Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JULI 1978 11 Þorvarður Elíasson: Mátturinn og dýrðin kvæmdir við tvö ný barnaheimili í Breiðholtshverfum, þ.e. við Iðu- fell og Arnarbakka, auk skóladag- heimilis við Völvufell. Fyrrnefndu stofnanirnar eiga að hýsa bæði dagheimili og leikskóla. I kosn- ingabaráttunni var mjög á því hamrað, að flýta yrði byggingum slíkra stofnana og á sérstökum fundi, sem Framfarafélag Breið- holts efndi til í hverfinu með frambjóðendum allra flokka sagði Sigurjón Pétursson: „Hinn gífur- legi skortur á dagvistunarstofnun- um brennur heitast á íbúum Breiðholtshverfanna." Hér verður því erfitt að skera, ef standa á við stóru orðin. Ein stórframkvmd í skólamál- um er ekki farin í gang. Það er Seljaskóli í Breiðholti II. í þá framkvæmd eru ætlaðar 100 milljónir króna á árinu. Þá eru í gangi framkvæmdir við Hlíða- skóla, Hvassaleitisskóla og Hóla- brekkuskóla auk sundlaugar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Allt eru þetta framkvæmdir, sem borgarfulltrúar hins nýja meiri- hluta hafa gagnrýnt að væru of seint á ferðinni. Fróðlegt verður því að sjá, hvort þarna verður skorið. Langlegudeild Borgarspítalans, svonefnd B-álma verður einkum ætluð öldruðu fólki. í ár skyldi ráðist í að steypa kjallara og þrjár til fjórar hæðir. „Það er alls ekki gert nóg fyrir aldraða fólkið í borginni," sagði Björgvin Guðmundsson í sjónvarpsumræð- unum daginn fyrir kosningar í vor. Kannski verður skorið þarna? I gatnagerðaráætlun ársins er fyrirhugað að malbika hluta af Artúnshöfðasvæðinu. Ómalbikað- ar götur í þessu íbúðarhverfi háfa verið gagnrýnisefni á fyrrverandi meirihluta. Þegar skýrslan um atvinnumál í Reykjavík var kynnt fyrir um ári síðan héldu borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins því fram, að þetta hverfi væri gott dæmi um það, hvernig sjálfstæðis- menn hefðu búið að iðnaðinum í borghini og væri ein ástæðan fyrir brottflutningi iðnaðarfyrirtækja úr borginni. Skyldi eiga að hætta við malbikun i þessu hvefi? Hér hafa verið nefnd dæmi úr nokkrum málaflokkum, þar sem hinn nýi meirihluti er að hugsa um að skera. Borgarbúar hlýddu á stór orð þeirra fyrir kosningar og nú bíða menn spenntir eftir því, hvað verður skorið. Á að leyfa fólki að sóa gjaldeyri þjóðarinnar svona? Nei, það er ekki hægt að láta hvern sem er valsa um með peningana, rétt eins og íslenzk króna sé gjaldgeng mynt. Enda er það ekki leyft. Til þess höfum við gjaldeyris- nefnd að hafa vit fyrir fólki sem getur ekki séð sjálft hvað því er fyrir beztu. Til þess höfum við þrautþjálfað hæfustu menn til að starfa í gjaldeyrisbönkunum, að geta af fullkomnu réttlæti deilt út þeim litla gjaldeyri sem þjóðin aflar, eftir reglum sem vitrir stjórnmálamenn hafa séð af inn- sæi sínu að óhjákvæmilegar eru, ef allt skipulag þjóðlífsins á ekki að skiptast með óskipulegum hætti. Hjón komin yfir sextugsaldur- inn fengu skyndilega löngun til að fara til Júgóslavíu. Algjörlega áhugalaust um stjórnmál, höfðu ekki gert annað allt sitt líf en vinna fyrir íslenzkum peningum til þess að geta séð fyrir sér og sínum. Voru hvorki að fara á ráðstefnu til umræðna um alvar- leg málefni né heldur að efla alheimsviðskiptin eða menningar- tengsl við Austrið. Þrátt fyrir að aðeins 4 ár væru liðin frá síðstu utanlandsferð, höfðu gömlu hjónin látið glepjast af auglýsingum ferðaskrifstof- anna. Einkum höfðu þau látið freistast af gylliboðum um heilsu- rækt, nudd, leirböð og annað slíkt, sem fólk með vöðvabólgu og bakveiki einhvérra hluta vegna heldur að sé eftirsóknarvert. Leiðin lá á ferðaskrifstofu ríka karlsins. Að vísu er hart að vera notaður til auðgunar af svoleiðis viðskiptafurstum, en