Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 ‘LukkumiÖi Arnarflug fyrir British Airways ARNARFLUG lauk við ílug fyrir British Airways í gærmorgun, en félagið flaug þá þrjár ferðir fyrir hið brezka félag til Aþenu, Tel Aviv og Rimini á Ítalíu. Þá segir í frétt frá Arnarflugi, að þrátt fyrir að áætlanir ýmissa flugfélaga hafi raskazt vegna flugs til Miðjarðarhafslanda, vegna seinagangs franskra flugumferð- arstjóra, þá hafi Arnarflugsvélar ekki orðið fyrir verulegum töfum sökum þessa, þar sem valdar hafi verið flugleiðir framhjá franska flugumferðarsvæðinu, en þessar leiðir kosti þó lengri flugtíma. Skyldi vera erfitt að loka farangursrýminu? LjÓHin. 01. K.M. Vinningar: Litasjónvörp 5 vmnmoar að varðmwtí kr. 420 000 hver Armbandsúr 40 vínmftðar aö verðmætf kr 35.000 hv«r. að verðmwti kt. 3000hv«, vMnfnga kf. t.000.000. < a» Bandalaoi iál skáta WtSfwnlr miðar 200.000 - V»rð.kr 100- auðveldaðar ferðir Nudd*ð svörtu himnunB at punktinum og sjálð hvort þið vínntö SAMÞYKKT hcfur verið í horgarráði að stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur taki til meðferðar greinargerð og tillög- ur um samgöngumál hreyfihaml- aðra í Reykjavík. Á fundi borgarráðs hinn 1. ágúst s.l. lögðu Birgir ísl. Gunnarsson og Albert Guðmundsson fram eftir- farandi tillögu og var hún sam- þykkt: kostnaðarsöm, en það væri samt tími til kominn að eitthvað yrði gert í þessum málum. I greinar- gerðinni er rakið hvað gert er í nágrannalöndunum, hvernig skipulagi er þar háttað og hvað þyrfti að gera hérlendis til að geta mætt frumþörfum, þ.e. flutningi til og frá vinnu. Sagði Eiríkur að unnið yrði í þessum málum áfram nú í haust, en þessi undirbúnings- vinna hefur staðið í á þriðja ár. „Þann 20. júní 1974 var sam- þykkt í borgarstjórn tillaga frá Albert Guðmundssyni og Ólafi B. Thors um könnun á samgöngumál- um fatlaðra. Á grundvelli þeirrar tillögu sömdu þeir Eiríkur Ás- geirsson forstj. SVR og Vigfús Gunnarsson form. Öryrkjabanda- lags íslands greinargerð og til- lögur um samgöngumál hreyfi- hamlaðra í Reykjavík. Greinar- gerð þessi var lögð fram í borgar- ráði þann 15. nóv. s.l. en hefur ekki fengið frekari meðferð. Borgarráð samþykkir að fela stjórn SVR að taka til meðferðar ofangreinda greinargerð og gera tillögur um framkvæmd málsins í samráði við Öryrkjabandalag ís- lands. Skulu tillögurnar liggja fyrir áður en fjárhagsáætlun verður tekin til meðferðar í haust.“ Eiríkur Ásgeirsson sagði í sam- tali við Mbl. að búið væri að vinna nokkra undirbúningsvinnu, en þetta væri mikið mál og öll þessi þjónusta við hreyfihamlaða væri „Þetta eru ánægjulegar fréttir og ég tel þessa ákvörðun verkalýðsfélags- ins virðingarvei;ða. Málum var líka þannig komið, að þetta var sennilega eina lausnin," sagði Jón Reynir Magnússon framkvæmda- stjóri SR þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. „Og nú vonar maður eðlilega að loðnan komi sem fyrst," bætti hann við. Týndi rukk- unarhefti EITT af útburðarbörnum Morgunblaðsins týndi í vikunni rukkunarhefti frá Morgunblað- inu, þegar það var á ferð í Kópavogi. Eru mestar líkur til að heftið hafi tapast á Iljallavegi, Lyngbrekku eða Nýbýlavegi. Heftið er merkt Lyngbrekka nr. 313. Eru þeir sem hafa orðið varir við heftið beðnir um að hafa samband við Morgunblaðið. Sendur með fisk- inn til Þýzkalands Skátar selja lukkumiða Snerist á fæti í Öskju ERLENDUR ferðamaður snerist á um, en talið var að hann hefði fæti þar sem hann var á ferð í farið úr hnjálið eða jafnvel Öskju í gærkvöldi. Var hann brotnað. Átti að fljúga með hann fluttur í Herðubreiðarlindir og var til Akureyrar eða Egilsstaða og