Morgunblaðið - 01.07.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978
Löndunarbanni af-
létt í Fleetwood
Dagný selur
þar 6. júlí
Löndunarvcrkamenn í Fleet-
wood í Englandi samþykktu á
fundi í gærmorííun að létta
löndunarhanni af fslenzkum
fiskiskipum, en löndunarhannið
hefur verið í gildi, allt frá því að
Íslendinjíar faerðu fiskveiðilög-
söguna út í 200 sjómílur. Á þá
aðcins eftir að aflétta löndunar
banni í Grimsby. mesta fiskibæ
EnRlands, en löndunarmenn í
IIull höfðu áður aflétt hanninu.
Fyrsta fslenzka skipað selur í
Fleetwood þann 6. júlí n.k. en það
er Dagný frá Siglufirði.
Ágúst Einarsson fulltrúi hjá
Landssambandi ísl. útvegsmanna
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að boðað hefði verið til
fundarins í gærmorgun fyrir
nokkrum dögum og þá hefði legið
fyrir að samþykkt yrði að aflétta
löndunarbanninu. Kvað hann að
siglingar til Fleetwood yrðu
örugglega einhverjar á næstunni
og fyrsta skipið myndi selja þar 6.
júlí. Sigling til Fleetwood væri
mun styttri en til Hull og munaði
tæpum sólarhring hvora leið eða
um tveimur sólarhringum fram og
til baka.
Þá sagði Ágúst að opnun
markaðarins í Fleetwood þýddi
aukið svigrúm fyrir íslenzk skip,
þar sem mjög þröngt væri á
Nýtt BHM-
félag stofnað
SAMKVÆMT lögum BHM eiga
háskólamenntaðir menn, sem ekki
geta fengið aðild að einhverju
aðildarfélaga BHM, rétt til að fá
beina aðild að bandalaginu. Jafn-
framt segir í lögunum að verði
stofnað sameiginlegt hagsmunafé-
lag fyrir slíka einstaklinga skuli
þeir verða félagar þess.
Mánudaginn 29. maí s.l. var
stofnað félag þeirra 37 einstakl-
inga, sem höfðu fengið beina aðild
að bandalaginu. Félagið hlaut
nafnið Útgarður — félag háskóla-
manna. Formaður félagsins er
Ragnheiður Haraldsdóttir BSc
hjúkrunarfræðingur.
Félagið var tekið inn í BHM á
fulltrúaráðsfundi 1. júní s.l. og er
það 20. aðildarfélag bandalagsins.
Eftir stofnun þessa félags verð-
ur aðeins um að ræða aðild félaga
að BHM.
BHM hafa borist fyrirspurnir
um aðild frá Búnaðar- og garð-
yrkjukennarafélagi íslands og
Félagi tónlistarkennara og eru
þær nú til athugunar hjá banda-
laginu.
markaðnum í Hull og löndunaraf-
köst þar lítil. Þá væri aðeins þess
að bíða að fiskimarkaðurinn í
Grimsby opnaðist og vonuðust
menn til að það yrði á næstunni.
Margir aðilar hafa unnið að því
að fá löndunarbanninu aflétt. Þar
á meðal L.Í.Ú., Helgi H. Zöega o.fl.
ASÍ styrkir
BÚH-fólkið
STARFSFÓLKI Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar sem vinnur við
fiskiðjuverið og fór í verkfall
vegna verkstjóranna tveggja á
dögunum, hefur fengið styrki víða
að. Samtals munu þessir styrkir
verða tæplega 1.800 þúsund krónur
og hefur Verkamannafélagið
Framtíðin og Verkamannafélagið
Hlíf staðið í því að deila þessum
fjármunum milli starfsfólksins.
Samkvæmt upplýsingum Guðríðar
Elíasdóttur formanns Framtíðar-
innar hefur þrisvar verið úthlutað
fé til fólksins, í fyrsta sinn fékk
fastráðna fólkið 20 þúsund krónur
og unglingar 10 þúsund. í tvö
síðari skiptin fengu fastráðnir 7
þúsund krónur en unglingar 2
þúsund krónur. Þegar þessum
úthlutunum var lokið stóðu eftir
um 98 þúsund krónur.
Guðríður kvað svo eftirfarandi
samþykkt hafa verið gerða á
miðstjórnarfundi Alþýðusam-
bands íslands í fyrradag; en hún
var útgefin í gær:
„Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands í gær var
samþykkt að votta verkafólki
fiskiðjuvers Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar þakkir og viður-
kenningu vegna baráttu þess fyrir
almennum rétti sínum gegn ofríki
og þröngsýni ráðamanna. Telur
miðstjórnin að þetta fordæmi
verkafólksins sé mikilsvert fram-
lag á baráttu verkalýðshreyfingar-
innar fyrir almennum mann-
réttindum á íslandi.