hvað á efna- lítið fólk að gera þegar þessir menn beita jafn slóttugum aðferð- um og að bjóða lægstu verðin. Þetta má 1 leystist þó farsællega þegar í ljós kom að sá ríki hafði ekki upp á neitt að bjóða. Allt uppselt. Það var svo sem eftir öðru. Bara léttir af því að geta snúið sér til ferðaskrifstofu sem rekin er á félagslegum grundvelli. Þó verðið væri að vísu nokkru hærra, þá mátti þó alltaf treysta því að þar græddi enginn á manni. Keypt var fyrsta flokks, ferð og notið góðrar þjónustu starfsfólks- ins, sem meira að segja var svo elskulegt að benda hjónunum á að leyfilegur gjaldeyrisskammtur, kr. 45.000 fyrir manninn, myndi ekki nægja til kaupa á erlendri heilsu- rækt, ef þau ætluðu auk þess að halda áfram að vera til. Aðeins Sigurgeir Sigurðsson, bæjarst jóri: Abyrgð eða ábyrgðarleysi Á að efna loforð? Eru kjósendur að grínast með atkvæði sínu? Er Sjálfstæðisflokkurinn „góði hirðirinn44? Er það ábyrgðarleysi að láta „renna af“ þjóðinni? Loíorð Oft er sagt að loforð séu til þess eins að svíkja og lög til aö brjóta. Ef enginn lofaði neinu væri engan hægt að svíkja og væru engin lög til gæti enginn brotið þau. Þessir öfgar eru dregnir hér fram til þess að vekja athygli á því þófi, sem nú á sér stað í sambandi við m.vndun starfhæfrar stjórnar. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag lofuðu háttvirtum kjósendum gjörbreyttri stefnu í efnahagsmál- um og töldu vandann auðle.vstan með þeim leiðum sem þeir töldu sig kunna. Stjórnarflokkarnir voru tvístígandi, settu lög og breyttu, þannig að þeirra boðskapur var klaufalega fram settur, enda afleiðingarnar eftir því. Kjósendur völdu „breiða veg- inn“, kusu „loforðin“, höfnuðu „þrönga veginum“, sem að þessu sinni, sem svo oft áður, þýddi tímabundna afneitun og stillingu í kröfugerð. Er þetta þá tómt Rrín? Eru þá kjósendur farnir að taka kosningar til Alþingis sem hvert annað „skaup" (sjónvarpsorð). Skipta staðreyndir engu máli lengur? Eru frasar og glamuryrði það sem koma skal? Ef svo er, eigum við sjálfstæðismenn að tileinka okkur þessa tiýju tækni eða reyna enn á ný að koma þjóðmálaumræðunni á það stig, að frambjóðendur verði að standa ábyrgir orða sinna að loknum kosningum hverju sinni? Oneitanlega hlýtur sú hugsun að sækja að, hvort núverandi flokks- formenn, Geir og Ólafur, ættu ekki að reyna að endurheimta vinsæld- ir sínar með því t.d. að vera fréttaþulir í sjónvarpi næsta áriö og vera þannig fyrstir til að flytja landsmönnum allar góðu fréttirn- ar af afrekum sigurvegaranna. Ekki þarf að efa að það myndi færa þeim glatað fylgi til baka. Varaformennirnir ættu að láta sér nægja að kynna landsmönnum veðrið strax að fréttalestri lokn- um. „Ilinn góði hirðir“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjarnan tekið að sér hlutverk „góða hirðisins" eftir undanfar- andi vinstri áföll og reynt að koma skipulagi á rekstur búsins. Þetta hefur verið vanþakklátt verkefni Varaformennirnir læsu veðrið sem breytist frá degi til dags. og oft endað með fylgistapi (1971 og nú 1978) enda hafa þessir vinstri „túrar“ orðið þjóðinni dýrir og jafnvel það dýrir að ógerlegt hefur reynst að bæta allt það tjón sem hlotist hefur. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ef svo má að orði komast, sóst eftir þessu hlutverki og hefur eins og presturinn jafnan, verið beðin að tilkynna þjóðinni slæmu fréttirnar. Slík þjóðarsamviska getur, þó virðingarverð sé, reynst stjórn- málaflokki banvæn. Nú segja einhverjir, er þá ekki betra að falla en lifa í blekkingu? Vafalaust, en ólíkt óskynsamlegra. Timburmenn Það er tími til kominn að við förum að læra að taka „timbur- mönnum" tilverunnar. Þessir sífelldu afréttarar duga skammt og virka á þjóðina eins og drykkjumanninn — fresta vandanum til morguns. Þess vegna spyr ég eins og ntargir fleiri sjálfstæðismenn, er það ábyrgð eða ábyrgðarleysi að taka þátt í þessum leik? Er ekki ábyrgara að láta „renna rækilega af þjóðinni", þannig að allir sent kornnir eru til nokkurs þroska sjái og finni hvar við erunt stödd. Þegar þessi grein er skrifuð, standa yfir viðræður urn ntyndun vinstri stjórnar með þátttöku Frantsóknar. Svo virðist. sent þjóðin vilji reyna ennþá eina vinstri stjórn. Samkvæmt venju verður boðið til veislu að göntlum vinstri siö. Sú veisla verður skantmvinn. Sjálfsta>ðisfólk, höfnurn þessu veisluboði — búum okkur undir næsta þátt — kosningar að vori. þyrfti læknisvottorð og þá skyldi ferðaskrifstofan sjá um málið. Ekki stóð á læknisvottorðinu, konan óvinnufær, en maðurinn með verulega skerta starfsgetu. Við hverju búast menn líka, sem þræla í akkorði í byggingarvinnu allt sitt líf. Brosandi starfskraftur á félags- legum grundvelli réttir fram farseðilinn og útfylltar gjaldeyris- umsóknir. Þar er sótt um leyfi fyrir kr. 45.000 aukalega fyrir hvort hjónanna úr sameiginlegum gjaldeyrissjóðum þjóðarinnar, til þess að kaupa fyrir erlenda heilsu, sem enginn veit svo hvernig muni duga. Það var svo sem ekki við öðru að búast en þessi ágæta stúlka smitaðist af sölugræðgi ríka karlsins. Daginn áður en fljúga á utan, eru hjónin mætt í afgreiðslu gjaldeyrisbanka þjóðarinnar, en vonir standa til að nefndin ljúki störfum kl. 3 þann dag og þá megi sækja nokkra Denara i þjóðarsjóð- inn. Beðið er í afgreiðslu bankans eftir sendiboöa, sem koma á. Klukkan verður 3.Svo virðist sem sendiboðinn muni þurfa að bera mikil fyrirmæli í þetta sinn, því enn hefur honum ekki unnist tími til að koma. Klukkan verður hálf fjögur. Dyravörður þjóðbankans gengur frarn að útidyrum og læsir þeim.án þess að sendiboðanum hafi áður verið hleypt inn. Hjónin taka nú að ókyrrast all mjög, þar sem þau halda að slíkur sendiboði þurfi opnar dyr til að ganga inn um. Starfskraftur bankans er þvi spurður hvort nokkrar líkur séu á að þau, gömul hjón, megi fara í leirbað. Er fundurinn ekki búinn? Allir viðstaddir konur og börn, gamlir menn og farlagma eru fullvissaðir um að fundinum sé í þann mund að ljúka. Þjóðbankinn er áreiðanleg stofnun, enda kom sendiboðinn stuttu seinna og voru allir af- greiddir með þeim hætti sem hverjum, og einum í heildinni var fyrir bestu, en ekki hlaupið eftir stundarduttlungum einstaklinga sem kunna ekki fótum sínum forráð í lífsgæðakapphlaupi og auglýsingaflóði gróðafíkninnar. Nefndarmenn starfa í umboði ráðherra. Sterki maðurinn í nefndinni sá auðvitað strax að 30.000 krónur væri alveg rétt upphæð fvrir þetta fólk til að láta nudda sig fyrir. Hvort hjónanna losnaði þannig við að evða 15 þúsun krónum í tóma vitleysu og þjóðin sparaði upphæö sem nægja myndi til tveggja daga dvalar á góðu ráðstefnuhóteli. Það var ekki nema sanngjarnt að þjóðbankinn reiknaði sér 4238 króna þóknun auk gengismunar fyrir veitta handleiðslu í þessu máli. Eitthvað hlýtur það að kosta að þjálfa trausta menn til slíkra ábyrgðar- starfa, og búa svo að þeirn að starf þeirra megi verða öllum lands- mönnum til mestrar blessunar. En það er eins og sumir læri aldrei gott að meta. Til hvers heldur fólk að verkalýðsfélögin væru' að berjast fyrir hærri uppmælingartöxtum, ef svo a»tti að leyfa því að eyða kaupi sínu í hvað sem er. Þannig var dóttirin bæði ein- þykk og heimtufrek. Ekki nóg með að hún hafnaði alfarið leiðsögn æðstu embættismanna þjóðarinn- ar og væri reiðubúin til þess að brjóta bæði guðs og manna lög ef Kramhald á hls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.