Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 KAFF/NU (() aa Annað hús f yr- ir sjónvarpið? Datt mér ekki í hug, ökuskír- teinið komið úr gildi. . »***/«, v.'»/, N>;' , (.'A v“>* ...v - ,.W/ í ” ..........„-T' Við komum okkur saman um að jfleyma og fyrirgeía. Ég fyrirgaf og hann gleymdi. ffi JJl/lH í Velvakanda í gær fagnaði bréfritari yfir því að langþráð útvarpshús skyldi nú vera í sjónmáli. Sá sem hér á eftir ritar nokkrar línur spyr hins vegar hvort hér sé eingöngu um að ræða útvarpshús og hvort sjónvarpið fylgi á eftir með annað eins eða jafndýrt hús: „Ég hef ekki almennilega skilið þetta tal um framkvæmdir við útvarpshúsið væntanlega. Mér finnst hvergi hafa komið fram hvort hér sé um að ræða útvarps- hús eingöngu eða líka húsnæði fyrir sjónvarp. Ef eingöngu er um að ræða hús fyrir starfsemi útvarpsins upp á rúma 2 milljarða króna, hvað myndi þá kosta bygging sjónvarpshúss og hvenær ætli verði farið að huga að henni? Eg þykist hafa lesið nokkuð fréttir og hlustað af hinni fyrstu skóflu- stungu, en mér finnst þetta hvergi hafa komið fram. Oft hefur það verið nokkuð á reiki í munni manna hvort þeir eru að tala um útvarpið sem stofnunina alla, þ.e. Ríkisútvarpið, eða aðeins sem útvarp-hljóðvarp. í fréttum af skóflustungunni hefur alltaf verið talað um útvarp, ekki ríkisútvarp og því er það að þessi spurning min hefur vaknað. Vona ég að einhver geti leyst úr henni og ég er ekki frá því nema fleiri búi yfir svipuðum vangaveltum. Sjónvarpssinni.“ Eftir því sem Velvakanda hefur skilizt þá hefur það komið fram í fréttum, a.m.k. í frétt Mbl. af atburðinum, að sjónvarpið fær einnig þarna inni, því í frétt blaðsins er talað um að sjónvarps- útsendingar geti hafizt úr hinu nýja húsi ríkisútvarpsins á árinu 1984. • Leitið og þér munuð finna „Ef mannlífið yfirleitt hefur sannað nokkuð þá er það þessi fullyrðing: leitið og þér munuð finna. Það sem kyrrstaðan hefur verið eða afturför má segja að lítið hafi verið leitað eða einskis. Það virðist vera nokkuð sama að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Möguleikarnir geta leynst á óliklegustu stöðum og það er betra að vera vakandi. með opin augun. til að þeir sleppi ekki óséðir. Og sé gefnu tækifæri sleppt getur það um leið vera afhent öðrum. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. G64 H. KG2 T. 107632 L. 103 Vestur S. K1083 H. 854 T. D54 L. K52 Austur S. Á75 H. D1076 T. G98 L. D76 Suður S. D92 H. Á93 T. ÁK L. ÁG984 Suður er sagnhafi í þremur gröndum en austur og vestur hafa allir sagt pass. Vestur spilar út spaðaþristi, fjarkinn frá borðinu og þegar austur lætur ásinn má suður ekki sleppa möguleikanum. Hann þarf og verður að láta drottninguna. Það á ekki að vera hættulegt því eigi austur bæði ás og kóng er sjálfsagt að taka slaginn með síðarnefnda spilinu til að vestur viti hver á ásinn. En með því að láta drottninguna fjölgar innkom- um í blindum tii að hægt sé að svína laufinu tvisvar. Láti suður aftur á móti lágt í ásinn getur vestur komið í veg fyrir að spaðagosinn verði innkoma og sagnhafi tapar spilinu. I spili þessu þurfa sem sé bæði suður og vestur að hafa augun opin. En þegar spilið kom fyrir var það í rauninni austur, sem var vakandi og sleppti ekki tækifær- inu, sem í boði var og hnekkti með því spilinu. Þegar fjarkinn var látinn frá borði í fyrsta slag lét austur fimmið og eftir það var sama hvað suður reyndi. Spaða- gosinn gat ekki lengur orðið innkorrn og þegar hjartadrottn- ingin á hendi austurs voru .i di nægilega margar ko rðið til að unnt væri % u tvisvar. Og vörnin þegar suður reyndi ,j. spilið. — Mig fór að gruna margt þegar hann skírði snekkjuna sína „Gittu" en kallaði skjöktbátinn eftir mer. