Morgunblaðið - 04.08.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
23
Jónl.Bjarnason blaðaf.
Kaupm.samtakanna:
Álagningin
var lækkuð
VEGNA prentvillu í blaðinu í gær
er eftirfarandi tilkynning birt
aftur í heild:
NÝKJÖRINN alþingismaður Al-
þýðubandalagsins, Kjartan Ólafs-
son, skrifar leiðara í Þjóðviljann
Tónleikar
í Norræna
húsinu
í KVÖLD, föstudaginn 4. ágúst,
hefjast tónleikar í Norræna hús-
inu kl. 9 á vegum Fél. ísl.
einsöngvara. Á tónleikunum verða
flutt íslenzk þjóðlög og sönglög
eftir íslenzk tónskáld. Einnig
koma fram kvæðamenn frá kvæða-
mannafél. Iðunni og kveða stemm-
ur.
Á tónleikunum í kvöld koma
fram söngvararnir Ingveldur
Hjaltested, Ólafur Magnússon frá
Mosfelli og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir. Undirleikarar verða
þær Jónína Gísladóttir og Málfríð-
ur Konráðsdóttir. Kvæðamennirn-
ir eru þeir Njáll Sigurðsson og
Magnús Jóhannsson.
Þetta eru fjórðu tónleikar fé-
lagsins á þessu sumri sem eru
sérstaklega ætlaðir fyrir erlenda
ferðamenn.
Hvar ertu?
Sönglagasafn eftir
Oliver Guðmundsson
ÚT ER komin bók með 30 danslög-
um, mörsum, einsöngslögum og
kórlögum eftir Oliver Guðmunds-
son.
Oliver Guðmundsson fæddist í
Ólafsvík, en hann starfaði sem
vélsetjari í Reykjavík um 50 ára
skeið. Hann hefur nú haett því
starfi vegna aldurs. Oliver varð
snemma þekkt tónskáld einkum af
danslögum sínum, sem urðu mjög
vinsæl.
Mörg af lögum Olivers voru á
sínum tíma gefin út á nótum og
síðar á plötum og þá flutt af
þekktu listafólki. Bókin, sem nú er
komin út, er fyrsta lagasafn hans,
en þar í eru lög eins og Hvar ertu?,
Við mánans milda ljós, Nætur-
kyrrð, Hljóðlega gegnum Hljóm-
skálagarð, Tvö leitandi hjörtu og
mörg fleiri sem of langt mál yrði
að telja upp.
Umsjón með útgáfunni hafði
Einar Egilsson; útsetningar ásamt
höfundi gerði Carl Billich, nótur
teiknaði Páll Halldórsson og texta
skrifaði Arngrímur Sigurðsson,
Káputeikningu gerði Brynhildur
Ósk Gísladóttir, en bókin er að
öðru leyti unnin hjá Myndamót-
um, Prenttækni og Félagsbók-
bandinu.
Sönglagasafn Olivers Guð-
mundssonar verður til sölu í
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar og í hljóðfæraverslunum.
29. júlí s.l., þar sem segir m.a.
orðrétt um vinstri stjórnar við-
ræðurnar: „Alþý*ubandalagið
lagði til, aö í stað gengislækkunar
krónunnar, þá yrði nú hafizt
handa um niðurfærslu verðlags,
m.a. með lækkun söluskatts og
verzlunarálagningar, sem fráfar-
andi ríkisstjórn hefur nýlega
hækkað."
Hér er um fölsun að ræða hjá
alþingismanninum, og er það illa
farið að hann skuli gera sig sekan
um slíkt.
Verzlunarálagning var lækkuð í
byrjun ársins, fyrir atbeina frá-
farandi ríkisstjórnar. Tilkynning
Verðlagsnefndar varðandi lækk-
unina er númer 10, 1978, og er frá
21. febrúar. Með henni er felld úr
gildi tilkynning númer 33, frá 24.
'nóvember 1977, og verzlunarálagn-
ingin þar með lækkuð.
Lækkunin var nokkuð misjöfn,
eða frá 8,4—10%, eftir því um
hvaða vöruflokk var að ræða.
Nú er verzlunarálagning lægri
hér en hjá flestum nágrannaþjóð-
um okkar, og á sumum vöruflokk-
um er hún helmingi lægri en í
nágrannalöndunum.
Kaupmannasamtök íslands
mótmæla harðlega fölsunum af
þessu tagi, sem settar eru fram í
viðkvæmum pólitískum viðræðum.
Það er skoðun Kaupmannasam-
takanna að verzlunarálagning
verði ekki með nokkru móti skert
frekar en orðið er.
BRITTAKXA
/\ustursthrti 10
itftÍAOf
S./28155-19490.
Besti leikur Þinn í hvaöa stööu sem þú ert er að
eignast án tafar eintak af hinni splunkunýju plötu
Fjörefnis „Dansaö á Dekki“.
Því „Dansað á Dekki“ tryggir stuð og skemmtileg-
heit hvar sem er og hvenær sem er.
Auövitað er miklu betra að tryggja sér eintak strax
svo pú purfir ekki aö hugsa um seinna meir hverju
pú heföir getaö reddað ef pú aöeins heföir haft
eintak af plötu eða kassettu tiltæka.
Svo parftu endilega aö fá pér Fjörefnapillu í
barminn.
• •
er komin í allar
plötu verslanir