Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuður: Veganesti til húsameistara ríkisins 1979 Embætti húsameistara ríkisins hefur nú verið auglýst laust til umsóknar. í því tilefni vill undir- ritaður leggja nokkur orð í belg um þá stofnun alla í framhaldi af umræðum um hana á undanförn- um árum. Þetta er gert í þeirri von, að þeim, sem ráða ferðinni um starfsemi hennar í náinni framtíð, mætti verða enn ljósara en áður þýðing stofnunarinnar til já- kvæðra áhrifa á framþróun ís- lensks arkitektúrs/byggingarlist- ar og um leið á þróun íslenskrar húsbyggingartækni almennt. Ef viljinn er fyrir hendi þá er hægt að snúa því dæmi við, sem stofnunin hefur sett fram síðustu tvo áratugi: að sinna ekki þessum málum, enda þótt að áður fyrr hafi hún sýnt viðleitni í þessa átt. Með þessu er þó ekki verið að segja, að stofnunin eigi fullkom- lega rétt á sér í óbreyttri mynd, fjarri því. En eins og auglýsingin um mannaskipti í starfi húsa- meistara ber upp á er varla von á neinum stórfelldum breytingum um starfssvið þess af hálfu löggjafarvaldsins? Því verður það enn um sinn að vera von þeirra, sem telja endurbætur brýnar á starfssviði stofnunarinnar, að nýr maður með nýjar hugmyndir geti hér nokkuð úr bætt. Margt hefur verið fundið að húsameistaraembættinu á undan- förnum árum. Hið helsta er þó það, að í raun starfar stofnunin sem ríkisrekin teiknistofa, sem undirbýður sjálfstætt reknar teiknistofur um 25%. Þetta undir- boð er ekki komið til vegna þess, að rekstrarkostnaðurinn sé minni við ríkisteiknistofu en sjálfstæða teiknistofu, þar sem allur mismun- ur á því að endar nái saman er greiddur úr ríkissjóði. Miklu fremur virðist tilgangurinn sá að reyna að koma í veg fyrir, að ríkisstofnanir, sem á nýju húsnæði þurfa að halda, snúi sér til annarra aðila til þess að þeir sjái um hönnun bygginganna. Ríkis- teiknistofan, sem stofnunin er í reynd, þarf því ekki að standa í neinni samkeppni við aðra aðila t.d. um gæði, skilvísi o.s.frv. Þegar betur er að gáð er undirboðið hrein blekking, því að ekki er það annaö en bókfærsluatriði innan ríkis- kerfisins, hvort færð eru tii 0%, 75% eða 100% af einhverri ákveð- inni upphæð. Þjóðin borgar alltaf brúsann. Hin spurningin er raunar mun mikilvægari fyrir ríkiskassann, hvort að endanlegur byggingar- kostnaður hans við tiltekna bygg- ingu hafi verið minni vegna þess að hönnun byggingarinnar fór fram á ríkisteiknistofu. Það er vitaskuld öllum ljóst, að auðvelt er að teikna dýra byggingu fyrir lítið og eins hitt að með því að leggja mikla vinnu í undirbúning bygg- ingar er hægt að fá ódýrari byggingu. Þetta er hinn eini raunverulegi mælikvarði, sen hægt er að mæla fjárhagslegan tilverurétt húsa- meistaraembættisins á og því ætti þetta með réttu að vera stefnumið stofnunarinnar framar því, sem sjálfstætt rekin teiknistofa getur gert. Hins vegar eru vinnuaðferðir stofnunarinnar svo svipaðar þeim á venjulegri teiknistofu nú, að byggingarkostnaður verka beggja eru án efa svipaður. Ef litið er á þann bókhaldslega sparnað, sem virðist nú vera' lækkun byggingarkostnaðarins af Kristín Magnúsdóttir: Hræsni í sjón- varpsmálum Langt er nú um liðið, síðan stjórnvöld í lýðræðisríki okkar sáu ekki aðra möguleika til þess að bjarga almenningi frá áhrifum erlendra fjölmiðla að nokkru, en með því að láta