Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 29 félk í fréttum + Oft hafa listamenn notað list sína til að mótmæla einhverju sem þeim líkar ekki. Þetta er einmitt það sem myndhöggvarinn Peter Toon er að gera. Á mynd- inni er hann að ljúka við listaverk sitt, sem á að vera mótmæli fyrir meðferð þeirri er amerískir Indíán- ar hafa sætt. Toon hyggur á að gera eitt slíkt listaverk í sérhverju fylki Banda- ríkjaanna. Þessi risamynd er í Iowa-fylki. Vonar hann, að með þessu geti hann opnað augu almenn- ings fyrir því misrétti sem Indíánarnir hafa verið beittir frá fyrstu tíð. + í ár munu allar falleg- ustu stúlkur heims eiga stefnumót í Mexico, en þar fer fram kjör heimsfegurð- arinnar. Þessar fallegu stúlkur eru komnar þang- að< „Fröken Þýzkaland“ til vinstri og „Fröken Austurríki“ til hægri. Myndin er tekin af þeim á einum frægasta matstað Mexicoborgar, á sjálfu Garibaldatorgi. + Bandaríkjamaðurinn Kurt Todd sem keppir í kappsiglingum varð tyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu á dögunum að fara í flugferð í bát. Að vísu var ferðin mjög stutt, sem sjá má. Myndin var tekin á kappsiglingu á Delware-ánni í Philadelphiu. Todd þessi missti stjórn á bátnum og því fór sem fór. Hann slapp með smávægileg meiðsli. — Hræsni Frámhald af bls. 14. kom hræsnin og skinhelgin ber- lega fram. Það voru nefnilega hinir svokölluðu „60-menningar,“ sem vildu fá að ráða ferðinni í fjölmiðlun landsmanna, og eftir þeim átti almenningur að fara. í flestum löndum heims getur fólk valið um sjónvarpsdagskrár, bæði frá sínu eigin landi og öðrum löndum, eftir því hvar menn eru staðsettir, og enginn telur að setja eigi hömlur á slíkt í þessum löndum. Meira að segja í Þýzkalandi, sem hingað til hefur átt fólk með þjóðernistilfinningu, er það talið sjálsagt, að bandarískt varnarlið, sem þar er staðsett, fái óhindrað að senda út sjónvarpsefni og ein slík stöð nálægt og við eitt þéttbýlasta svæði Þýskalands, við Frankfurt am Main. Nú síðast hefur sú sjónvarpsstöð fengið að bæta inn þýskum texta við kvik- myndir þær, sem bandaríska sjónvarpsstöðin sýnir, svo að íbúar þeir, sem hénnar njóta, geti fylgzt með efni og tali. — Þetta er staðreynd, sem ekki verður hrakin og hefi ég sjálf reynslu fyrir. Erlendir ferðamenn, sem ég hefi hitt hér, og hafa farið að ræða um sjónvarpsmál eru furðu lostnir á því ofríki, sem Islendingar hafa verið beittir, fyrst með lokun Keflavíkursjónvarpsins, og ekki síður á því fyrirkomulagi, sem íslenzka sjónvarpið býður lands- mönnum upp á, eftir að einokun þess varð að veruleika. Flestir vona, en fáir þora í þeim lesendabréfum dagblað- anna, sem undanfarið hafa birzt, vegna óánægju með lokun íslenzka sjónvarpsins í heilan mánuð, kemur greinilega fram gremja fólks, einkum hinna eldri og þeirra, sem ekki nota eða geta notað aðra afþreyingu, t.d. með ferðalögum eða skemmtunum. En það eru fleiri, sem eru gramir. Sjúklingar á sjúkrahús- um, bæði þeir, sem þar dveljast um stundarsakir eða langdvölum hafa enga aðra afþreyingu, ef þeir ekki eru beinlínis rúmfastir vegna aðgerða, en að lesa. Þessi hluti landsmanna er ekki mikils virði í augum ráðamanna, að því er virðist. Nýlega voru dagblöð full af fréttum um það, að sjúklingar sjálfir væru að safna fé til kaupa á litsjónvarpstækjum á hinar ýmsu deildir sjúkrahúsa hér í borg. — Ég hafði tal af tveimur slíkum nýlega. Þeir iétu í ljós mikla gremju vegna þeirrar hræsni, sem hér viðgengst í sjónvarpsmálum og bættu við, að nú eftir að slík tæki hafa