Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 23 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungt par óskar eftir aö taka íbúö á leigu. helzt í gamla bænum. Reglusemi og góöri umgengni heitiö. Fyrirfram- greiösla ef óskaö er. Vinsamlegast hringiö í síma 13736 milli kl. 19 og 20. Muniö sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Tapast hafa 5 hestar úr rekstri frá Þingvöll- um 16.7. 3 rauöir, 1 bleikur og 1 jarpur. Allir meö beisli. Uppl. í síma: 92-2429. Bifreiðaviögeröir Óskum eftir aö ráöa mann vanan bifreiöaviögeröum. Bifreiöastöö Steindórs s/f. Sími: 11588 og 13127. Tveir 15 ára skólapiltar óskast í létta byggingarvinnu. Bílasalan Braut, Skeifan 11. í KFUM ' KFUK Almenn samkoma í húsi félaganna viö Holtaveg sunnudagskvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson kristniboöi talar. Allir eru hjartanlega velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Sunnud. 23/7 Kl. 13 Marardalur. Létt göngu- ferö. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Verð 1500 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Verslunarmannahelgi 1. Þórsmörk 2. Gæsavötn — Vatnajökull. 3. Lakagígar 4. Hvítárvatn — Karlsdráttur. 5. Skagafjöröur, reiötúr, Mælifellshnúkur. Sumarleyfis- ferðir í ágúst: 8.—20. ágúst, Hálendishringur. 8.—13. ág. Hoffellsdalur. 10.—15. ág. Gerpir. Grænlandsferöir 3.—10. og 17.—24. ág. Færeyjar 10,—17. ágúst. Noregur 14.—23. ág. Uppl. og farseötar á skrifst. Lækjarg. 6 a sími 14606. Útivist. SÍMAR. 11798 oq 19633. Laugardagur 22. júlí kl. 13.00. 1. Skoöunarferö í Bláfjallahella, eitt sérkennilegasta náttúru- smíö í nágrenni Reykjavíkur. Hafiö góð Ijós meðferöis. Farar- stjórar: Einar Ólafsson og Sig- uröur Kristinsson. 2. Fjallagrasaferö i Bláfjöll. Hafiö ílát meöferöis. Fararstjóri: Anna Guömundsdóttir. Verö kr. 1500 gr. v. bílinn. Fariö frá Umferöamiöstööinni aö austanveröu. Sunnudagur 23. júlí kl. 13.00 Róleg fjöruganga í Hvalfiröi Hugaö aö steinum og fjörulífi. Fararstjóri: Sigurður Kristins- son. Verö kr. 2000 gr. v. bílinn. Fariö frá Umferöamiöstööinni aö austanveröu. Miövikudagur 26. júlí Kl. 08.00 Þorsmörk. Kl. 20 Kvöldferö í Viöey. Sumarleyfisferðir 27. —30. júlí. Ferö í Lakagíga og nágrenni. Gist í tjöldum. 28. júlí — 5. ágúst. Gönguferð ufn Lónsöræfi. Gist í tjöldum viö lllakamb. Fararstjóri: Kristinn Zophoníasson. Níu feröir veröa farnar um verslunarmannahelgina Pant- iö tímanlega. Afliö nánari upp- lýsinga á skrifstofunni. Feröafélag íslands. Finnbogi Eyjólfs- son — Áttræður i Finnbogi Eyjólfsson föðurbróðir minn er áttatíu ára í dag.> Aldurinn ber hann ekki „utaná“ sér: Ætíð er hann glaður og hress þegar fundum okkar ber saman og daglega stundar hann sinn leiguakstur, jafnvel í allri umferðinni rétt fyrir jólin lætur hann sig ekki vanta til starfs. Þeir sem nú eru á aldrinum um áttrætt muna tímana tvenna: Þeir fæddust í lágreistum torfbaðstof- um og ólust upp við svipaða atvinnuhætti og tíðkuðust hér allt frá landnámsöld. En þessir menn lærðu að vinna og vissu að „margt smátt gerir eitt stórt". Þessir menn urðu að standa á eigin fótum og treysta á sjálfa sig, enda komust þeir áfram í lífinu miðað við þá möguleika, sem þá voru fyrir hendi. Það var þeirra