Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 18
/
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
ERLENT
Það er enginn venjulegur verkamaður, sem sést á þessari
mynd, heldur Edward prins, sonur Elísabetar Breta-
drottningar, þar sem hann var á ferð með föður sínum að
skoða námu í Saskatoon á dögunum, með öryggishjálm á
höfði.
Þessi mynd sýnir eins konar gæludýrasalerni í New
York, þar sem eigendum þeirra gefst kostur á að þrífa
þau. Er þetta gert til að New York-búar eigi auðveldara
með að framfylgja nýlegri reglugerð um þrifnað
gæludýra, þar sem eigendum er gert skylt að þrífa upp
eftir þau, — ella komi sekt fyrir.
Stolnu lista-
verkin fundin
IlamborK. 4. ájfúst. AP.
LÖGREGLA tilkynnti í dag, að 22
málverk, sem stolið var írá
listasafni Hamborgar um síðustu
helgi, hefðu fundizt í ibúð fisk-
sala í borginni. Málverkin eru
metin á 750.000 dollara eða
jafnvirði 195 milljóna króna.
Tvö verðmætustu málverkin eru
eftir franska impressionista,
teikning eftir Edgar Degas og
olíumálverk eftir Auguste Renoir.
Hin verkin 20 voru eftir listamenn
frá Hamborg, aö því er lögregla
sagði.
Málverkunum var stolið nótt
eina, þegar þjófavarnarkerfið
hafði verið tekið úr gangi, þar sem
verið var að gera við það. Þjófarn-
ir fóru inn um glugga og komust
þannig inn í listasafnið.
Aðeins fáir vissu að þjófavarn-
arkerfið var ekki í sambandi þessa
nótt. Fisksalinn, sem listaverkin
fundust hjá, hafði verið grunaður
um að hafa stolið listaverkunum,
en hann er 36 ára að aldri.
Yfirheyrður
í þriðja sinn
Moskva 1. áKÚst. AP.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Moskvu skýrði svo frá í
dag, að bandari'ski kaupsýslu-
maðurinn Francis J. Crawford
hafi verið yfirheyrður í þrjár
klukkustundir í Lefortovo-
fangelsinu.
Þetta er í þriðja
skiptið í vikunni sem Crawford er
yfirhcyrður í fangelsinu. Craw-
ford starfar við skrifstofur
Harvester-fyrirtækisins í
Moskvu, en aðalstöðvar þess eru í
Chicago.
Sovézk yfirvöld hafa sakað
Crawford um að hafa brotið
sovézk gjaldeyrislög, með því að
kaupa rúblur á svörtum markaði.
Crawford hefur ítrekað að hann sé
saklaus af ásökununum.
Að sögn talsmanns sendiráðsins
kom ekkert nýtt fram í yfir-
heyrslunum í dag, en þeim verður
að öllum líkindum haldið áfram í
næstu viku.
Sovézkum starfs-
manni ILO vísað
Minchcad. EnKlandi. I. áKÚst. AP.
JEREMY Thorpe, fyrrver-
andi leiðtogi brezka Frjáls-
lynda flokksins í Bretlandi,
sem varð að segja af sér 1976
vegna ásakana um kynvillu,
kom í dag fyrir rétt ásamt
þremur öðrum, sakaður um
að hafa ætlað að myrða
karlmannsfyrirsætu.
Fyrirsætan, hinn 37 ára
gamli Norman Scott, kom af
stað miklu hneykslismáli
fyrir tveimur og hálfu ári, er
hann fullyrti að „hann væri
eltur af fólki, aðeins fyrir það
að eiga kynferðislegt sam-
band við Thorpe." Thorpe
hefur margsagt að orð Scotts
eigi við engin rök að styðjast.
Hann neyddist til að segja af
sér formennsku Frjálslynda
flokksins vegna orða Scotts
og síðan hefur stjórnmálafer-
ill hans staðið í skugga
kynvillumálsins.
Þrímenningarnir, sem
einnig voru ásakaðir um að
hafa ætlað að myrða Scott
eru David Holmes, fyrrver-
andi varagjaldkeri Frjáls-
lynda flokksins, George
Deakin og John Le Mesurier.
Allir fjórir eru á fimmtugs-
aldri.
Réttarhöldin nú fylgja í
kjölfar opinberrar rannsókn-
ar, sem skipuð var er Andrew
Newton, flugmaður hjá Brit-
ish Airline, skýrði svo frá að
Thorpe og félagar hans hefðu
boðist til að greiða honum
5000 sterlingspund (2,5 millj-
ónir króna) fyrir að myrða
Scott.