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 20 Persónur sögunnan Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnariamb morðingj- ans> Judith Jernfeit Matti Sandor Klemens Klemensson BKO Koland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikiivæg vitni. Helena Wijk Lisa Billkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem hafa ólíkar skoðan- ir á morðmálinui Daniei Severin Leo Berggren ásamt með lögregluforingjan- um sem dregst inn f málið í nokkur dægur áður en glæpur- inn fyrnisti Christer Wijk. og þú hefur verið að segja mér núna — vona ég. — Tja ... sagði frú Wijk hikandi. — Hvað í ósköpunum á nú þetta tja að þýða? Ég gct ekki trúað því að þú hafir farið að skrökva að Berggren lögreglu- manni! En þú hefur kannski bara ekki sagt ailan ... sannleikann? En nú fauk í ekkjufrúna. — Það var alls ekki Leo Berggren sem rannsakaði þetta mál, sagði hún óþolin- m<>ð. — Það var einhver þöng- ulhaus frá örebro. Gott ef hann var meira en fokheldur í heilahúinu. Hann fór í taugarn- ar á okkur öllum. já og auk þess fannst mér eins og honum væri alveg sama hvað væri satt og hvað ekki. Það eina sem skipti hann nokkru. að honum skjátlaðist ekki sjálfum ... — Já, en mamma mín. and- mælti Christer — Lögreglan í Örebro hefur alltaf fengið orð fyrir að vera sérstaklega... — Ja, hann var ekki fæddur í Örcbro og í raun og veru var hann ekki í föstu starfi þar ... heldur var hann í cinhverjum afleysingum. Og það var mikil óheppni að það var hann sem skyldi einmitt þurfa að koma þegar þetta gerðist. Ilann var beinlínis ruddalegur við Lisu. sem var svo sérlega indæl manneskja. Við vorum í þrot- lausum yfirhcyrslum en hann vildi aldrci heyra orð um Matta og hvernig maður hann hcfði verið og hvaða skoðun við hcföum haft á honum. Ilann röflaði bara um timasetningar og lykia og pappír utan um líkjörsmolana. Ög svo var ég kvefuð... og orðin svo þreytt á öllum þessum kjánaiegu spurn- ingum sem leiddu aldrei til neins. Og Christer fann að nú varð hann að leggja hömlur á forvitni sína og sagði hlýlegai — Þú ert líka orðin þreytt núna. mamma mín. Ég ætla ekki að plaga þig með frckari spurningum í bili. Þá gcturðu bera ekki sofið. Nú held ég væri ráð að þú drifir þig í bólið... Sjálfur var hann glaðvak- andi. í skáp í forstofunni fann hann nothæf gúmmfstigvél og regnkápu og skömmu seinna arkaði hann mcðfram vatninu eftir aðalgötunni sem lá í sveig fyrir vatnið. Endurnærður eft- ir góðan og hrcssandi göngu- túr. tók hann aftur stefnuna heim til sín og hlakkaði tii að ganga til náða. Hann var að klæða sig úr regnkápunni þcgar dyr til hægri opnuðust og spyrjandi konurödd barst úr Ieiguibúð- innii — Ertu nú kominn aftur? Gleymdirðu einhverju? Lögregluforinginn rétti sig upp. — Christer! hrópaði Judith Jernfeldt upp yfir sig. — Þú verður að afsaka. Ég hélt það... Ilún lauk ekki við setning- una en bætti við óstyrkri röddui — Þú manst kannski ekki cinu sinni eítir mér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.