Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 35 Fjögur Landsmótsmet á fyrsta degi á Selfossi Selfoss. 21. júlí, frá blm. Mbl. Sigtrygsri Sigtryggssyni og bórarni Ragnarssynii Landsmót Ungmennafélags ís- lands. hið sextánda í röðinni. var sett á íþróttavellinum á Selfossi klukkan 20.00 í kvöld. Fór setningarathöfnin fram með hefð- hundnum hætti, þátttakendur gengu fylktu liði inn á völlinn undir fánum og var það fríð fylking í marglitum húningum. Ilafsteinn I>orvaldsson, formaður UMFÍ setti mótið með stuttri ræðu og var síðan landsmótsfán- inn dreginn að húni. Lúðrasveit Selfoss lék fyrir mótsgesti. en meðal þeirra voru forsetahjónin, menntamálaráðherra, fram; kvæmdastjórn og formaður ÍSÍ o.fl. Þátttakendur eru nokkuð á annað þúsund talsins frá 21 íþrótta- og héraðssambandi. Veð- ur var mjög gott á Selfossi í dag, sólskin og hlýtt, en lítilsháttar gola. Vegna mikillar þátttöku varð að hefja keppni strax í morgun og mun hún standa fram til sunnudagskvölds. í dag var keppt í undanrásum knattleikja, fimm greinum frjálsra íþrótta, tveimur greinum í sundi og einni grein starfsíþrótta. Frjálsar íþróttir Áhorfendur voru allmargir á Selfossi í dag og beindist athygli þeirra helst að keppninni í frjáls- um íþróttum, enda keppnin bæði spennandi og skemmtileg. Keppt var til úrslita í fjórum greinum og urðu úrslitin sem hér segir: Langstökk karla: 1. Jón Oddsson HVÍ 6,91 m. 2. Sigurður Hjörleifsson HSH 6,84 m. 3. Jón Benónýsson HSÞ 6,58 m. Keppendur voru alls 26. Kringlukast karla: 1. Pétur Pétursson UÍA 42,50 m. 2. Erling Johannesson HSH 42,30 m. 3. Sigurþór Hjörleifsson HSH 41,58 m. Keppendur voru alls 10. Spjótkast kvenna: 1. María Guðnadóttir HSH 37,28 m. 2. íris Grönfeld UMSB 34,82 m. 3. Alda Helgadóttir UMSK 32,44 m. Árangur Maríu er nýtt Lands- mótsmet. Keppendur voru 14. Hástökk kvenna: 1. íris Jónsdóttir UMSK 1,67 m. 2. María Guðnadóttir HSH 1,64 m. 3. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 1,55 m. Árangur írisar er nýtt Lands- mótsmet. Keppendur voru 16. Þá var einnig keppt í undanrás- um 100 metra hlaups karla og kvenna, en úrslitahlaupin verða á sunnudag. Keppnin í langstökki karla og hástökki kvenna var sérlega skemmtileg. í langstökkinu stukku 16 keppendur yfir 6 metra, sem er fádæmi í langstökkskeppni hér- lendis. Jón Oddsson var jafnbestur og sigraði örugglega, en Sigurður Hjörleifsson náði sínum besta árangri síðan 1967, eða í 11 ár. I hástökki kvenna var hörku- keppni milli Irisar og Maríu og hafði íris sigur eftir skemmtilega keppni. Þess má geta, að tveir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins, gátu ekki keppt eins og þeir ætluðu sér, þeir eru báðir tognaðir þeir Jón Diðriksson UMSB og Stefán Hallgrímsson UÍA. Sund Keppt var í tveimur sundgrein- um og urðu úrslit þessi: 400 metra skriðsund kvenna: 1. Ólöf Eggertsdóttir HSK 4,50,1 mín 2. Sigrún Ólafsdóttir HSK 5,07,8 mín 3. Margrét Jónsdóttir HSK 5,46,5 mín Árangur Ólafar er Landsmóts- met. 800 metra skriðsund karla: 1. Hugi Harðarson HSK 9,13,7 mín 2. Óskar S. Harðarson HSK 9,46,0 mín 3. Svanur Ingvarsson HSK 9,55,4 mín Ilátíðarbragur yfir Selfossi, er þátttakendur. sem voru á annað þúsund, ganga fylktu liði um bæinn. (ljósm. Kristinn) Árangur Huga er Landsmóts- met. Keflvíkingar úr leik I undanúrslitum knattleikjanna, vakti það langmesta athygli, að knattspyrnulið UMFK, sem vann á síðasta Landsmóti, var