Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 1 3 Agúst Þorsteinsson forstjóri: H afn arfj ar ð arvegur — mót- mæli — undirskriftasöfnun Undanfarna daga hefur fólk gengið í hús í Garðabæ og safnað undirskriftum, þar sem farið er fram á að vegurinn verði lagður við sjóinn og hætt verði við að hafa vegastæðið á núverandi stað. Strax og þessir listar fóru af stað var byrjað að hringja í mig, fólk sem vildi kynna sér málið áður en það léði nafn sitt á listann þó sérstaklega vegna þess að þeir aðilar sem voru að safna nöfnum á listann gátu sáralitlar upplýsingar gefið um málefnið sem verið var að mótmæla. Vegna þessa vil ég varpa fram fá^inum spurningum til fólks og biðja um að fólk hugleiði þær og svari þeim. 1. Hefur þú gengið eftir þeirri leið sem fyrirhuguð sjávarleið á að liggja um? 2. Hefur þú kynnt þér nýtinga- möguleika þess svæðis sem færi undir veginn? 3. Veistu hvaða starfssemi fer nú þegar fram á svæðinu? 4. Hefur þú gert þér grein fyrir hvernig svæðið fyrir neðan Silfur- tún og að sjávarbraut, yrði notað ef vegurinn yrði færður? 5. Hefur þú kynnt þér fyrstu tillögur sem Vegagerðin lagði fram og var mótmælt á borgara- fundinum? 6. Hefur þú kynnt þér hvaða framkvæmdir átti að framkvæma við Hafnarfjarðarveg næst? 7. Hefur þú kynnt þér hvar á stór-Reykjavíkursvæðinu sams konar götur liggja og Hafnarfjarð- arvegur verður og hve nálægt hús standa við þær götur? Ég ætla sjálfur að svara þessum spurningum, aðallega vegna þess að svör þeirra réðu afstöðu minni í seinustu bæjarstjórn. Ég vil lýsa því yfir að ég er algjörlega á móti vegi við sjóinn og í Engidal. Svöri 1.—2. Með því að ganga frá Arnarneslæk og í s.v. þá verðum við strax vör við þá miklu möguleika sem svæðið gefur til útivistar. Á svæðinu frá Arnarnes- læk og að Hraunkotslæk eru örugglega ákjósanlegustu svæði fyrir alls konar íþróttir, frjálsar íþróttir, knattspyrnu, tennis, golf- æfingar og ég tala ekki um siglingar. Á öllu Reykjavíkursvæð- inu er ekki til betra svæði sem hefur þessa möguleika. Væri ekki nær að við sjálf nytum þessara gæða, en að þarna kæmi fallegasta ökuleið á svæðinu? Þegar við erum komin fram hjá Hraunkotslækn- um, þá göngum við upp á fallegan ás og við sjáum strax að hér er fagurt byggingasvæði alveg að Engidal. Mikil synd væri að eyðileggja það með vegi. Sá sami vegur myndi eyðileggja jaðarinn á Gálgahrauni sem við höfum þegar samþykkt friðun á. 3. Nú þegar, eða seinustu tvö árin, hefur siglingaáhugafólk byrjað framkvæmdir við Arnar- nesvog. Sigli'ngar er íþrótt sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Sú aðstaða sem nú þegar er komin er alltof lítil og innan fárra ára verður hver metri á ströndinni nýttur fyrir þessa íþrótt og að sjálfsögðu verður að vera gott pláss upp af ströndinni fyrir starfssemina. 