Morgunblaðið - 04.08.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.08.1978, Qupperneq 30
1 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 • Bandaríski kappakstursmaðurinn Mario Andretti hefur nú örugga forystu í keppninni um heimsbikarinn í kappakstri. Hann sigraði f vestur-þýzku Grand-Prix kappaksturskeppninni á sunnudaginn og hefur nú mun fleiri stig samanlagt en næstu menn, en í þeim hópi er núverandi heimsmeistari Niki Lauda. Andretti hefur aldrei orðið heimsmeistari í kappakstri. Myndin var tekin af honum eftir sigurinn á sunnudaginn var. íslenzkir handknatt- leiksþjálfarar til Kanada og Sviss? EINS og fram hefur komið í fréttum hafa • nokkur íslenzk handknattleikslið leitað fyrir sér með þjálf- ara erlendis en árangurinn verið misjafn. Það er aftur á móti sjaldgæft að erlend handknattleikslið reyni að fá íslenzka þjálfara til starfa. Nú bregður hins vegar svo við að tvö erlend handknattleikslið, annað í Sviss en hitt í Kanada hafa sýnt áhuga á því að fá íslenzka þjálfara. Morgunblaðið fregnaði að Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðsþjálfari hefði nýlega fengið tilboð um að gerast þjálfari í Sviss. Blaðið hafði samband við Jóhann og kvað hann þetta rétt vera. Svissneskt 2. deildarlið H.C. Horgen bauð Jóhanni að gerast þjálfari, en hann lék með liðinu um tíma þegar hann dvaldi í Sviss. Jóhann sagöist af augljósum ástæðum ekki geta tekið starfið að sér en félagið bað Jóhann þá að kanna hvort annar íslenzkur þjálfari hefði áhuga á starfinu. Jóhann dvelur nú á Spáni en er væntanlegur heim 11. ágúst. Ef íslenzkir þjálfarar hafa áhuga á þjálfarastöðu í Sviss geta þeir snúið sér til Jóhanns Inga eftir 11. ágúst. í nýlegu hefti blaðsins „Lög- berg-Heimskringla“ í Kananda er frá því skýrt að Handknattleiks- sambandið í Manitoba í Kanada hafi lýst yfir áhuga á því að ráða íslenzkan handknattleiksþjálfara og er talið æskilegt að viðkomandi geti einnig leikið með félagsliði í Winnepeg. Þeir sem áhuga hafa á þessu eiga að snúa sér til ritstjóra „Lögbergs-Heimskringlu", Jóns Ásgeirssonar, hins kunna frétta- manns og fyrrum stjórnarmanns í HSÍ. Handknattleikur í Sviss og Kanada á það sammerkt að vera í hraðri framför um þessar mundir og er það heiður fyrir íslenzka handknattleiksþjálfara að fá at- vinnutilboð þaðan. -SS. Odýr matarkaup Kjúklingar 10 stk. í kassa ......................... kr. 1.790- kg. Unghænur 10 stk. í kassa ........................... kr. 1.290- kg. Villigæsir ......................................... kr. 3.100- stk. Lundi ............................................ kr. 200 - stk. Glænýr heill smálax................................. kr. 1.790- kg. Folaldahakk ........................................ kr. 990 - kg. Kálfahryggir ....................................... kr. 810- kg. Reykt folaldakjöt .................................. kr. 790- kg. Nýtt hvalkjöt ...................................... kr. 695 - kg. Reykt hvalkjöt .................................... kr. 750- kg. 10. kg. nautahakk ................................ kr. 2.150 - kg. Bacon í sneiöum .................................... kr. 2.100- kg. Lambasviö (lækkaö Vbrö) ............................ kr. 665- kg. Nýtt grænmeti Urvals gulrófur Gulrætur Hvítkál Grænkál Rabarbari Salat Paprika Blómkál Tómatar Agúrkur Skráö verö Okkar verö Nauta-hamborgari 2.847 .. kr. 2.240- kg. Svínakótelettur .... 1.922 .. kr. 1.480- kg. LambalærisneiÖar 1.922 .. kr. 1.480- kg. Lambakótilettur ... 5.603 .. kr. 4.600- kg. Unghænur 4.890 .. kr. 3.840- kg. Kjúklingar kr. 130- stk. kr. 3.270 - kg. kr. 1.664- kg. kr. 1.496- kg. kr. 1.450 - kg. kr. 2.090- kg. Nú Nauta-T-bone. Nauta-grillsteik ... Nauta-bógsteik .. Nauta-snitchel .... Nauta-roast . er grilltíminn! TH: Franskar kartöflur, frystar, tilbúnar beint í ofninn. Takið grillið með í ferðalagið Kynningar- verð kr. kg. icjifinuiiKDSnflfEmRii Laugalaek 2, sími 35020.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.