Morgunblaðið - 01.07.1978, Page 21

Morgunblaðið - 01.07.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 21 Skákfréttir frá Akurey ri ÞEIR sem fylgjast með skák- þáttum dagblaðanna að stað- aldri halda vafalaust að skák- iðkun á íslandi sé eingöngu bundin við höfuðborgarsvæðið. Svo er þó auðvitað ekki. Víðs vegar um land stendur skáklíf með miklum blóma, ekki sízt á Akureyri, en þar hefur lengi verið starfandi öflugt skákfé- lag. í þessum þætti er það ætíunin að gera starfsemi þess í vetur nokkur skil, þó að fullseint sé. Úrslit á helstu mótum félags- ins í vetur urðu sem hér cegir: Haustmót S.A.i A riðill: 1. Jón Björgvinsson 5'/2 v. af 7 mögulegum, 2. Gylfi Þórhallsson 5% v. 3. Skúli Torfason 5 v. Þeir Jón og Gylfi háðu síðan einvígi um titilinn og varð Jón hlutskarpari. í B riðli sigraði Aðalsteinn Steinþórsson og í unglingaflokki Eyþór Þórhallsson. Þátttakend- ur voru alls 26. Skákþing Akureyran 1. Gylfi Þórhallsson 10 v. af 12 mögulegum, 2. Þór Valtýsson 8V2 v., 3. Arngrímur Gunnhalls- son 7 'á v., 4. Margeir Stein- grímsson 7 v. í unglingaflokki sigraði Pálmi Pétursson. Minningarmót um Júlíus Boga- soni 1. Jón Árni Jónsson 5 v. af 7 mögulegum, 2—5. Jón Björg- vinsson 4 '/2 v., 2—5. Margeir Steingrímsson 4V2 v., 2—5. Jóhann Snorrason 4 V2 v., 2—5. Marinó Tryggvason 4'/2 v. í unglingaflokki sigraði Pálmi Pétursson. Hann hlaut 13 v. af 14 mögulegum. Hraðskákmeistari Akureyrar 1978 er Jón Björgvinsson. Formaður Skákfélags Akureyr- ar er Albert Sigurðsson og hefur hann haft veg og vanda af starfsemi félagsins undanfarin ár. Við skulum nú líta á eina skák frá Skákþinginu, það er hinn nýbakaði Akureyrarmeistari sem hefur hvítt. Hvítti Gylfi Þórhallsson Svarti Jón Ingimarsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bc4 — e6, 7. Be3 — Bd7?! (Hér gat svartur unnið peð með 7.... b5, 8. Bb3 - b4, 9. Ra4 - Rxe4?! en hvítur getur þá að öllum líkindum leikið 10. Rb6! — Dxb6, 11. Rxe6. T.d. 11.... Da5, 12. Rxf8 - Hxf8, 13. Dd5. Bezt er 9.... Be7! og svartur hefur góða stöðu). 8. Bb.3 - Be7, 9. De2 - (H), 10. g4 — d5 (Svartur var þegar kominn í töluverð vandræði, sem stafa af slæmri stöðu biskupsins á d7. Betra var þó án efa 10.... Rc6, 11. g5 - Re8) 11. c5 — Re4,12. Rxe4 — dxe4, 13. 0-(H) - Dc7, 14. Bf4 (Hvítur vinnur nú peð, en í staðinn losnar örlítið um svörtu stöðuna) Rc5, 15. Dxe4 - Bc5, 16. Rf3! (Hvítur gefur peðið til baka fyrir sterka sókn) Bxf2, 17. Rg5 - g6, 18. h4 - Ra5,19. De2 — Rxb3+, 20. axb3 - Bc5, 21. Dc4?! (Einfaldara var 21. h5!, sem hótar 22. Rxh7! Eina vörn svarts virðist vera f6, en eftir 22. Re4 er kóngsstaða hans ekki upp á marga fiska) Bb5? (Svartur lét hér bezta tækifæri sitt í skákinni sér úr greipum ganga: 21.... Hac8! og hótar 22.... Da5. Ef 22. Kbl þá Be7!) 22. Dc3 - Hac8, 23. h5 - Be7 24. hxg6 (Einnig kom sterklega tii greina að leika strax 24. Dxc7 — Hxc7, 25. hxg6 og ef nú hxg6 þá 26. Hh2 og svartur á í miklum erfiðleikum. T.d. 26.... Bc6, 27. Rh7 - Hfc8, 28. Rf6+ - Bxf6, 29. exf6 - Hd7, 30. Hxd7 - Bxd7, 31. Bh6 og svartur er varnarlaus) Íxg6? (Meiri von var fólgin í 24.... Dxc3, 25. gxh7+ — Kh8, 26. bxc3 - Hxc3. Nú vinnur hvítur létt) 25. Dxc7 — Hxc7, 26. Rxe6 — IIxf4, 27. Rxc7 - Bc6, 28. Ilhgl - Bf3. 