Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 27 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XVII Erfiðleikarnir eru engin ímyndun ,JBersöglir dómar um menn, mannaverk og tímans tákn eru meÖ öllum þjóöum saltiÖ, sem ver rotnun. En aö því eru tímaskipti í ævi þjóöanna, hve brýn sé nauösyn slíkra dóma.“ — Kristján Albortsson. Samtök húsbænda og hjúa A 19. öldinni höfðu umbrot iðnbyltingarinnar í för með sér, að sægur fólks á Vesturlöndum varð fórnarlömb geigvænlegrar örbirgðar. Á 20. öldinni, einkum það sem af er síðari hluta hennar, mátti heita að allir, sem góðri heilsu áttu að fagna, ættu auðvelt með að sjá sér efnahags- legan farborða á sómasamlegan hátt, m.a.s. ákaflega margir betur en góðri lukku hlaut að stýra. Árangurinn getur að miklum líkindum orðið, að 21. öldin kvitti fyrir með eymd og volæði um alla jörð, nema stjórnleysi og misbeiting vís- inda- og tækniafreka bindi endi á allar áhyggjur, jafnvel liðlega 20 árum áður en hún gengur í garð. Allt handa öllum — strax! — hefir vérið mark og mið samtíð- arinnar, í þeim tilgangi aðallega var vinnustéttunum fylkt til baráttu og sigurs yfir raunveru- legum og ímynduðum arðræn- ingjum. Eyðsluþjóðfélögin urðu veruleiki. Bæði húsbændur og hjú höfðu náð samstöðu og töldu hag sínum borgið. Kapítalistar og kommúnistar höfðu uppgötvað frábærlega auðfarna leið til allsnægta, að því að þeir héldu: dagvaxandi skerðingu höfuðstóls náttúru- auðæfa. Þegar samtök höfðu þannig komizt á, annaðhvort í krafti atkvæðaseðilsins eða þvingunaraðgerða, var óhætt að yfirgefa varnarstöðvarnar, blása til atlögu og hefja stór- kostlega sigurgöngu. Hin „al- gjöra haghervæðing hinnar líf- lausu náttúru“ hafði tekizt, eins og haft er eftir franska hugvís- indamanninum André Varagnac. Æ síðan verðlauna stjórnvöld á Vesturlöndum sér- hvern þann, sem finnur nýja og árangursríkari aðferð til að rýra höfuðstólinn, leiðtogar þræl- stjórnarríkjanna sæma hann orðum og heiðursmerkjum, og hvorir tveggja lofsyngja braut- ryðjandann sem goðumborið ofurmenni. Sjaldan var gaumur að gefinn, hvernig náttúran gæti afborið sigurvinningana eða hvort ráða mætti af þróunarsögunni, að hún gæti orðið við kröfum mannsins um vaxandi velmegun til frambúðar. Sæluríkisspá- menn og velferðarsmiðir töldu allar efasemdir í þeim efnum einbera svartsýni. Að þeirra dómi var sigurförin varla hafin og að heni lokinni myndi mann- eskjan hafa náð jafnræði við guðina ef ekki yfirburðum, eða hvað og hverjir gætu annars gert henni þröngt um vik? Þeim fannst með öllu ástæðulaust að velta vöngum yfir, hvaðan unnt yrði að afla allra hinna fyrir- heitnu gnægta og gæða, þeir létu sem lögmálið, að þó að jarðneskt efni taki reyndar áhrifa- og myndbreytingum, en verði hins vegar aldrei skapað að nýju, hefði verið misskilning- ur eða a.m.k. úr gildi fallið. Varhugavert hugmyndaflug Dr. Herbert Gruhl og flestir aðrir raunsýnismenn telja full- víst, að þegar Drottinn Biblí- unnar kunngjörði fyrirheit sitt: „Meðan jörðin stendur, skal ekki linna sáning og uppskera, frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt“ (I. Mosebók, 8. kafli 22), þá hafi hann áreiðanlega ekki haft annað en brýnustu nauðþurftir