4. Ef sjávarbrautin kæmi, hefur þegar komið tillaga um að frá Silfurtúni og að brautinni komi íbúðarbyggð og eitthvað af stofn- unum. 5. Hér komum við að spurningu sem margir vilja ekki hlusta á. Vegagerðin hafði áætlanir um þrjár akbrautir í hvora átt með breiðum eyjum á milli. Við Vífífilsstaðagatnamót áttu að koma há og víðáttumikil tengi- vegamót sem fært hefðu allflest hús við gatnamótin í kaf. Þessu var mótmælt og fallið frá. 6. Þær framkvæmdir sem á að gera eru mjög sjálfsagðar fram- kvæmdir. Hafnarfjarðarvegur verður svipaður og umferðagötur sem hafa’verið byggðar i Reykja- vik, en þar standa hús alveg við götuna. Veginn á að lagfæra þannig að akbrautir verða tvær í hvora átt,-með mjórri graseyju á milli. Umferðarljós eiga að koma við Vífilstaðaveg og Lækjarfit. Með þessum aðferðum fáum við Garðbæingar ágætis heimkeyrslu að neðanverðu í bæinn. Alltaf frá fyrstu tíð hefur bæjarstjórnin barist fyrir, og borgarafundurinn samþykkt eindregið, að Kefla- víkurveginn eigi að byggja fyrst. Er það skoðun fleiri að með þeim vegi væri losnað við erfiðustu og þy.ngstu umferðina. Ég tala ekki um öryggið sem myndi skapast við að fá þann veg. Ég fjölyrði ekki meira um það, en bendi á skrif og viðtöl sem ég setti af stað í Vísir á sínum tíma vegna öryggisleysisins sem við Garðbæingar byggjum við af þessum sökum. 7. Ég vil benda ykkur á að aka eftirtaldar götur í Reykjavík, en þær eru að sjálfsögðu fleiri slíkar: Háaleitisbraut, Hringbraut, frá Melavelli að sjó, Sogaveg, Grens- ásveg, Réttarholtsveg, Langahlíð, Nóatún, Skipholt o.fl. o.fl. Ég læt þessi skrif nægja, en bið fólk að hugleiða vel gerðir sínar og kynna sér vel alla málavexti áður en ritað er undir mótmælalistana, og sérstaklega að leita eftir upplýsingum þegar viðkomandi söfnunaraðili getur ekki veitt þær. Garðabæ 3. ágúst, Ágúst Þorsteinsson. Edgard Guðmundsson verkfræðingur: Að spá í spilin? í ljósi nýafstaðinna kosninga hafa spunnist miklar umræður í dagblöðunum um stöðu stjórn- málaflokka og forystumanna þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið varhluta af þessum umræðum, sem hafa í vaxandi mæli tekið mið af hinni svokölluðu „óháðu og frjálsu" blaðamennsku, sem vinsæl er um þessar mundir fyrir tilverknað síðdegisblaðanna. Dagblöð hafa ætíð verið mikið lesin á Islandi og má af því draga þá ályktun, að áhrif þeirra á skoðanamyndun fólks séu umtals- verð. Meðal nýjunga, sem síðdegis- blöðin hafa bryddað upp á eru skoðanakannanir, sem hafa í mörgum tilvikum vprið vel unnar og því vakið verðskuldaða athygli, enda marktækar í góðu meðallagi. Það orkar því tvímælis, þegar blöðin og nú nýverið Morgunblaðið taka að ræða stöðu forystumanna flokksins á forsendum, sem kunna að birtast almenningi sem mark- tæk skoðanakönnun. Ég leiði hjá mér að tíunda skrif Vísis í þessum dúr, en ætla hins vegar að drepa nokkuð á skrif Morgunblaðsins frá 22. júlí s.l. undir fyrirsögninni „Sjálfstæðis- menn spá í spilin". Fréttaskýring? Áður en lengra er haldið, vil ég segja að grein þessi er vel skrifuð og þess vegna trúverðugri en ella. Éftir nokkrar umræður um stjórnarmyndun og flokksforyst- una er dregin fram „fréttaskýring- in“ um ráðherraefni, ef til stjórnarmyndunar kemur með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Niðurstöður hennar í „hispurs- leysi" hinnar frjálsu og óháðu blaðamennsku eru eitthvað á þessa leið: 1) Geir Hallgrímsson virðist um- deildur í greininni, en sleppur þó fyrir horn og er nokkurn veginn sjálfkjörinn til setu í ríkisstjórn ef til kemur. 