Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA Í0100 KL 10 — 11 . FRÁ MÁNUDEGI einhver skemmdarfýsn af vinstri mönnum sem þurfa að eyðileggja allt sem aðrir hafa byggt upp? Nei, Guðmundur jaki, þú ert þjóð þinni til skammar. Hvað skeður þegar afleiðingarnar af verkum þínum koma í ljós, og verkafólkið missir atvinnu sína? Enginn veralýðsforingi gerir slíkar aðgerðir er hann veit að þær hafa í för með sér atvinnuleysi fyrir verkafólk. Ert þú kannski einn af þeim vinstri mönnum sem berst gegn þjóð þinni fyrir heims- valdasinna i Sovétríkjunum? Ert þú kannski líka skólaður af leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB eins og flokksbróðir þinn Guð- mundur Þ. Jónsson, sem nú á sæti í borgarstjórn? Þjóðin skilur ekki þá menn sem framkvæma slíkar aðgerðir til þess eins að þóknast þeim háu herrum í Sovétríkjunum. En þegar verkafólk fer loks að hugsa mál sitt sér það að slíkur maður getur ekki verið verkalýðsforingi, mað- ur, sem reynir með fáránlegum aðgerðum að kollsteypa atvinnu- vegunum og þjóðfélaginu. Nei, Guðmundur jaki, réttlætið og hugsandi menn hljóta að sigra að lokum. Aðgerðir þínar eru þér að þjóð þinni til skammar úti í heimi nema kannski í Sovétríkjun- um. Væri ekki rétt að hugsa betur áður en þú framkvæmir eitthvað, og hjálpa frekar atvinnuvegunum sem eiga í miklum erfiðleikum með skynsamlegum aðgerðum og gleyma þeim stóru í Sovétríkjun- um? Því enginn hugsandi Islend- ingur berst gegn þjóð sinni, því slíkir menn verða ætíð illa liðnir af þjóð sinni. Haraldur IIermannsson.“ • Góður stuðningur „Mig langar til að biðja þig Velvakandi að koma á framfæri þakklæti til barnanna sem eru alltaf að safna handa fólki sem á eitthvað bágt. Mér finnst það svo falleg hugsun hjá ykkur, kæru börn, að vilja gleðja slíka, þá sem eiga erfitt og bágt og þið megið vera viss um að Guð launar ykkur þetta einhvern tíma á lífsleið ykkar. Ég veit að foreldrar ykkar hvetja ykkur til að gera svona góðverk og vona að fleiri skrifi til ykkar með þakklæti fyrir góðvild- ina. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna, Guðrún Guðmundsdóttir.“ • Er almenn- ingur betri? „Kæri Velvakandi, Nokkuð hefur verið í lesenda- dálkum skrifað að undanförnu um refsingar afbrotamanna og fang- elsisvistir þeirra. Margir eru á þeirri skoðun að afbrotamenn eigi að sæta þyngstu refsingu. Já, alltof margir eru um það. En undirritaður er á öðru máli. I dag, 29.7., átti ég tal við bandaríska stúlku, uppbyggilegt og skemmti- legt, um slík mál og langar mig til að segja hér stutta sögu, sem hún sagði mér um 17 ára pilt sem hún þekkir í heimalandi sínu. Hann situr nú í fangelsi fyrir 3 morð á fjölskyldu sinni. Stúlkan sagði að þessi 17 ára ungi piltur hefði verið í alla staði góður strákur, glaður og vinur náunga sinna, þegar allt í einu breyttist líf hans. Eitthvað skeði, sem enginn vissi. Þessi ólánsami 17 ára unglingur átti byssu eða riffil og vonsvikinn og ruglaður gekk hann beint til verks, skaut foreldra sína og lítinn bróður sinn og var settur inn. Það þjóðfélag sem hafði gert þennan unga mann að því sem kom honum til þess að fremja þennan hræðilega verknað, dæmdi hann ófrjálsan með því að loka hann inni í kassa sem gerir vonleysi hans að grimmd og brýtur hann enn meira niður. I stað þess að hjálpa honum gengur læknirinn framhjá og segir með háði og stolti: „Þér var nær. Almenningur er ekkert betri nú til dags en lýðurinn á dögum Krists er hann hrópaði til Pílatus- ar: „Vér höfum engan konung nema keisarann. Krossfestu hann, krossfestu hann.“ Einar Yngvi Magnússon.