m^nnkynsins í huga. Hvcjrki hefi ég löngun til að vefengja það né heldur hitt, að hann muni fortakslaust ekki hafa átt von á, að hin umkomulausu uppáhaldsbörn sín yrðu þess nokkru sinni megnug að komast á snoðir um öfl og aðferðir, sem gætu kippt stoðum undan og gjörbreytt öllu, er hann hafði trúað þeim fvrir til varðveizlu. Bandaríski þlaðamaðurinn og rithöfundurinn, Philip Wylie, hittir vissulega naglann á höf- uðið, þegar hann kemst svo að orði (í víðkunnri bók sinni, „The Magic Animal", New York 1968), að nú „hvílir efnahagsstarfsemi okkar á þeirri forsendu, að uppsprettur framleiðslu okkar séu í raun og veru ámóta óþrjótandi eins og hugmyndir okkar um Guð.“ Á þessari ömurlegu fávísi hyggst „velferðarríkið", sem réttnefndara væri Framfærslu- sveitin mikla og mannskemm- andi, eins og reynt mun verða að sýna fram á síðar í þessum greinaflokki, freista tilverunnar um eilífð. En þó að rætur þess teygi sig u.þ.b. 100 ár aftur í tímann og liggi því djúpt, er aðeins fátt eitt ábyggilegra heldur en að sú „eilífð" verð’ fjarskalega stutt. Reyndar verða aldrei færðar sönnur á framtíðina, aðeins dregnar misjafnlega röksterkar ályktanir á grundvelli fortíðar og nútíðar. Af þeim sökum greinir menn eðlilega á. Á þeirri staðreynd hvíla-ennfremur hin- ar fjölmörgu stofnanir fram- vindurannsókna, og af þeim ástæðum flæðir óstöðvandi straumur upplýsinga í rituðu og mæltu máli, þar sem leitazt er við að skýra aðstæður og útlit, og brjóta vísinda/tæknileg við- fangsefni til mergjar, ósjaldan að frumkvæði og fyrir fjár- munaatbeina aðilá, sem beinna og óbeinna sérhagsmuna eiga að greta. Fyrir því gegnir engri furðu, að leikmenn eiga harla erfitt með að henda reiður á, hvað á seyði sé, hvað satt og rétt eða ósatt og rangt. Þar rekast tíðum á hyldýpisótti svartsýnis- manna og himnesk uppljómun munaðarlífsspámanna með harkalegum hætti. Maður, málefni, innræti Hverju eigum við að trúa? Hvernig eigum við að bregðast við? Nærtækasta svarið er að skyggnast um eftir raunsýnis- mönnum, því að þeir hafa verið og eru til, sízt ómerkir, og hugleiða álit þeirra. Allt er m.ö.o. undir því komið að þroska með sér hæfiieikann til að skilja kjarna frá hismi, fara í mann- greinarálit. og það þótt ekki væri af öðru en því, að heilla- vænleg eða á hinn bóginn ólánsleg niðurstaða ákvarðast af einstaklingum en ekki „kerf- „Meðan jörðin stendur, skal ekki linna...” — Sálmur um Marxann - Húsráð sem aldrei fyrnist inu“ eða „ismanum“ eins og vinstrimenn halda fram. Maður, en ekki endilega „málefni", gerir gæfumun. I framhaldi af þessum hug- leiðingum get ég ekki stillt mig um að láta þess getið og taka til dæmis, að mér rennur til rifja, þegar annars greindir og fróðir hægrimenn sóa tíma, bleki og pappír í svokallaðar kenningar Karl Marx, sem voru tættar i sundur fyrir um hálfri öld og reynslan hefir síðan varpað þangað, sem þær áttu heima: í ruslakjallara sögunnar. Mér hefir alltaf fundizt ónýtisverk að „sanna“ að heimska væri heimskuleg og glæpur glæpsam- legur. Því má bæta hér við, sem mörgum ágætismanni hefir sézt yfir, að það, sem unihugsunar- vert er innan um froðusnakk Marxans, hafði hann stolið sér saman frá Hegel, Kant, Feuer- bach, Ricardo