Morgunblaðið - 01.07.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.07.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 3 Þetta er æðislegt Það er ekki á hverjum degi, sem islenzkum börnum gefst kostur á að upplifa andrúmsloftið í alvöru, hringleikahúsi. Morgunblaðið leit því inn á frumsýningu enska fjölleikahússins sem komið er hingað til lands á vegum Bandalags islenzkra skáta og truflaði fáeina af yngri áhorfendunum i hópnum eilitla stund. Einnig voru tveir fulltrúar eldra fólks teknir tali. Ég vildi sko vinna sirkus Hefði aldrei trúað þessu • Haraldur Þorbjörnsson 9 ára virtist vera mjög ánægður með sýninguna. — Mér fannst alveg ofsalega gaman, en ég veit nú ekki alveg hvað var skemmtilegast. Eg vildi sko vinna í svona sirkus og • Á harðahlaupum á leiðinni inn í salinn hittum við fyrir Ágústu Skúladóttur 10 ára, en hún vildi augljóslega ekki missa af neinu. — Ég hefði aldrei trúað því að það gæti orðið svona gaman. Fólkið í grænu fötunum fannst mér skemmtilegast og svo með skemmtuninni, en svo sagði Sigríður allt í einu: — Ég held mig myndi langa til að vera trúður. Nú bar að vinkonu hennar, Álfheiður Hanna hét hún, var 8 ára og sagðist alveg vita, hvað sig langaði að verða. Hvað? — Leikkona. — Ég myndi ekki vilja vera trúður fyrr en svona 9 til 10 ára, kom nú frá Sigríði Björgu. Ég kann ekkert að vera trúður, salinn til þess að fylgjast með loftfimleikastúlkunum sýna list- ...trúðam- ir beztir • Spekingslegur á svip tjáði Sigurður Bogi Sævarsson 7 ára okkur að sér hafði fundist þetta allt hvað öðru skemmtilegra, „þó voru trúðarnir kannski bestir." En Gísli hélt sínu striki: — Mér finnst það líka plat, að þessi hljómsveit skuli vera allan tímann. Þá hallaði Trausti sér fram: — Hvaðan ertu? Er þetta nokkuð spurning dagsins? - Nei. - Sjúkk! Strákarnir voru spurðir, hvort þeir vildu hafa sirkus á Islandi. Þeir gusuðu út úr sér já-um. — Sirkus og tívolí. —Þetta eru algjörir fávitar að rífa Tívolí, bætti Arnþór við. Olga þá vildi ég helst labba á línu. Það er svo spennandi. En nú voru trúðarnir að koma, svo ekki fengum við meira upp úr Haraldi, en hann spennti upp augun og hélt áfram að narta í frostpinnann sinn, sem augljóslega bragðaðist mjög vel. Sirkus er alltaf í tísku • Meðal áhorfenda á sirkusinr um-í Laugardalshöll í gær voru Laufey Guðmundsdóttir og Leila Stefánsson. — Okkur fannst mjög gaman og bjuggumst alls ekki við því betra. Svona skemmtiatriði höfða til allra aldurshópa, að okkar mati, ef fólk á annað borð gefur sér tíma til að horfa á þau. Aðspuröur að því hvort þær teldu að sirkus væri í tísku sögðu þær: — Sirkus er alltaf í tísku, hann missir aldrei gildi sitt. Fólki finnst alltaf jafngaman að því að fara í sirkus. Sigurður Bogi auðvitað trúðarnir og línudans- ■ararnir. — Áður hef ég bara séð svona í sjónvarpinu, en þetta er allt öðruvísi, maður verður svo spenntur, þegar maður sér þ^tta svona í alvörunni. — Ég mundi alveg örugglega fara aftur ef sirkusinn kæmi einhvern tíma seinna hingað. En nú var sifkushljómsveitin farin að spila á fullu og Ágústa þaut af stað i sætið sitt. Ég kann ekkert að vera trúður • Uppi á áhorfendapöllunum glitti í lítið stúlkuhöfuð. Hún sagðist heita Sigríður Björg og vera 7 ára. — Hvernig finnst þér? — Gaman. Mér fannst menn- irnir á hjólinu bestir. — Hvern- ig þorir maðurinn að láta naglana ofan á sig? Morgunblaðið vissi það ekki og spurði hana, hvort hún gæti sjálf hugsað sér að taka þátt í slíku. Þá kom stundar þögn, og Morgunblaðið fór að fylgjast 1 I Ágústa Svo var horft um stund. Ein stúlkan hafði nú bitið í eitthvert hald, svo að hún hékk á tönnunum hátt yfir áhorfendum og snerist með ógnarhraða í loftinu. — Ætli hausinn slitni ekki af henni? sagði Bergur. Morgunblaðið sagðist halda það. Þá sneri Gísli sér að Bergi og sagði; eins og hann væri að tyggja ofan í hann augljósan hlut: — Hann veit ekkert um þetta. Vildi helzt vera sirkus- dansmær • Næst hittum við fyrir ljómandi stúlkuandlit, en það mun tilheyra Olgu Sigurðar- dóttur 11 ára gamalli. — Mér fannst alveg æðislega gaman og miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Áður hef ég bara séð svona sirkus í sjónvarpinu, en þegar ég er búin að sjá hvernig alvörusirkus er, langar mig mest til að vera sirkusdans- mær þegar ég verð stór. Ég vona að það sé hægt á Islandi. Laufey og Leila Sigríður Björg Álfheiður Hanna Gísli, Bergur, Arnþór, Trausti og fleiri Vildi helzt vera töframaður • íbygginn á svip beit Guð- mundur Björgvinsson 11 ára í lakkrísinn sinn og sagði síðan: — Þetta var alveg frábært, jafnvel ennþá skemmtilegra en ég bjóst við. Mér fannst mest gaman að atriðinu þegar þeir voru að sýna listir á hjólum, en einnig var fakírinn athyglis- verður. — Jahá, ég vildi sko vinna í svona sirkus og þá mundi ég helst vilja vera töframaður. Annars er ég nú ekkert farinn að hugsa um framtíðina. — Ég hef nú aldrei séð svona áður, en samt er ég viss um að það hefði orðið ennþá skemmti- legra ef dýrin hefðu fengið að koma líka. Að svo mæltu snerist Guð- mundur á hæli og hljóp inn í Ætli haus- inn slitni ekki af? • „Þetta er æðislegt. Þeir sátu margir saman, Gísli, Bergur, Arnþór, Trausti og fleiri. Hátt fyrir ofan léku fimleikastúlkurnar listir sínar. — Þeir eru víst að láta mann svima, sagði Arnþór. Annars er ég viss um að það er eitthvert plat í þessu. — Já, skaut Gísli inn í, það var örugglega plat þegar hann setti naglana á sig. Og svo líka þegar þeir slepptu King Kong. Arnþór kom með þá skýringu, að King Kong hefði sennilega misst af strætó, en þá upphófust svolitlar vangaveltur um það, hvort sterkasti maður heims, sem hafði víst orðið fyrir meiðslum, væri kannski King Kong. Var málinu skotið til Morgunblaðsins, sem stóð á gati. Guðmundur bætti hún við til skýringar og brosti. Álfheiður Hanna kvaðst á hinn bóginn ætla að bíða til tvítugsaldurs með að verða leikkona. Haraldur — Ég mundi kannski vilja vera í svona sirkus, annars e'r ég að hugsa um að eiga heima upp í sveit þegar ég verð stór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.