Morgunblaðið - 04.08.1978, Side 14

Morgunblaðið - 04.08.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 Öðru hverju bregður fyrir mikl- um mótbárum við þessu viðskipta- formi ýmist vegna þess að menn telja það ósanngjarnt gagnvart neytendum eða þá að menn telja það hafa óheppileg áhrif á eftir- spurnina og viðskiptalífið. Hið síðarnefnda er oft nefnt á tímum eins og nú þegar fólk flýtir sér að kaupa heimilistæki og fleira af ótta við gengisfellingu. Hafa menn jafnvel haft á orði að banna ætti viðskipti með afborgunarskil- málum. Hér er hins vegar allt of djúpt tekið í árinni. Afborgunarverzlun er orðin svo þýðingarmikill þáttur í nútímaþjóðfélagi á íslandi að óheyrileg röskun yrði bæði fyrir neytendur og íslenzka framleið- r Jóhann J. Olafsson; Hvers vegna ekki ætti að banna afborgunarviðskipti endur ef hún yrði bönnuð með öllu. Ekki gætu lán í banka heldur komið í staðinn, því þau eru mun fyrirhafnarmeiri fyrir kaupand- ann og svo vantar oft veð, sem seljandinn hefur þó í hlutum, sem seldur er með afborgunum. Hér á hins vegar hin hvimleiða verðbólga sinn drjúga þátt í því að rugla alla góða hluti. Vegna þess að Islendingar eiga engan gjaldmiðil til þess að geyma sparnað sinn, neyðast allt of margir og þó frekar hinir efna- minni til þess að spara á þann hátt að fjárfesta í t.d. heimilstækjum, húsgögnum og fleiru slíku. Eru þá notin af slíkum hlutum það eina, sem þeir fá út úr sparnaðinum. Þetta er langt frá því að vera viðunandi sparnaðarform og allt of dýrt, því þessi fjárfesting er oft umfram þarfir og óskir viðkom- andi. En bann við afborgunarskilmál- um myndi einungis loka þessari leið til sparnaðar án þess að opna nokkra nýja í staðinn, því kaup á ríkistryggðum skuldabréfum eða vaxtaaukalán henta ekki þessu fólki, sem oftast vill og getur bundið fé sitt í stuttan tíma. Þá myndi slíkt bann og koma illa við fólk, sem brýna þörf hefur til að kaupa með afborgunum t.d. til heimilisstofnunar, eða til kaupa á tækjum, sem menn þurfa í atvinnuskyni. Ef það ætti að leggja fyrir þar til andvirði hlutarins yrði náð, er verðbólgan svo hröð að takmarkið myndi fjarlægjast hraðar en sparnaðinum næmi. Ég hef stundum bent á að gefa þyrfti fólki þessu kost á stuttum gengistryggðum sparnaði t.d. til 90 daga stytzt, annað hvort með því að leyfa því að kaupa erlendan gjaldeyri í bönkum og leggja hann inn á eigin reikning þar með vissum skilyrðum, eða með því að selja því erl. vörukaupavíxla, sem hvort eð er er allmikið af í bönkunum. Á þennan hátt minnkaði þrýst- ingur á gjaldeyrisforðann og fólk gæti sparað fyrir heimilisbúnaði og þess háttar eða upp í andvirði hlutanna, og fest síðan kaup á þeim þegar því hentaði en ekki þegar það er rekið áfram af ótta við gengisbreytingar. Um afborgunarkaup er það annars að segja að þau hafa hjálpað mörgum manninum til þess að eignast góðan og þarfan hlut, og er sjálfsagt að mönnum verði gefinn kostur á þeim í framtíðinni, sem hingað til. Jóhann J. Ólafsson. Krístín Þorsteinsdóttir: Hvað þá um föðurhlutverkið? SUNNUDAGINN 16. júlí s.l. prédikaði sr. Þórir Stephensen í Dómkirkjunni og var messunni útvarpað. Síðan hefur Morgun- blaðið fengið leyfi til birtingar ræðunnar í tveimur hlutum, enda fjallaði presturinn um hið makleg- asta málefni, þ.e.a.s. stöðu ungra barna í samfélaginu, bæði áður fyrr og nú, við hina síauknu sókn ungra mæðra út á vinnumarkað- inn. Enginn vafi leikur á því að það getur verið varasamt að láta ung börn í fóstur til heilsdagsvistunar burtu frá foreldrum og velkjast jafnvel á milli mismunandi fóstur- heimila, hversu góður vilji sem annars kann að vera fyrir hendi hjá viðtakanda barnsins hverju sinni. Börnum sem þannig er ráðstafað er mismunað og hætt við að þau bíði þess ekki bætur. Hörmulegt er til þess að vita að fjöldi barna á ekki annarra kosta völ vegna fjárhagsstöðu foreldra sinna, sem verða að nýta hverja stund til að sjá fjölskyldunni farborða. Mætti í því