kynslóð sem með dugnaði sínum og hygg- indum breytti íslandi úr fátækri danskri nýlendu í það Island allsnægta sem við þekkjum í dag, þótt vissulega hafi ekki allar þær breytingar orðið til góðs. (Það er svo önnur saga að sú kynslóð þjóðarinnar sem nú er mestur áhrifavaldurinn ætlar naumast að valda sínu hlutverki varðandi stjórn þjóðmála). En yfirgefum nú stað og stund. II Víða í Landsveit í Rangárvalla- sýslu er útsýni hið fegursta. Breiðir þar úr sér fjallahringurinn allt frá Eyjafjöllum austur um Heklu og fjöllin sunnan Langjök- uls. Þar eins og í öðrum sveitum fléttast saman landið — þjóðin og sagan: Frá Hrólfsstaðahelli var Guðmundur skólaskáld, í Fells- múla héldu þeir feðgar séra Ragnar og Ófeigur skóla, Torfi bjó í Stóra-Klofa, frá Stóru-Völlum var Þórður goðorðsmaður Andrés- son sá er síðastur gerði alvarlega tilraun til uppreisnar gegn Gissuri jarli og í Skarði bjó Páll goðorðs- maður fra Odda áður en hann varð biskup í Skálholti. A Bjalla í Landsveit bjuggu um síðustu aldamót hjónin Eyjólfur Finnbogason og Helga Sigurðar- dóttir. Eyjólfur var sonur Finn- boga ríka (elsta) á Galtalæk, Arnasonar á Galtalæk, Finnboga- sonar á Reynifelli (Víkingslækjar — Reynifells- og Minni-Vallaætt), en Helga var dóttir Sigurðar í Saurbæ og Haga í Holtum, Sig- urðssonar (ætt Jóns Steingríms- sonar og höfðu þeir feðgar verið prestar í marga ættliði mann fram af manni. En Sigríður amma Helgu var systir Steingríms bisk- ups). Eyjólfur var af efnuðum bændum og lögréttumönnum kom- inn, en hafði starfað sem vertíðar- maður á Eyrarbakka a.m.k. einn vetur. Ég hef fyrir því heimildir að uppeldi Helgu hafi að mörgu leyti verið sérstætt miðað við það sem þá gerðist: Heimili foreldra henn- ar var mannmargt, því þar var heimilisfast um lengri og skemmri tíma fólk sem hvergi átti höfði sínu að „að halla“. Slíkt fólk gat miðlað ungu fólki fróðleik. Þegar ættingjar hjónanna áttu leið vestur úr Skaftafellssýslu, þá gistu þeir oft í Saurbæ, bar þá gjarnan á góma frásagnir, sem ung „eyru“ námu (t.d. þjóðhátíðarárið 1874). A heimilinu var nokkur bókakost- ur sem þá var fátítt á bæjum. Helga stundaði einn vetur nám í Kven-naskólanum í Reykjavík. Systkin Helgu voru Sigríður móðir hinna mörgu Lýðsbarna frá Hjallanesi og Sigurgeir barna- kennari í Holtum og víðar. Mér er sagt að á Bjalla hafi þeim Eyjólfi og Helgu búnast fremur vel. Þó hlýtur jarðskjálfta- sumarið 1896 að hafa orðið þeim erfitt, en í þeim náttúruhamförum hrundi bærinn þeirra tvisvar. Þetta var líka á þeim árum þegar landeyðing af völdum uppblásturs sagði til sín. Eftir að þau hjónin fluttu frá Bjalla bjuggu þau fyrst í Flagbjarnarholti en siðar í Litlu-Tungu í Holtum. Þar dó Eyjólfur árið 1935 en Helga andaðist á Heiðarbrún árið 1951. Börn þeirra hjóna er til aldurs komust eru: Guðmundur Haraldur bóndi á Heiðarbrún, Guðríður búsett í Noregi, Kristjana verka- kona í Reykjavík, Sigurður verka- maður í Reykjavík og Finnbogi leigubílstjóri og skal hans nú frekar getið. — Mannvinur- inn sem dó Framhald af bls. 21 líf sneri hann sér heils hugar að hugðarefnum sínum, hætti al- mennum læknisstörfum sínum og flutti í nýbyggða munaðar- leysingjahælið í Krochmalna- stræti í Varsjá, þar sem hann tók við