slegið út úr keppninni, en uppistaðan í liðinu eru meistaraflokksmenn Keflvík- inga, t.d. þeir Gísli Torfason, Ólafur Júlíusson og Þorsteinn Bjarnarson. í fyrsta leiknum tapaði UMFK fyrir HSH (Víking- ur Ól.) 1—2 og í öðrum leiknum tapaði UMFK fyrir UÍA (Einherji Vopn.) 2—3. Úrslit knattleikjanna ráðast á sunnudag. Starfsíþróttir Keppt var í einni grein starfs- íþrótta, lagt á borð. Þar varð hlutskörpust Ragnheiður Haf- steinsdóttir HSK, fyrir skreytingu sína „Afmæli Hestamannsins", önnur varð Halla Loftsdóttir HSÞ fyrir skreytingu sína, „Vinafagn- aður“ og þriðja varð Elín Eydal HSÞ fyrir skreytingu sína „Trúlof- unarborðið". Sigurlás til Belgíu ENN einn fslenskur knattspyrnu- maður fer til Belgíu á sunnudag- inn til þess að freista gæfunnar í belgískri knattspyrnu. Er það hinn marksækni Eyjamaður Sig- urlás Þorleifsson. Sigurlás mun ekki fara til neins ákveðins félags, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl aflaði sér í gær, heldur mun belgískur um- boðsmaður ætla að koma honum að hjá góðu belgísku liði. Sem fyrr segir fer Sigurlás utan á sunnudag og hann kemur aftur heim á föstudag. Mun hann ætla sér að leika með IBV út þetta keppnis- tímabil þó svo hann komist á samning í Belgíu. — SS KSI vill fá svör STJÓRN KSÍ kom saman til fundar á fimmtudagskvöldið til þess að fjalla um málið mikilvæga varðandi hina stórauknu ásælni erlendra liða, einkum frá Belgíu. Fundur þessi var setinn í tilefni af því, að ÍA og Víkingur báðu KSI að kæra til FIFA, félögin Lokerer, Standard og Beveren. sem verið hafa að gera hosur sínar grænar fyrir þeim Arnóri Guðjohnsen Víkingi og Pétri Péturssyni ÍA. Á fundinum ákvað stjórn KSI að skrifa framantöldum félögum bréf og spyrja þau í þaula um afskipti þeirra af málinu, tilkynna þeim kærubeiðni ÍA og Víkings og ítreka við þau að allar viðræður við leikmenn á íslandi ættu að fara fram í gegn um félögin og alls ekki á miðju keppnistímabili. KSÍ mun ákveða nánar hvað gera skal, þegar svör hafa borist frá Lokeren, Standard og Beveren, en þeir hjá KSÍ vonast til þess að það geti orðið strax í næstu viku. — 99- Stjóri Lokeren heimsækir Val EINS OG fram hefur komið fréttum. vakti það athygli þegar belgíska félagið Lokeren bauð Skotanum James Bett út til sín með samning fyrir augum, en Bett hafði þá aðeins leikið Wi leik fyrir lið sitt Val. Samkvæmt reglum FIFA, er liðum óheimilt að tæla til sín áhugamenn á miðju keppnistíma- bili og skrifuðu Valsmenn því Lokeren bréf, þar sem einhverja skýringa var krafist vegna þessar- ar lúalegu framkomu belgiska félagsins. Fyrr í þessari viku barst Valsmönnum síðan svar frá Loker- en, þar sem enginn annar en framkvæmdastjóri liðsins boöar komu sína síðast í vikunni sem nú er að ljúka. Má ætla af framan- skráðu, að Belgarnir líti á þetta sem meiri háttar mál og bíða Valsmenn í ofvæni eftir að heyra það sem Belginn hefur fram að færa. - KK- Peter Withe á sölulista Jón Oddsson dregur hvergi af sér, er hann sigrar í langstökkinu. (ljósm. Kristinn) MIÐIIERJI Nottingham Forest, Peter White hefur verið settur á sölulista hjá félaginu, eftir að samningar náðust eigi um kaup- greiðslur til handa honum. Nott- ingham Forest keypti White frá Birmingham fyrir rúmu ári fyrir 45000 sterlingspund. en hann er nú metinn á 250000 sterlings- pund eftir að hafa leikið snilldar lega á síðasta keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.