Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Listahátíðarlok Listahátíð lauk á tvo vegu, með hefðbundnum píanótónleik- um þar sem glæsihljómur evrópskrar hámenningar var sleginn með viðhöfn á slaghörpu og með mjóróma söng þeirrar kynslóðar sem erfa mun landið og varðveita sögu okkar ef henni finnst þá taka því. Barnakórar frá Danmörku, Finnlandi, ís- landi, Noregi og Svíþjóð sungu fólki söngva sína, sem spönnuðu allt frá sálmalögum til skemmtitónlistar. Daginn áður hafði íslenzkum tónmennta- kennurum verið gefinn kostur á að kynnast vinnu barnanna og stjórnenda þeirra á æfingum í Skálholti og hlýða á stutta fyrirlestra stjórnenda og dóm- ara um starfsaðstöðu og kennsluaðferðir í uppbyggingu kóra á Norðurlöndunum. Starfsemi tengd barnakórum hér á landi er á algjöru byrjun- arstigi en mikil bjartsýni ríkir í herbúðum tónmenntakennara, því mikil gróska hefur á síðustu árum verið í uppbyggingu barnakóra hér á landi. Heim- sókn barnakóranna á eftir að verða söngmennt í landinu mikil lyftistöng og vekja menn til umhugsunar um menntunarþátt slíkrar starfsemi. Á Norður- löndunum er kórstarfsemi við- urkennd að tíma og umfangi til jafns við starf barnalúðrasveita, en hér á landi er hún aukastarf, í tengslum við kennslu auka- námsgreinar, með söng á skóla- skemmtun sem næstum eina markmið starfsins. Tónleikarnir hófust á söng finnska kórsins undir stjórn Eila Leipsto. Kór- inn söng mjög fallega tvö finnsk lög og eitt lag frá Úkraínu. Annar var íslenzki kórinn, undir stjórn Egils Friðleifssonar og söng hann tvö ísl. þjóðlög og eitt tónverk eftir Pál P. Pálsson, Búlúlala, skemmtilegt lag við texta eftir Stein Steinarr. Norski kórinn söng undir stjórn Per Skjölsvik lög eftir Rolf Nyhus, Grieg og Knut Nystedt. Sænsku sigurvegararnir undir stjórn Bo Johansson sungu þrjú lög úr Petete vox, eftir Poulene, lag eftir Kodaly og The abba dabba dú, gamalt dægurlag, sem kórinn flutti mjög skemmtilega og vel. Sænski kórinn er góður enda úrval stúlkna 'úr tón- menntabekkjum Stokkhólms- borgar. Danski kórinn undir stjórn Jörgen Bremholm söng mjög skemmtilega syrpu yfir lagið Det var en lördag aften, í ýmsum stíltegundum danslaga, fallegt japanskt þjóðlag og Around the world, syrpu laga sem tengd eru ýmsum borgum. Tónleikunum lauk svo með samsöng kóranna og stjórnaði hver kórstjóri einu lagi. Þar með lauk listahátíð, sem fyrir margra hluta sakir verður eftir- minnileg. Eitt er þó í fram- kvæmd hennar, sem gæti hafa Tðnllsl á Listahátíð eftir JÓN ÁSGEIRSSON verið betra og það er prentun efnisskrár. Glæsileg efnisskrá getur bæði verið auglýsing og tekjulind auk þess sem hún er heimild og gefur aðra mynd af hátíðinni en forljótir og illa útfærðir sneplarnir sem lista- hátíðin lét sig hafa að henda fjármununum í. Þá kom það fyrir að boðið var upp á tónleika án þess prentuð efnisskrá fylgdi, en sem tón- leikahaldararnir sjálfir reyndu að bæta úr með fjölrituðum blöðum eins og notuð eru í skólum. Þessi þáttur og auglýs- ingar á ýmsum atriðum hátíðar- innar var mjög kauðalegur í framkvæmd og rétt eins og ýfnislegt tengt hátíðinni væri það aðeins að nafninu til og skipti ekki máli hvernig til tækist. Birgit Nilson Birgit Nilson er ein af mestu söngkonum aldarinnar. Það er með ólíkindum hve Svíar eiga mikið af góðum söngvurum og er söngskóli þeirra talinn raun- vöruleg undirstaða velgengninn- ar og svo hversu frami sænskra söngvara um heim allan hefur verið notaður til að ala upp söngstolt Svía, sem aftur hefur verið ungu fólki hvatning til stórra átaka. Það var undirrituðum nokkur vonbrigði að ekki skyldi nást samkomulag um flutning á Wagner og hefði mátt gera undantekningar um fjölgun hljómsveitarmanna, af-sVo sér- stæðu tilfelli sem heimsókn Birgit Nilson er. Öðru eins er nú brölt í. Þá setti það tónleikana í lægri klassa en búast hefði mátt við, að hljómsveitarstjór- inn Gabriel Chmura kunni aðeins að stjórna með lokuð augun og áheyrendur sáu aðeins verkið í sterkum leik hans, en heyrðu allt annað og oft á tíðum hræðilega ósamtaka leik. Forleikurinn