2) Gunnar Thoroddsen og Matthías Á. Mathiesen virðast fá þann dóm, að þeir ættu að „hvíla sig“ í næstu ríkisstjórn. 4) Ragnhildur Helgadóttir er lík- legasta ráðherraefni flokksins að Geir frátöldum. Edgar Guðmundsson. Nú vil ég taka það skýrt fram, að ég hef mikið álit á öllum þeim aðilum, sem hér hafa verið nefndir og tel, að allir gætu sómt sér vel í ráðherrastólum. Ég get hins vegar ekki viðurkennt þá „óháðu og frjálsu" blaðamennsku, sem í greininni er fólgin, fyrst og fremst vegna lítils áreiðanleika þeirrar „skoðanakönnunar," sem greinin byggist á. Ef sjálfstæðisfólk viðurkennir, að misklíð sé innan forystuliðs flokksins, þá getur sú blaðagrein, sem hér um ræðir, vart talist líkleg til að draga úr þeirri misklíð. Tengsl hinna ýmsu forystu- manna flokksins við Morgunblaðið eru talin missterk og verður dregið í efa, að þeir, sem telja á sig hallað í þessari „fréttaskýringu", geti fallist á, að hún sé marktæk, svo ekki sé meira sagt. Þeim spurningum, sem Morgun- blaðið óskar svara við í „könnun- inni“ verður einungis svarað á landsfundi, sem einn getur túlkað rödd flokksins í jafnviðkvæmum málum og hér er tekið á. Nú vaknar sú spurning, hvort ég sé með ádeilu minni á þessa „fréttaskýringu“ að vega að prent- frelsi og koma á ritskoðun. Til þess að geta svarað þeirri spurningu, þarf fyrst að gera sér grein fyrir, hvað er „frjáls og óháð blaðamennska" eða hvað er „frelsi" yfirleitt. Rætt er um, að á íslandi sé frjáls verslun, sem allir vita að er ekki frjáls, frjáls samkeppni, sem keppir við ríkisvaldið og svo má lengi telja. Hjá sjónvarpi og hljóðvarpi er ritskoðun við lýði undir yfirstjórn útvarpsráðs og ritstjórar hleypa ekki hverju sem er á prent. Allt frelsi er meir og minna takmörkunum háð og er þess vegna ákaflega afstætt hugtak. Ef til vill má segja, að „lýðræðið setji frelsinu mörk“, þar sem það kveður á um rétt meirihlutans við setningu leikreglna. Það er svo undir samsetningu meirihlutans á hverjum tíma komið hver eru takmörk frelsisins. Ef niðurstöður Morgunblaðsins byggjast á umsögn meirihluta þeirra, sem spurðir voru, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort sá meirihluti gefur rétta mynd af skoðunum hins almenna flokks- manns. Það er alkunna að jafnvel hæfustu forystumönnum getur skjátlast mjög í þeim efnum. Um Morgunblaðið vil ég segja, að allt fram á síðustu og verstu tíma hef ég talið það vera málgagn sjálfstæðismanna. Nú hillir undir breytingar í þá veru, að blaðið sé óháð og frjálst, en skoðanir þess og flokksins fari saman í veiga- mestu atriðum. Hér vaknar því spurning, hvort stjórnmálaskrif blaðsins verði þá eftirleiðis túlkuð sem stefna flokksins eða hvort nauðsyn beri til að koma skoðunum og stefnu hans á framfæri á annan hátt. Það má e.t.v. spyrja þeirrar spurningar, hvort stjórnmála- flokki sé yfirleitt nauðsyn á að eiga sér málgagn þegar dagblöðin eru öllum opin? Má