Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG LESBOK 155. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 99 Morðin vatn á myllu andlýðr æðisaflanna'' Ný st jórnarskrá samþykkt í spænska þinginu Sundurskotið lík spænska hershöfðingjans Juan Sanchez Ramos í Madrid í gærmorgun, en hryðjuverkamenn drápu hann og aðstoðarmenn hans er þeir voru á leið til vinnu. (Símamynd AP) Madricl. 21. júlí. Router. AP. SPÆNSKA lögreglan handtók í dag sex manns, þar á meðal tvo vinstri sinnaða öfgamenn, grun- aða um að hafa átt aðild að morðinu á Juan Sanchez Ramos hershöfðingja og aðstoðarmanni hans í morgun. Ramos og Rod- riguez aðstoðarmaður hans sem einnig var herforingi voru myrtir á leið til vinnu sinnar í Madrid snemma í morgun og hefur Suarez forsætisráðherra landsins sagt að morðin hafi verið tilraun til að etja hernum til að taka völdin í landinu og séu vatn á myllu andlýðræðisaflanna. Suarez sagði 1 þinginu í dag að öfgamönnum yrði ekki liðið að grípa til sinna ráða vegna morð- anna og er litið á þessi ummæli sem viðvörun til hægri sinnaðra herforingja sem hafa litið lýðræð- isþróunina á Spáni að undan- förnu hornauga. Hryðjuverkahópurinn, sem lýsti sig bera ábyrgð á morðunum í morgun, kallar sig öreigaherinn og er talinn vera í sambandi við rauðu herdeildirnar á ítalíu. Lögreglan í Madrid sagði í dag að hún væri viss um að morðingjarnir væru félagar í maóistasamtökum sem stóðu" fyrir ráninu á einum ráðgjafa Spánarkonungs fyrir einu og hálfu ári. Viðbrögð spænskra stjórnmála- leiðtoga við morðunum í morgun hafa mjög verið á þann vegað ekki megi láta þetta ódæði hafa ill áhrif á þróun stjórnarfarsins í lýðræðisátt. Neðri deild spænska þingsins samþykkti í framhaldi af þessu. í dag hina nýju stjórnarskrá landsins sem lengi hefur verið í undirbúningi og mun taka við af stjórnarskrá þeirri sem Franco setti landinu fyrir um fjórum áratugum. Stjórnarskráin fer nú Framhald á bls. 21 Deilur í Israel um geðheilsu Begins Jcrúsiilcm, 21. júlí. Reuter. AI\ ANDLEGT heilbrigði Begins for- sætisráðherra ísraels virðist nú orðið meiri háttar pólitískt deilu- efni þar í landi í framhaldi af hörðum deilum stjórnmálaflokk- anna um breytni hans og afskipti af viðræðum við Egypta. Aðstoð- armenn og læknar forsætisráð- herrans hafa algerlega hafnað ásökunum um að hann sé undir áhrifum svo sterkra lyfja að hann hafi ekki fullkomna stjórn á sér, en leiðtogar Verkamannaflokks- ins, þar á meðal Golda Meir, sögðu í gær á fundi sín í milli að hann ætti við andlega örðugleika að stríða og gæti ekki borið ábyrgð á stjórn landsins. Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn í ísrael, hefur lagt fram vantrauststillögu á stjórn Begins Rækjutog- ari vopn í EBE-við- ræðum? Godtháb. Granlandi, 21. júlf. AP. GRUNSEMDIR hafa vaknað í Grænlandi um það að Bretar hyggist nota sér til framdráttar í deilum innan Efnahagsbanda- lags Evrópu um fiskveiðar í Norðursjó, að brezkur rækjutog- ari var tekinn í landhelgi við Grænland í júní og skipstjórinn dæmdur í háar sektir. Togarinn Goth frá Grimsby var Framhaldábls.21 sem tekin verður til umræðu þinginu í næstu viku. Fundur verður í stjórninni um helgina þar sem rætt verður um skýrslu Dayans utanríkisráðherra um viðræðurnar í Leeds-kastala í vikunni. Árásirnar á Begin nú eru hinar hörðustu sem Verkamannaflokk- urinn hefur gert frá því flokkurinn tapaði kosningunum í ísrael í fyrra og missti stjórnaraðstöðu sína í fyrsta sinn í 29 ár. Golda Framhald á bls. 26 Vance bjartsýnn við heimkomuna WashinKttin. kaíró. Jerúsalrm. 