29. IId7 - Bg5, 30. Kbl - Bxg4, 31. e6 - h6. 32. Hel - Hf8, 33. Hd4 - Bh4, 34. Hxg4 og svartur gafst upp. Að lokum skulum við líta á stutta skák frá þessari keppni: Hvítti Karl Þorsteins (T.R.) Svarti Arngrímur Gunnhalls- son (S.A.) Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e5, 6. Rdb5 - d6, 7. Rd5 - Rxd5, 8. cxd5 - Re7, 9. c4 - a6??(Svartur fellur hér í þekkta gildru. Nauðsynlegt var Rg6 eða 9. Rf5) 10. Da4! (Nú hrynur svarta staðan. 10.... Bd7 yrði svarað með 11. Rxd6 mát og sömuleiðis 10.... Hb8) axb5, 11. Dxa8 — bxc4, 12. Bxc4 - Db6,13.0-0 - Db4,14. b3 - g6,15. a3 - Db6, 16. Be3 - Dd8, 17. Bb5+ - Bd7, 18. Bxd7+ - Kxd7,19. Dxb7+ Kc8. 20. Hacl og svartur gafst upp. Úrslit á einstökum borðum urðu þessi: Unglingasveit T.R. Skákfélag Akureyrar 1. Margeir Pétursson — Gylfi Þórhallsson V2 — Vi 2. Jón'L. Árnason — Þór Valtýsson 1—0 3. Jóhann Hjartarson — Jóhann Snorrason 1—0 4. Elvar Guðmundsson — Hreinn Hrafnsson V2 — Vi 5. Jóhannes Gísli Jónsson — Margeir Steingrímsson V4 — Vfe 6. Karl Þorsteins — Arngrímur Gunnhallss. 1—0 7. Árni Ármann Árnason — Jón Árni Jónsson 1—0 8. Arnór Björnsson — Haraldur Ólafsson 1—0 9. Egill Þorsteins — Davíð Haraldsson 1—0 10. Lárus Ársælsson — Atli Benediktsson '/2 — /2 11. Ragnar Magnússon — Marínó Tryggvason 1—0 12. Áslaug Kristinsd. — Níels Ragnarsson 1—0 13. Jóhann H. Ragnarsson — Albert Sigurðsson '/2—V2 14. Stefán G. Þórisson — Jakob Kristinsson 0—1 15. Páll Þórhallsson -» Friðgeir Sigurbjörnss. 1—0 16. Eyjólfur Ármannsson — Smári Ólafsson '/2 —'/2 17. Sigurlaug Friðþjófsdóttir — Pálmi Pétursson 0—1 18. Hrafn Loftsson — Jakob Kristjánsson V2 — V2 19. Gunnar Freyr Rúnarsson — Bogi Eymundsson 1—0 20. Lárus Jóhannesson — Ragnar Ragnarsson 1—0 21. Davíð Ólafsson — Aðalsteinn Sigurðsson 1—0 Alls 15‘/2 - 5‘/2 — Verkið er byggt á... Framhaid af bls. 5. á ærslafullri fantasíu, sem þó á sér stoð í alþýðulist. Hlutir hans breyta sífellt um eðli, — allt er í heiminum breytilegt, eftir því frá hvaða sjónarhorni eða af- stöðu maður nálgast það.“ Um verk Ólafs segir Aðal- steinn hins vegar: „Segja má að Ólafur sé með skrásetningum á ákveðnum athöfnum að setja fram skáldlegar tilgátur um eðli þess sem við sjáum og skynjum". Um verk sín segir Norðmaðurinn Viggo Andersen: „Ég ákvað að byggja mér herbergi, þegar ég hafði grand- skoðaða sýningarsalinn hér að Kjarvalsstöðum, þar eð ég sá að þau verk sem ég hafði áður sýnt á þessari sýningu mundu hrein- lega hverfa í það gímald. En til að undirstrika séreinkenni míns herbergis, þá byggi ég það á ská í salnum og þræði hvítan kaðal ennfremur niður í herbergið, en hann fylgir hlutföllum salarins og beinir auga áhorfandans strax að stöðu herbergisins í salnum sem heild. — Ég býst við að mig mætti kalla eins konar formkönnuð með sérstakan áhuga á hreinum og klárum gildum og kannski blundar í mér eins konar dulspekingur eins og Björn Nörgaard segir“. Að síðustu skal þess getið að sýningin , sem hefst í dag, stendur fram til sunnudagsins 23. júlí og er opin á venjulegum tíma. — Erlendur Einarsson Framhald af bls. 19 loknum voru skýrslurnar og reikn- ingar Sambandsins fyrir