Þá samþykkti miðstjórn ASÍ, að
styðja verkafólk fiskiðjuversins
með 500 þúsund króna framlagi og
fela Verkakvennafélaginu Fram-
tíðinni og Verkamannafélaginu
Hlíf að koma fé þessu til skila.
Með félagskveðju, f.h. Alþýðu-
sambands Islands — Snorri Jóns-
son, forseti ASÍ“
Þessu til viðbótar má geta þess
að starfsfólkinu bárust einnig í
gær 100 þúsund krónur frá Raf-
virkjafélaginu.
Áður hafði starfsfólkinu borizt
fé frá ýmsum stéttarfélögum.
Sverrir Runólfsson:
„Hef ekki sagt
mitt síðasta orð”
SVERRIR Runólfsson boðaði
blaðamenn á sinn fund í gær
vegna vegaframkvæmda sinna
undanfarin ár. Þar sagði Sverrir
að hugmyndin með þessum fundi
hafi verið sú, að hann yrði
kveðjusamsæti Sverris Runólfs-
sonar hvað viðvíkur vegamálum á
íslandi. Hafði Sverrir af þessu
tilefni hoðið til fundarins auk
hlaðamanna, vegamálastjóra og
fulltrúum Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins.
Sverrir sagði m.a., „Þó svo ég
hafi boðið Vegamálastjóra og
fulltrúum Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins hingað til að
ræða málin sáu þeir sér fært að
sniðganga mig eins og þeir gerðu
reyndar einnig 1970. Þá var ég
ekki boðaður á blaðamannafund
sem þeir héldu vegna fyrstu
rannsókna á aðferð minni, hvort
hún dygði við íslenzkar aðstæður.
— Þess vegna hef ég ákveðið að
þetta séu ekki mín síðustu orð eins
og ég hafði ákveðið. Ég mun láta
þá standa við það loforð, að ég fái
að velja mér kafla sjálfur þar sem
ég get gert mínar tilraunir.
í sambandi við þær rannsóknir
sem hafa farið fram þá vil ég segja
að rangt hefur verið staðið að
þeim öllum, enda hefur í þessu
máli ekkért verið unnið nema
skemmdarverk frá upphafi, sagði
Sverrir að síðustu.
H-listinn
kom manni
í hreppsnefnd
á hlutkesti
I>orlákshöfn 30. júni
VIÐ hreppsnefndarkosningu í
Ölfushreppi hinn 25. júní s.l.
komu fram fjórir listar. D-listi
sjálfstæðisfélagsins Ægis, H-listi
óháðra kjósenda, K-listi óháðra
og frjálslyndra og Þ-listi vinstri-
manna.
Við talningu kom í ljós að tveir
listar voru jafnir að atkvæðatölu,
þannig að tveir menn komust af
hvorum lista. Einnig kom í ljós, að
í kassanum var einum kjörseðli of
mikið. Um þetta mál hefur staðið
í nokkru þófi en fallizt var á að
láta hlutkesti ráða úrslitum milli
2. manns á H-listanum, Hrafnkels
Karlssonar og 2. manns á Þ-listan-
um, Ásgeirs Benediktssonar. Hlut-
ur Hrafnkels Karlssonar kom upp
og lýsti yfirkjörstjórn hrepps-
nefndina löglega kjörna.
Hina nýju hreppsnefnd skipa
þessir menn: Jón Sigurmundsson,
Selvogsbraut 13, Þorlákshöfn,
Guðjón Sigurðsson, Kirkjuferju-
hjáleigu, Ölfusi, Hrafnkell Karls-
son, Hrauni, Ölfusi, Þórður Ólafs-
son, Setbergi 19, Þorlákshöfn og
Þorvarður Vilhjálmsson Setbergi
21, Þorlákshöfn. Til sýslunefndar
var kjörinn Benedikt Þórarinsson,
Háaleiti, Þorlákshöfn. -Ragnheiður.
150 þúsund-
um stolið í
gjaldeyri
BROTIZT var inn í íbúðarhúsið
Túngötu 41 í Reykjavík í fyrra-
kvöld. Þaðan var stolið gjaldeyri
að verðmæti um 150 þúsund
íslenzkar krónur, sjónvarpstæki og
silfurborðbúnaði. Málið er í rann-
sókn. ______. . .____
— Danir senda
Framhald af bls. 36.
verið búnir að breytá yfir í
hassolíu en lögreglan fann enga
hassolíu í fórum þeirra.
Piltarnir voru sendir til íslands,
þar sem starfsmenn fíkniefna-
deildar lögreglunnar tóku á móti
þeim. Við leit á piltunum fundust
30 grömm af hassolíu, sem þeir
höfðu vandlega falið. Viðurkenndu
piltarnir við yfirheyrslur að hafa
keypt hálft kíló af hassi í Amster-
dam, sem þeir hefðu að miklu leyti
verið búnir að vinna hassolíu úr.
