Morgunblaðið - 01.07.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 01.07.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 13 bæta það upp, að dýrin vantar. Ég held að sirkusinn muni alltaf standa fyrir sínu, þar er eitthvað fyrir alla.“ „Það má segja að helmingurinn af fólkinu í hópnum sé fætt inn í fjöl- leikahús, en helmingurinn fór út í þetta eftir skyldu- nám. Hér ríkir mikill fjöl- skylduandi." Sumir höfðu greinilega tekið börnin með sér til íslands, Þarna var ein stutt, um það bil 5 ára. Er gaman að vera með hópnum? Já. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sirkusstjarna. Kynnirinn heitir Paul Rhodes, og þetta er í fyrsta sinn sem hann glímir við það verkefni. Hann hefur aldrei áður komið nálægt fjölleikahúsi. Hann sagði, að lögð væri áherzla á að áhorfendum leiddist aldrei og að þeir gætu gleymt öllum sínum áhyggjum meðan á sýningunni stæði. Það virtist ætla að takast, því að nú spaugaði Cottle með það við fulltrúa BÍS á staðnum, að skátastrákarnir yrðu aldrei búnir að byrgja gluggana ef þeir héldu áfram að fylgjast svona með æfingunum. Einhver kom nú hlaupandi og sagði að annar bangsinn væri týndur. Úti á gólfi var gripið í eitt barnið rétt áður en það spásséraði út á blauta málninguna. Það vantaði ljós í tvö búnings- herbergin. Um leið og Gerry Cottle gaf fyrirskipanir varðandi ljóskastarana yfir sviðinu, skaut hann að Morgunblaðsmönnum: „Hérna sjáið þið nú, hvernig við rekum sirkus. Allt í einni bendu." Fakírinn A1 Hakim hisaöi við að máia stóra stjörnu á jjólf Lauj;ardalshallarinnar. Það er þó engin hætta á að leikinn vcrði handknattleikur í þessari stjörnu í framtídinni, því að hópurinn kom með K’ólfið með sér eins og annað. hvarf stundum á bak við sviðið en var svo óðar kominn aftur niður á gólf. Hann náði að skjóta að Morgunblaðsmönnum einni og einni setningu á hlaupun- um, gaf sér einu sinni litla stund til að setjast niður, en þá talaði hann svo hratt, að penninn hafði ekki við. „Ég stofnaði þetta hring- leikahús fyrir 8 árum ásamt konu minni, og nú höfum við tvo flokka í gangi í einu.“ sagði Cottle. „Við komum 40 hingað til lands, þar af taka 35 þátt í sýningunni. Það var vissulega leitt að fá ekki að taka dýrin með, sérstaklega fílana, sem við tökum annars alltaf með okkur. En við getum vonandi tekið dýrin með okkur næst.“ Gerið þið þá ráð fyrir að koma aftur? „Það fer auðvitað eitthvað eftir móttökunum nú, en ef þær verða góðar, myndum við reyna að koma aftur eftir svona 3—5 ár. Fyrir framan sviðið var einn úr hópnum að sópa gólfið. Allt í einu vatt hann Gerry Cottlet Sirkusinn mun alltaf standa fyrir sínu. sér að hljómsveitinni og fór að lagfæra taktinn. Þarna voru greinilega allir í öllu. „Það er rétt, að tónlistin er óvenjustór þáttur hjá okkur," sagði Cottle. „Svo erum við með fleiri óvenju- leg atriði frá ýmsum löndum. Við reyndum að ve BARRIE Walls. sem einnig gengur undir nafninu A1 Ilakim fakir og Otaki eldgleyp- ir, er önnum kafinn við að mála sviðsgólfið í skrautlegum lit- um. Walls hefur unnið sér það til frægðar að liggja á nagla- oddum í allt að 36 klukku- stundir og einnig gleypir hann eld af mikilli list. Aðspurður að því hvernig það væri að liggja ánaglaoddum sgði hann að hann fyndi ekkert fyrir því, nema þegar hann lægi lengi þá byrjuðu þeir að stingast inn í hann, en til þess að koma í veg fyrir