Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Valdimar Björnsson skrifar: Fréttir úr Vesturheimi Doktorstitilinn gæti verið vill- andi á heimili séra Emils Guð- mundssonar að 5505 28th Avenue South í Minneapolis, Minnesota 55417. Frú Barböru hlotnaðist nafnbótin á löngum námsferli, Ph.D. gráðuna — doktor í heim- speki — frá háskólanum í Ames Iowa fyrir nokkrum árum. Nú hefur séra Emil fengið doktors- gráðu í heiðursskyni — Doctor of Divinity honoris causa — frá Meadville-prestaskólanum, bundið við University of Chicago, en staðsett í Pensylvaniu fyrir nokk- uð mörgum árum. Sú athöfn fór fram 4. júní sl. Öll fjölskyldan hefur verið bundin æðri menntastofnunum nýlega. Önnur dóttirin, Holly Mekkín, fékk B.A. gráðuna 21. maí við Reed College í Portland, Oregon. Sérgrein hennar var í frönskum bókmenntum, og samdi hún ritgerð um Queneau rit- hófund. A meðan var tvíburasystir hennar, Martha Rannveig, að stunda nám við College of the Atlantic, Bar Harbor, Maine. Frú Barbara er í ár forseti Heklu-klúbbsins í Minneapolis, félags íslenzkra kvenna. Hún var fædd Barbara Jane Rohrke í Chicago en ólst upp í Tennessee, og þar fékk hún B.A. gráðu sína (1948). Barbara sótti nám við háskólann í Mankato, Minnesota, og fékk meistaragráðu sina þar (1965) á meðan séra Emil þjónaði sögulegum söfnuði Unitara nálægt Hanska, skammt frá New Ulm, Minnesota. Gráðuna doktor í heimspeki fékk hún seinna við háskólann í Ames, Iowa (1969), þar sem ritgerð hennar fjallaði um „Aquatic Ecology and Water Resources"; aðal áherzlan var á gróðri í vötnum og varðveislu vatnslinda. Sveitasöfnuðurinn sem séra Emil þjónaði nálægt Hanska fyrir nokkrum árum var stofnaður á áttunda tug síðustu aldar af Kristofer Janson frá Noregi, er þjónaði þar og í Minneapolis áður en hann hvarf aftur til heima- landsins. Sterkur persónuleiki og hrífandi kennimennska Kristofers Jansons höfðu mikil áhrif á Björn Péturs- son alþingismann, snemma á árum hans í Vesturheimi. Hann var sonur séra Péturs á Valþjófsstað, Jónssonar vefara. Björn varð, út af þeim áhrifum, fyrsti Únitara- prestur meðal Vestur-íslendinga og stofnandi þess trúflokks hjá samlöndum sínum. Þannig er það vel skiljanlegt að séra Emil Guðmundsson er að safna að sér efni í ritgerð um Björn Pétursson. „Inter-District Representative" er embættisheitið hjá séra Emil í Únitara-kirkjunni í Ameríku. Það mundi samsvara biskupsstöðunni í sumum trúarflokkum. Umdæmi hans eru ellefu miðvestur-ríki Bandaríkjanna og þrjú- fylki í Kanada, með rúmlega 130 Únit- ara-söfnuðum. Meadvillepresta- skólinn lagði sérstaka áherzlu á starf doktors Emils með söfnuðun- um í greinargerð sem fylgdi nafnbótinni. Aður en hann útskrifaðist úr Meadville-prestaskólanum var Emil við guðfræðinám við Háskóla Islands á stríðsárunum. Hann hefur þjónað söfnuðum vís vegar um Bandaríkin og varð yfirmaður margra sókna, fyrst búsettur í Iowa en nú í nokkur ár í Minneapolis. Nöfn tíu íslendinga eru á skrá þeirra sem sótt hafa nám við Meadville-skólann. Séra Rögn- valdur Pétursson og séra Philip Pétursson, bróðursonur hans, báð- ir lengst af í Winnipeg, voru meðal þeirra. A sínum tíma voru þeir báðir heiðraðir af Mead- ville-prestaskóla með doktorsgráð- um í guðfræði. Auk Emils Guð- mundssonar hafa þessir prestar verið við nám í Meadville-skólan- um — Guðmundur Árnason, Al- bert Kristjánsson, Friðrik A. Friðriksson, Jóhann Sólmundsson, Ingi Borgford og Sigurjón Jónsson. Það var sá Sigurjón sem lét börnin heita Fjalar, Sindri, Frosti, Máni og Vaka; var hann prestur á Kirkjubæ í Hróarstungu, bróðir