verið keypt vantaði það sem mikilvæg- ara væri, sjónvarpsefnið sjálft. Til lítils væri að kaupa tæki, sem ekki væru nýtt. Margir langlegusjúklingar og þeir, sem oft dvelja á sjúkrahúsum hér í borg (en þeir eru ófáir) muna gjörla, þegar fyrstu sjónvörpin, sem landsmenn kynntust hérlend- is sáust. Það var einmitt á sjúkrahúsunum. Það voru nefni- iega varnarliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli, sem gáfu þangað sjón- vörp, til afþreyingar fyrir þá sjúklinga, sem gátu notið þess. — Þetta hefur sjaldan verið minnst á og þakklæti hefi ég ekki séð opinberlega. Hverjir þora? Þegar nú er ljóst orðið, að almenningur í landinu er að opna augun fyrir þeirri staðreynd, að við Islendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum í málum sem varða sjóhvarpsrekstur og reyndar út- varpsrekstur líka (þar sem ekki er enn komið á laggirnar hljóð- viddarútvarp) er það aðeins spurn- ing um það, hverjir þora að kveða upp úr með kröfu um, að þessi mál verði færð til nútímalegs horfs. Það er áreiðanlegt, að hefði Keflavíkursjónvarpið á sínum tíma náð til allra landsmanna, hefði því aldrei verið lokað og stjórnmálamenn aldrei þorað að brydda á slíku tiltæki, slík er hræðslan við íbúa langsbyggðar- innar, enda þingmannafjöldi landsbyggðarinnar yfirgnæfandi. — Þetta var því pólitískt mál, en ekki sprottið af neinni þjóðernis- tilfinningu, eins og sumir þing- menn vildu vera láta. — Veganesti Framhald af bls. 14. undanskilin athugun sú á bygg- ingarþörf Alþingis, sem nýlega var send í fjölmiðla. Þó að margt þarft geti komiðTrá ríkisstofnunum, þá er þó óhætt að efast um það að eitthvaö, sem hefur snefil af listgrein í sér geti náð miklum þroska á ríkisstofnun. Hér hlýtur einstaklingurinn að skara framúr og við val á slíkum til verkefna getur enn amk. ekki fundist betri aðferð en samkeppni og samanburður. Hér gæti stofn- unin einnig unnið þarft verk við að ýta undir þá einstaklinga, sem framúr skara og þar með unnið þarft verk í þágu íslenskrar menningar. Að síðustu skal hér aðeins bent á einn enn galla við embætti húsmeistara. Hér er þó ekki beint við neinn starfsmann stofnunar- innar að sakast heldur miklu fremur við löggjafarvaldið og stjórnmálamenn. En þetta er sú staðreynd að enn á því herrans ári 1978 er þetta menningarpólitíska starf veitt sem æviráðning. Þetta hlýtur að virka til stöðnunar í svo menningarlega tengdu starfi sem hér er um að ræða. Og vissuiega er það ein af skýringunum á því, hve stofnunin er nú komin á miklar villigötur. Starfið hefur alltof lengi verið á einni hendi. Er ekki kominn tími til þess að allir okkar víðsýnu frjálshyggjuleiðtog- ar taki þessi mál til endurskoðun- ar? Þessu til hliðsjónar má benda á stöðu þjóðleikhússtjóra sem nú er bundin 4 ára ráðningartíma í senn. Sú staða er einnig menningarpóli- tisk. Enda þótt varia sé hægt að búast við því að það gangi á eftir, þá er það mat undirritaðs að staða húsameistara ríkisins yrði nú best skipuð manni, sem hefði sjálfur frumkvæði um það, að þessu fjögurra ára fyrirkomulagi yrði komið á um eigin stöðu. Með þessu móti gæti hann best tryggt sér þann stuðning, sem hann þarf á að halda frá starfsfélögum sínum á hinum frjálsa markaði, ef húsa- meistaraembættið á að geta orðið eitthvað meira en einangrað nátt- tröll en í stað þess stuðlað að þróttmiklum íslenskum arki- tektúr. Einar Þorsteinn Asgeirsson hönnuður. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞA ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.