o.fl. eða fengið að láni hjá Engels. Því fer hins vegar fjarri, að ég telji að sleppa eigi fyrirbærinu Karl Marx, þegar hirtinga er þörf. Til þess hefir það haft alltof megn eitrunaráhrif á múgsálarlífið; sem enn og aftur sannar glöggskyggni Le Bon og McDougall í hversu sólginn skríllinn er í hrat, en það telur Le Bon (í „Psychologie des foules", 2. kap. 5) vera: „Aðeins vegna hneigða til tortímandi villimennsku, sem eru forsögu- legar leifar, er blunda i okkur öllum." Það er því ekki „heimsskoðun" Marxans, sem ber að fást við, heldur verður að leita skýringa í föðurplágunni, bruðlaranum, afætunni, heimilisböðlinum, hórkarlinum, æruleysingjanum, uppskafningnum, höfðingja- sleikjunni, mannorðsþjófnum, orðsóðanum, mannhataranum, hrakmenninu Karl Marx, vegna þess að þar liggja rætur komm- únismans, sem í eðli sínu er lundernisskorpnun (1. stigl og verknaðir (2. stig o.áfr.) miklu fremur en lífsskoðun eða ný stefna. Aðeins eitt einasta dæmi af óteljandi, sem handhæg eru um innræti höfundar „fagnaðarer- indisins", neyðist ég til að tiná upp ofangreindum lýsingar- nafnorðum til áréttingar. Um kynþáttarsystkini sín, sem ekki er vitað til að hafi gert honum annað en gott eitt og máttu sízt við aðkasti þá frékar en oft fyrr og síðar, kemst Kar! Marx þannig að orði: „Við skulum ekki leita leyndar- dóma Gyðingsins í trúarbrögð- um hans, heldur skulum við leita leyndardónts trúar hans í hinum raunverulega Gyðingi. Hver er hinn veraldlegi grund- völlur Guðingdómsins? Hin hagsmunalega þörf hans, sér- plægnin. — í hverju eru hinir veraldlegu helgisiðir Gyðingsins fólgnir? Kaupmanginu. — Hver er hinn veraldlegi Guð hans? Peningurinn.“ Verkefni og vinnubrögð Ef vonir eiga að geta rætzt um, að „velferðarþjóðfélög" nú- tímans, sem í kenningu og framkvæmd standa a.m.k. með annan fótinn á marxiskum grunni, ganga ekki af menning- ararfleifð Vesturlanda og rétt- arríkinu dauðu, virðist einsætt, að varðveizlufólk verði að gera sér glögga grein fyrir, að úrlausnarefnið er tvíþætt: í fyrsta lagi — og það er forgangsskilyrði — eftir hvaða reglunt er réttlátast að einstaklingar, þjóðir og ríki skipi lifs- og sambúðarháttum sínum og sín í millum, og hvernig viturlegast verði að koma slíkri skipan á, og í öðru lagi — og það er afleiðingaratriði — hversu skemmst manneskjan kemst í ásækni gagnvart nátt- úruríkinu, höfuðstól sínum, og hvernig getur henni bezt tekizt að sætta sig við að eiga tilvist sína undir ávöxtun hans nær eingöngu. Auðvitað er ákjósanlegast, að verkefnin yrðu tekin föstum tökum eins samstíga og fram- kvæmanlegt er, og hvorugur bálkurinn vanræktur. En í því samhengi ber á tvennt að líta. Framleiðsla og viðskipti, vísindi og tækni hafa stokkið margar aldir fram úr þjóðfélags- og stjórnmálaþróuninni, þannig að ekki er ofsagt, að hið fyrrnefnda Framhald á bls. 21 Þrúgandi áhyggjuefni. Ilvernig tekst stjórnvöldum í nútíð og framtíð að koma viðunandi skipan á sambúðarhætti sívaxandi fólksfjölda? Kommúnismi í verki. Eftir morðárás heldur útlendingur í Saigon barnsliki yfir líki föður þess. sem „þjóðfrelsisherinn“ (orðfæri íslenzka ríkisútvarpsins) hafði myrt sprengjuárás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.