ekki gera ráð fyrir, að rödd fjöldans heyrist best við slíkar aðstæður eða er hætta á, að fámennur hópur maraþonskríb- enta verði áhrifameiri í þjóðfélag- inu en samræmist lýðræðishug- sjóninni? Ef ritstraumur til hinnar „óháðu og frjálsu pressu" verður meiri en blöðin geta torgað, hver á þá að skera niður? Hver á að velja og hafna? Hvað verður um frétta- þjónustuna? Verður hún að víkja fyrir ritstraumnum? Hvað verður um sjálfa blaðamannastéttina? Ég tel mig þess ekki umkominn að svara öllum þessum spurningum og læt það öðrum eftir. Ég vil hins vegar vona, að hinni „óháðu og frjálsu pressu" takist að ráða fram úr sérhverjum vanda, sem við kann að blasa og renni styrkum stoðum undir ríkjandi lýðræði. Ég tel ekki vafa á, að það er vilji Morgunblaðsins, að skoðanir þess og Sjálfstæðisflokksins fari saman í veigamestu atriðum, og að blaðinu takist jafnframt að aðlaga sig hinum breyttu aðstæðum í íslenskri fjölmiðlun. Ef blaðið temur sér aðrar og betri aðferðir en fram koma í greininni „Sjálfstæðismenn spá í spilin", þá er ég þess fullviss, að þorri sjálfstæðismanna vill leggja sitt af mörkum til að svo verði. Olíuleit vid Grænland „Síðast liðið sumar fóru fram óvenjulegar æfingar á Davis sundinu milli Grænlands og Kanada. Menn klifruðu af drátt- arbátum upp á isjaka og slógu reipi um jakann. Ekki var ætlunin að toga hann til Saudi Arabíu, heldur átti að sjá, hvort ekki væri hægt að toga ísjaka í burtu, ef þeir stefndu olíupöllum á svæðinu í hættu. Bjartsýni Dana var mikil á árunum 1976 og 1977, þegar mörg olíufélög unnu að olíuleit á Davis sundinu. Danir vonuðu, að þarna fyndist ný olíunáma, sem gæti bætt þeim þá milljarða króna, sem þeir eyða í Græn- landi á hverju ári. En reyndin varð önnur. Starfsmaður Græn- landsmálaráðuneytisins, Bo Wildsang, lét þau orð falla, að boranirnar „bæru ótrúlega lít- inn árangur". Olíuleitin varð til einskis, og mörg olíufélaganna endurskoða nú afstöðu sína. Þótt sum þeirra hafi þegar hætt borununum, sagði Wildsang mér, að hann byggist við, að eitthvað yrði um boranir á næsta ári. Fyrir nokkrum árum voru Danir vissir um, að olía fyndist við vesturströnd Grænlands. Nú hafa þeir meiri áhuga á að kanna betur landgrunnið í kringum Danmörku. Þar eru góðar líkur á því, að jarðgas leynist. Danir hafa í hyggju að flytja jarðgasið eftir leiðslum upp á land og selja það Svíum. Danskir embættismenn eru von- góðir um, að ef ekkert verður úr smíði meiriháttar gasleiðslu frá EftirJohn_ C. Ausland Statfirði í Noregi yfir á megin- landið, geti Danir fengið jarðgas af landgrunninu í kringum Noreg. Þó að niðurstöðurnar á Græn- landi hafi hingað til verið neikvæðar eru þær mikilvægar fyrir 'Noreg. Háttsettur starfs- maður bandarísks olíufélags, sem hefur að undanförnu gert könnun á vandkvæðunum við boranir fyrir norðan Noreg, sagði mér, að af fenginni reynslu félags hans við boranir á svæðinu út af Grænlandi og Alaska væri hann sannfærður um, að þeir erfiðleikar, sem fylgja borunum á Barentshafi, séu vel viðráðanlegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.