21. júlí. AP. Ileuter. BJARTSÝNI varðandi áframhaldandi friðarviðræður ísraelsmanna og Egypta virtist heldur hafa aukizt 1 dag þegar utanrikisráðherrarn- ir. sem þátt tóku í viðræðufundunum í Leeds-kastala í vikunni komu til síns heima. Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna gaf Bandaríkjaforseta í dag skýrslu um viðræðurnar og er hann talinn nokkuð vongóður um að hægt verði að koma á nýjum viðræðum að lokinni för hans til Miðausturlanda sem hefst 3. ágúst nk. Kamel utanríkisráðherra Egyptalands sagði við komuna til Kairó í dag að ef Vance teldi að ísraelsmenn myndu eitthvað láta undan vilja Egypta gæti verið grundvöllur fyrir frekari viðræð- um, en Sadat Eg>'ptalandsforseti hefur eins og kunnugt er lýst því yfir að ísralesmenn dreymi enn um landvinninga og engar nýjar viðræður muni fara fram fyrr en þeir slaki verulega á. í Washington er talið að unnt muni að koma á fundi þrátt fyrir þessi ummæli Sadats einkanlega vegna þess að Moshe Dayan utanríkisráðherra Israels hafi á fundinum í Bretlandi gefið í skyn að Israelsmenn myndu e.t.v. reiðu- búnir til þess að endurskoða afstöðu sína til tillagna Egypta. Dayan sagði í dag að aðstaða Sadats til samninga væri afar erfið heima fyrir og í Arabaheim- inum, en á fundinum í Leeds-kast- ala hafi í fyrsta sinn verið rætt um raunveruleikann en ekki einungis grundvallarviðhorf. „Nú höfum við aðstöðu til þess að fara yfir afstöðu okkar á ný og kanna hvort einhverjar leiðir eru færar til þess að ná samkomulagi," sagði Dayan. Góður brand- ari hjá Vict- or Korchnoi — segir Schmid dómari um jógúrtmálið BaKUÍo. Filippseyjum. 21. júlí. Reuter AP. KARPOV heimsmeistari í skák hafnaði í dag ásökun Korchnois um að sér hefðu verið borin leynileg skilaboð í jógúrtskál á meðan á skák þeirra stóð í gær. Sagði Karpov þessa ásökun hlægilega og Baturinsky, sem er fyrir sovczku sendinefndinni á einvíginu, sagði að aðstoðarmenn Korchnois gætu jafnhæglega scnt honum skilaboð með sjónauka þeim sem Ietra Leeuwerik formaður Korchnoi-nefnd- arinnar hefði notað til að fylgjast með skákinni í gær. Lothar Schmid aðaldómari Karpov heimsmeistari í skák leikur tennis á leikvelli bandarískrar herstöðvar í Baguio á Filippseyjum í gær. (Símamynd AP.) einvíginu fjallaði góðlátlega um málið og sagði þetta hafa verið ágætan brandara hjá Korchnoi sem bæri vitni enskri kímnigáfu Keenes aðstoðarmanns Korchnois, en það var hann sem kom kvörtuninni á framfæri. Sagðist Schmid, sem sjálfur kom jógúrtinni á framfæri við Karpov í gær, ekki hafa séð neitt athugavert við það og samkvæmt reglum einvígisins væri heimilt að kveðja til þjónustufólk til að færa skák- mönnunum léttar veitingar. Aðstoðarmenn Korchnois halda því fram að keppnisreglur banni dómara eða öðrum að færa skákmönnum matvæli eða „annan aukaútbúnað" á meðan teflt er. Deilan um þetta atriði hefur valdið mikilli kátínu á einvígisstaðnum og stórmeistar- inn Byrne frá Bandaríkjunum kom með þá tillögu að rannsaka hefði átt lögun bláberjanna í jógúrtinni áður en hún var færð Karpov. Schmid dómari benti á að þegar hann kom í hvíldarher- bergi Karpovs að skákinni lokinni hafi jógúrtskálin verið tóm. „Hann át úr henni — ég tel Framhald á bls. 21 Skákmeistarinn Korchnoi lcli ir aí sér skákinni um stund með því að fá sér hlaupasprett í ga'rmorgun. Næsta skák Korchnois og Karpovs verður í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.