Einars Páls heitins ritstjóra Lögbergs. Doktor Emil er Austfirðingur í föðurætt, en móðir hans, frú Rannveig Dorothea Björnsdóttir, enn til heimilis við Lundar, Manitoba, er af borgfirskum ætt- um, dóttir Björns Þorsteinssonar og Þuríðar Hjálmsdóttur, sem bjuggu í Hálsasveit í Borgarfjarð- arsýslu áður en þau fluttust vestur, fyrir aldamót. Séra Pétur Hjálmsson í Markesville, Alberta, var bróðir Þuríðar. Faðir Emils, Björgvin Guðmundsson, sem dó 1956, var sonur Guðmundar Guð- mundssonar á Snotrunesi í Borg- arfirði eystra og Mekkínar Jóns- dóttur frá Surtsstöðum í Jökulsár- hlíð. Var Mekkín náskyld Jóni alþingismanni frá Sleðbrjót og Guðmundi bróður hans frá Húsey, sem fluttust báðir vestur tií Kanada. Frú Rannveig, móðir Emils, var lengi kennari og meðlimur skólaráðs í byggð sinni. Doktor Emil og frú Barbara koma bæði víða við í starfsemi en um leið rækta þau íslenzka arfinn af áhuga og eru hátt metin af þeim sem fylgjast með slíku. Vesturfarar flytjast heim til íslands Hið frekar sjaldgæfa gerist hér um slóðir nú, þar sem Islendingar, sem flust hafa hingað vestur, „venda sínu kvæði í kross" og flytjast heim aftur. Magnús Sig- tryggsson flugvélavirki og Herdís Magnúsdóttir kona hans flytjast til heimalandsins aftur núna í júlí, eftir tíu ára dvöl, ásamt syni og dóttur þeirra. Magnús var hér fyrst á ungdómsreki sem Ámerican Field Service nemi við „high school" í Minneapolis, en kom svo aftur, giftur maður, og settist að í útjaðarbæ Minnea- polis-borgar 1968. Hann hefur unnið sem flugvélavirki hjá North- west Airlines og North Central Airlines, auk þess að hafa starfað um tíma við bílaviðgerðir. Sigtryggur, faðir Magnúsar, hefur í mörg ár verið í Keflavíkur- lögreglunni, og frú Herdís er uafnfirsk. Starf Magnúsar verður hjá Flugleiðum. Þau hjónin hafa verið í miklum metum hér, og var Herdís í eitt ár forseti Heklu-klúbbsins, félags íslenzkra kvenna í Mi'meapolis og St. Paul og þar í grennd. Mannalát í Minneapolis« Bæjarlæknir íslendingur Friðrik Gunnlaugsson, í mörg ár í því embætti sem mundi sam- svara bæjarlæknis-stöðunni í Minneapolis, var jarðaður þar fimmtudaginn 29. júní. Hann var 69 ára og varð skyndileg hjartabil- un honum að meini laugardags- kvöldið 24. júní. Kona hans var lengst af starfandi læknir líka, dr. Eleanor B. Iverson, hefur hún verið mjög lasin af nýrnaveiki síðustu misseri. Minneapolis-blöð skráöu lát þessa þekkta manns á þessa leið: Dr. Fredrick Gunnlaugsson, 69, til heimilis 121 Elmwood Place, yfir- umsjónarmaður smit-sjúkdóma, Minneapolis Public Health Department. Starfsemi í sex mis- munandi félögum sem tilheyra læknum og heilsuvernd. Friðrik var lengi meðlimur Nordkap karlakórsins, meðal Norðmanna. Tvær dætur syrgja Friðrik, Beverly og Marilyn, ásamt ekkj- unni, öll til heimilis í Minneapolis. Valdimar Björnsson Fjórar systur lifa hann, tvær ekkjur, Joan Kilty og Dora Stowe, báðar í St. Paul, og Christine og Frances Gunnlaugsson í Minnea- polis; Christine var í mörg ár fræg söngkona og kennari í hljómlist, og Frances er hjúkrunarkona. Friðrik var sonur Sigurðar Gunnlaugssonar og konu hans, sem hét Kristjana Sólveig, dóttir Sigurbjörns Sigurðssonar Hofteig og Steinunnar Magnúsdóttir, bæði hjónin af Austfjörðum. Sigurður var sonur Gunnlaugs Magnsúson- ar og Guðfinnu Vilhjálmsdóttur, sem bjuggu síðast á Eiðum áður en þau fluttust til Ameríku 1878. Friðrik var stór maður andlega og líkamlega og féll frá einmitt er hann var að hlakka til þess að taka þátt með ættingjum í hundrað ára minningarhátíð fjölskyldunnar en haldið verður upp á það í