Morgunblaðið - 01.07.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 01.07.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 Dr. Björn Sigfússon; Rooseveltskrafa 1941 um fjór jætt frelsi og Frjáls- hyggjubók Olafs Björnssonar 1978 Varanlega millistigið milli frjálshyggju og miðstýringar Ný og þegar þjóðkunn bók Olafs Björnssonar hagfræðings spyr í fyrstu línu sinni um hvað stjórnmálabaráttan snýst í raun og veru. Eg svara því að hún er óþrotleg- ur kappleikur og fjölmenn kapp- liðsþjálfun í þeim tilgangi að mega fyrir öðrum, stundum yfir öðrum, njóta ýmislegs frelsis og ýmislegs valds. Sem sögumaður hlýt ég að neita að skilgreina þjóðfélagshugtökin frelsi og vald öðru vísi en þannig að merking þeirra fléttist talsvert saman, þau ýmist nytji eða tempri hvort annað. í báðum felast markmið huglægra og efnalegra gæða og gilda, m.a. eitthvert vald á fé. Aukaatriði í hugtökum þeim er þá hvort markmiðið (frelsið) þjóni bara einu eintaki dýrateg- undar, sem heitir maður (þröng heimspekiskilgreining), eða rúm- góðri heild, mest þeirri sem kappleiksliðið álítur sig vera fulltrúa fyrir. Það er kostur að með þessu móti þarf enginn að velta fyrir sér hvort svarið við spurn Olafs sé hægrisinnað eða vinstrisinnað. Enda hefur hann sýnt í ritinu að vart geta rökleiðslur orðið nema bull ef þær eiga að taka fullt mark á útjaskaðri hugmyndaandstæð- unni vinstri — hægri. Hætt er við að mörg fleiri pólitísk orð blekki lesendur um ■ innihald. Svar mitt þurfti m.a. þess vegna að sneiða hjá því atriði hvar ég sjálfur eða aðrir kjósi að draga pólitíska klofningslínu milli þröngrar einstaklingshyggju og ýmissa gerða af heildarhyggju. Hugtakafræði Olafs er að flestu leyti þörf og vekjandi og vil ég samt taka undir gagnrýni Haralds Olafssonar lektors á henni í Tímanum 11. júní, einkum taka eitt fram: Misheppnaða einskorðun „heild- arhyggju" — að hún sé undir niðri sama og „holism," sósíölsk sam- eignarhugsjón með allt sitt til- heyrandi fargan (sú heimspeki prýðir ritið án þess að vera undirstaða þess), — getur engin íslensk flokksstefna tileinkað sér, leynt né ljóst. Sönnun: „Þótt sjálfstæðisstefnan byggi fyrst og fremst á einstaklingnum er hún eins konar heildarhyggja allrar þjóðarinnar ... andsnúin hvers konar stéttarhyggju, einkum og sér í.lagi kenningum sósíalista, kommúnista eða marxista, sem stéttabaráttu... Starfsstétt er félagsfyrirbæri, sem hefur gildi og felur í sér verðmæti, en ofmat á henni er háskalegt...“ Þessa almennt viðurkenndu skoðun á heildarhyggju (mælt mál) gríp ég í framhjáhlaupi upp úr frekari þóknanlegri íhaldsgrein, sem birt var, aðsend, í Dagblaðinu 3. júní s.l. og harmar mest að nú sé vanrækt að fylgja stefnu, sem Jón Þorláksson sá best við eiga fyrir hálfri öld: „Fráhvarf frá megin- stefnu helzta orsökin,“ heitir hún. Þó aðra flokka og aðra leiðtoga skorti kannski á heildarhyggjuna gengur O.B. annað og betra til en að hann sé að veita þeim aðstoð til að afneita henni. Þrætum ekki um smámuni. Almennt séð eru frelsi einstaki- ings og þar með svonefnd einstaklingshyggja mestmegnis partur og eiginleiki úr hlutgengi hans meðal samþegnanna, jafnt á Vesturlöndum sem austar í heimi. Þessi virkileiki nútíðar fellur mjög í skugga hjá Ó.B, Hvernig sem menn nú reyna að koma orðum að er það engan veginn hugsanlegi ágreiningurinn um þetta, sem aðskilur flokka á íslandi. Skjóta ber því málinu til ungra heimspekinga, sem vantar langþrætuefni. Mér þykir mikið varið í rit Ólafs: Frjálshyggja og alræðis- hyggja. Almenna bókafélagið Rvk. 1978. Ritið er fræðileg „antiþesa" móti því alræði, sem nefnt er totalitarianism og fasistar og harðkommúnistar eru kunnir fyr- ir. Hann markar vel sem „libertar- ian“ sérstöðu sína innan