“ Þessir hringdu . . . • Heima eða heiman Konat — Það liggur við að menn verði leiðir á þeim umræðum sem nú eru og hafa verið að undan- förnu um heimavinnandi og úti- vinnandi mæður. Talað er um að börn eigi að geta dvalist á barnaheimilum eins og þau þurfa meðan foreldrarnir vinna úti, og hinir tala um að mæður eigi að vera heima vegna þess að þær eigi að ala upp börnin en ekki fóstrur á stofnunum eða dagmömmur. En þýðir nokkuð að vera með þess konar umræðu? Það er ekki hægt að alhæfa neitt í þessu sambandi og aðstæður heima fyrir eru svo gífurlega misjafnar að hver og einn verður að hafa þetta eins og honum sýnist. Sumir þurfa að vinna mikið og þá hleypur húsmóðirin undir bagga, en aðrir þurfa ekki á því að halda og þá getur annað foreldrið annast börnin heima fyrir. Auðvitað verða alltaf til einhver barnaheim- ili og ég hygg að ástandið verði nokkurn vegin óbreytt næstu ár og áratugi og því geti þessum umræð- um verið lokið strax. Ekki er nú Velvakandi alveg sammála því að umræðum eigi endilega að vera lokið um þessi mál, frekar en svo mörg önnur. Öll umræða getur verið hin gagnleg- asta sé rætt málefnalega og um kjarna hvers máls og það hlýtur að vera nauðsynlegt að ræða einnig þessi mál um alla framtíð, því sjálfsagt verður aldrei fundin hin endanlega lausn. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í V-þýzku deildakeppninni í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Marxens og Nikolaiczuks, sem hafði svart og átti leik. 28. ... IIh3! 29. Ddl (Eftir 29. Dxh3 — Bxd4+ verður hvítur mát) Bxd4+ 30. Dxd4 IIÍ3 og hvítur gafst upp, því að hann verður a.m.k. manni undir. HÖGNI HREKKVÍSI „Högna finnst nýi kattamaturinn frá Dósamat h/f vera mjög góður!“ „Ég trúi þér“ Blágresi II (Geranium) í síðustu viku ræddi ég lítið eitt um blágresi almennt og minntist á þær tvær norðlægu stór- vöxnu tegundir sem hér eru algengastar í görðum: Storkablágresi og storkanef eða garðablágresi. Nú langar gott olnbogarými. Blómin frekar smá, fjölmörg, rauðbleik með dekkri æð- um. Einn helsti kostur þessarar jurtar er hinn langi blómgunartími þ.e. frá hásumri og fram á haust. Roðablágresi (Gerani- Garðablágresi. mig til að nefna tvær aðrar allstórvaxnar teg- undir af suðlægari slóðum sem hér hafa verið reynd- ar með góðum árangri. HAUSTBLÁGRESI (Geranium endressii) sem reyndar hefur stundum verið nefnt TRÖNUNEP, er ættað - sunnan úr Pyrenneafjöllum og hefur eins og fleiri jurtir af þeim slóðum reynst ágæta vel hér í görðum. Að vísu virðist það ekki mjög langlíft hér en helst auðveldlega við með sjálf- sáningu. Hæðin er um 30 sm en plantan er allmikil um sig, þarf að ætla henni um ibericum) er allvíða komið í garða hér og reynst mjög vel þó ættað sé sunnan úr Kákasus- fjöllum. Stór og stæðileg jurt 40—60 sm á hæð og álíka utan um sig, með fjölda stórra fjólublárra blóma. Af því eru reyndar til ýmis afbrigði t.d. bæði með snjóhvítum og eins með fylltum blómum. Blómstrar venjulega í júlí og haustlitir blaðanna eru afar skærir og skrautleg- ir. Báðar þessar blágresis- tegundir má telja með úrvals garðjurtum. Ó.B.G. Verðmismunur er nokkur í verzlunum NEYTENDASAMTÖKIN gerðu nýlega verðkönnun í fimm verzlunum í Reykjavík og kennir þar margra grasa. Hér verður greint frá verðmismun á þeim vörutegundum sem könnunin tók til, í verzluninni Víði, Austurstræti, Holtskjöri h.f., S.S. Glæsibæ, Kron á Langholtsvegi 130. og Hagkaup. Pillsbury’s Víðir. Holtskj. Hagkaup. Glæsib. Kron. hveiti 10 lbs. 780/- 799/- 798/- 789/- 800/- Sykur 2. kg. Korn 340/- 306/- 270/- 307/- 380/- flögur 375 gr. Ora fisk- 383/- 384/- 425/- 500/- 465/- bollur stór ds. 528/- 422/- 475/- 422/- 413/-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.