Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Rætt við Guðlaug Pálsson, kaupmann á Eyrarbakka Á Eyrarbakka er verslun er nefnist Verslun Guðlaugs Páls- sonar, en þar hittum við að máli eiganda verslunarinnar. Guðlaug Pálsson. Sagði hann að verslun- inni hefði verið komið á fót þann 5. desember 1917 og hefði hún verið á sama stað mest allan tímann. eða frá árinu 1919. „Ég vann í tvö ár í búð áður en ég byrjaði sjálfur með verslun. Tildrög þess að ég fór út í þetta voru þau að kaupmaðurinn, sem ég vann hjá, hætti með verslun sína og bauð mér að leigja húsið og kaupa af sér lagerinn, sem ég þáði. Um svipað leyti hætti önnur verslun hér og keypti ég einnig lager hennar. Upphæðin, sem ég borgaði fyrir þetta, var ekki há miðað við gildi peninga í dag, það voru 8.500 krónur fyrir annan lagerinn og 500 krónur fyrir hinn, en það þótti dágóð upphæð á þeim tíma.“ Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka. Ljósm.t Emilía. „Búin að vera við verzlun í 60 ár” Skóverzlun Þórðar Péturssonar: „Ég er gífurlega ánægður í þessu starfi” segir Rúnar Didriksen, verzlunarstjóri í skóverzlun Þórðar Péturssonar póstkröfu. Hvernig gengur sú þjónusta við landsbyggðina? „Hún hefur gengið mjög vel. Fólk hefur verið fljótt að taka við VIÐ Austurvöllinn stendur lið- lega 50 ára gömul verzlun, Skóverzlun Þórðar Péturssonar. Fyrir 10 árum urðu eigendaskipti og keypti hana þá Færeyingur, Schumann Didriksen að nafni, og rekur hann verzlunina cnn 1 dag. Er blaðamenn litu við í verzlun- inni var Schumann ekki við en við hittum að máli verzlunarstjór- ann, Rúnu, en hún er dóttir Schumanns. „Við erum 6 sem vinnum hérna að staðaldri, með foreldrum mín- um en nú í sumar erum við með eina sumarstúlku. Við pabbi skipt- um starfinu þannig á milli okkar að hann sér um alla pappírsvinnu og það sem tilheyrir skrifstofunni en ég sé aftur á móti um það sem viðkemur verzluninni, kvörtunum og því um líku.“ Nú hafið þið auglýst mikið í blöðum um að þið sendið gegn „Ágætís vinna, annars væri ég ekki í þessu” segir Þórir Halldórsson bflasali Á Bílasölu Guðfinns í Borg- artúni 24 hittum við að máli Þóri Halldórsson bflasala. Hann sagði okkur að Bflasala Guðfinns væri starfrækt á tveimur stöðum og væri hin í Haliarmúla. „Ég er búinn að vinna við þetta frá því að Bflasala Guðfinns var stofnuð árið 1975 og líkar starfið ágæt- lega. Þetta útheimtir þó mikla vinnu og getur oft á tíðum verið þreytandi, en eins og ég segi, þá er þetta ágætis vinna, því annars væri ég ekki í þessu.“ — Hvernig gengur ykkur að reka tvær bílasölur? „Ástæðan fyrir því að við fórum út í það að opna aðra bílasölu var aðallega sú, að við gátum orðið ekki annað öllum þeim fjölda, sem kom á hinn staðinn. Bílafjöldinn og fjöldi viðskiptavina var orðinn svo mikill að hitt var orðið of lítið fyrir okkur, svo ákveðið var að opna þessa bílasölu hér í Borgartúninu, en hún var opnuð núna síðastliðið vor. Okkur hefur gengið ágætlega að reka báðar þessar bílasölur og eins og ástandið er a bílasölumarkaðinum í dag er alveg rekstrargrundvöllur fyr- ir þær báðar. Samkeppnin á þessum markaði fer þó stöðugt harðnandi, því mikið hefur verið opnað af nýjum bílasöl- um á tiltölulega stuttum tíma. Þó held ég að megi segja, að íslendingar eru farnir að skipta nokkuð oftar um bíla en áður var, og menn skipta um bíla á svona 1 til 2 ára fresti en ekki 3 til 4 ára fresti eins og áður tíðkaðist mest. „ „ Maður vonar bara að ekki fari eins með bílasölurnar og fasteigna- sölurnar, sem spruttu upp eins og gorkúlur en þegar markað- urinn var mettaður varð að loka mörgum. Þó hef ég þá trú að einhverjar af minni bílasöl- unum a.m.k. neyðist til að loka í vetur þegar bílaviðskiptin fara að minnka. Væntanlega verður svo eins næsta vor-og var núna, þá spretta bílasöl- urnar upp aftur.“ — Er eitthvað um það að konur standi í bílaviðskiptum? „Það verður nú að segja eins og er að karlmenn eru í algjörum meirihluta sem við- skiptavinir hjá okkur. Þó hefur það aukist nokkuð upp á síðkastið að kvenmenn eigi bíla og standi í viðskiptum í sam- bandi við þá.“ — Eykst sala á bílum eitt- hvað fyrir verslunarmanna- helgina? „Áður fyrr var aðaltíminn í bílasölu fyrir verslunarmanna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.