hagkenn- ingahóps, sem síðan 1939 nefnist oft nsliberalismi og hefur sumt skylt J.M. Keynes og jafnvel skylt J.K. Galbraith en rís ólíkt þeim, gegn haftastefnu og ríkisafskipt- um af markaði með nærri eins miklum krafti og Chicago-skólinn (M. Friedman). Austurríski nýlib- eralistinn Fr. v. Hayek kemur sterklega fram í endursögn í ritinu. En ég er ekki að skrifa ritdóm, síst varðandi Hayek. En heimsviðburðir, og ekki lærifeður, eru það sem knýr menn af tegund Ólafs til að semja antiþesu gegn víðfeðmu stjórn- málaafli. Þess vegna nenni ég ekki að afsaka greinarheiti mitt. Vold- ugri antiþesa í verki varð aldrei til en sú, sem F.D. Roosevelt forseti hratt í gang með ræðu sinni á Bandaríkjaþingi 6. jan. 1941 og vann þjóð sína þá til fylgis við komandi þátttöku í varnarstyrjöld gegn Miðveldum og Japan en framhald af því eftir hléið 1945—49 var frumkvæði og aðild US að NÁTO. Tilgangur þess að verjast þannig við hlið Vest- ur-Evrópu var að tryggja sem flestum þjóðríkjum fjórþætt frelsi. Skulu nú endursögð nær orðrétt úr ræðunni 1941 þau 4 atriði áður en ég tengi þau við rit Ó.B. 1. Frelsi um allan heim til að tjá sig í orði og list (speech and expression). 2. Trúmá%afrelsi fyrir hvert mannsbarn. 3. Frelsi frá skorti en frá jarð- nesku sjónarmiði felur það í sér efnalegan sáttmála, er tryggi hverri þjóð í veröldu heilbrigt líf á friðartímum fyrir þegna sína. 4. Frelsi frá ótta en þýtt í jarðnesk orð felur það m.a. í sér afvopnun allra velda niður í það mark að enginn hafi möguleika til árásarstríðs gegn granna sínum hvar í heimi sem er. Taka ber fram að heimsástæðna vegna minnist Roosevelt þar ekki á svo sjálfgefinn hlut sem amerískan markað og arð af stríðsnauðsynjasölu hans, né aðra verslunarfrjálshyggju. En hann neytti vel í sömu ræðu tækifæris að sundurliða þau auknu ríkisaf- skipti, sem þátttakan varð að byggjast á og viðstaddur þing- heimur setti auðvitað fyrir sig, t.d. þynging skatta og byrðar sakir velferðarstefnuskrár („Atvinna fyrir þá sem geta unnið. Jöfn tækifæri fyrir hina ungu og fyrir aðra. Sérréttindum fámennra hópa skyldi lokið nú. í mannrétt- indum þegna vorra felist að þeir skulu eignast hlutdeild í árangri af vísindasigrum með almennari og stöðugt hækkandi lífsstaðli" og fleira slíkt heimfærði forsetinn til þriðju kröfu). Krafa um trúfrelsi sætir ekki mótmælum en rauður þráður í hinum þrem frelsiskröfunum 1941 er a.m.k. þetta: Vald til að koma á afvopnun, vald til að bægja skorti frá, vald til að hnekkja hverri skoðanakúg- un (einnig heima og meðal þanda- manna), sem af alræðishneigð landstjórna spratt. Fyrir 20 öldum fundu menn það til sannindamarks um að lausnari kom fram í Israel að hann talaði eins og sá sem vald hefur. Þess utan er líka torvelt að skilgreina huglægt frelsi, hvað þá hið veraldlegra, án þess að vald manna yfir tiltektum sfnum og annarra sé tryggur vörður þess. Við getm aldrei án hins mynduga réttarríkis dafnað. Á svipuðum grundvelli má skilja að vald þarf til ytri varnar þjóðinni eða smærri heild. Og ekki skorti téðar frelsis- kröfur þann eðlisþátt sinn 1941 að ærinn veljakraftur og vald stóð bak við þær. Gerum langa sögu stutta og viðurkennum að án þess krafts hefði farið illa fyrir frelsinu og Vesturlöndum. Bók Ó.B. hefði þá mætt öðrum örlögum en urðu. Tilvera hennar og málstaðar lifir í órofnu framhaldi af þessari sögufrægu forsetaræðu. Það samhengi og antiþesueðli (mótspyrna) beggja krefst að reynt sé að bera saman. Fyrsta krafan 1941 var tjáningarfrelsið og oft hefur það verið skert í austri og vestri síðan. Krafan liggur ekki niðri í tíð Carters forseta. Rit vort 1978 leggur á hana þunga áherslu. Alræðisstjórnir segjast allar geta leyst spennu og mótsögn, sem myndast milli