Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 AÐ VENJU er mikið um mót og skemmtanir um verzlunarmanna- helgina, þessa mestu ferðahelgi sumarsins. Hér á eftir fer upp- talning á því helzta sem boðið er uppá á þessu sviði. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyingar halda sína þjóðhátíð um helgina og hefstthún á föstudagskvöld. Brenna verður kl. 12 á miðnætti á föstudagskvöld á Fjósakletti, á miðnætti á laugar- dagskvöld verður flugeldasýning á Fjósakletti, bjargsig verður sýnt síðari hluta föstudags. Kvöldvökur verða á hverju kvöldi á Þjóðhátiðinni og verður flutt efni fyrir alla. Guðrún Á. Símonar syngur, einsöngvara- kvartettinn kemur fram, Jörundur skemmtir, söngflokkurinn Rand- ver, Jói á Ingjaldssandi, Lúðra- sveit Vestmannaeyjá og Róbert Arnfinnsson koma fram, Brekku- söngur verður og fimleikar og Eymenn flytja þjóðhátíðarlag Árna Sigfússonar. Dansleikir verða á tveimur pöllum öll kvöldin og standa til kl. Aðgangur að mótinu í Galta- lækjarskógi er kr. 5000. Ferðir á mótið verða frá Umferðarmiðstöð- inni í dag kl. 13. Rauðhetta að Úlfljótsvatni Rauðhettumótið hófst í gær- kvöldi í Hátíðarlaut. Brunaliðið og Mannakorn skemmtu þá. Einnig skemmti Basil fursti en dansað er á þremur stöðum. I dag hefst dagskráin kl. 11., með því að tívolí verður opnað. Kl. 15 verður skemmtun. ' Fjörefni kemur fram, Rut Reginalds, Bald- ur Brjánsson, Megas og Þursa- flokkurinn. Maraþonbroskeppni verður og sá sem mest og best brosir verður heiðraður. Einnig verður knattspyrnukeppni. I kvöld verður kvöldvaka og síðan dansleikir. Á morgun verður íslandsmeistaramót í drekaflugi, maraþonkossakeppni, Rauðhettu- hljómleikar, og koma þar fram Tívolí, Mannakorn, Jazzvakning, Brunaliðið og Big Balls and the Great White Idiot. Dansleikir og flugeldasýning verður í kvöld. ISBP ' verzlunarmannahelgina. Gleðin hefst á föstudagskvöld með dans- leik, þar sem Sveinsstaðasextett- inn frá Ólafsvík og Tíbrá frá 4 eftir miðnætti. Eymenn og hljómsveit Steina spil leika. Bindindismót í Galtalæk Umdæmisstúkan nr. 1 og ísl. ungtemplarar gangast nú sem fyrr, fyrir útimóti í Galtalækjar- skógi. Mótið hófst í gærkvöldi með kvöldvöku og dansi eftir diskóteki. í dag verða ýmsir leikir og íþróttir fyrir börn, góðaksturskeppni, flug- eldasýning og dans og leika Galdrakarlar. Dagskrá sunnudagsins hefst með guðþjónustu, síðan kemur barnatími með Tóta trúð, Galdra- körlum og dansi. Á kvöldskemmt- uninni syngur Magnús Jónsson óperusöngvari, hátíðarræða verður flutt og Baldur Brjánsson lætur til sín taka. Þá skemmtir Jörundur, söngtríó kemur fram, leikþáttur fluttur, og Bára Gríms- dóttir syngur eigin lög. Galdra- karlar leika fyrir dansi. Rauðhettumótinu lýkur um hádegi á mánudag. Á meðan mótið stendur yfir verður hestaleiga opin og enn- fremur bátaleiga. Aratunga Útisamkoma verður í Aratungu. Hljómsveitirnar Tívolí, Geim- steinn, Fjörefni og Big Balls koma fram og einnig Gylfi Ægisson. Húnaver Sem fyrr verður útisamkoma í Húnaveri, og ber samkoman heitið „Velkomin í gleðskapinn". Hljóm- sveitirnar Alfa Beta og Big Balls leika fyrir dansi og einnig Lava og Janis Carol. Ýmsir útileikir verða á hátíðinni. Arnarstapi Sérstök Jökiagleði verður haldin að Arnarstapa á Snæfellsnesi um Akranesi leika fyrir dansi, og leika þessar hljómsveitir einnig fyrir dansi á laugardag og sunnudag. Dagskrá á laugardag hefst kl. 14 með knattspyrnukeppni á milli mótsgesta og skemmtikrafta mótsins. Þá verða allskyns útileik- ir, en ætlunin er að mótsgestir taki sem mestan þátt í leikjum og keppni mótsins. Þá verður svoköll- uð „jammsession“ á laugardaginn. Á sunnudag hefst dagskrá kl. 15 með fjöldasöng, þá skemmta brandarakarlar og farið verður í útileiki. Næg tjaldstæði eru við Arnar- stapa og veitingar verða á boðstól- um. Ekki verður selt sérstaklega inn á svæðið, heldur verða aðeins seldir miðar á dansleikina á kvöldin. Kirkjubæjar- klaustur Á Kirkjubæjarklaustri verða tveir dansleikir um helgina, á laugardags- og sunnudagskvöld, og hefjast þeir báðir kl. 