starfi forstöðumanns. Hann starfaði þó ötullega áfram að ritstörfum þar til fyrri heimsstyrjöldin braust út. Þá yfirgaf hann munaðarleysingja- hælið og hélt til vígstöðvanna, en börnin voru samt efst í huga hans og á meðan á stríðinu stóð reit hann verk í tveimur bindum um barnauppeldi. Næstu tvo áratugina sendi hann frá sér fjölda ritverka. Auk ritstarfanna og greina- skrifa í blöð hélt Korczak fyrirlestra um uppeldismál. Þótti mörgum áheyrenda hans og nemenda kenningar hans furðulegar og öðruvísi en tíðkaðist. Mestum tíma sínum varði hann þó á munaðarleysingja- hælinu, þar sem hann svaf í III Finnbogi ólst upp við almenn bústörf á Bjalla. Hann naut farkennslu í Lunansholti og kenn- ari hans var Ágúst Eyjólfsson frá Hvammi. Um fermingu var hann vetrarmaður að Hrólfsstaðahelli og þótti þar umgengnisgóður piltur. Ungur að árum fer Finnbogi haust eitt fótgangandi vestur í Ölfus. Á Kotströnd hefur hann m.a. þann starfa að fara mánaðar- lega fótgangandi með póstinn úr Ölfusinu um Selvoginn og allt vestur til Keflavíkur. Póstpokinn var oft um 40—50 pund að þyngd. Á sumrin vann Finnbogi við heyskap á búi foreldra sinna og að hausti kynntist hann fjárleitum Landmannaafréttar. Næsta vetur eftir Kotstrandarveruna liggur leiðin vestur í Hafnir og þar reri hann fyrst á opnum árabáti. Næstu vetur rær hann frá Vogum á Vatnsleysuströnd og Vest- mannaeyjum. Næstu árin þar á eftir vann hann í Reykjavík bæði til sjós og lands. Miklar breytingar voru nú hafn- ar í þjóðfélaginu. Ein þeirra var innflutningur vélknúinna farar- tækja — þótt í smáum stíl væri. Árið 1919 tekur Finnbogi bílpróf og fjórum árum síðar kaupir hann sína fyrstu bifreið, var það notað- ur 5 manna blæju-fólksbíll af Overlandgerð og kostaði hann kr. 2.000. Þá hefst hans ferill sem leigubílstjóri en fyrst i stað stundaði hann almenná verka- mannavinnu samhliða akstrinum. Nokkrum árum síðar stofnar hann einn og rekur eigin bifreiðastöð — „Nýju bílastöðina". Bækistöðin var í Kolasundi (Nú Hafnarstræti 11) og gerði hann þar út 5—6 fólksbíla þegar flest var og hafði auk þess um tíma sérleyfið Reykjavík — hálfgerðu glerbúri og vaknaði upp við hið minnsta þrusk eða kjökur. Þá kippti hann sér lítið upp við það þótt nætursvefninn væri truflaður og eitthvert barnið vildi trúa honum fyrir vandamálum sínum. Haft er eftir honum að æðsta viður- kenningin og sú er væri mest virði væri bros barns. Siðareglur eða uppeldisatriði voru aldrei það mikils virði í hans augum að ekki mætti brjóta eða breyta þeim ef afleiðingin kallaði fram bros á andliti barns. Ein af hugsjónum hans í þá átt að breyta heiminum var að fela börnunum völdin. Á munaðarleysingjahælinu voru börnin með viss lög, sem kenn- arar og hann urðu að fara eftir. Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út hélt hann mörg útvarpserindi fyrir börn, þá þjóðfélagsþegna sem hann vissi að stríðið kæmi mest til með að bitna á. Þegar nasistar hertóku Var- sjá gerði Korczak allt sem í hans valdi stóð til að vernda munaðarleysingjana. Hann gekk um og betlaði mat handa Borgarnes og lét rútu „ganga“ þangað tvisvar í viku yfir sumar- tímann. Árið 1937 (ártal ekki öruggt) leggur hann Nýju bílastöðina niður og stofnar ásamt þremur öðrum