send sjúkraflugvél frá Egilsstöð- koma honum til læknis. BANDALAG íslenzkra skáta hef- ur fengið einkarétt á íslandi á útgáfu nýrrar tegundar happ- drættismiða er gefið hefur verið nafnið lukkumiðinn. Sérstaða miðanna er fólgin í þvf að kaupandinn getur með því einu að nudda gúmmíhúð á punkti á miðanum lesið hvort hann hafi öðlast vinning eður ei. Einkaleyfi þetta er fengið frá þýzka útgáfufyrirtækinu Oro- Druck sem er þekkt fyrir þessa sérstöku framleiðslu sina í mis- munandi útgáfum í hinum ýmsu löndum. Vinningar í þessuni fyrsta flokki eru þrenns konar, fyrst ber að nefna hæstu vinningana sem eru litsjónvörp að verðmæti 420.000 kr., armbandsúr að verðmæti 35.000 kr. og sælgætiskassar frá Nóa að verðmæti 3.000 kr. Lukkumiðunum verður dreift í verzlanir um allt land og er söluverð þeirra 100 kr. Salan mun hefjast upp úr verzlunarmanna- helgi. Verkalýðsfélagið Vaka í Siglufirðf aflétti í gær- kvöldi yfirvinnubanni sínu hjá Sfldarverksmiðjum rík- isins í Siglufirði, en það hafði þá staðið á aðra viku. Því má búast við að verk- smiðjurnar hef ji móttöku á loðnu þegar í dag, þ.e.a.s. ef einhver loðnuveiði verð- ur f dag og loðnuskipin verða almennt komin á miðin. Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Vöku sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en þá var nýlok- ið fundi með starfsmönnum SR, ög síðan í stjórn og trúnaðarmannaráði Vöku, að ákveðið hefði verið að aflétta yfirvinnubanninu og ennfremur því útflutnings- banni, sem í gildi hefur verið. Fötluðum verði Siglufjörður: V aka aflétti yfir- vinnubanni í SR Forráðamenn Bifrastar hf.: „Undirboðið,, ekki Bifrastarfarmgj ald ÞAÐ sem forráðamenn Eimskips segja að hafi verið íyrsta undir- boðið af hálfu Bifrastar varðandi farmgjöld á Ameríkuleiðinni var vegna ferðar sem farin var á vegum annars aðila en Bifrastar, segja forráðamenn Bifrastar hf. í svari við greinargerð Eimskipafé- lagsins sem birtist í Mbl. í gær. Þeir segja í svari sínu, að farmgjald það sem gilti í fyrstu ferð Bífrastar, hafi raunar verið eldra farmgjald Eimskipafélags- ins en það hafi nokkru áður hækkað gjald sitt um 10% án nokkurs samráðs við þann aðila, sem Bifröst fór fyrstu ferð sína fyrir til Bandaríkjanna. Sjá „Greinargerð stjórnar Bifrastar hf. um varnarliðs- flutningana' á bls. 30. STÁLVÍK frá Siglufirði seldi tæpar 100 lestir af ísuðum fiski í Hull í gær, fyrir rétt um 22 milljónir króna og var meðalverð á kfló kr. 226. Ágúst Einarsson hjá Landssambandi ísl. útvegs- manna tjáði Morgunblaðinu í gær, að sífellt yrði erfið- ara fyrir menn að losna við fisk innanlands, og væri sama hvert leitað væri. Annaðhvort væru öll hús yfirfull af fiski eða að forráðamenn þeirra vildu ekki taka á móti meiri fiski en þeir nauðsynlega teldu sig þurfa, sökum þess að tap af rekstri húsanna væri það mikið. Útgerðarfélag Akureyr- inga hefur sent einn af fimm togurum félagsins í söluferð til Þýzkalands. Er það Kaldbakur, sem er með 300 tonn af þorski. Þess er ekki vænzt að Kaldbakur fái hátt verð fyrir Jiorskinn í Þýzkalandi, en ÚA hafði ekki önnur ráð til að koma fiskinum í vinnslu. Brotizt inn í Æfingastöð í fyrrinótt var brotist inn í Æfingastöð lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut og brotin þar upp hurð og lokuð hirzla. Að sögn rannsóknarlögreglunnar var ekki vitað til þess að neinu hefði verið stolið og leit frekast út fyrir að þarna hefði verið meir um skemmdarverk að ræða. Þá var þessa sömu nótt brotin rúða í hljómtækjaverzlun við Laugaveg og ætluðu piltar að fara inn í verzlunina, þegar að þeim var komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.