflokkurinn hefur mót- tekið bréf formanns Framsóknar- flokksins, dags. 25. júní, þar sem hann býður Alþýðuflokknum til þátttöku í viðræðum um samstarf og myndun ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Flokksstjórn Alþýðuflokksins telur, að nú, að loknum kosning- um, sé eðlilegt, að gerð verði tilraun til þess að sameina lýðræð- issinnaða jafnaðarmenn í einum flokki og lítur svo á, að úrslit kosninganna hafi áréttað mikil- vægi þess máls. Flokksstjórnin telur, að þessar tilraunir til sameiningar jafnaðar- manna ergi að vera undanfari viðræðna um stjórnarmyndun og telur Alþýðuflokkurinn, í ljósi kosningaúrslitanna, ekki fært að ganga til samninga um stjórnar- myndun, án þess að áður hafi verið gerðar alvarlegar tilraunir til sameiningar jafnaðarmanna. Jafnframt minnir flokksstjórn ÞESSI bifreið lá fyrir utan þjóðveginn við Vagla í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði og barst lögreglunni á Akureyri tilkynning um vcru bílsins þar um klukkan 14 á þjóðhátfðardaginn. Síðast þegar Morgunblaðið hafði spurnir af málum. hafði bifreiðastjórinn ekki fundizt. — Ljósm. Kr Ól Alþýðuflokksins á, að þegar for- maður Framsóknarflokksins tók að sér tilraun til stjórnarmyndun- ar, lýsti hann því yfir, að hann mundi freista þess að mynda stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, en þessiri flokkar, sem voru í stjórnarand- stöðu, hafa nú starfhæfan meiri- hluta á Alþingi. Ennfremur vekur flokksstjórnin athygli á því, að í bréfi formanns Framsóknar- flokksins er það skilyrði sett, að Alþýðuflokkurinn fallist á starfs- aðferðir við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, sem hann telur var- hugaverðar. Af þessum ástæðum telur flokksstjórnin því þátttöku Al- þýðuflokksins til tilraunum til stjórnarmyndunar ótímabærar nú, en hann mun sem áður hafa ábyrga stefnu varðandi lausn aðkallandi vandamála og vinna ótrauður að því, að þjóðfélagsþró- un framtíðarinnar verði í anda j af naðarstef nunnar. I því skyní mun Alþýðuflokkur- irin taka upp athuganir á samein- ingu lýðræðissinnaðra jafnaðar- manna í einum flokki." Gylfi Þ. Gíslason. » » »---------_ — N-Irland Framhald af bls. 1 lífi mínu, en afleiðingin varð svo aðeins sú að IRA birti þessa yfirlýsingu". Taldi presturinn að rökrétt framhald af frelsun hans hefði verið það að Turbitt lögreglumanni hefði verið sleppt úr haldi hjá írska lýðveldishern- um. Yfirlýsingin um morðið á Tur- bitt batt enda á þessa „svörtu helgi" brezku öryggissveitanna á Norður-írlandi, en tveir lögreglu- menn að auki urðu IRA-mönnum að bráð. Félagi Turbitts í landa- mæralögreglunni, Hugh McConn- ell, féll í kúlnahríðinni í árásinni á laugardag, og á föstudaginn féll nítján ára gamall varaliðsmaður í Londonderry. Yfir þúsund manna lið her- manna og lögreglu leitaði beggja vegna landamæranna að líki Tur- bitts eftir að morðfrétt IRA var birt, en þegar eftir skotárásina á laugardaginn þótti fullljóst af ummerkjum á staðnum að hann hefði særzt mjög alvarlega. Árásin á Turbitt og McConnell átti sér stað í Camlough í Suður-Armagh, þar sem öryggissveitirnar telja að sé eitt mesta hættusvæðið við landamærin. Séra Murphy var haldið í 12 stundir áður en honum var sleppt á sunnudagskvöld, en það var fyrir orð ekkju Turbitts og leiðtoga mótmælenda. Vegfarendur segja að blóðslettur hafi verið á víð og dreif þegar skothríðinni lauk, en í fregn ADN er ekki minnzt á það að aust- ur-þýzk lögregla hafi beitt skot- vopnum í viðureigninni við Rúss- ana. Ökumaður rússneska bílsins hafði, að sögn sjónarvotta, svip- mót Asíubúa, og bendir það til að hann hafi verið frá einu Sovétlýð- veldanna í Mið-Asíu. Ekki er vitað hvort maðurinn komst lífs af eða hvort hann er særður. Þetta er í eina skiptið seni vitað er til að austur-þýzk lögregla hafi skotið að flóttamönnum, sem hafa reynt að komast vestur yfir Berlínarmúrinn, að undanförnu, en flóttatilraunir hafa verið óvenju tíðar að undanförnu og hafa þær tekizt í mörgum