10. Þar mun hljómsveit Stefáns P. leika og Baldur Brjánsson skemmtir og kveikir m.a. eld af 10 metra færi. Næg tjaldstæði eru á Kirkjubæj- arklaustri. Arnes Skemmtanir verða í Árnesi á Skeiðum um helgina. I dag kl. 15 verður fjölskylduskemmtun og dansleikur frá kl. 22. til 02. A morgun, sunnudag, hefst fjöl- skylduskemmtun kl. 15 og um kvöldið verður dansað til kl. 02. Brimkló, Halli og Laddi koma fram í Árnesi og einnig mun Baldur Brjánsson koma fram og sýna töfrabrögð. Logaland Dansleikir verða þar í kvöld og annað kvöld. Haukar og Póker skemmta, ennfremur mun Baldur Brjánsson gleypa nokkur rakblöð og sýna fleiri listir. Knattspyrnu- leikur verður háður fyrir neðan Reykholt í dag. í kvöld mun ný hljómsveit, Ævar, koma fram. Sætaferðir verða frá Akranesi, Borgarnesi og BSÍ í Reykjavík. Laugar Fjölskylduhátíð verður á Laug- um í S-Þingeyjarsýslu um helgina. I dag verður keppt í íþróttum og kvikmyndasýning er á dagskrá. Á morgun flytur Jónas Kristjánsson ræðu, Jörundur fer með gaman- mál, Jón Sigurbjörnsson syngur, Rut Reginalds kemur fram og éinnig Birgir Marinósson. Einnig verða kvikmyndasýningar og ungl- ingadansleikur. Hljómsveitirnar Pónik og Einar og Hver leika fyrir dansi á kvöldin. Sætaferðir á mótið verða frá Akureyri og Húsavík. Dalbær Dansleikur verður í Dalbæ í Snæfjallahreppi í kvöld. Austurland Ekkert útimót verður að þessu sinni á Austurlandi. Hins vegar verða dansleikir í flest öllum félagsheimilum fjórðungsins um helgina. Nokkur heílræöi Um verslunarmannahelgina er ætíð mikil umferð á vegum lands- ins og efla því lögreglan og fleiri aðilar, tengdir umferðarmálum, mjög starfsemi sína um þessa helgi, til að stuðla að sem bestri þjónustu við ferðafólkið og til að leiðbeina ökumönnum svo komast megi hjá umferðarslysum og óhöppum. Til þess að fá upplýsing- ar um sérstakar aðgerðir vegna verslunarmannahelgarinnar sneri Mbl. sér til lögreglunnar, umferð- arráðs og Félags íslenskra bif- reiðaeigenda. Fyrst var rætt við Óskar Ólason yfirlögregluþjón umferðarmála. Óskar sagði að aðgerðir lögreglu vegna helgarinnar væru einkum í því fólgnar að vegaþjónusta væri aukin í samvinnu við vegaeftirlit- ið. Ennfremur reyndi lögreglan að fylgja fólkinu og væri aukin löggæsla á þeim stöðum þar sem hátíðir væru haldnar. Væru það sýslumenn og bæjarfógetar sem sæju um slíkt á hverjum stað. Öskar kvað verslunarmanna- helgina ekki skera sig eins mikið úr hvað umferðarþunga áhrærði, og áður var. Nú væru allar helgar um sumartímann miklar umferð- arhelgar. Óskar sagði að Bifreiða- eftirlitið tæki einnig þátt í sér- stökum aðgerðum vegna helgar- innar og bætti við að vel hefði tekist til undanfarin ár og ekki verið mikið um alvarleg óhöpp um þessa helgi. Taldi hann það einkum því að þakka að haldið hefði verið uppi miklum, en eðlilegum áróðri um árvekni ferðafólks og þá sérstaklega öku- manna. Aðspurður um hvað ökumenn ættu helst að forðast á ferðum sínum, sagði Óskar það vera að aka of hægt þannig að menn söfnuðu bílalest á eftir sér. Ef menn treystu sér ekki til að halda eðlilegum ökuhraða ættu menn að stöðva og leyfa öðrum að komast fraiphjá til að koma í veg fyrir mikinn framúrakstur, sem væri mjög hættulegur í svo mikilli umferð sem væntanlega verður á vegunum um helgina. Að lokum sagði Óskar að megin- atriðið væri að menn sýndu hver öðrum lipurð og reyndu að vera í góðu skapi, það væri algengt að ökumenn á leið í frí væru í framan eins og þeir væru á leið í stríð. FIB með 11 Þjónustubíla Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun hafa þjónustubifreiðir víða um land um helgina. Verða þær á eftirtöldum stöðum: Þingvöllum, Húnavatnssýslu, Kollafirði — Hvalfirði, Borgarfirði, Akúreyri — Ólafsfirði, A-Skaftafellssýslu, V-Skaftafellssýslu, Mývatnssveit og nágrenni Árnessýslu, Vest- fjörðum og Austfjörðum. Þessi þjónusta verður enn aukin ef þörf krefur, en beiðni um aðstoð er unnt að koma á framfæri í gegnum Gufunesradíó í síma 22384, Brúarradíó í síma 95-1112,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.