það færði hann sig til á nokkurra mínútna fresti. — Eg er ósköp venjulegur maður, þótt mörgum finnist ég vera skrýtinn. Fyrir nokkru rannsakaði mig læknir til að athuga hvort sársaukataugarn- ar í mér væru í lagi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að annað hvort væri það heilinn sem orsakaði það að ég fyndi ekki sársauka eða þá að það væri vegna einhverra hormóna sem myndast í líkamanum. Annars held ég að það sem pr ósköp njulegur maður” gerist sé það að fyrir sýningar fer ég í nokkurs konar dásvefn, þannig að ég sé allt, en finn ekkert. — Til þess að geta orðið eldgleypir þurfa menn að yfir- vinna eldhræðsluna fullkom- lega. Það tók mig nokkurn tíma en núna gengur þetta allt eins og í sögu. — Eg byrjaði að vinna við sirkus 5 ára gamall og er búinn að vera í þessu í 24 ár. Sonur minn, sem er 11 ára, er farinn aö geta gert alveg sömu hluti og ég en hann fær ekki að koma fram sem eldgleypir fyrr en hann verður 16 ára. — Ég veit að öllum finnst ég vera hræðilega ljótur vegna þeirra atriða sem ég kem fram í, en viltu segja fólkinu að ég sé ekki þannig í alvöru. Og þar með er því komið á framfæri . . . „Aðeins búin að vera í þessu í fjóra mánuði” „PRINCESS Aasha“ ncfnist þessi laglega loftfimleika- stúlka. Hún er breskur ríkis- borgari. en á indverska for- cldra. — Ég er 18 ára og er aðeins búin að starfa með sirkusinum í fjóra mánuði. Ég byrjaði í þessu 17 ára og var þá aðallega í sjónvarpsþáttum. Mér líkaði mjög vel í þessu starfi, svo þegar mér var boðið að starfa með sirkusinum þáði ég það og sé ég ekki eftir því. Hef ég hug á að gera þetta að framtíðarstarfi, þó segja megi að þetta sé nokkuð erfitt starf ... Aasha er mjög upptekin og má varla vera að því að ræða við okkur. Fyrr en varir er hún rokin burt og farin að lagfæra kaðla og línur sem hún mun síðan nota við loftfimleikaatriði sitt. „Hef alltaf verid svona sterkur” ALLIR virtust vera að tala um „sterka manninn“, en hver skyldi það nú vera? Hann heitir Samson og þegar við spurðum hann hvernig það væri að vera svona sterkur sagði hann> — Ég hef alltaf verið sterk- ur og veit því ekki hvernig það er að vera öðruvísi. Ég var alltaf sterkur sem barn, en auðvitað hef ég þurft að þjálfa mig töluvert. — Ég er ekki úr sirkusfjöl- skyldu og byrjaði upphaflega að stunda íþróttir og æfa lyftingar. Ég fór þó fljótlega að starfa með sirkus, þar sem mér gafst þannig tækifæri til að vinna við áhugamál mín, sem eru kraftar. Það má því eigin- lega segja að ég hafi blandað íþróttahliðinni saman við sirk- usinn. Eitt atriði Samsons er í því fólgið að lemja risastóran nagla í spýtu. Þegar við spurð- um hann að því hvernig slíkt væri hægt svaraði hann: — Þetta er sko alls ekkert „blöff“, heldur algjörlega ósvikið. Þetta var sárt fyrst, en nú er ég búinn að gera þetta svo lengi að ég er hættur að finna fyrir því. — Auðvitað er sirkus í tísku í dag eins og alltaf. Sirkusinn hefur alltaf verið vinsæll og verður alltaf vinsæll. Sirkus er eilífur ... Kona Samsons, Delilah, tek- ur einnig þátt í atriði hans og sagði hún okkur að þau væru búin að vera í þessu í 20 ár og þeim líkaði starfið alltaf jafn- vel, þó það væri mjög krefj- andi. — Ég er mjög hrifin af Islandi. Allt er svo hreint og fallegt hérna og maturinn góður. Fólkið er líka mjög hjálplegt og vingjarnlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.