Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 3 Fjölmenni á þjóðhátíð ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyinga var sett í Herjólfsdal í gærdag og eru á henni milli 7 og 8 þúsund gestir. í upphafi lék Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Hjálmars Guðnasonar og síðan setti Árni Johnsen hátíðina, en hann er jafnframt kynnir hennar. Vigfús ólafsson skólastjóri flutti hátíðarræðu og síðan var guðsþjónusta. Frjálsar íþróttir voru stundaðar síðdegis og í reiptogi yfir tjörnina miili bæjarstjórnar og þjóðhátiðarnefndar togaði þjóðhátíðarnefndin bæjarstjórnina yfir tjörnina við hlátur gesta að sögn. Sigurður Sigurbergsson sýndi bjargsig í Fiskhellanefii síðan var barnagaman í umsjá Lcikféiags Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var á kvöidvöku, m.a. Einsöngvarakvartett- inn, Jörundur, Randver, Eymenn, Júlli á Illíðarenda, Brekkusöngur o.fl. og siðan voru dansleikir á tveimur stöðum. Er þjóðhátíðargestir hófu að tjalda í fyrrakvöld var rigning. en bezta veður var komið í gær og útlit fyrir að það héldist. Á þessum myndum Sigurgeirs má sjá stemninguna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er að þessu sinni í umsjá Þórs. „Fólk kaupir mest svið Og harðfisk” Hjá okkur hefur verið talsvert mikil umferð í dag, mikil og jöfn umferð, sagði verzlunarstjóri í einni af stórverzlunum borgarinnar. — Oftast hefur mest verið að gera á tímabilinu 6—8 síðdegis, en nú er ösin jafnari og betri. Fólk kaupir mest svið og harðfisk, svo greinilegt er að þá er helgarferðin höfð í huga, og nokkuð er um að keypt- ir séu strigaskór og regn- gallar, en mest er um matvælin. Á þessum myndum sést hvar Reykvíkingar eru á ferli í miðborginni og sjálfsagt í verzlunarerind- um. Bjóða endurgreiðslu sólarlandaferða komi til lækkunar á gengi MORGUNBLAÐIÐ spurð- ist fyrir um það hjá ferða- skrifstofu hvort fargjöld í sólarlandaferðum myndu hækka ef kæmi til gengis- fellingar. Fulltrúi á ferða- skrifstofu, sem rætt var við, sagði, að hjá þeim hefði reglan verið sú að kæmi til gengislækkunar einum til tveimur dögum fyrir brottför í sólarlanda- ferð hefði sú ferð verið farin á óbreyttu verði. — Hingað til okkar hefur komið folk að undanförnu, sem hefur viljað fá farmiða sína strax, löngu fyrir brottför, en það teljum við ekki eðlilegt, viljum ekki afgreiða farmiða nema með um það bil hálfsmánaðar fyrirvara. Venjan er sú að við þurfum að eltast við fólk til að fá það til að borga, en því er nánast öfugt farið um þessar mundir. — Síðast þegar gengið var lækkað létum við hóp fara á óbreyttu verði, en sú ferð var farin 2—3 dögum eftir gengislækkun. Hins vegar náðum við að hringja í alla sem áttu pantað í næstu ferð er átti að fara viku til hálfum mánuði eftir að gengið var lækkað. Fólki var gefinn kostur á tvennu, að hætta við og fá þá endurgreitt það sem greitt hafði verið inná ferðina, eða að greiða þá 15—20% hækkun, sem varð að vera, því mestur kostnaður við þessar sólarlandaferðir er greiddur og FÉLAG íslenzkra iðnrekenda efnir til sýningar á íslenzkum fötum í Laugardalshöli 1,—10. septomber n.k. Sýningin verður með svipuðu sniði og sýningin „íslenzk föt ’76“, sem fór fram í upphafi iðnky nningarárs og vakti mikla athygii almennings. Jafnframt því að sýningin er opin almenningi verður hún kaup- stefna, þar sem kaupmönnum og innkaupastjórum er boðið að gera innkaup. Flest stærstu fyrirtæki í íslenskum fataiðnaði munu sýna þarna framleiðslu sína, utan umsaminn í erlendri mynt. — Yfirleitt eru greiddar 25 þúsund inná ferðir við pöntun og fólk getur fengið þær endurgreidd- ar ef sérstaklega stendur á, en yfirleitt er það ekki gert, því það er litið svo á að greiði fólk þessa upphæð sé það nokkuð ákveðið í að fara ferðina. Sambandsins og verður lögð áherzla á að sýna allt það nýjasta í íslenzkri fataframleiðslu. Þáttur í þessari sýningu eru tízkusýningar. Verða tvær tízku- sýningar á dag og þrjár um helgar. Á þeim verður kynnt það nýjasta sem fataframleiðendur hafa á boðstólum, og verður þetta viða- mesta tízkusýning sem fram hefur farið hér á landi. Auk tízkusýning- anna er áætlað að halda hár- greiðslu- og snyrtisýningar, þar sem hárgreiðslufólk og fegrunar- sérfræðingar sýna áhorfendum handverk sitt. Islenzk föt í Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.