Morgunblaðið - 01.07.1978, Side 8

Morgunblaðið - 01.07.1978, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 ari, sem bjó í húsinu eftir þaö. Eins og fram kemur í umsögn borgarminjavarðar virðist varð- veizlugildi hússins lítið hafa rýrnað við brunann, sem varð 7.6 1975, þar sem stórviðir og allt ytra borð hússins er að mestu óskemmt, sem skiptir mestu máli í því sambandi. Telur umhverfis- málaráð því mikilvægt, að húsið í Þingholtsstræti 27 verði varðveitt í sinni upprunalegu mynd, þrátt fyrir þetta óhapp, annaðhvort á staðnum eða á lóð borgarinnar hinum megin við götuna. Vill umhberfismálaráð minna á mjög breytt viðhorf, m.a. á ný- stofnaðan friðunarsjóð, sem hugsanlega gæti veitt einhverja aðstoð við viðgerð hússins, ef kvaðir eru meiri en við sams konar nýbyggingar. Leggur umhverfis- málaráð áherzlu á, að ekki verði leyfðar á þessum slóðum nýjar byggingar, sem stingi í stúf við umhverfið, þrátt fyrir „slys það, er það telur hafa orðið við byggingu hússins við hliðina, sem stendur Gamalt hús flutt Sl. mánudag fluttist íbúði við Þingholtsstræti yfir götuna. Það er gamla húsið, sem í 80 ár hefur staðið við Þingholtsstræti nr. 27. Þá kom það frá Noregi og mun hafa verið fyrsta tilþöggna húsið sem hingað kom á þann hátt. Þetta virðulega hús var farið að láta á sjá. þegar kviknaði í því 7. júní 1975 og skemmdist það þá nokkuð. Eigandi hússins og lóðarinnar undir því, Björn "Traustason, byggingameistari, hefur nú skv. samningum við borgina steypt undir það kjallara og flutt það yfir götuna, þar sem það á vonandi enn eftir að prýða hverfið og gefa götumyndinni heillegan svip neðanvert við Þingholtsstrætið. En húsið, sem þar stóð áður, brann til kaldra kola. Er þar komið gott fordæmi um það hvernig leysa má þann vanda, þegar gömul hús, sem fengur er að, þurfa að víkja af einhverjum ástæðum^en geta bætt upp í skörð, sem orðin eru í gamla bænum. Tildrög þessara flutninga eru þau, að umhverfismálaráð Reykja- víkurborgar fékk málið til með- ferðar eftir brunann. Fól það minjaverði að kanna húsið og gerði að athuguðu máli eftirfar- andi samþykkt, sem lýsir viðhorf- inu til varðveizlu þess: „Umhverfismálaráð telur, að húsið við Þingholtsstræti hafi mjög mikið varðveizlugildi, bæði eitt sér og sem hluti af lítt spilltri götumynd með safni gamalla upprunalegra húsa. Húsið stendur við Þingholtsstræti á kafla, sem sérstaklega hefur verið lagt til að verði varðveittur sem heild og sem myndar rökrétt samband við gamla hverfið í brekkunni niður að Tjörninni. Húsið sjálft er mjög gott dæmi sinnar tegundar og hefur mikið menningarsögulegt gildi, eins og tekið er fram í umsögn Nönnu Hermannsson, minjavarðar, sem hefur sem fag- maður kannað málið á vegum umhverfismálaráðs. Það var fyrsta tilhöggna húsið, sem flutt var frá Noregi 1897. Gerði það Jón Jensson háyfirdóm- því á lóðinni númer 27 við Þingholtsstræti. Var ætlunin að fjarlægja gamla húsið, enda byggt svo nærri því sunnan megin að sólar naut ekki og lá sú hliðin þar af leiðandi undir skemmdum. Björn Traustason keypti síðar gamla húsið og lóðina, þar sem var byggingarleyfið gamla. Voru teknir upp samningar við Björn, sem tók málinu vel. Féllst hann að að flytja húsið yfir götuna á lóö borgarinnar og ganga frá því þar, en fékk leyfi til að byggja á gömlu lóðinni hús, sem er miklu minna en upphaflega var áformað þar og inndregið frá götunni. Náðist samkomulag um þá bygg- ingu og leyfi fyrir henni. En hún verður tengiliður í götumyndinni milli stóra steinsteypta hússins á horninu og gamla Farsóttarhúss- ins. Lausn þessa