loka Keflavíkur- sjónvarpinu, og koma þannig til móts við fámennan hóp öfga- manna, sem leynt og ljóst hefur reynt að einangra Island frá samskiptum við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir, en þó einkum Bandaríkin. En þótt nokkur ár séu síðan þessi gerræðislega ákvörðun stjórnvalda var tekin um lokun frjáls fjölmiðils, þvert ofan í vilja þeirra, sem hans nutu, þykir mér rétt að taka þátt í þeim umræðum, sem undanfarið hafa verið að koma í ljós í dagblöðum, einkum í lesendabréfum og greinum um þá hneykslan, sem í því felst, að þegar nú Keflavíkursjónvarpinu hefur verið lokað og íslenzka sjónvarpið hefur einokun um útsendingar, að þá er því líka lokað í heilan mánuð á ári hverju, auk þess sem það er lokað einn dag í viku hverri, þegar það starfar. Svik stjórnmálamanna Það má öllum ljóst vera, að með því að loka Keflavíkursjónvarpinu, sem var öllum að kostnaðarlausu og til hinnar mestu ánægju, var farið aftan að fólki og það á mjög lúalegan hátt. Ekki er vitað til þess, að varnarlið á Keflavíkur- flugvelli hafi óskað eftir því, að íslenzk stjórnvöld sæju svo um, að íslenzkur almenningur fengi ekki notið sjónvarps þeirra, frekar en nú er um útvarpssendingar varnarliðsins. Ef stjórnmálamenn yfirleitt hafa talið sig vera að auka hróður sinn meðal almennings í landinu er slíkt mikili misskilningur, og raunar hlýtur hræðsla ein að hafa ráðið gerðum þeirra, er ákváðu, að lokunin skyldi koma til fram- kvæmda. Þessi svik og undirlægjuháttur stjórnmálamanna þeirra, sem að lokun Keflavíkursjónvarpsins stóðu bitnuðu hvað mest á eldra fólki, og fólki, sem mestan part heldur sig heima við vegna ýmissa orsaka, og hafði af því gagn og ánægju að horfa á það efni, sem Keflavíkursjónvarpið hafði upp á að bjóða, jafnvel, þótt málakunn- átta þess væri ekki á við það sem yngri kynslóðin nýtur nú í dag. Þetta fólk, ásamt öllum þeim fjölda, sem átti þess kost að stytta sér stundirnar meðan Keflavíkur- sjónvarpsins naut við, mun sjálf- sagt ekki dásama manndóm þeirra stjórnmálamanna, sem gátu ekki unnt því þess að nota þessa ódýru skemmtun. völdum stofnunarinnar, þá er 25% af þóknun arkitekts um það bil 1% af heildarbyggingarkostnaði á stærri byggingum. Að þessu athuguðu mætti beina því til forsvarsmanna stofnunar- innar, að þeirra er tækifærið að ganga á undan með góðu fordæmi til þess að kanna leiðir í átt að ódýrari og viðhaldsminni bygg- ingum, ríkisbyggingum þeim, sem stofnunin hannar Hér eiga sjálfstætt reknar teiknistofur erfiðara með að fóta sig vegna þess að nýjar leiðir eru ekki of vel séðar á tímum verðbólguhugsunarháttar hins frjálsa markaðar. Og það er alls ekki nóg að vísa boltanum til annarra ríkisstofnana, sem vita- skuld gætu hér einnig lagt eitt- hvað til málanna en gera það ekki: Ilver einasta hönd sem hér er lögð á plöginn getur sparað þjóðarhúinu milljarða. Annað sem húsameistara- embættinu er legið á hálsi fyrir, er sú staðreynd, að stofnunin hefur lítið sem ekkert stutt við bakið á almennri byggingarlist íslendinga, utan það vissulega að ráða til sín arkitekta. Hún hefur t.d. aldrei staðið að samkeppnum meðal íslenskra arkitekta um eitthvað af þeim verkefnum, sem hún fær til umfjöllunar, þvert á móti. Það er ekki ætlunin hér að fara að dæma fagurfræðilega þær byggingar, sem frá stofnuninni hafa