Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 19 Lenn pilin Sjálfstæöisflokksins eftir kosn- ingarnar hafi veriö veik og flokkurinn heföi því staöiö höllum fæti í viöræðum viö tvo sósíalíska flokka. Þess vegna voru vinstri viðræðurnar sjálfstæöismönnum einnig kærkomnar aö því leyti, aö fari þær út um þúfur, þá veröi ekki mynduð meirihlutastjórn án Sjálfstæðisflokksins og staöa hans verður því mun sterkari í annarri umferö en hinni fyrstu. Sjálfstæöismenn reikna meö því, aö verði ekkert af vinstri stjórn- inni muni Benedikt Gröndal ganga á fund forseta og skila af sér en forsetinn muni þá snúa sér til Geirs Hallgrímssonar, þar sem það er vilji forseta aö meirihluta- stjórn veröi mynduð. Benda sjálfstæðismenn á, aö Lúövík sé búinn aö útiloka Sjálfstæöisflokk- inn og hann eigi þannig engan möguleika á því aö mynda Matthías Bjarnason meirihlutastjórn, ef vinstri viö- ræöurnar bera ekki árangur. • Er nýsköpunar- stjórn lausn? Þegar rætt er um hugsanlega þátttöku Sjálfstæöisflokks í ríkis- stjórn er greinilegt aö svonefnt „nýsköpunarstjórnarmynstur", þaö er samstjórn Alþýðuflokks, Alþýöubandalags og Sjálfstæöis- flokks á enn mestan hljómgrunn meðal almennra flokksmanna, sérstaklega þó úti á landi, sem telja aö ekki veröi fundin önnur stjórn heppilegri til að ráöast gegn þeim gífurlega vanda sem viö er aö etja í efnahagsmálum. í þingflokknum eru menn hins vegar svartsýnni á slíka stjórn. „Nýsköpunarstjórn yrði veikari en viðreisnarstjórn vegna þess aö nú ræður háskólaliöiö feröinni hjá kommum en ekki gömlu komm- arnir og verkalýöskommarnir," sagöi einn af þingmönnum flokksins. „Hins vegar má álíta aö nýsköpunarstjórn sé veraklýðs- kommum geðfelldari en vinstri stjórn — aö minnsta kosti sýnir reynslan aö Alþýðubandalaginu hefur ekki í vinstri stjórnum tekizt aö hemja verkalýðsmenn sína til stjórnarstuönings. En þaö er aö mörgu leyti ólíklegt aö viö næöum til verkalýöskommanna meö nýsköpunarstjórn vegna ofríkis menntakommanna. Ný- sköpunarstjórnin yröi þannig veik vegna átaka í Alþýöubandalaginu alveg eins og í vinstri stjórn. Ég held því, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi aö iáta Alþýðubandalagiö vera.“ • Minnihluta- stjórn Alpýöuflokks varhugaverð Þessi þingmaöur kvaöst raunar aldrei hafa séö í spilunum annaö en viöreisnarstjórn en taldi full- víst að kratar myndu aldrei fást til slíks samstarfs. Sú skoöun er mjög almenn meöal sjálfstæöis- manna og er þaö í samræmi viö viöbrögö Alþýðuflokksmanna. Ekki viröist „Stefaníumynstriö“ eiga mikinn hljómgrunn meöal sjálfstæöismanna — samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar, og því síöur endurnýjaö samstarf Framsókn- ar- og Sjálfstæöisflokksins. Til eru raddir um aö Sjálfstæöis- flokkurinn og Alþýöubandalag eigi aö mynda saman stjórn, og hafa þær heyrzt bæöi úr helzta flokksfélaginu í Reykjavík og utan af landi. „Þaö sýnir sig aö ekki er hægt aö stjórna þessu landi ef annar hvor flokkurinn er utan stjórnar, vegna þess aö þetta eru áhrifamestu flokkarnir meöal aöila vinnumarkaðarins og þess- um eilífa skæruhernaöi linnir ekki nema báöir flokkarnir séu í stjórn," sagöi miðstjórnarmaður af Austurlandi. Almennum flokksmönnum þykir mörgum hverjum koma til greina, að Sjálfstæöisflokkurinn veiti minnihlutastjórn Alþýöuflokksins