máls er sú fyrsta sinnar tegundar og virðist ætla að takast mjög vel. Eins og sjá má af myndunum er þetta 80 ára gamla hús Jóns Jenssonar, háyfirdómara, við hliðina á gömlu „næpunni" eða landhöfðingjahúsinu, sem Menn- ingarsjóður hefur gert upp. Og í kring eru mörg fleiri virðuleg hús frá svipuðum tíma. - E.Pá. Gamla húsið verður á næstu lóð við hið gamla virðu- lega lands- höfð- ingja- hús, sem Mái og menning hefur gert upp. Ljósm. Ól.K.M. alltof nærri og í ósamræmi við umhverfið". Með þessum síðustu orðum var átt við húsið stóra, sem Mál og menning byggði á sínum tíma á horni Skálholtsstígs og Þingholts- strætis og hafði þá fengið leyfi til að byggja jafnstórt í framhaldi af Á myndinni sést hvernig gamla húsið bætir götumyndina við Þingholtstræti og fyllir upp í skarð. sem varð við bruna fyrir mörgum árum. Ameríkumaður í Suðurgötu 7 Ungur amerískur listamaður heldur sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Suðurgötu 7 sem stendur. Það væri óraunhæf yfirlýsing að segja, að hér sé um veigamikla sýningu að ræða. Flest eru verkin afar lítil að vöxtum og aðeins nokkrar teikn- ingar, sem geta.tp.list til þeirrar stærðar mynda, sem við erum vönust hér heima. Það hlýtur að Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON koma dálítið spánskt fyrir sjónir, að ungur Bandaríkja- maður heldur sína fyrstu einka- sýningu í Reykjavík (first one man show in Reykjavík, Ice- land.) Ekki veit ég þess dæmi áður, og ef til vill er þetta atriði sýningar BRIAN BUCZAKS það frumlegasta við hana. Þessi ungi listamaður vinnur með ljósmyndafilmum, er hann límir á pappír, og nær með því vissri myndrænni aðferð, sem stundum er skemmtileg og sýnir vissa möguleika, en ekki vil ég segja, að um merkilega tilraun sé að ræða. Það eru teikningar Brian Buczaks, sem ég tel, að séu hans sterkasta hlið. Sumar þeirra eru viðkvæmar og fínleg- ar og jafnvel mætti álíta þær nokkuð kvenlegar í eðli sínu. En það verður ekki sagt með sanni, að þær hafi sterk áhrif eða brenni sig í vituncj manns. Ég fæ ekki betur séð en að hér sé mjög óráðinn ungur listamaður á ferð og það óráðinn, að varla hafi verið tímabært að taka þessa vinnu hans til sýningar. Ef til vill er hann að þreifa sig áfram, eins og þeir gera fyrir vestan í leikhúsinu, sýningin sé „off Broadway"? Ungir listamenn eiga það sannarlega inni hjá samfélögum sínum að koma verkum sínum á framfæri, en þeir verða einnig að gera sér ljóst, að það eru gerðar kröfur til þeirra um leið og þeir birta verk sín. Það er viss aldur í lífi hvers og eins, sem ber í skauti sínu ákveðið sjálfstraust og aðfinnslur á það, sem fyrir er. Oft kemur það berlega fram í verkum unga listamanna, og er fátt eðlilegra. En enga fann ég ádeilu í þessum verkum, sem nú eru í þrem herbergjum í Suðurgötu 7, og satt að segja hafa oft á því ári, sem þessi staður hefur starfað, sést merkilegri hlutir en þetta, sem þeir nú eru að sýna. Það er annars ekkert meir um þessa sýningu að segja, nema hvað ég endurtek, að það eru teikning- arnar, sem ég man best eftir í herbergjunum á Suðurgötu 7. Þetta er ekki í fýrsta sinn, sem Gallerí Suðurgata 7 hefur sýnt verk eftir erlenda lista- menn. Þótt ég persónulega sé ekki sérdeilis hrifinn af þessum Ameríkana, þá má það ekki verða til þess, að þeir í Suður- götunni fari sér hægar með útlendinga. Það er alltaf skemmtilegt að sjá verk ann- arra þjóða manna og getur verið mjög forvitnilegt. Því er það ágætt að mínum dómi að sýna sem mest af slíku, þótt misjafnt vilji verða. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.