árið 1977 samþykkt samhljóöa. Verzlunarþjónusta samvinnuhreyfingarinnar Síðdegis í gær var fjallað um sérmál aðalfundar sem var verzlun- arþjónusta Samvinnuhreyfingarinn- ar. Framsögu um málið hafði Erlendur Einarsson, forstjóri. í erindi sínu kynnti hann m.a. viða- mikla skýrslu um smásöluverzlun, sem unnin hefur verið af Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins og dreift var til kaupfélaganna á fundinum. Auk þess rakti hann þá erfiðleika, sem smásöluverzlun kaupfélaganna á við að etja, fyrst og fremst í dreifbýli, en einnig í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markaðshlutfall hennar er mjög lágt. Hann útskýrði með dæmum, hvernig litlar verzlanir eiga við rekstrarerfiðleika að etja, á meðan stærri verzlanir sýna betri afkomu. Einnig ræddi hann um breytingu á þjóðfélagsháttum og byggðaröskun síðustu áratuga, sem hefði haft mikil áhrif á samkeppnis- aðstöðuna, einkum þar sem sam- göngur milli einstakra landshluta hefðu stóraukizt. Þessu til skýringar greindi hann frá tölum um sölu- skattsskil á hvern íbúa í einstökum skattaumdæmum landsins, sem sýna greinilega að Reykjavík dregur til sín verzlún frá landsbyggðinni. í framhaldi af þessu urðu nokkrar umræður á fundinum og að lokum samþykkti hann um það viðamikla ályktun. Þar er m.a. talið nauðsyn- legt, að gerð verði áætlun um framtíðarþróun verzlunar á vegum Samvinnufélaganna, þar sem höfð sé í huga su mikla breyting sem orðið hafi á þjóðfélagsháttum og birtist m.a. í breyttum neyzluvenjum og breyttri búsetu. í framhaldi af því felur fundurinn stjórn Sambandsins að láta gera 10 ára áætlun um uppbyggingu og þróun verzlunar- þjónustu Samvinnufélaganna. Þar skuli lögð áherzla á, að Samvinnufé- lögin aðlagi verzlunarþjónustu sína sem bezt þjóðfélagsháttum, eins og þeir séu á hverjum tíma, og að Samvinnufélögin láti í té sem bezta þjónustu við viðskiptamenn, um leið og leitað sé leiða til þess að halda kostnaði sem lægstum með bættu skipulagi og sem mestri hagræðingu á öllum sviðum. Fyrstu drög að þessari áætlun skuli lögð fyrir næsta aðalfund Sambandsins fyrir árið 1979, þar sem málið verður tekið til umræðu. Erfiðleikar iðnaðarins Hjörtur Eiríksson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar gerði grein fyrir miklum erfiðleikum sem steðj- að hafa að iðnrekstri Samvinnu- manna að undanförnu. í ársbyrjun 1977 hefði verið útlit fyrir eitt bezta rekstrarár Iðnaðardeildar um langa hríð, en reyndin hefði orðið allt önnur, þegar liðið hefði á árið. Jafnt og þétt hefði sigið á ógæfuhlið, og nú væri svo komið, að rekstur Iðnaðar- deildar stefni í stórfelldan taprekst- ur og stöðvun, ef ekkert yrði að gert. Hjörtur greindi frá því, að útflutn- ingur á lopa til fullvinnslu, m.a. til láglaunalanda í Austur-Asíu, væri óheillavænleg þróun, og eina skó- verksmiðjan í landinu, Skóverk- smiðjan Iðunn á Akureyri, ætti nú mjög í vök að verjast. I lok máls síns benti Hjörtur á mikilvægi sam- vinnuiðnaðarins á Akureyri fyrir þjóðarbúið allt og lagði áherzlu á, að ekki væri verið að krefjast forrétt- inda honum til handa, heldur vildi hann fá að keppa við samkeppnisað- ila okkar erlendis á jafnréttisgrund- velli. Nefndi