Ennfremur viðurkenndu þeir að
hafa flutt fíkniefni til landsins í
þremur ferðum á undanförnum
árum en í smáum stíl. Þess má
geta að hassolía er í geypiháu
verði og mun hvert gramm vera
selt á hátt á annan tug þúsunda,
enda miklu sterkara efni en
venjulegt hass.
— Kartöflur
Framhald af bls. 36.
henni. — Ég sé ekki að það verði
neitt sem kalla má sumarmarkað
á kartöflum og ég á ekki von á því
að við förum að taka upp fyrr en
upp úr 10. september. Það þarf þá
að verða sérstaklega góð tíð úr
þessu ef það ætti að breytast, sagði
Bergvin. Verulegar skemmdir urðu
af völdum frosta hjá kartöflu-
bændum innar í Eyjafirði og í
hlíðinni utan við Akureyri, í
Glæsibæjarhreppi, fyrir
skemmstu og er ljóst að kartöflur
frá þeim verða ekki á ferðinni fyrr
en kemur fram í september.
— Sprenging
i New York
Framhald af bls. 1
eftir sprenginguna. „Allt lék á
reiðiskjálfi. Þetta hljómaði eins og
sprenging og fólk tók til fótanna,
hrópaði og lét öllum illum látum"
sagði sjónarvottur.
Sjónarvottar. segja að gert hafi
verið að sárum sumra í lögreglu-
bílum sem var breytt í bráða-
birgðasjúkrahús. Aðrir voru flutt-
ir í sjúkrahús í lögreglubifreiðum
þar sem sjúkrabílar komust ekki
leiðar sinnar. Um 30 slösuðust í
nálægu veitingahúsi aðallega af
glerbrotum.
Lögreglan segir að sjónarvottur
segist hafa séð einhvern kasta
pakka undir mjólkurbílinn
skömmu fyrir sprenginguna. í
ágúst í fyrra varö mikið uppnám
í New York þegar öfgasinnaðir
Puerto-Ricanar komu fyrir
sprengjum í tveimur skýjaklúfum.
Einn beið bana og fjórir særðust.
Samtök puerto-ríkanskra skilnað-
arsinna FALN kváðust bera
ábyrgð á sprengingunum.
— Reynir að stilla
Israelsmenn
Framhald af bls. 1
heimsókn Mondales vegna spreng-
ingarinnar á dögunum í Jerúsalem
er tveir biðu bana og 47 slösuðust.
Borgarstjórinn í Jerúsalem, Teddy
Kollek, sagði að hann teldi að
sprengingin, sem Frelsissamtök
Palestínu segjast bera ábyrgð á,
hafi staðiö í sambandi við heim-
sókn varaforsetans.
— Fréttaritarar
í Moskvu...
Framhald af bls. 16
ákærðir fyrir meiðyrði og rógskrif
ef þið haldið ykkur ekki við
tilvitnanir í yfirlýsingar sovézkra
embættismanna," sagði sendiherr-
ann.
Whitney og Poper báðu réttinn
um frest til að ræða við lögfræð-
inga og báðir kvörtuðu yfir því að
þeim hefði gengið erfiðlega að fá
lögfræðilega aðstoð. L.E. Almazov
dómsforseti gaf þeim frest til
mánudags og fresta réttarhöldun-
um til 7. júlí en þeim fannst það
ekki nóg.
— Þóf um forseta
Framhaid af bls. 1
Þingmenn og fulltrúar ein-
stakra fylkja, sem kjósa forseta,
gengu tvisvar sinnum til atkvæða
í dag og kusu hvcr fulltrúa síns
stjórnmálaflokks.
Einfaldur meirihluti nægir til
sigurs eftir fjórðu atkvæða-
greiðslu sem fer fram á morgun og
þá er búizt við að stærstu
flokkarnir bjóði fram sameigin-
lega.
í atkvæðagreiðslunum í dag
kusu kristilegir demókratar Guido
Gonella, kommúnistar Giorgio
Amendola og sósíalistar Pietro
Nenni.
Sósíalistar vilja sósíalista fyrir
forseta og kommúnistar vilja ekki
kristilegan demókrata fyrir for-
seta. Kristilegir geta sætt sig vlð
mann úr öðrum flokki fyrir forseta
en helzt ekki sósíalista eða
kommúnista.
— Stjómarmyndun
Framhald af bls. 36.
þeir báðir ekkert hafa rætt við
forystumenn annarra flokka í
gær. Geir kvað ekkert hafa
heldur komið fram frá því er
miðstjórnar og þingflokks-
fundur Sjálfstæðisflokksins
hefði verið haldinn á miðviku-
dag, sem gerði að verkum að
þörf væri á öðrum fundi. ólafur
Jóhannesson kvað fram-
kvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins koma saman eftir
helgi.