að Rómeö og Júlia eftir Tsjaikovský og Finn- gálknaforleikurinn eftir Men- delssohn voru einskonar milli- þáttarslys, sem áheyrendur kunnu ekki að meta. Forleikur- inn að Vald Örlaganna var þó tengdur viðfangsefnum söng- konunnar, þó hræðilega væri farið með hann á köflum. Þrátt fyrir að hljómsveitin næði ekki samspili með hljómsveitarstjór- anum, og Súðin gamla blési til brottfarar, brá stundum til betri hlutaeinkunl í undirleiksköfium með söngkonunni. Annars má bæta því við, að flutningur óperutónlistar er sérgrein og frægar konserthljómsveitir taldar standa sig illa, miðað við hljómsveitir, sem mótazt hafa af þeirri sérstöku vinnuþjálfun sem leikhústónlist útheimtir. Þess vegna ekki nema von að hatti fyrir í leik hljómsveitar- innar okkar, að viðbættu því, að þurfa að leika í þessu leiðinlega vöruhúsi sem Laugardalshöllin er. Höllin er sannkallað ryk- mettað naannapakkhús en ekki staður fyrir stefnumót við lista- gyðjuna. Fyrir hlé söng Birgit Nilson tvær aríur úr Grímudansleikn- um eftir Verdi og mátti heyra aö söngkonan kunni verkin vel, en þurfti að halda aftur af sér. í Birgit Nilson aríunum úr Vald Örlaganna, einnig eftir Verdi gat hún gefið meira en sú Birgit Nilson sem hlustendur áttu von á var heft í viðjar þeirra verkefna, sem ekki leyfðu henni að gera stóra hluti. Söngur hennar var alla tónleikana gæddur þeirri reisn sem mikilli söngkonu hæfir en flutningur hennar á Wagner var það sem átti að stefna að svo Islendingum gæfist kostur á að heyra tónlist hans með þeim tilþrifum sem hefur gert hana svo eftirsóknarverða, tilþrifum, sem aðeins örfáir söngvarar eins og Birgit Nilson ná og geta túlkað af reisn og mikilleik. France Clidat 1f>. júní. föstud.. Háskólabíó. Píanótónleikar France Clidat. Efnisskrá> Liszti Etudes transcendantes nr. 10. 4 ok 12. Ileilagur Frans gengur á vatninu, Gosbrunnar hjá Villa d’Este. Ung- versk rapsodía nr. 12. Skrjabínt Sex etýður op. 8 nr. 1. 2. 3, 5, 8 og 12. Debussyi Pour le piano. Raveli Gosbrunnar, Úr Miroirsi Bátur á hafinu. Ilnípnir fuglar og Morgunsöngur trúðsins. Lokatónleikar Listahátíðar voru að þessu sinni píanótónleik- ar franska píanóleikarans, ung- frú France Clidat. Fyrir um það bil þremur árum vakti France Clidat á sér athygli, er fyrstu hljómplötur hennar með píanó- verkum Franz Liszts komu út. Ekki vakti það minni athygli er það fréttist að ungfrúin ætlaði sér að leika öll píanóverk hans inn á plötur. Ekki mun það nú samt ætlun hennar að leika alveg hvert einasta verk heldur ætlar hún að velja úr hið markverðasta, en eftir Liszt liggja hvorki meira né minna en 1200—1300 verk alls, rúmlega 700 upprunaleg píanó- verk og 550 fantasíur og útsetn- ingar. Hefur hún byrjað vel því að þegar eru komin út 6 albúm (24 plötur) með rösklega 200 verkum. Undirritaður heyrði fyrsta albúm hennar skömmu eftir að það kom út og kynnti reyndar nokkrar plötur hennar í útvarpsþáttum um athyglisverða unga píanóleikara samtímans. Stuttu síðar hlaut Clidat Franz Tðnllst á Listahátíð eftir HALLDÓR HARALDSSON Liszt-verðlaunin í Budapest. Vakti hingaðkoma hennar því mikla eftirvæntingu þeirra, sem með henni höfðu fylgzt úr fjar- lægð. Sannaðist það þegar í fyrstu verkunum eftir Liszt á tónleikun- um í Háskólabíói, að ungfrú Clidat býr yfir afburðagóðri tækni. Samt virkuðu hinar þræl- erfiðu etýður á mig persónulega næstum eins og þær „færu fyrir lítið." Þegar píanóleikari býr yfir tæknikunnáttu og leikni á borð við Clidat kemyr skýrar í ljós en ella hvort hann hefur eitthvað að segja hlustandanum eða ekki. Tækni getur aldrei verið keppi- kefli ein og sér í lagi, heldur sem tæki til að geta tjáð það sem fyrir listamanninum vakir. Að þessu leyti var margt mjög fallega gert, dregnar voru fram stórar línur megininntaks verkanna í allri nótnamergðinni og fram kom skýr heildarhugsun. Virkaði þessi meðferð Clidat á verkum Liszts eins og hún væri að túlka einhvern impressionistanna, Debussy eða Ravel. Vert er að minna hér á að stór hluti verka Liszts eru myndræn, eins konar málverk í tónum eða að