Morgunblaðið - 04.08.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
19
halda þeim á þeim farmgjöldum,
sem verða hverju sinni hóflega
áætluð.
A því er varðar aðra Ameríku-
flutninga Bífrastar er réttilega frá
því greint af forystumönnum
félagsins, að eftir að Ameríkusigl-
ingar þess hófust bauð það nokkra
lækkun þeim innflytjendum, sem
vildu hverju sinni flytja talsvert
magn bifreiða með Bifröst. Eim-
skipafélagið taldi, rétt eftir að
lækkun þessi var boðin, að bjóða
ætti öllum innflytjendum sömu
kjör, hvort sem um væri að ræða
eina bifreið eða fleiri hverju sinni.
Forráðamenn Bifrastar stað-
hæfa, að á sl. ári hafi orðið fyrir
þeirra tilstilli 610 milljóna króna
sparnaður á kaupverði þeirra
bifreiða, sem fluttar voru þá frá
Evrópulöndum. Skylt er í þessu
sambandi að vekja á því athygli,
að skipafélagið Bifröst var ekki
stofnað fyrr en 12. janúar árið
1977. Hálfu öðru ári fyrr, hinn 31.
júlí 1975, ákváðu þrjú íslenzk
skipafélög, Skipadeild SÍS, Haf-
skip og Eimskipafélag Islands, að
lækka öll farmgjöld vegna bifreiða
til íslands um 25%. Ef hinar
umræddu 610 milljónir eru árang-
ur þeirrar ákvörðunar er væntan-
lega rétt, að telja hann fremur
þeim skipafélögum til ágætis sem
fluttu bifreiðirnar en Bifröst, sem
enga bifreið flutti árið 1977 milli
íslands og annarra Evrópulanda.
Þegar rétt reikningsskil eru
gerð vegna starfsemi Bifrastar
stendur það eitt eftir, að keypt er
skip undir því yfirskyni að það eigi
að annast flutninga á ísuðum fiski
frá íslandi til meginlands Evrópu
og bifreiðar til íslands. Þegar
þetta skip kemur svo loksins tómt
til landsins eftir leiguferðir er-
lendis er það sent í Ameríkuferðir
fyrst og fremst til samkeppni við
Eimskipafélagið um flutninga
fyrir varnarliðið, og er það gert
með svo miklu ofurkappi, að strax
er boðin 10% verðlækkun frá
gildandi töxtum Eimskipafélags-
ins. Þegar Eimskipafélagið sam-
ræmir verðskrár sínar breyttum
flutningaþörfum góðs viðskiptaað-
ila taka forráðamenn Bifrastar til
við að tala um verðstríð í stað þess
að reyna að halda sér við þau
fyrirheit, sem upphaflega voru
gefin þegar skipið var keypt.
Eimskipafélagið hefur aldrei
skorazt undan að taka þátt í
samkeppni við erlenda eða inn-
lenda keppinauta. En félagið á þær
skyldur að rækja við eigendur
sína, 13 þúsund hluthafa, og 900
starfsmenn, að það láti ekki
mönnum haldast átölulaust uppi
að ófrægja félagið með blekking-
um. Þess vegna hefur nú verið frá
því skýrt, sem hingað til hefur
ekki verið talið rétt að tala um
opinberlega, að forráðamenn Bif-
rastar hófu samkeppnisferil sinn
um varnarliðsflutningana með
undirboðum á töxtum Eimskipafé-
lagsins. Hvaða boð önnur þeir
kunna síðar að hafa gefið skiptir
ekki öllu. Af frásögnum þeirra til
fjölmiðla er auðsætt, að þeir gera
nú allt sem þeim er unnt til þess
að gera Eimskipafélagið tortryggi-
legt í augum viðskiptavina þess.
Hugsanlegt er, að það geti orðið
eigendum Bifrastar til stundar-
hagnaðar. En það er afar ótrúlegt
að slík framkoma verði nokkurn
tíma talin ábatasamleg íslenzka
þjóðarbúinu.
AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
Fjölskylda Shcharanskys
vantrúuð á fangaskiptin
Moskva — 3. ágúst. Reuter.
FJÖLSKYLDA sovézka andófs-
mannsins Anatolys Shcharanskys
lýsti sig í dag vantarúaða á, að
hann yrði látinn laus í skiptum
fyrir fanga í V-Evrópu. að því er
haft var eftir talsmanni fjölskyld-
unnar í dag, eldri bróður hans,
Leonid.
Hann var nýkominn úr heim-
sókn í fangelsi því sem
Shcharansky er nú í, en þar var
þeim leyft að ræðast við í tvær
klukkustundir. Leonid sagðist ekki
trúa slíkum orðrómi, en mundi
auðvitað gleðjast, ef hann hefði við
rök að styðjast.
Leonid sagðist ekki hafa minnzt
á þetta einu orði við Anatoly
meðan þeir ræddust við né heldur
þá athygli sem þessi orðrómur
hefði vakið víða um heim, og bætti
við að bróðir sinn hefði ekki
minnstu hugmynd um hvað gerðist
utan fangelsisveggjanna.
Shcharansky hafði verið krúnu-
rakaður í fangelsinu og var í
FJÓRÐA árásin á írakskan stjórn-
arerindreka erlendis á tæpri viku
átti sér stað í Beirút í nótt. Hin
opinbera fréttastofa íraks skýrði
frá þessu í morgun og sagði að
árásarmaðurinn hefði komizt und-
an óséður. Það var sendiherra
svörtum fangabúningi eins og
aðrir sovézkir fangar. Hann er
ekki farinn að vinna ennþá, og
virtist í góðu sálarástandi, sagði
Leonid bróðir hans.
íraks í Líbanon sem að þessu sinni
varð fyrir árás. Sendiherrann
slapp ómeiddur að því er segir í
yfirlýsingu fréttastofunnar, en
árásin átti sér stað í námunda við
Sabra-flóttamannabúðirnar í
Beírút, en þar eru jafnframt
bækistöðvar A1 Fatah-skæruliða-
samtakanna.
Enn ein árásin á
erindreka Iraks
Beirút — 3. ágúst — AP.