komið, en hitt mun óhætt að segja, að frumleika hafi lítið gætt í verkum komnum frá henni. Þó skal hér Framhald á bls. 29. Ofstjórn og ofríki Það má telja fullvíst, að það hefði í raun hvergi getað gerzt, nema hér á landi, að fólk hefði látið bjóða sér slíka ofstjórn eða ofríki að afnema frjálsar útsend- ingar sjónvarps, sem ríkið og þar með fólkið hafði engan kostnað af, en ánægjuna eina. Það er hlægilegt að sumu leyti, þegar einn helzti forsprakki þeirra, sem hæst létu andúð sína í ljós gagnvart Keflavíkursjón- varpinu og töldu að fólkið væri sá aðili, sem ákveða ætti, hvað það ætti að fá að njóta frá fjölmiðlum, lét svo gagnstæð ummæli falla, þegar svokölluð kvikmyndahátíð hérlendis nýlega hneykslaði fjöl- marga, þegar sýnd voru atriði úr þeim í íslenzka sjónvarpinu. Þá lét þessi menningarfrömuður þau orð falla, að „það væri fólkið sjálft, sem ætti að fá að ráða, hvað það sæi, en ekki einhverjir ríkis- skipaðir embættismenn"! — Þarna Framhald á bls. 29. Jón Baldur Sigurðsson: Nokkur ord til Garðbæinga og Hafnfirðinga um Hafnarfjarðarveg Tilefni þessa bréfs er sú ákvörð- un fyrrverandi bæjarstjórnar í Garðabæ að óska eftir því við skipulagsyfirvöld og Vegagerð ríkisins að Hafnarfjarðarvegur verði breikkaður í fjórar akreinar eins og hann liggur nú í gegnum byggðina í Garðabæ. Núverandi bæjarstjórn hefur nýlega staðfest þessa ákvörðun með fjórum at- kvæðum gegn þremur. Þetta er án efa langmikilvægasta málið sem núverandi bæjarstjórn á eftir að fjalla um, mál sem hefur úrslita- áhrif á þróun byggðarinnar í Garðabæ um alla framtíð. Mjög margir Garðabúar eru andvígir breikkun Hafnarfjarðarvegar í gegnum byggðina, en ekki er víst að öllum sé það ljóst, að ennþá er tími til þess að fá þessu breytt. Skipulagstillaga að breikkuðum Hafnarfjarðarvegi hefur nú verið auglýst fyrir nokkru og liggur uppdráttur frammi á bæjarskrif- stofu, en frestur til þess að skila athugasemdum rennur út hinn 5. ágúst n.k. Endanleg ákvörðun um legu vegarins verður tekin af ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsnefndar ríkisins, og verða þeir aðilar að taka tillit til þess ef fjölmargar athugasemdir eða mótmæli berast frá bæjar- búum. Þeir sem eru á móti breikkun Hafnarfjarðarvegar í gegnum byggðina eru því hvattir til þess að senda inn athugasemdir eða skrifa á undirskriftalista sem munu verða á ferðinni næstu daga í Garðabæ. En til þess að verða ekki sakaður um að æsa fólk til mótmæla að ástæðulausu, skal ég reyna að gera hér grein fyrir sjónarmiðum mínum, og margra annarra Garðbæinga, sem telja að bæjarstjórn hafi valið versta kostinn í þessu máli, þann kostinn sem allir skipulagsaðilar og vega- sérfræðingar sem um málið hafa fjallað telja verstu lausnina, ekki aðeins fyrir Garöbæinga heldur og fyrir Hafnfirðinga og aðra þá er um þennan veg þurfa að fara. Saga málsins Saga þessa máls má segja að byrji með frumáætlun sem Vega- gerð ríkisins gerði um Hafnar- fjarðarveg árið 1967, en í þeirri áætlun var gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarvegur yrði hrað- braut, 2 til 3 akreinar í hvora átt, með svonefndum planfríum gatna- mótum, þ.e.a.s. gatnamótum þar sem annar vegurinn færi undir eða yfir hinn. Þessari áætlun var mótmælt af hálfu Garðabæjar, m.a. á fjölmennum borgarafundi 19. október 1976, á þeim