þau segja einhverja sögu þó með öðrum hætti sé en „myndir" Frakkanna. Þetta viðhorf ungfrú Clidat var sannfærandi að vissu marki. Verk Liszts bjóða einmitt upp á það að þau séu túlkuð á ýmsa vegu og persónulegt mat hvers og eins hvaða sjónarmið ráði. (I raun og veru er ekki til nein ein rétt túlkun á neinu verki). Túlkandinn aflar sér að sjálf- sögðu allra upplýsinga um höf- und og verk hans. Hins vegar virkaði þessi meöferð Clidat fremur einhliða til lengdar. Þarna saknaði ég fleiri þátta í persónuleika Liszts sem hefðu auðgað túlkunina með meiri fjölbreytni og skarpari andstæð- um. Má hér benda á eins konar endurskoðun á túlkun verka Liszts hjá framúrskarandi píanó- leikurum samtímans, sem leggja einmitt áherzlu á þessa ýmsu þætti eins og t.d. Brendel, sem dregur fram meiri alvöru og dýpt, en einnig hið galdrakennda og óhugnanlega, sígaunann í fari Liszts o.s.frv. Ennfremur Claudio France Clidat Arrau og Lazar Berman, sem draga fram hið hreinmúsikalska og ljóðræna. Annað var það að hraðinn hjá Clidat í þessum verkum, eða öllu heldur það að gefa sér of sjaldan tíma (hún gerði það raunar stöku sinnum), olli einnig einhliða áferð og eins og það skorti alvöru. Stundum olli hraðinn hreinlega óná- kvæmni (t.d. vantaði talsvert af nótum í „Chasse neige") og hún varð að „breiða yfir“. I Heilögum Fransi náði Clidat hins vegar mjög sterkum áhrifum og byggði það verk upp á mjög sannfærandi hátt. Það var mjög fróðlegt að fá að heyra Gosbrunnana eftir þá Liszt og Ravel á sömu tónleikum. Eins og margir vita, skaut Liszt í áttina að impressionismanum í síðari verkum sínum, t.d. í Hallargosbrunnunum við Este- höll. Þarna er vandi píanóleikar- ans að túlka vatnshljóð og vatnsbunur gosbrunna, sem ligg- ur mjög beint við möguleikum slaghörpunnar. Þegar nótnarun- ur eru leiknar mjög hratt verða áhrifin hörð og kuldaleg. Ef gefinn er meiri tími, næst fram meiri mýkt. Hraðinn í leik Clidat í þessum verkum olli því, að það sem átti að minna á glitrandi vatnsbunur gosbrunnanna minnti mig meira á haglél. Aðra ástæðu þess hve fyrri hluti tónleikanna og að sumu leyti öll efnisskráin hljómaði tilbreyting- arlaust má rekja til þess hvernig hún var valin. Etýðurnar í upphafi eru oftast hápunktur á tónleikum flestra píanóleikara, hátindar sem hlustandinn bíður spenntur eftir og virka þá sem slíkir, oft á mjög áhrifaríkan hátt. Þegar hins vegar tónleik- arnir hefjast á slíkum hátindum sem koma hver á eftir öðrum mynda þeir smám saman eina órofa hásléttu — það er engin lágslétta að miða við. Með^ mildari og hægari etýðum inn á milli hefði mátt komast hjá þessu. Eftir hlé þótti mér túlkun Clidat á verkum Ravels mest sannfærandi, svo og Debussys, nema hvað hraðinn var það mikill, að hann gerði túlkuninaj full keimlika. Sízt af öllu var þól meðferðin á Skrjabín. Túlkunin á honum sýndi, svo ekki varð um villzt, að hún túlkaði öll tónskáld- in á mjög svipaðan hátt. Mér er illa við að alhæfa um of en telja má leik hennar mjög „franskan" að því leyti að mikið er um hraða og létta en um leið snotra áferð. Þótt ég verði að játa hrifningu mína á franskri tónlist og túlk- endum að öllum jafnaði þykir mér hún ekki eiga að öllu leyti við í Skrjabín og ekki nema að nokkru leyti í Liszt. Freistandi væri að benda á framúrskarandi franska píanóleikara (þeir eru margir í dag) sem gera þarna mun á. Á heildina litið þótti mér ungfrú Clidat takast bezt upp í Rapsódíum Liszts (hún lék þá áttundu sem aukalag) og Heilög- um Fransi, Hnípnum fuglum (sem hún lék næst síðast en ekki eins og ritað var í efnisskrá) og Morgunsöng trúðsins eftir Ravel sem hún lék mjög glæsilega. Að lokum þykir mér ástæða að þakka þeim sem gerðu það fært að fá France Clidat hingað til lands. Þótt undirritaður hafi hér drepið á nokkur atriði, sem honum þótti ástæða að ræða um — en viðhorf eru sem betur fer ólík — er það yfir allan vafa hafið að Clidat er mjög glæsileg- ur píanóleikari og mjög fróðlegt að fá að kynnast leik hennar hér á Listahátíð í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.