hann í því sambandi fj ármagnskostnað, hráefniskostnað og aðra þá kostnaðarliði, sem til verða innanlands. Fundurinn samþykkti tillögu, þar sem vakin er athygli á alvarlegri stöðu íslenzks útflutningsiðnaðar og telur, að nú þegar verði að snúa við þeirri háskalegu þróun, sem hin síðustu misseri hefur sett mark sitt á íslenzkan iðnað. Kennsla í samvinnu- fræðum við Háskólann Þá var samþykkt tillaga þess efnis, að fela stjórn Sambandsins að hefja viðræöur við rektor Háskóla Islands og aðra forráðamenn skólans um að tekin verði upp kennsla í samvinnu- fræðum við Háskólann. Einnig varð gerð ályktun, þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna þeirra sérstöku vandamála, sem við er að stríða um þessar mundir í landbún- aðarmálum vegna sölutregðu og birgðasöfnunar af völdum óðaverð- bólgu í landinu. Bent er á ýmsar leiðir til úrbóta, t.d. að afurða- og rekstrarlán verði aukin verulega, þannig að bændur geti fengið tekjur sínar greiddar við afhendingu fram- leiðslunnar og jafnframt staðgreitt framleiðslukostnaðinn. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Frá Asunum SI. mánudag var spiluð úr- valssveitakeppni í stað tví- mennings. Dregið var saman í sveitir og eftirtaldir skipuðu sigursveitinai Ármann J. Lárusson, Jón Páll Sigurjóns- son, Skafti Jónsson og Hjörleif- ur Jakobsson. Næsta mánudag verður tví- ménningur aftur á dagskrá, og er skorað á fólk að mæta og taka þátt í góðri keppni. Um daginn var spilaður tví- menningur og urðu úrslit þá þessi: A-riðiIii 1. Ása — Sigríður 140 stig 2. Páll — Borgþór 126 stig 3. Vigfús — Þorfinnur 119 stig B-riðilli 1. Sigurður — Sævar 133 stig 2. Jón — Baldur 125 stig 3. Jón — Oddur 118 stig meðalskor var 108 stig. Af Ólympíuförum okkar, J- akobi R. Möller, Jóni Baldurs- syni, Óla Má Guðmundssyni og Þórarni Sigþórssyni, er það að segja, að vel má una við árangur þeirra. Fyrirkomulag á mótinu var þannig, að 192 pör hófu keppni og skyldu 112 pör komast í milli-úrslit. Bæði pörin náðu því auðveldlega. Síðan héldu pörin skor sinni, eftir þessar 4 undanrásar umferðir, og spiluðu aðrar 2 umferðir í milli-úrslit- um, og þá gilti sú skor helmingi meir. Þar náðu 40 pör upp í úrslit, sem er þannig háttað, að allir spila við alla og eru 3 spil milli para. I undanrás og milli-riðli eru 2 spil milli para. I milli-úrslitum voru Jakob og Jón alltaf nálægt því að komast í úrslit, en um síðir höfnuðu þeir í 59. sæti. Óli Már og Þórarinn stóðu sig einnig þokkalega og náðu 84. sæti. Sigurvegarar í Opna flokkn- um á mótinu urðu Brazilíu- mennirnir Branco og Cintra. Þeir eru einnig núv. Ól-meistar- ar í sveitakeppni, og svo skemmtilega vildi til, að félagar þeirra, Chagas og Assumpacao, sigruðu undankeppnina, þó verr gengi þeim í úrslitum. I 2. sæti urðu Kanadamenn- irnir Kokish — Nagy og í 3. sæti USA-par, Bates — Mohan. I kvennaflokki vildi svo skemmtilega til, að eiginkona hins þekkta formósuauðkýfings og bridge-frömuður, C.C Wei, hin kínverska Katie Wei, og félagi hennar, Jude Radin, sigruðu flestum á óvart. Eins og margir vita er C.C. Wei höfundur hins fræga sagn- kerfis Precision. Ólaíur Lárussson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.