bifreiðastöðina Geysi með aðsetur rétt neðan Arnarhólstúns. Sú aðstaða var svo seld Hreyfli árið 1942 þegar sú stöð var stofnuð með sameiningu nokkurra smærri bifreiðastöðva. Bifreiðastjóri á Hreyfli hefur Finnbogi verið síðan. Um 1930 eignast Finnbogi húsið Spítalastíg 6. Þegar Finnbogi stofnar heimili kaupir hann Skóla- vörðustíg 36 og býr þar til ársins 1942 en þá flytur hann ásamt fjölskyldu sinni að Egilsgötu 28 en þar hefur hann búið síðan. IV Ekki lá það fyrir Finnboga að þeim. 1940 var munaðarleys- ingjahælið flutt inn í Gettóið og Korczak var handtekinn af nazistum sakaður um að bera ekki Davíðsstjörnuna eins og allir Gyðingar voru skyldaðir til. Eftir nokkurra mánaða dvöl í fangelsi var hann látinn laus og sneri þá aftur til Gettósins, þrátt fyrir áeggjanir ýmissa kunningja um að snúa baki við Gettóinu ömurlega. Síðustu mánuðina sem hann lifði skrifaði hann dagbók sem lauk örlagadagana í júlí 1942, þegar fyrirskipan kom um að senda íbúa Gettósins í þrælkunnarvinnu. Korczak vissi hver endalokin yrðu, því hann fékk nánar upplýsingar frá vinum sem bjuggu utan Gettós- ins, sem reyndu allt hvað þeir gátu að fá hann þaðan. Korczak ákvað hins vegar að dvelj^st með börnunum allt til hins síðasta. I ágúst komu nazistarnir til munaðarleysingjahælisins þar sem börnin stóðu tilbúin með eigur sínar samanpakkaðar. Tvö hundruð talsins gengu þau í halarófu á eftir Korczak um stræti Gettósins þar til þau verða piparsveinn allt sitt líf. Á fjórða áratugnum gekk hann að eiga laglega og myndarlega konu, Rannveigu Pétursdóttur frá Ökr- um í Mosfellssveit. Rannveig er ekki aðeins myndarleg í sjón heldur og í allri gerð. Heimilið á Egilsgötu 28 er snyrtilegt og þar er gestum vel tekið bæði hvað viðmót og veitingar snertir. Börn eiga þau þrjú: Guðmundur verkstjóri hjá Eimskip, kvæntur Erlu Olgeirsdóttur, Ásdís skrif- stofumaður við Laugarnesskólann, gift Þóri Oddgeirssyni endurskoð- anda, starfsmanni við Ríkisendur- skoðun, og Bragi leigubílsstjóri, kvæntur Guðbjörgu Ingólfsdóttur. Áður en Finnbogi kvæntist eignaðist hann dótturina Jakobínu. Hún er gift prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni. Áður var hún gift Birni Sveinbjörnssyni iðnrek- anda.' Það hlýtur að vera hverjum manni hamingjuefni að eiga fyrir börn, fólk sem þetta. Öll eru þau áreiðanlegt og heiðarlegt fólk sem eru eftirsóttir starfskraftar á sínum vinnustöðum. Ég var að heyra það fyrir fáum vikum að áður en Finnbogi kvænt- ist hefði hann auk þess eignast dóttur, Viktoríu að nafni. V. Finnbogi frændi minn og vinur er áttræður í dag, 22. júlí. Hann ætlar í dag að heimsækja æsku- stöðvarnar austur í Landsveit og kannski kemur hann alla leið til mín hingað inn í Veiðivötn. Ég vil óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með afmælis- daginn, með bestu þökkum fyrir ánægjulegar stundir. Ég óska honum góðrar heilsu fram á efsta dag. Gunnar B. Guómundsson. komu að gripavögnunum sem skyldu flytja þau á áfangastað. Þau voru ekki hrædd því gamli læknirinn eins og þau kölluðu hann sagði þeim að þau væru á leið upp í sveit til að vinna. Hvað gerðist á leiðinni veit enginn — en hún endaði í gasklefunum í Treblinka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.