Morgunblaðinu tókst hvorki
að ná tali af Benedikt Gröndal
formanni Alþýðuflokksins né
Luðvík Jósepssyni, formanni
Alþýðubandalagsins í gær, en
Lúðvík var þá á G-lista hátíð í
Valaskjálf á Egilsstöðum. Var
hann væntanlegur heim aftur nú
um helgina. Nú eftir helgina
verður flokksstjórn Alþýðu-
flokksins kölluð saman, en það
er hún, sem hefur vald til þess
að ákveða aðild flokksins að
stjórn og hverjir sitji í ríkis-
stjórn fyrir Alþýðuflokkinn. Þá
hefur í Alþýðubandalaginu verið
boðaður sameiginlegur þing-
flokks- og flokksstjórnarfundur
á mánudag til þess að fjalla um
þá stjórnarmyndunartilraunir,
sem virðast vera í uppsiglingu,
og hugsanlega möguleika í þeim
efnum.
— Segja sig úr
stjórn Desais
Framhald af bls. 1
Singh og Narain hafa harðlega
gagnrýnt stjórnina fyrir að leiða
ekki Indiru Gandhi fyrrum for-
sætisráðherra fyrir rétt og láta
hana svara ákærum sem. eiga
raðtur að rekja til neyðarástands-
laga þeirra sem voru í gildi í 19
mánuði á Indlandi. Forsætisráð-
herra krafðist þess í gærkvöldi að
Singh og Narain segðu af sér
þegar Singh hafði krafizt þess að
frú Gandhi yrði handtekin þegar í
stað.
Bæði Singh og Narain vour áður
félagar í indverska alþýðuflokkn-
um (BLD) sem sameinaðist
Janata-flokknum fyrir þingkosn-
ingarnar sem leiddu til falls frú
Gandhi í fyrra. Gert er ráð fyrir
því að lausnarbeiönir þeirra stofni
einingu Janata-flokksins í hættu
en ríkisstjórnin er ekki í bráðri
hættu.
Singh sagði í yfirlýsingu að svo
væri komið að „varla nokkur
starfsmaður Janata-flokksins gæti
varið flokkinn af sannfæringu".
Hann hefur áður sagt að þeir sem
séu honum ósammála geri sér
enga grein fyrir því róti sem það
hafi komið á hugi fólks að stjórnin
hafi látið undir höfuð leggjast að
koma frú Gandhi á bak við lás og
slá.
Desai hefur verið mjög gætinn í
afstöðu sinni til frú Gandhi síðan
hún var handtekin í fyrra en látin
laus einum degi síðar af rann-
sóknardómara sem úrskurðaði að
hún þyrfti ekki að svara til saka.
Fráfarandi ráðherrar voru einn-
ig ósammála stjórninni í efna-
hagsmálum. Helztu blöð Indlands
styðja afstöðu Desais til þeirra og
telja rétt að hann reyni að koma
á aga í flokknum.
— Stórárás
í Erítreu
Framhald af bls. 1
Talsmaður frelsishreyfingar
Tigrehéraðs sagði að þrjár eins
konar tilraunaárásir hefðu farið á
undan stórsókn þessarri á síðast-
liðnum tveimur vikum og hefði
liðsmönnum hreyfingarinnar
-tekizt að halda her Eþíópíumanna
í skefjum. Árásirnar þrjár
beindust að sögn talsmannsins að
borgunum Hejer, Enticcio og
svæðum meðfram landamærum
Eritreu.
Það kom fram hjá talsmannin-
um að Eþíópíumenn beittu nú
nýrri hernaðartækni, e.t.v. að ráði
Sovétmanna. Væri nú venjan að
tefla fótgönguliði Eþíópíumanna
á undan en í kjölfarið fylgdu
harðar loftárásir og væri það í
fyrsta skipti sem það gerðist í
Tigrehéraði.
Samkvæmt heimildum Addis
Ababa útvarpsins hefur leiðtogi
Eþíópíumanna Megnistu Haile
Mariam látið hafa eftir sér að her
hans vinni nú hvern sigurinn af
öðrum gegn aðskilnaðarsinnum.
Haft er eftir útvarpinu í Moga-
dishu í Sómalíu að Eþíópíumenn
hafi gert þriðju loftárás sína yfir
landamærin, síðan Sómalar drógu
herlið sitt til baka úr Ogaden-eyði-
mörkinni. Loftárásin var gerð á
borgina Beled Wen og einn maður
mun hafa látið lífið og fjórir
særst. Beled Wen er um 300
kílómetra norður af Mogadishu.
Talið er að Eþíópíumenn séu með
loftárásum þessum að vara Sóaml-
íustjórn við að styðja frekar við
bakið á uppreisnarmönnum í
Ogaden-eyðimörk.