ágúst, að heil öld er liðin síðan Gunnlaugur og Guðfinna fluttu vestur. Gerald F. Legrand, 67 ára, sem átti við slæman hjartasjúkdóm að stríða í marga mánuði, dó á heimili sínu, 1610 Hillsboro Avenue South, St. Luis Park, í útjaðri Minneapolis. Eftirlifandi kona hans, er dóttir Tryggva heitins Aðalsteinssonar og Svan- hvítar Jóhannsdóttur konu hans. Gunnlaugur Tryggvi var mein- dýraeyðir í Minneapolis í fjölda- mörg ár, sonur Aðalsteins bók- bindara á Akureyri, og starfandi á Seyðisfirði um skeið áður en flutt var vestur. Svana, 87 ára í marz, er nú frú Rossman, þar sem hún giftist Claude Rossman fyrir nokkru. Auk ekkjunnar syrgja Gerald Legrand tveir synir, Ross í North- field og Gary í White Bear Lake, í grennd við St. Paul. Ross fékk doktorsgráðu í sálarfræði við Minnesota-háskólann, kenndi við St. Olaf College í Northfield og heldur sig við ritstörf núna, höfundur kennslubóka í sálar- fræði. Gary útskrifaðist í raf- magns-verkfræði við Minne- sota-háskóla og starfar hjá stór- fyrirtækinu 3-M Company nálægt St. Paul. Barnabörnin eru fimm. Dr. Emil. dr. Barbara, Holly Mekkin og Martha Rannveig Guðmundsson Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn Alls hefir nú verið spiiað 7 sinnum í sumarspilamennsku TBK. Spilað var í tveimur 16 para riðlum sl. fimmtudag og urðu úrslit þessi: A-riðiil. Ester Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 266 Aldís Schram — Júlíana ísebarn 248 Dóra Friðleifsdóttir — Ingólfur Böðvarsson 240 Guðmundur Arnarsson — Sigtryggur Sigurðsson 224 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 224 B-riðill. í B-riðli voru sigurvegarar Hannes Ingvarsson og Þórður Sigurðsson en þeir eru frá Selfossi. Hlutu þeir félagar 260 stig. Röðin varð annars þessi: Sveinbjörn Guðmundsson — Viðar Jónsson 247 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveínn Helgason 239 Sigurður Sverrisson — Sævar Þorbjörnsson 232 Páll Valdimarsson — Valur Sigurðsson 230 Meðalárangur í báðum riðlum 210 I sumarkeppninni er svonefnd stigakeppni og er staða efstu einstaklinga þessi: Valur Sigurðsson S Ragnar Björnsson 7 Þórarinn Árnason 7 Sævar Þorbjörnsson 7 Vigfús Pálsson 7 Sveinbjörn Guðmundsson 6 Viðar Jónsson 6 Næsta spilakvöld verður á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Domus Medica og hefst keppn- in klukkan 20. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm ieyfir. Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson. Hallgrímur Benediktsson læknir flytur til Winnipeg Hallgrímur Benediktsson lækn- ir, sem var áður við framhaldsnám í Winnipeg, hefur flust frá Minneapolis og mun setjast að í Winnipeg. Fyrst verður hann í Vancouver júlí og ágúst og svo er ferðinni heitið til Winnipeg aftur, þar sem kona hans, Guðrún Jörundsdóttir, er sest að með börnunum, Gunnari, Benedikt og Helgu Kristínu. Hallgrímur er patholog og hefur hann starfað við biopsy-aðferðir hér vestra. Hann er sonur Benedikts Jakobssonar Þingeyings, sem var mikill íþróttamaður, og kona hans er dóttir Jörundar Pálssonar frá Hrísey. Hjónin hafa innflutningsleyfi í Kanada og hafa keypt sér íbúð í Winnipeg til langdvalar. Á meðan Hallgrímur hefur verið í Minnea- polis í nokkra mánuði hefur kona hans haldið áfram námi við háskóla Manitóbafylkis í listasögu. Hefur verið skorað á frú Guðrúnu að sækja um ritstjórastöðuna við Lögþerg-Heimskringlu þegar Jón Ásgeirsson fer til íslands aftur frá Winnipeg í nóvember. Er hún bæði vel ritfær og þaulkunnug orðin háttum Winnipeg-búa og Vest- ur-íslendinga yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.