tilviki sérstaklega minnast á börn ein- stæðra foreldra og raunar skrifa langt mál um tómlæti yfirvalda og annarra um ýmis sjálfsögð rétt- lætismál þeirra vegna. Börn eiga sér e.t.v. of fáa formælendur í raun og er því gleðilegt er heyrist haldið uppi vörnum fyrir þau og hinum sjálfsagða rétti þeirra til að fá að njóta ástar og umhyggju þeirra, sem gátu þau í þennan heim. Sr. Þórir á þakkir skilið. Hitt er svo annað mál að prestinum skýzt illilega í ræðu sinni og hefur einföldun hans á málefninu og leiðum til úrbóta áreiðanlega vakið furðu og gremju fleiri en mín. Hann víkur ekki einu orði að uppeldishlutverki föðurins sér- staklega en leggur út af hinu hefðbundna uppeldishlutverki móðurinnar eingöngu. Sjálfsögð jöfn íhlutun og ábyrgð föðurins á ungviðinu er hvergi nefnd. Hluta- störf móður og mæðralaun eru úrræðin sem sr. Þórir finnur til Hugleiðingar vegna predikunar sr.Þóris Stephensens lausnar vandanum. Veit ekki presturinn að það er vonlaust að ætla sér annað en að finna lausnir sem eru í takt við tímann, við getum ekki farið afturábak og vitnað í þá gömlu tíma þegar þjóðfélagsgerðin var einfaldari í sniðum og ætlað okkur að endur- vekja þá að hluta. Veit ekki presturinn að tala kvenna sem ljúka embættisprófum fer hækk- andi og mun líklega halda áfram að stíga? Er það ekki augljós vísbending þess að konur vilja ekki lengur láta karlmenn eina bera fjárhagslega, félagslega og póli- tíska ábyrgð á sér. Það er augljóst að menn verða að fara að gera ráð fyrir því sem möguleika að konur, ekki síður en karlar, geti hugsan- lega haft starfsmetnað og vilja og hafa þörf til að fá störf sín metin til fjár. Einstaklingur sem er e.t.v. 15 ár í hlutastarfi og að öðru leyti upptekinn við barnauppeldi, hefur ekki sömu möguleika til launa- hækkana, stöðuhækkana og félagslegra áhrifa í þjóðfélaginu og hinn sem getur helgað sig því óskiptur, sem hann hefur menntun og hæfileika til. Það verður ekki gengið framhjá þeirri staðreynd að það hefur hingað til þótt sjálfsagt að karlmenn hösluðu sér völl t.d. í félagsmálum án tillits til þess hvort þær væru feður ungra barna eða ekki og það er freistandi að velta því fyrir sér, hvort hinir ýmsu titlum prýddu embættis- menn hefðu sinn „„status" ef ekki hefðu verið heima fyrir eiginkonur í móður- og föðurhlutverkinu. Karlarnir „þjófstarta" og konurn- ar sitja eftir með lágu launin. Hugmynd sr. Þóris um „mæðra- laun“, þ.e. ríkisstyrk til handa foreldrum ungra barna, er í sjálfu sér falleg og góðra gjalda verð kæmist hún í framkvæmd, en við getum bara ekki sett punkt þar aftan við og látið sem ekki finnist fleiri fletir á málinu. Það finnst á því nútímaleg lausn sem raunar er þegar framkvæmd að einhverju íeyti til dæmis í Svíþjóð: að bæði hjónin (foreldrarnir) vinni sitt hvort hlutastarfið utan heimilis og skipti þannig á milli sín og sameinist um framfærslu fjöl- skyldunnar og uppeldi og umönn- un barna sinna. Þar sem hins vegar tekjurnar hrykkju of skammt með þessu móti mætti hugsa sér að brúa bilið með Árni Björnsson: Orðaskýringar Fast er nú skorað á vora samvisku og liggur við að biðjast verði forláts á sinni tilveru og hvatvíslegum munn- söfnuði. Það eru einkum tvö atriði í athugasemd, sem ég gerði við grein Margrétar Hermannsdótt- ur frá 23.6., sem virðast fara fyrir brjóstið á sumum, og hafa þau Margrét, Inga Dóra Björns- dóttir og Ágúst Ólafur Georgs- son ritað nokkurt mál af því tilefni. Ég vil strax taka fram, að ég er svotil sammála allri grein Ingu Dóru, en vegna túlkana hinna tveggja á mínum ummælum hlýt ég að gefa skýringu: 1. Ég notaði orðið „prófhorki" vegna þess hversu Margrét staglaðist á orðinu „kunnáttu- leysi" og beindi því ekki síst til stúdentahópsins, sem starfaði að heimildasöfnun um þjóðhætti sumarið 1976. Ég er sammála Ingu Dóru í því, að æskilegt væri, ef unnt reyndist að afnema próf og mæla þekkingu manna með öðrum hætti. Hinsvegar hefur enn ekki verið fundinn upp neinn