forsend- um að vegurinn mundi skera núverandi byggð mjög illa í sundur og einnig að fyrirhuguð gatnamótamannvirki („slaufu- verk“) yrðu mjög áberandi og til mikilla lýta. Sveitarstjórn Garða- bæjar tók þá stefnu að knýja á um byggingu Reykjanesbrautar frá Breiðholti með tengingu við Keflavíkurveg hjá Setbergi. Þótt sá vegur sé sjálfsögð framkvæmd út af fyrir sig, þá er það reginmisskilningur að sá vegur leysi nema að mjög litlu leyti þann mikla vanda sem umferð um Hafnarfjarðarveg veldur eins og hann liggur í gegnum byggðina, eins og vikið er að hér síðar. En það er þessi misskilningur sam- fara furðulegri þrjósku sem jaðrar við skynsemisskort, sem fordjarf- að hefur skynsamlegri ákvarðana- töku bæjarstjórnarinnar í Garða- bæ og leitt hefur til verstu hugsanlegrar lausnar. I þeirri von að það mundi flýta fyrir byggingu Reykjanesbrautar tók bæjarstjórn það ráð að leggjast algerlega gegn skipulagningu Hafnarfjarðarveg- ar frá Arnarnesi suður í Engidal. Stöðvuðust þá framkvæmdir við veginn sunnan í Arnarneshæð, eins og öllum er kunnugt sem um veginn fara. Til þess að reyna að leysa málið settu Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á fót sérstaka nefnd sem fjalla skyldi um Hafjarfjarðarveg og legu hans suður í gegnum Garðabæ. Þessi nefnd var skipuð borgarverkfræðingi í Reykjavík, bæjarstjórum Kópavogs og Garða- bæjar og byggingafulltrúa Hafnarfjarðar, auk yfirmanns tæknideildar Vegagerðar ríkisins. Einnig störfuðu méð nefndinni fulltrúi frá Skipulagsstjóra ríkis- ins og yfirverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins. I álitsgerð nefnd- arinnar eru ræddir þrír valkostir sem einkum kæmu til greina. Valkostur 1 væri sá að gera Hafnarfjarðarveg að hraðbraut með planfríum gatnamótum í legu núverandi vegar. Þeim valkosti hafnaði nefndin og taldi að Garðbæingar hefðu þegar sett fram nægilega sterk rök gegn þeirri framkvæmd, sem getið er hér að framan, og taka bæri fullt tillit til . Einnig benti nefndin á þriðja atriðið sem mælti gegn þessum valkosti, en það væri sú staðreynd að engin tengsl yrðu milli bæjarhlutans norðan Hraunsholtslækjar og væntan- legrar byggðar sunnan lækjar nema með því að fara út á hraðbraut, og það væri ekki viðunandi lausn. Valkostur 2 fól í. sér breikkun í 2x2 akreinar en með gatnamótum á sömu hæð. Nefndin hafnaði einnig þessum valkosti á svipuðum forsendum og valkosti 1, þ.e. að svo mikil umferðaræð skæri byggðina illa í sundur og tengsl yrðu mjög erfið innanbæjar. í niðurstöðum nefndarinnar segir síðan orðrétt: „Til þess að sneiða framhjá þessum vanköntum hefur valkostur 3 verið settur fram. Þar er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðar- vegur haldist að mestu í óbreyttri mynd, en nýr vegur verði lagður frá Arnarneslæk vestan Hrauns- holts og í Engidal. Með þessu móti færi gegnumgangandi umferð á þann nýja veg en núverandi vegur yrði nýttur fyrir innanbæjarum- ferð í Garðabæ." Þessi leið er merkt á meðfylgjandi korti sem tillaga SSH-nefndar. Meirihluti nefndarinnar var fylgjandi val- kosti 3 og einnig fulltrúi Skipu- lagsstjóra og yfirverkfræðingur Vegagerðarinnar sem með nefnd- inn unnu, en fulltrúar Garðabæjar og Hafnarfjarðar skiluðu sérálit- um. Álit Garðabæjar var í stuttu máli upptuggan gamla um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.