Matthías Á. Mathiesen hlutleysi, en þaö þykir mönnum í þingflokki Sjálfstæöismanna á hinn bóginn varhugavert. „Reynslan af Emilíu sýnir aö slík stjórn myndi hressa Alþýðuflokk- inn og viö getum varla stuölaö beint aö því fyrir næstu kosning- ar,“ sagöi einn af þingmönnun- um. Annar sagöi hins vegar, aö alþingismenn yröu aö reyna hvaö sem væri fremur en aö fá utanþingsstjórn og síöasti kost- urinn til aö koma í veg fyrir hana yröi aö vera þjóöstjórn. • Hver eru ráöherraefni? Ýmsar vangaveltur eru uppi manna á meðal um ráöherraefni Sjálf- stæðisflokksins. Einn af þing- mönnunum, sem rætt var viö, taldi þó aö heföu núverandi ráöherrar flokksins áhuga á aö gegna störfum áfram, teldi hann enga meinbugi á því með neinn þeirra. Ljóst er þó að ráöherra- stólarnir í núverandi ríkisstjórn hafa aðeins oröiö einum hinna fjögurra Sjálfstæðisráðherra til framdráttar en það er Matthías Bjarnason. Þaö er samdóma álit allra þeirra sjálfstæðismanna, sem rætt var viö, aö Matthías hafi haldiö mjög vel á spöðunum en hann hafi þó farið meö einn erfiöasta málaflokkinn í núver- andi stjórn, sjávarútvegsmálin. Matthíasi er einkum hælt fyrir einbeitni, dirfsku og pólitísk hugrekki. „Fyrir fjórum árum var þaö mjög útbreidd skoöun, að enginn pólitikus væri hæfur til þess aö gegna embætti sjávarút- vegsráðherra nema Lúövík Jósefsson. Matthíasi hefur tekizt mæta vel aö afsanna þessa kenningu og það er held ég almenn skoðun langt út fyrir raöir sjálfstæðismanna,“ sagöi einn af framámönnum í sjávarútvegsmál- um á Vestfjöröum í viötali. Sjálfstæöismenn þeir sem náöist til voru einnig sammála um aö Geir Hallgrímsson hlyti aö taka sæti í ríkisstjórn sem Sjálfstæöisflokk- urinn ætti aöild aö, en Geir er af flokksmönnum talinn hafa veriö of sveigjanlegur og hafa gengiö of-langt í aö bera sáttarorö á milli stríöandi afla sem forsætisráö- herra í núverandi ríkisstjórn. Raddir hafa veriö uppi um aö bæöi Gunnar Thoroddsen og Matthías Á. Mathiesen ættu aö hvíla sig í næstu ríkisstjórn, en báðir þessir menn gjalda þar fyrir aö hafa fariö meö stjórn erfiðra mála- flokka. Ekki er þó gott aö átta sig á hversu almenn þessi skoöun er og báðir eiga þeir Gunnar og Matthías dygga stuðningsmenn og málsvara innan flokksins. Af nýjum ráöherraefnum sjálfstæö- ismanna er einkum rætt um Ragnhildi Helgadóttur þessa stundina, en hún er greinilega í miklum metum hjá almennum flokksmönnum, jafnt í Reykjavík og úti á landi. Meðal landsbyggö- armanna er áhugi fyrir því aö koma aö fulltrúa dreifbýlis í ríkisstjórn og t.d. hefur bæöi verið rætt um Pálma Jónsson sem líklegan landbúnaðarráð- herra og Eyjólf Konráö Jónsson Ragnhiidur Helgadóttir sem landbúnaöar- og samgöngu- ráöherra vegna nýstárlegra hug- mynda hans á báöum þessum sviðum. Þá er greinilegt aö bæöi Ólafur G. Einarsson og Lárus Jónsson þykja mjög frambæri- legir menn í ráöherrastóla — aö minnsta kosti frá sjónarhóli hins almenna flokksmanns. • Þéttbýli gegn dreifbýli? Hins vegar er Ijóst aö Albert Guömundsson verður trauöla ráöherra eins og málin standa nú. Gífurleg andstaöa er gegn Albert meöal landsbyggöarmanna, jafnt innan þingflokksins og meöal almennra flokksmanna, og þar sem fulltrúar dreifbýlisins eru í meirihluta í þingflokknum veröur ekki séö aö þeir muni nokkru sinni fallast á hann sem ráðherra- efni. Albert