Fregnir í svissneskum
blöðum hermdu, að Miagkov
væri háttsettur í sovézku
leyniþjónustunni KGB, en
bæði svissneska utanríkis-
ráðuneytið og talsmenn ILO
neituðu slíkum orðrómi og
ráðuneytið tilgreindi aðeins
öryggisástæður sem orsök
brottvísunar. Háttsettur
vestrænn diplomat í Sviss,
sem ekki vildi láta nafns síns
getið, sagði í viðtali við
AP-fréttastofuna, að ekki
léki vafi á, að Miagkov hefði
starfað eftir fyrirmælum
KGB, og bætti við, að æðstu
menn ILO tengdust njósna-
úr landi í Sviss
íícnf. 1. áxúst. AP. Rcutor.
SÍÐASTLIÐINN mánudag
vísuðu svissnesk yfirvöld
sovézkum starfsmanni AI-
þjóða vinnumálastofnunar-
innar, (ILO) Gregori Mia-
gkov, úr landi af öryggis-
ástæðum. Svissneska stjórn-
in tilgreindi ekki beina
ástæðu fyrir brottvísun
Miagkovs, en beitti fyrir sig
grein úr samkomulagi milli
svissneskra yfirvalda og
ILO frá 1946, þar sem segir,
að þarlendum yfirvöldum sé
heimilt að senda úr landi þá
starfsmenn ILO, sem þau
telji öryggi landsins stafa
hætta af.
máli, sem nýlega hefði komið
upp í Frakklandi.
Gregori Miagkov, sem er 51
árs gamall, hafði starfað 10
ár hjá ILO, fyrst í Kairo, en
síðan í Genf. Hann vann við
iðjuþjálfun og að sögn tals-
manna ILO hafði starf hans
þar verið óaðfinnanlegt.
Nikosía:
Reynt að fá
dauðadómi aflétt
Nikosiu. 4. ágúst. AP.
LÖGFRÆÐINGUR tveggja pal-
estínskra skæruliða, sem myrtu
egypzka ritstjórann Yousscí A1
Sebaei á Kýpur í fcbrúar s.I., fór
á fund Spyros Kyprianou Kýpur
forseta til að fara fram á, að
dauöadómi yfir skæruliðunum
tveimur, Samir Mohamed Khadar
og Zaycd Hussein Ahmed A1 Ali,
sem fram á að fara 22. ágúst n.k.,
verði aflétt.
Lögfræðingur skæruliðanna,
Lefcos Clerides, kvaðst vona, að
Kypranou myndi taka tilmæli sín
til greina. Þótt dauðadómar hafi
verið kveðnir upp á Kýpur hefur
þeim ekki verið framfylgt þar
síðustu 16 árin.
Clerides nefndi tvær ástæður
þess, að hann gerði þessa tilraun.
Önnur ástæðan var sú, að undir-
réttur, sem fann skæruliðana seka
um morð, gat ekki kveðið á um
hver hefði hleypt af skotinu, sem
banaði Youssef A1 Sebaei. Hin var
sú, að sami réttur tók ekki gild
sönnunargögn og játningar, sem
skæruliðarnir lögðu fram við
yfirheyrslur.
Amin í
bílslysi
Nairobi. 4. ÚKÚst. Itrutrr.
IDI Amin forseti Uganda sem
tekur nú þátt í fjögurra daga
kappakstri eins og sagt hefur verið
frá slapp ómeiddur í dag er bíllinn
sem hann var í lenti í óhappi. Það
var Sarah eiginkona hans sem var
undir stýri. Amin ávarpaði þjóð-
ina fljótlega og kvaðst hafa viljað
sefa fólk af þeim ótta sem hefði
gripið um sig er fréttist um slysið.
Þetta óhapp mun hafa orðið í
grennd við Mutukula, vestur af
Viktoriuvatni. Tveir ungir synir
hans, Moses og Lumumba, voru
lagðir inn á sjúkrahús en þeir voru
ekki alvarlega slasaðir.
Kviknar
í kafbáti
— maður ferst
Lorient — 4. ágúst. AP.
MAÐUR fórst og fimm slös-
uðust, er eldur brauzt út í
frönskum kafbáti, sem var að
leggja af stað til æfinga frá
höfninni í Lorient við Bisk-
ayaflóa, að því er talsmaður
flotans tilkynnti í dag. Kaf-
báturinn var ofansjávar er
eldurinn brauzt út. Hann
hefur verið í notkun frá 1957.
Sex manna áhöfn var á
kafbátnum.
Thorpe fyrir rétti