launþega og fram- kvæmdastjórnar, milli fátæktar og auðs, milli lítillækkaðra og háttsettra. Sú lygi að „stjórn alþýðunnar" hafi eytt mótsögninni með afnámi á einkaeign dugir lítt, alls ekki framvegis mannsöldrum saman. Ríkiskapítalismi hennar er auðvitað afbrigði af vestrænum auðvaldsrekstrarformum og er síst til meira langlífis fæddur en þau eru yfirleitt, mundi Karl Marx rita ef hann lifði (yrði því landrækur frá Rússum). Engan furðar á því að heimur, sem þarf að una því og venjast við að lifa í talsverðri spennu og mótsögn, fær jafnvægi sitt ætíð á einhverju millistigi milli alræðis Um Fiskveiðasjóð Þriðjudaginn 23. maí s.l. var lesin í sjónvarpinu frétt, sem samin var af fréttamanni þess upp úr ályktunum aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. í lok fréttarinnar var lesin athuga- semd frá Fiskveiðasjóði Islands, sem hljómaði eins og verið væri að bera fyrri fréttalestur til baka, vegna ósannra fullyrðinga. Hinn 11. júní s.l. birtust svo í Morgunblaðinu „leiðréttingar" vegna fréttatilkynningar sem Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja sendi frá sér réttum mánuði áður þar sem greint var frá efni ályktana aðalfundar félagsins. Það að hin virðulega lánastofnun kýs að nota orðalagið leiðréttingar um athugasemdir sínar, bendir óneitanlega til þess, að forsvarsmenn sjóðsins telji að félagið hafi látið frá sér fara ósannindi í ályktunum sínum. Leiðréttinga er þörf þegar rangt er farið með staðreyndir viljandi eða óviljandi. Það væri vissulega ástæða til leiðréttinga ef gagnrýni sú, sem fram kemur á stjórn Fiskveiðasjóðs og aðra þá, sem mikil áhrif hafa á málefni skipa- iðnaðarins, ætti ekki við rök að styðjast, en því miður er því ekki að heilsa. Félag Dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur ekki áhuga á að skattyrðast opinberlega við Fisk- veiðasjóð einan um málefni skipa- iðnaðarins. Fleiri aðilar ættu að koma þar við sögu. Ofangreindar athugasemdir og „leiðréttingar" gefa þó tilefni til eftirfarandi athugasemda: 1. Sú athugasemd Fiskveiða- sjóðs, að lánshlutföll hafi verið hækkuð til lánshæfra skipavið- gerða innanlands, er með öilu óþörf fyrir þá, sem lesið hafa ályktanir félagsins, þar sem frá þessu er greinilega skýrt þar. Gagnrýni félagsins beinist auðvitað ekki að þessu atriði, heldur hinu, að ófá dæmi eru til þess að reglurnar séu' ekki virtar. Góðar reglur þurfa viðunandi framkvæmd til þess að þær komi að gagni. Þegar þessar reglur voru settar (á miðju ári 1977) fagnaði Félag dráttarbrauta og skipasmiðja þeim, bæði í bréfi til Fiskveiða- sjóðs og ályktunum á aðalfundi það ár, þrátt fyrir að þær kæmu of seint, eins og raunar fleiri umbætur til handa skipaiðnaðin- um. Hins vegar vill stjórn félagsins endurtaka nú það sem hún benti á þá í bréfi til Fiskveiðasjóðs, en í því segir orðrétt: „í þessu sambandi er hins vegar ástæða til að benda á atriði, sem þrátt fyrir góðan vilja stjórnar Fiskveiðasjóðs, verður eftir sem áður erfiður ljár í þúfu, að því er varðar samkeppnisaðstöðu á þessu sviði. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem FDS hefur aflað sér, er ekki óalgengt, að þau erlendu lán, gem r Islands útgerðarmönnum bjóðast erlendis, séu talsvert hærri en þau lán, sem Fiskveiðasjóður yfirtekur hverju sinni og auk þess á betri kjörum. Þar sem ekki liggur annað fyrir, en að þessar umframlántökur séu heimilaðar í flestum eða öllum tilvikum, er hér auðvitað um að ræða hærra lánshlutfall en býðst hér á landi, þótt Fiskveiðasjóður yfirtaki ekki nema hluta þessara lána.“ Þessi staðreynd stendur óhögguð og er enn í fullu gildi, þrátt fyrir allar athugasemdir og „leiðréttingar" Fiskveiðasjóðs. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að aðeins nokkur hluti viðgerða flokkast undir svo kallaðar lánshæfar viðgerðir, þ.e. viðgerðir sem lánshæfar eru í Fiskveiðasjóði. Eru þetta einungis viðgerðir, sem teljast til meiri- háttar endurbóta á skipunum, svo sem lengingar, yfirbyggingar og vélaskipti. Allt almennt viðhald telst ekki til lánshæfra viðgerða. Dráttarbrautir og málm- iðnaðarfyrirtæki um allt land eiga útistandandi hjá viðskiptavinum sínum, sem að mjög stórum hluta eru útgerðarfyrirtæki, hundruð milljóna og bendir það ekki til þess að hið almenna bankakerfi veiti mikla fyrirgreiðslu til þeirra, sem þurfa á skipaviðgerðum að halda hér á landi. Bankarnir veita hvorki bankaábyrgðir til þess að tryggja greiðslur vegna þessara viðgerða né vegna lánshæfra viðgerða, eins og þegar viðgerðir eiga sér stað erlendis. Gagnrýni félagsins beinist ekki síst að þessu atriði. Það er því mikill misskilningur ef stjórn Fiskveiðasjóðs telur félagið ein- göngu beina skeytum sínum að sjóðnum. Hér mættu gjarnan fleiri líta í eigin barm. 2. I grein Fiskveiðasjóðs í Morgunblaðinu segir: „að afgreiðsla lána sjóðsins í þessu tilliti hefur aldrei dregist til muna né heldur valdið stöðvun verks í miðjum klíðum". Þetta eru stór orð, sem erfitt er að finna stað í reynslu þeirra sem til þekkja. Að vísu er afstætt hvað átt er við að afgreiðsla lána hafi aldrei dregist til muna, en það skal tekið fram, að félagið telur að það sé verulegur dráttur á afgreiðslu sem talinn er í mánuðum en ekki dögum. Slíkur dráttur á afgreiðslu lána tekur verk svo að jafngildir stöðvun. Sé þess óskað skal reynt að upplýsa stjórn Fiskveiðasjóðs um slík dæmi því þau eru til, en það ætti þó varla að þurfa, því að hæg eru heimatökin fyrir sjóðinn að komast að hinu sanna. Því má svo bæta við, að umsókn- ir um lán vegna nýsmíði báta liggja óafgreidd svo mánuðum skiptir, en er síðan ýmist synjað eða samþykkt að veita mun lægra lán, en hinar nýju og mjög svo rómuðu reglur um lánshlutföll gefa til kynna. Ef sannleiksgildi þessa er dregin í efa má einnig benda á ákveðin dæmi því til sönnunar. 3. í athugasemd Fiskveiðasjóðs er að því vikið að sjóðurinn hafi beint verkefnum til innlendra aðila og í samræmi við samkomu- lag við Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hafi hann séð til þess að leitað væri eftir því hvort hægt væri aö vinna verkefni innanlands, sem sótt hafi verið um fyrir- greiðslu til að fara með til útlanda. I þessu sambandi vill félagið upplýsa eftirfarandi: Það hefur lengi verið stjórn félagsins áhugaefni, að reynt yrði með einhverjum hætti að tryggja að beiðnir um viðgerðaverkefni kæmu fyrr til stöðvanna, þannig að ekki sé raunverulega búið að ganga frá verksamningum erlendis þegar innlendu stöðvarn- ar komast inn í myndina. Fiskveiðasjóður og langlána- nefnd lofuðu í framhaldi af tilmælum iðnaðarráðherra í apríl 1977 að fyrirgreiðsla yrði ekki veitt til þess að fara með skip utan til lánshæfra viðgerða, nema að undangenginni athugun á því, hvort hægt hefði verið að fá verkið unnið á sambærilegum kjörum hér innanlands. Til að byrja með sneru þessar stofnanir sér ttil félagsins, en venjulega komu fyrirspurnirn- ar svo seint að beðið var eftir leyfum til utanferða. Rauöanúps- málið er engan veginn nýtt að því er þetta varðar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá stofnaða formlega samstarfsnefnd, sem m.a. myndi sjá um að útboð og tilboð væru gerð á eðlilegum viðskiptagrund- velli. Þá hefur engri fyrirspurn verið beint til félagsins frá Fisk- veiðasjóði og langlánanefnd lengi, og varla síðan félagið skrifaði Fiskveiðasjóði nokkuð harðort bréf vegna óánægju með fyrir- greiðslu, þar sem augljóst þótti að Greinargerð frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.