Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 35 56 m SKUTTOGARI - 499 BRÚTTÓRÚMLESTIR - Humarvertíd lokið h já Horna fjarðarbátum HUMAR- og sumarvertíð telst nú lokið hjá Hornafjarðarbátum. Heildarhumaraflinn varð í ár 170% tonn og er það 42 tonnum meira en í fyrra en humarinn reyndist smærri, fóru aðeins 40% í fyrsta flokk, en 50% í fyrra. Annar fiskafli á þessum tíma varð 1446 tonn. Er það 300 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Auk þess hafa 3 bátar siglt með 120 lestir til Englands. Mestan humar- lafla hafði Æskan, 16.626 kg, og varð heildaraflaverðmæti bátsins 26 milljónir króna. Lokið verður við vinnslu í frystihúsinu eftir helgi og verður því þá lokað um óákveðinn tíma. Fjórir bátar ætla að fara eina til tvær veiðiferðir á humar og verður afli þeirra unninn á Eskifirði. Flestir bátanna eru þegar farnir að undirbúa sig undir síldveiðarn- ar. Gunnar Skipasmíðar: T * * “■ • ----- Lanamalin sigla öllu í strand INNLEND skipasmíði hefur átt við vaxandi rekstrar- vanda að stríða á undanförn- um misserum. Jón Sveinsson forstjóri skipasmíðastöðvar- innar Stálvíkur sagði í viðtali við Viðskiptasíðuna að það væri illt til þess að vita að eftir að fyrirtækið hefði lagt í ýmsar hag- ræðingaraðgerðir og tryggt sér kaupendur að framleiðsl- unni væri ekki hægt að fara í gang. Ástæðan væri staðan á lánamarkaðinum og verðbólguþróunin, því þó svo mönnum takist að safna saman í útborgun sem eigin f ramlag í dag dygði það ekki næsta dag. Þau lán sem útgerðaraðilum er boðið upp á í dag hjá Fiskveiðasjóði eru annað hvort gengis- eða vísitölutryggð auk þess sem þau bera háa vexti. Það má geta þess að um tuttugu alvarlegar fyrir- spurnir hafa borizt fyrirtæk- inu varðandi nýja tegund togara en þessar reglur hafa fælt marga sterka kaupendur frá, sagði Jón Við hjá Stálvík höfum á undanförnum árum unnið að ýmsum hagræðing- arþáttum í rekstri fyrir- tækisins. Tölva hefur verið keypt og var við það miðað að hún gæti sinnt þörfum tæknimannanna, sem hins almenna stjórnanda. Merk- asta átakið er þó eflaust hönnun sérstaks 339 tonna togara og var eitt megin- markmiðið með hönnuninni að gefa íslenzkum útgerðar- aðilum kost á skipi sem krefðist mun minna eldsneyt- is en sambærileg skip krefj- ast í dag. Erlendar tækni- stofnanir hafa gert tilraunir með líkan af skipinu og eru niðurstöður allar hinar jákvæðustu, m.a. þær að sparnaður, vegna minni olíu- notkunar sé á gildandi verð- lagi um 20 millj. á ári. Jón sagði að við hönnunina hefði einnig verið lögð áherzla á það að staðla sem flesta verkþætti og má t.d. nota sama skrokkinn jafnt fyrir skuttogara, rækjutogara og nótaveiðiskip. Á grundvelli þessa hönnunarverks og smíði togarans Elínar Þor- bjarnardóttur var gerður bónussamningur við starfs- menn Stálvíkur þannig að auka mætti hagræðinguna enn frekar og þar með samkeppnishæfni fyrirtækis- ins sagði Jón að lokum. Þjóðarframleiðslan: Mest aukning í Á myndinni, sem fylgir þessum texta, má sjá hver aukningin er í þjóð- arframleiðslu hinna ýmsu landa á þessu ári eða öllu heldur hverju spáð er að hún verði á þessu ári. Einnig má geta þess að Þjóðhags- Noregi stofnun gerir ráð fyrir um 3% aukningu þjóðar- framleiðslu okkar á þessu ári eða svipað og í Englandi. Leiðrétting á frétt frá Stykkishólmi Stykkishólmi 1.8.1978. í FRÉTT minni í Mbl. s.l. föstudaK urðu leið mistök er þurfa leiðréttingar við. Þessi grein var um beitingavél í m.s. Þórsnesi SH 109 frá Stykkis- hólmi, þar sem höfð voru eftir Kristni Ó. Jónssyni skipstjóra ummæli um reynslu hans af beitingavélinni. Þar sem einstök ummæli voru ekki rétt eftir Kristni höfð er rétt að það voru hvorki orð hans né ætlun að deila á núverandi skipstjóra bátsins, eins og fram kemur í fréttagrein- inni. Einnig er rétt að það komi fram varðandi samanburð sem gerður er í greininni á afla bátsins og annarra báta s.l. vetrarvertíð að sá samanburður er óraunhæfur, þar sem línulengd hjá m.s. Þórs- nesi var 55 balar samanborið við 40—45 bala hjá öðrum bátum. Þá hefur framkvæmdastjóri Þórsness h.f. farið þess á leit að það verði tekið fram, að ástæðan fyrir því að beitingavélin var tekin í land var sú, að 5. júlí s.l. var báturinn sendur á grálúðuveiðar við Kolbeinsey. Strax kom í ljós að hann fiskaði ekki sambærilega við aðra báta. á sömu slóðum, sem handbeitingu höfðu. Aflinn reynd- ist allt að tveimur þriðju minni. Ýtarlegar tilraunir hefðu verið gerðar án árangurs. 15. júlí s.l. var báturinn sendur á grálúðuveiðar að nýju og þá með handbeitingu. Kom þá í ljós að afli bátsins var sambærilegur við aðra báta á sömu slóðum. Það er rétt að þetta komi fram og ég biðst velvirðingar á mistök- unum. Fréttaritari. Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi míðað við ínnlausnarverð pr. kr. 100- Seðlabankans 1967 2 flokkur 2756 68 49 2% 1968 1 flokkur 2400 82 32 0% 1968 2. flokkur 2257 95 313% 1969 1 flokkur 1682 32 313% 1970 1 flokkur 1545 13 718% 1970 2. flokkur 1 126 06 31 1% 1971 1 flokkur 1059 15 70 0% 1972 1 flokkur 923 38 31 0% 1972 2 flokkur 790 08 70 0% 1973 1. flokkur A 604 36 1973 2 flokkur 558 71 1974 1 flokkur 388 06 1975 1 flokkur 317 27 1975 2 flokkur 242 13 1976 1 flokkur 229 30 1976 2 flokkur 186 20 1977 1 flokkur 172 93 1977 2 flokkur 144 86 1978 1 flokkur 1 18 05 Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100- 1972—A 598 47 (10% afföll) 1973—B 513 44 (10% afföll) 1974—D 388 22 (10% afföll) 1974—F 274 73 (10% afföll) VEÐSKULDABRÉFX: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- x) Miðað er viö auðseljanlega fasteign. HLUTABRÉF: Málning h.f. Kauptilboð óskast. PiéRpcrrincnRpciAG fiuwu hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjatgötu 12 —- R (iðnaöarbankahúsinu) Simi 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.