Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Á myndinni sýnir X hvar lagning Reykjanesbrautar endar við mörk Reykjavíkur og Kópavogs. Rópavogur Jón Sveinsson, forseti bæ jarstjórnar Gardabæ jar: Loforðin gleymdust ekki Svar við opnu bréfi Jóns B. Sigurðssonar Besti Jón. Þú sendir mér sem forseta bæjarstjórnar í Garðabæ opið bréf í Dagblaðinu 22. þ.m. auk pistla í grein í Mbl. sama dag og segir mig m.a. hafa gleymt nýgefnum kosn- ingaloforðum og færir til sönnun- ar grein nr. 2 úr kosningaskrifum mínum frá því í vor, þar sem ég heiti því að beita mér af alefli fyrir lagfæringu á vegamálum okkar en þar stendur orðrétt: „2. Vinna að framtíðarlausn á umferðarmálum bæjarins, sem nú valda bæði hættu, töfum og ónæði í bænum, beina umferð framhjá með skipulagi og gerð aðalvega út frá byggðinni.“ Við höfum sitt- hvora skoðun á því hvernig vinna skal að þessu verkefni, en ættum þó ekki að þurfa að brigsla hvor öðrum um óheillind af þeim sökum. Ef grannt er skoðað, tel ég heppilegt að beina umferðinni út fyrir Garðabæ á eftirfarandi hátt: Með því að beina þungaflutning- um, sem valda miklu ónæði af íbúðargötum svo sem Karlabraut og Vífilsstaðavegi á aðalbrautir utan byggðahverfa t.d. á Arnar- nesveg, sem verður nýr vegur á Arnarneshálsinum og tengir hann saman Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut. Kortið sýnir af- stöðu veganna. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt legu Arnarnesveg- arins. Karlabrautin liggur aðeins í 5 metra fjarlægð frá húsvegg íbúa við Heiðarlund. Þar hafa sam- kvæmt talningu íbúa, ekið allt að 3 malarflutningabílar á mínútu tím- um saman um miðjar nætur, þegar álag hefur verið mest. Þetta er mjög aðkallandi að lagfæra með því að ná fram lagningu Arnarnesvegar. Að því er nú unnið, en samninga við opin- bera aðila þarf til. Bæjarstjóra Garðabæjar var falið á seinasta bæjarstjórnarfundi að leita eftir framgangi þessa máls. Þetta er í fullu samræmi við framangreint kosningaloforð mitt og hefur því ekki gleymst af minni hálfu eftir kosningar eins og þú heldur fram. Forsendur þínar eru rangar Að öðru leyti vísa ég til Þessi mynd sýnir þungaflutningabíla á leið suður Hafnarf jarðarveg. Þeir verða að þræða þéttbýlið. Beinna hefði legið við fyrir þessa bfla að velja Reykjanesbrautina við Elliðaárnar, stytstu leið suður á Keflavíkurveg, sunnan byggðar í Kópavogi og Garðabæ, en þar vantar aðeins 6,7 km vegarlagningu til þess að opna leiðina. Ca. 37 km hafa verið lagðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.