tilvik- um. Tveir Austur-Berlínarbúar komust um CheckpointCharlie í síðustu viku en þeir höfðu gefið belgískum sendiráðsmanni svefn- lyf og stolið persónuskilríkjum hans. Um svipað leyti komust tveir austur-þýzkir landamæraverðir yfir Múrinn í námunda við Spandau, og enn einn komst í gegnum hlið, sem hingað til hefur ekki verið vitað um. — OPEC Framhald af bls. 1 formannsins. olíumálaráð- herra Kuwait, komið hvort hækkun yrði á olíuverði í samræmi við niðurstb'ður nefndarinnar. Talið er að koma Fahds, krónprins og forsætisráðherra Saudi-Arabíu, til Genfar á sunnudag hafi orðið til þess að koma í veg fyrir olíuhækkun en Saudi-Arabía er það ríki innan OPEC sem flytur út mest af olíu, þ.e. um fjórðung af heildarmagninu, og hefur lang- mest áhrif á olíuverðið. Efnahagsmálasérfræðingar á Vesturlöndum telja líklegt að olía hækki um fimm af hund- raði að minnsta kosti eftir næstu áramót. Ákvörðun OPEC um óbreytt verð fram að áramótum hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum, Japan og V-Þýzkalandi og eru ýmsir þeirrar skoðunar að Saudi- Arabar stefni að því að olíu- verðstöðvun verði enn fram- lengd þegar næsti OPEC-fund- ur verður haldinn í Abu Dhabi í desember. — A-Berlín Framhald af bls. 1 Þessi átök urðu steinsnar frá sovézku sendiráðsbyggingunni, sem stendur við Unter den Linden. — Nettóhagn- aður 8,2 millj. Framhald af bls. 2 ins orðið veruleg, farþegar sem fluttir voru á vegum Arnarflugs á sl. ári voru 80.360 talsins og jókst farþegafjöldinn um 358,73% frá árinu áður, en þá voru farþegar 17.518. Samhliða aukningu á starf- semi félagsins erlendis og á erlendum leigumörkuðum jukust verkefni Arnarflugs að miklum mun á innlendum vettvangi og flutti félagið hópa íslenskra ferða- manna á árinu 1977 fyrir ferða> skrifstofurnar Sunnu, Samvinnu- ferðir, Ferðamiðstöðina. Jafn- f ramt jókst verulega f arþegaflutn- ingar Arnarflugs á þýzkum ferða- mönnum til landsins ásamt því að reynt var að flytja skandinavíska og írska ferðamenn til landsins. Samtals komu vélar félagsins til 64 flugvalla og 29 þjóðlanda." - Guðmundur J. skellti hurðum Framhald af bls. 48 velli málefnasamningsins og þar skiptu flokkarnir þrír, Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur þeim á milli sín. Alþýðubandalagið mun tvisvar sinnum hafa átt kost á hafnarstjórn, en tekið annan kost fram yfir í bæði skiptin. Á þessum fundi alþýðubanda- lagsmanna, sem áður er getið, mun hafa verið látið liggja að því við Guðmund J. Guðmunds- son, að hann gæti fengið for- mennsku í einhverjum öðrum nefndum, en Guðmundur hafn- aði áður en málið var komið svo langt að ákveðnar nefndir væru nefndar á nafn. Á fundinum mun Guðmundur hafa sagt, að væri Reykjavíkurhöfn smáatriði í rekstri borgarinnar en ekki lífæð, skildi hann að Alþýðu- bandalagið afhenti Alþýðu- flokknum formennskuna í hafn- arstjórn, Reykjavíkurborgar gæti haft veruleg áhrif á aðbún- að verkamanna við höfnina og vinnuskilyrði þeirra og ef hann sem formaður Verkamannasam- bandsins ætti ekki að fá for- mennskustöðuna í hafnarstjórn, hlyti borgarstjórnarflokkurinn að líta svo á að þessi stærsti vinnustaður Dagsbrúnar í Reykjavík væri verkamönnum gjörsamlega óviðkomandi — og borgarstjórnarfulltrúum Al- þýðubandalagsins væri þar með ekki við bjargandi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag styðja þrír fulltrúar Guðmund J. Guðmundsson sem formann, borgarstjórnarfulltrúarnir Guð- rún Helgadóttir, Guðmundur Þ. Jónsson og Þór Vigfússon. Er þó talið alls kostar óvíst, hvort Þór sé tilbúinn til þess að greiða honum atkvæði, þegar til kosn- inga kemur í hafnarstjórn. Sigurjón Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir munu hins vegar styðja Björgvin Guð- mundsson til formennsku í hafnarstjórn Reykjavíkur, enda munu þau hafa átt drýgsta þátt í gerð málefnasamnings meiri- hlutaflokkanna, þar sem þau samþykktu að afhenda Alþýðu- flokknum formennskuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.