skárri mælikvarði á þekk- inguna. Það þýðir afturámóti engan veginn, að hann sé einhlítur. Maður með góða einkunn í þjóðháttafræði getur verið mun síður fær til að safna upplýsingum meðal fólks en próflaus maður eins og t.d. Þórður Tómasson. Ég hef verið notaður fyrir kennara og þarmeð til að meta þekkingu og gefa einkunnir við háskóla hérglendis og erlendis. Kann vera að ég hafi litla kunnáttu til þess, en hún er þó altént jafnmikil, hvort heldur ég geri það innan háskóla eða utan. Mér er vel ljóst, að fólkið sem safnaði heimildum sumarið 1976, var misvel í stakkinn búið til þess. En mitt mat.var þó, að í heild væru þau nægilega hæf til þessa afmarkaða verkefnis. 2. Hitt atriðið, þar sem ég minntist í einni setningu á „vitsmuni" erlendra þjóðhátta- fræðinga, sem ég hefði kynnst, hefur verið tekið alltof alvar- lega. Því fer víðs fjarri, að með þessu hafi ég viljað gera lítið úr þjóðfræðimenntun yfirleitt eða tilhögun hennar í öðrum lönd- um. Öðru nær. Okkur vantar einmitt viðhlítandi námsmögu- leika í þessari grein hér á landi og við uppbyggingu slíkrar námsbrautar hlýtur að verða tekið mið af langri reynslu annarra þjóða. Orðalag mitt var í beinu framhaldi af spurningunni um prófhroka og kunnáttuleysi. Endaþótt langflestir menn, sem ég hef kynnst úr þessum fræð- um, séu bæði greinagott og skemmtilegt fólk, þá eru þar sem annars staðar fagidjótar innanum, sem ekki virðast þekkja mannlífið nema af bók- um og hagskýrslum og setja sínar niðurstöður fram á því metafysiska stofnanatungumáli, sem nú er að æra óstöðuga um víða veröld. Og því er ekki að leyna, að mér hefur fundist of margir í fræðigreininni veikir fyrir þessum ófögnuði. Hitt er hártogun, að ég fordæmi skóginn vegna nokk- urra fölleitra laufblaða. Þau staðfesta aðeins það sem áður sagði, að próf eru ekki einhlítur mælikvarði. - O - Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að ég tel gott, að þessi blaðaskrif um málefni Þjóðminjasafnsins skuli hafa átt sér stað, enda þótt orðavalið hafi ekki verið dauðhreinsað af öllum tvímælum. Þau hljóta að vekja athygli á þvi meginvandamáli, að Þjóð- minjasafnið hefur verið í alltof miklu fjársvelti til að geta sinnt sínum yfirgripsmiklu verkefn- um sem skyldi og ráðið starfslið til þess. Hverjum það er að kenna, skal ósagt látið að sinni, en svipaða sögu mun vera að segja af fleiri skyldum stofnun- um, t.d. Þjóðskjalasafni og Árnastofnun. Þjóðminjalögin eru nú í endurskoðun, og von- andi verður hún til þess, að fjárhagur safnsins stórbatni, svo að umsvif þess geti aukist. hugmynd sr. Þóris um ríkisstyrk til að forða ungbörnum frá þv að fara hugsanlega á hálfgerðan vergang eða þá til heilsdagsvistun- ar á uppeldisstofnun. Það eru forréttindi að vera móðir. Það eru líka forréttindi að vera faðir! Það er ranglátt að vera faðir og fá ekki nema takmarkaða spari- íhlutun í uppeldi og umönnun barna sinna vegna staðnaðar þjóðfélagshefðar. Þá má ekki gleymast að margir karlmenn líða undir því að eiga að vera sterkir og einir um ábyrgð á framfærslu og félagslegri stöðu fjölskyldunnar, ekki síður en margar konur þrá aukið sjálfstæði og afskipti á breiðari grundvelli en almennt gerist meðal þeirra. Ég hef nú farið nokkrum orðum um brennandi mál, vegna þess sem mér fannst á vanta í annars góða ræðu sr. Þóris Stephensen og mig langar til að undirstrika það að ég vil alls ekki alhæfa á nokkurn hátt, heldur hið gagnstæða, ósk mín er sú að öllum séu gefin jöfn tækifæri, börn fái uppeldi beggja foreldra og foreldrum báðum gefið tækifæri til að njóta sín, hvoru á sínu kjörna sviði, hvort sem er við störf innan heimilisins eða í háu embætti á vinnumarkaðnum. Skoðun mín er einnig sú að því meira jafnræði sem er með hjón- um, því betri möguleika hafi þau til að þróa með sér djúpa vináttu og góðan félagsskap, sem vitanlega verkar síðan sem ein aðalforsenda fyrir lífshamingju barna þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.