Morgunblaðið - 04.08.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
3
Tel það vera heiður
að geta greitt þjóð-
félaginu uppeldið
segir Brynleifur Steingrímsson
— ÉG tel það vera mikinn
heiður fyrir mig að geta
goldið þjóðfélaginu uppeld-
ið, sagði Brynleifur Stein-
grímsson héraðslæknir á
Selfossi í samtali við Mbl.,
en hann var annar hæstur
gjaldenda í Suðurlandsum-
dæmi, skv. skattskránni
sem lögð verður fram í dag.
— Þetta er svipað og ég
átti von á, ég taldi fram og
reiknaði út og bjóst við
nokkurri hækkun. Þetta
hækkar allt með verðbólg-
unni og mínir beinu skattar
eru allháir og þeim óbeinu
líka og ég er harðánægður
með það svona.
— Annars eru t.d. skatt-
ar lækna hjákátlegir, þeir
vinna mikið og bera mikla
ábyrgð og það hefur sýnt
sig að iðnaðarmenn geta
fengið háa skatta, en þeir
Brynleifur Steingrímsson
geta tekið inn í dæmið t.d.
fjármagnskostnað og ann-
an frádrátt, sem við getum
ekki, sagði Brynleifur
Steingrímsson að lokum.
SÍF ræður mann til
að fylgjast með
Portúgalsviðskiptum
Sölusamband ísl. fiskframleið-
enda hefur ráðið sérstakan mann
til að fylgjast með viðskiptum
Islands við Portúgal og kanna
hvers vegna innflutningur tii
íslands frá Portúgal hafi aukizt
tiltölulega lítið, þó svo að ýmis-
legt hafi verið gcrt til þess að
örva hann. Jón Armann Héðins-
son fv. alþingismaður og stjórn-
armaður í SÍF hefur verið ráðinn
í þetta starf og er gert ráð fyrir
að hann gegni því í nokkra
mánuði.
í grein sem Friðrik Pálsson
framkvæmdastjóri S.Í.F. skrifar í
Morgunblaðið í dag segir hann, að
SÍF hafi hingað til ekki viljað hafa
bein afskipti af innflutningi til
Portúgal, en talið eðlilegra að
hefðbundir innflytjendur sæju um
hann. Sú skoðun sé enn óbreytt, en
hins vegar hafi SIF nú ráðið mann
í nokkra mánuði til þess að reyna
kanna til hlítar, hvað geti valdið
þeim erfiðleikum, sem islenzkir
innflytjendur telji að séu í við-
skiptum við Portúgal.
Aðstoðarskóla-
stjóri við MS
Menntamálaráðuneytið hefur
sett Sigurð Ragnarsson, mennta-
skólakennara, aðstoðarskólastjóra
við Menntaskólann við Sund um
fimm ára skeið frá 1. ágúst 1978 að
telja.
/jrt Knvj ooimt LJ deodooanj sv'ste m
MASKUL/N-MEN VtLLCNET TtL HFLE FaXvuLN
*S ,V IA/ 7
/ /\f / /S //V/ / */ <
Handsápa með deodorant,
sem veitir tvöfalda vörn.
Irish Spring er sem andblær
frá írskum vordögum. Áhrifin
haldast allan daginn með frískri
ilmandi angan.
Reynið sjálf hvernig Irish
Spring sameinar áhrifaríka deo-
dorant vörn og mýkt góðrar
fjölskyldusápu.
1 hinum grænu og hvítu rönduni eru tveir
deodorantar. sem gera Irish Spring að áhrifa-
ríkri deodorantsápu.