Morgunblaðið - 22.07.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 22.07.1978, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Einar Gíslason mál- arameistari - Minning Fæddur 5. okt. 1889. Dáinn 8. júlí 1978. Einar Gíslason lést 8. júlí s.l. og var jarðsettur 13. sama mánaðar. Með Einari er fallinn í valinn einn merkasti brautryðjandi ís- lenskra iðnaðarmanna. Hann hóf nám i málaraiðn 6. apríl 1907 hjá Laurits Jörgensen og lauk náms- tíma árið 1911. Að námstíma loknum fór hann utan tii Kaup- mannahafnar til frekara náms. Þar innritaðist hann í Den Tekn- iske Selskabsskole og tók sveins- próf þaðan 1912. Að því loknu hóf hann frekara nám við skólann og var meðal annars í skreytinga- deildinni, með honum í þessari deild var Jóhannes Kjarval og héldu þeir vináttu meðan báðir lifðu. Einar kom heim 1916, þá 27 ára, með staðgóða menntun í iðn sinni og fullur áhuga um félagsmál, sem hann hafði fengið kynni af við dvöl sína í Danmörku. Fljótlega eftir heimkomuna hóf hann sjálfstæðna atvinnurekstur og árið eftir gekkst hann fyrir stofnun samtaka meðal málara- meistara hér í borg, en félag þetta lognaðist útaf um þrem árum síðar. Oft hefur mér dottið það í huga að hefði Einar verið kjörinn í stjórn þess hefði það átt lengri lífdaga. Einhverju sinni sagði hann mér að stofnendum hefði þótt hann svo ungur og of mikill ákafamaður. Þó félagssanttök þessi hafi mistekist hafði Einar brennandi áhuga á að gera þetta áhugamál sitt að veruleika þó síðar væri. Hann sagði mér einhverju sinni að hann og Osvaldur Knudsen hefðu á árunum 1924 og 25 mikið rætt um það, en ekki tekist að fá nógu marga til liðs. Menn höfðu ekki áhuga né trú á gildi samtaka svo fámennrar stéttar. En áhugamál hins mikla ákafa- manns varð að veruleika 26. febrúar 1928. Þá var hann aðal hvatamaður að stofnun Málara- meistarafélags Reykjavíkur. Stofnendur eru 16 málarameistar- ar og var Einar kjörinn fyrsti formaður félagsins. Á meðan Einar starfaði að málum félagsins, svo og annarra samtaka iðnaðarmanna, var hann ávallt í fararbroddi, ýmist sem fulltrúi eða í stjórn, og að sjálfsögðu þótti hann sjálfkjörinn , fulltrúi síns félags bæði inn á við og út á við, enda manna fjölfróð- astur um málefni stéttarinnar, rökfastur og snjall málafylgju- maður. Hann var skapmikill og fór ekkert dult með það. Hann lét skoðanir sínar í ljós hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr og oft fannst mér hann, sérstak- lega á fyrstu árum kynna okkar, harður í horn að taka, en alltaf var það þó sáttfýsin og velferð stéttar- innar sem réði úrslitum mála. Allt útlit hans var meitlað viljastyrk og skapfestu. Það fór ekki á milli mála að þar fór maður sem vissi hvað hann vildi. Eins og áður er getið gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir félag sitt, heildarsamtök iðnaðar- manna og opinber störf. Hann var fyrsti fulltrúi félagsins í iðnráði og starfaði í því í mörg ár, fulltrúi á fjölda iðnþinga og í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna um ára- raðir, sat í stjórn Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík í mörg ár, var meðal hvatamanna að stofnun Iðnsambands byggingamanna J931 og stofnun Sambands meistara í byggingaiðnaði og sat í stjórnum þeirra á meðan þau störfuðu. Þá átti hann sæti í prófnefnd málara í 17 ár og oftast sem formaður hennar. Hann var stjórnarmeðlimur Iðnfræðsluráðs þegar það var stofnað, skipaður í bankaráð Iðnaðarbankans þegar hann var stofnaður. Þá sat hann í mörg ár í verðlagsnefnd landbún- aðarins, hann var einn af stjórnar- meðlimum bygginganefndar Iðn- skólans í Re.vkjavík og svona mætti lengi telja. Margt verður hér ótaiið af þeim störfum sem hann af fórnfýsi innti af hendi fyrir íslenska iðnaðarmenn. Eins og áður er getið var Einar lærður vel í iðn sinni, enda þótti hann vandvirkur og búinn flestum eiginleikum góðs málara. Hann var einn umsvifamesti málara- meistarinn hér í borg í rúm 50 ár — ávann sér traust og virðingu allra þeirra er hann vann fyrir og margir viðskiptamenn og fyrir- tæki höfðu við hann viðskipti áratugum saman. Hann hafði alla Útför fööur míns, EMILS JAKOBSSONAR, fyrrverandi verkstjóra hjá Rafveitu Akureyrar, er andaöist 15. júlí, veröur gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 10.30 árdegis. Fyrir hönd vandamanna. Jakob V. Emilsson. Litli drengurinn okkar og bróðir BERGÞÓR lést á Barnaspítala Hringsins 8. júlí. Jarðarförin hefur fariö fram. Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auösýnda samúö, sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á vökudeild Barnaspítalans. Hrefna Hermansdóttir Björgvin Magnússon Björgvin Björgvinsson. t Ég þakka innilega fyrir nærgætni og samúö vegna andtáts konu minnar NÖNNU KÁRADÓTTUR Laugavegi 70B sem andaöist 14. júní 1978. Gústaf A. Ágústsson. t Hjartanlega þökkum viö auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför. ÓLAFS J. KJERÚLF, Reynivöllum 6, Egilsstöðum. Vandamenn tíð marga málara í vinnu, mesta mannaval. Einari var sýndur margvíslegur sómi og þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu iðnstéttanna í landinu. Þegar Málarameistarafélagið varð 20 ára lét stjórn þess mála af honum mynd og var honum afhent hún í afmælishófinu. Á 25 ára afmæli félagsins var hann gerður að heiðursfélaga þess. Þá hafði hann verið formaður félagsins í 21 ár. Hann var heiðursfélagi Iðnað- armannafélagsins og Landssam- bands iðnaðarmanna. Árið 1953 sæmdi forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, hann riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Einar lifði í farsælu hjónabandi, átti góða eiginkonu, Kristínu Friðsteinsdóttur, og varð þeim tveggja barna auðið. Gísli, lög- fræðingur og Ásta, gift Oskari Olasyni lögreglumanni. Nú þegar við kveðjum þennan litríka og eftirminnilega persónu- leika, þá fninnumst við hans með þakklæti fyrir öll þau störf er hann vann svo dyggilega að fyrir samtök og velferð íslenskra iðnað- armanna. Sæmundur Sigurðsson — lOsóttu um... Framhald af bls. 3. arásvegi 49, Reykjavík. Benedikt er stúdént frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í Bandaríkjunum. Hann lauk BA prófi í stærðfræði frá Wiscounsin-háskóla síðastliðinn vetur og er nú í tölfræðinámi við ríkisháskólann í Florida. Ásmundur Ó. Guðjónsson, Reynimel 92, Reykjavík. Steinar Benediktsson, Sigtúni 31, Reykjavík. Þórður Guðmundur Valdi- marsson, Mávahlíð 27, Reykja- vík. Einn umsækjendanna dró umsókn sína til baka í gær, en fjallað er um Egil Skúla Ingi- bergsson, Fáfnisnesi 8, Reykja- vík í sérstakri frétt á baksíðu í blaðinu í dag. — Líkur benda til Framhald af bls. 3. sagði Vilmundur: „Hann skal bara standa við þessi orð sín og þær fullyrðingar, sem hann setur fram. I fyrsta lagi er það venja að góður blaðamaður gefur ekki upp heim- ildir sínar, ef af einhverjum ástæðum þarf að vernda þær og að hluta til voru mínar heimildir gefnar upp á sínum tíma. En mér vitanlega hafði ég aldrei heyrt að heimildarmenn mínir væru morð- ingjar fyrr en ég las grein Ingvars Gíslasonar í gær. Menn.hafa verið að spyrja mig að því, hvort ég ætlaði ekki að aðhafast eitthvað, hvað get.ur maður aðhafst? Maður- inn er bara yfirspenntur og það er ekki um annað að ræða en bíða og sjá hvort hann jafnar sig ekki,“ sagði Vilmundur að lokum. — Deilt um geð- heilsuBegins Framhald af bls. 1 Meir fyrrum forsætisráðherra sagði um Begin að ekki væri hægt að afsaka allar aðgerðir hans með veikindum hans einum saman og bætti við að hann virtist genginn af göflunum. Aðstoðarmenn Begins segja að hann hafi tekið þessum ásökunum með þögulli fyrirlitningu og telji málflutning þennan ekki samboð- inn alvarlegum stjórnmálaflokki. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 2248D JRorennblobiþ Anna Kristín Jóns- dóttir - Minningarorð Það gerist á hverjum degi, að hinn slyngi sláttumaður birtist í ótal myndum og slær á lífs- þráðinn. Þann 5. júií s.l. lést um aldur fram á Landspítalanum elskuleg mágkona mín, Anna Kristín. Segja má, að dauðinn hafi fært henni frið eftir löng og erfið veikindaár, en þann þunga kross bar hún með einstöku æðruleysi og óbilandi kjarki unz yfir lauk. Við kynntumst fyrst á ísafirði fermingarárið hennar, þegar ég giftist Samúel, bróður hennar, og sameinaðist þeirra stóru fjöl- skyldu. Móðir hennar var þá orðin ekkja með stóran barnahóp, þar af fjögur ófermd. Það var ekki allsnægtanna heimili þar frekar en víöast annars staðar á þeim tímum, en þar ríkti friður og eining um að deila því, sem fjölskyldunni tókst að afla í sveita síns andlits. — Eitt, var öðru fremur, sem einkenndi þetta góða heimili — það var glaðværðin og músíkin. Móðir Önnu spilaði vel á gítar og söng með blíðum rómi og faðir hennar þótti einn snjallasti harmonikkuleikari á sínum ungu árum. Börnin tóku þetta öll í arf, — og því ekki að undra, þótt leikfélagar og vinir hafi verið tíðir gestir á heimilinu, sem jafnan dunaði af léttum söng og hljóð- færaslætti að ógleymdum fögrum ættjarðarsöngvum. I þessu andrúmslofti ólst Anna upp, glaðvær, falleg, góð og með sinni léttu lund fleytti hún sér í gegnum alla þá erfiðleika, sem lífið átti eftir að leggja henni' á herðar. Hún var tvígift og eignað- ist 6 elskuleg börn, — og hafði eignast mörg yndisieg barnabörn, sem öll, ásamt tengdabörnunum, veittu henni ómælda gleði og uppörvun. Ung að árum kom Anna til að rétta hjálparhendur á nýstofnuðu heimili okkar bróður hennar og börnin okkar hændust að og elskuðu Önnu frænku. — Þar kynntist hún Þuríði, systur minni, sem var á líkum aldri og lágu leiðir þeirra seinna saman til Siglufjarðar, þar sem báðar gift- ust og settust að. Aldrei bar skugga á þeirra vináttu og er mér í fersku minni, er seinustu fundum þeirra bar saman á Landspítalan- um í apríl sl., hversu gamlar minningar frá samvistarárunum á Siglufirði vöktu margan hjartan- legan hláturinn. Slíkar minningar geyma vinir með þakklæti. Síðar flutti Anna til Hveragerð- is, þar sem hún bjó alla tíð að Laufskógum 21. Aldrei var farið svo um Hveragerði, að ekki væri stungið við stafni og alltaf var eins og Anna hefði átt von á gestum, — alltaf var jafn yndislegt að koma í litla húsið hennar. Þar fannst sönnun þess, að hið góða í manneskjunni sjálfri er ofar öllu fánýtu veraldlegu glysi. Lítillæti, ljúfmennska og kæti voru hennar aðalsmerki. Að síðustu votta ég Önnu þakklæti fyrir ógleymanleg kynni og veit með vissu að hjá algóðum guði uppsker hún laun fyrir kærleiksstörf og fórnfýsi hér á jörðu. Börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim allrar blessunar og að minning- arnar um góða móður strái sólargeislum á lífsbraut þeirra. Ragnhildur Helgadóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eiginmaður minn er ekki andvígur trúnni, heldur algjörlega áhugalaus. Börnin okkar þrjú sækja Guðs hús með mér, en maðurinn minn kemur ekki. Er þetta nóg eða á ég að krefjast þess, aþ börnin hafi trúariðkanir um hönd heima? Ég bið yður, að þér lifið Kristi og vegsamið hann á heimili yðar. Synd og úrkynjun meðal þjóðar okkar má að miklu leyti rekja til þess, að menn vanrækja heimilisguðrækni og heimilisaga. Á hverju heimili, þar sem eru tveir eða fleiri trúaðir menn, ætti borðbæn að vera fastur siður, og þar ætti að vera „fjölskyldualtari", þar sem menn iðka samfélag, bænir og lestur Biblíunnar. Það væri dásamlegt, ef eiginmaður yðar vildi taka þátt í slíkum athöfnum með yður. Það gæti stuðlað að því, að hann veitti Kristi viðtöku. Vilji hann ekki vera með yður, getið þér nefnt nafn hans í bæn frammi fyrir Guði. Við „fjölskyldualtarið" má leiðbeina börnunum í að lifa Kristi og tilbiðja hann. Þið syngið saman, biðjið saman og lesið orð Guðs saman. Þetta hjálpar ykkur að treysta bönd fjölskyldunnar og styrkir ykkur í baráttu trúarinnar. Jesús segir: „Hvar sem tveir eða þrír eru sáman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.