hefur fengiö orö á sig fyrir að stefna þéttbýlinu gegn dreifbýlinu, og innan þingflokks- ins viröist hann núoröiö róa að miklu leyti einn á báti, enda þótt hann teldist í eina tíö til þeirra er hölluðust aö Gunnari Thorodd- sen í þingflokknum. Meöal yngri sjálfstæöismanna í Reykjavík eru þó raddir uppi um aö Albert sé mál er veröi aö leysa og þaö veröi bezt aö því staöiö meö því aö fá honum ráöherra- embætti til aö sjá hvernig hann stendur sig. „Ef hann spjarar sig þá er hann auövitað kominn í þá aöstööu aö framhjá honum verö- Framhald á bls. 20 Nýia kraftblökkin frá Þrym um borð í Ilelgu 2. Ljósm. Mbl.. Ól.K.M. Þrymur hefur fram- leiðslu á stórum kraftblökkum — Er með 25 tonna togkraft VÉLSMIÐJAN brymur í Reykja- vík hefur nú hafið framleiðslu á mjög öfluKum kraftblökkum fyr- ir nótaflotann og er þegar búið að ganga frá fyrstu blökkinni um borð í Helgu 2. RE. íslenzka kraftblökkin er með 25 tonna togkraft, en öflugustu blakkirn- ar. sem hafa verið í notkun fram til þessa, eru með 16 tonna togkraft. Þá er hægt að halla blökkinni á fleiri hliðar en áður hefur þekkzt, sem gerir það að verkum að léttara er að ná nótinni réttri inn. Starfsmenn Þryms hafa lengi unnið við viðgerð og viðhald á kraftblökkum. Árið 1968 gerði Þrymur samning við umboðsmann Rapp-blakkarinnar um að fyrir- tækið sæi um niðursetningu, viðgerðarþjónustu og varahluta- sölu í blökkina, en Rapp-blökkin hefur verið mest notuð á Islandi til þessa. Er skemmst frá því að segja að Þrymur hefur annazt viðgerð- ar- og varahlutaþjónustu fyrir allar tegundir af kraftblökkum á seinni árum. Oft hafa komið þannig tilvik, að varahlutir hafa ekki verið til og þá hafa Þryms- menn smíðað þau stykki, sem vantað hefur, ef frá eru taldir stjórnventlar og vökvamótorar. Álhliðar og gúmmífóðrirnar eru keyptar frá innlendum aðilum. Þá hefur fyrirtækið gert ýmsar breyt- ingar á þeim kraftblökkum sem hér eru í notkun í samráði við skipstjórnarmenn og eru dæmi um að slíkar breytingar hafi verið teknar upp af erlendu verk- smiðjunum. Þegar síldveiðar í reknet hófust hér við land var mikill skortur á hentugum kraftblökkum og varð það til þess að Þrymur hóf framleiðslu á minni gerð kraft- blakka. Árið 1976 voru framleidd- ar sex kraftblakkir og nú hafa verið seldar tuttugi slíkar. Á undanförnum árum hefur þróunin orðið sú, að loðnunæturn- ar hafa stækkað mjög. Þannig eru stærstu næturnar 50 faðma djúpar og 200 faðmar að ummáli. Þessi þróun hefur kallað á öflugri kraftblakkir, því kraftmikil blökk ræður miklu um afkastagetu sipanna. Vegna þessarar þróunar og fyrirspurna frá útvegsmönnum var hafin framleiðsla á 25 tonna kraftblökkinni. Blökkin er hönnuð eftir ábendingum og ráðleggingum margra beztu aflamanna landsins, svo sem Eggerts Gíslasonar og Ármanns Friðrikssonar. Verðið á nýju kraftblökkinni er hagstæðara en á innfluttum blökkum þrátt fyrir tæknilega yfirbuðri þeirra innlendu. Starfsmenn Þryms eru nú 40—45, en aðaleigendur fyrirtæk- isins eru Björn Gíslason og Jón Bergsson. Búnaðarbanki Íslands opnar í byrjun næsta mánaðar nýja afgreiðslu á Selfossi og verður afgreiðslan eins konar útibú frá útibúi Búnaðarbankans í Ilveragerði. Afgreiðslan verður í sama húsi og Selfoss apótek og liggur við aðalgötuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.