Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
Arndís Björnsdóttir, kennari:
S j álfstæðis-
stefnan í gildi
„Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í
kosningunum, en sjálfstæðisstefn-
an sigraði", sagði Davíð Oddsson í
ágætri ræðu sinni á fundi Heim-
dallar hinn 26. júlí sl. Við skulum
vona, að þetta reynist orð að
sönnu. Kosningaúrslitin voru
verulegt áfall fyrir Sjálfstæðis-
fiokkinn og verður hann að taka
þau sem alvarlega áminningu
stuðningsmanna sinna — og taka
sig á — ella kann enn verr að fara
næst. Fólk telur flokkinn hafa
brugðizt stefnu sinni og unir því
ekki lengur, að stefnuskrá fiokks-
ins sé marklítið plagg, sem einung-
is er vitnað í við hátíðleg tækifæri,
en gleymist svo þess á milli.
Við getum dregið þann lærdóm
af ósigri flokksins, að kjósendur
vilja sterka stjórn, sterkari stjórn
en þá, sem setið hefur undanfarin
4 ár. Það hefur verið gengið alveg
fram af fólki; verðbólgan geysist
áfram og aðhaldsleysi ríkir á
flestum sviðum, sem snerta ríkis-
rekstur. Sjálfstæðisstefnan er
stefna einkaframtaks, frjálsrar
\ atvinnustefnu og ábyrgra athafna
einstaklingsins. Fráhvarf frá þess-
um meginþáttum er að mínu áliti
ein aðalorsök þess, að margir af
dyggum stuðningsmönnum flokks-
ins kusu að greiða öðrum flokkum
atkvæði sitt, því að þeir treystu
flokknum ekki lengur. Að vísu er
allt gott um það að segja, að
flokkur sé „víðsýnn umbótaflokk-
ur“, en allt á sér einhvers staðar
takmörk og við getum ekki haldið
áfram að fá ábyrgðarlausri for-
ystu Alþýðubandalagsins og liði
hennar í verkalýðsforystunni þau
vopn í hendur, sem við höfum gert.
Tvöfeldnin í þeim herbúðum er
talandi dæmi um, hvernig þessi öfl
reyna að koma á algerri upplausn í
þjóðfélaginu til þess að eftirleikur-
inn verði þeim auðveldur. Þegar
vinstri stjórn sat árið 1973, þótti
sjálfsagt að skrifa undir „ábyrga
olíusamninga“, en þegar gengið
var til samninga árið 1977, var
Arndfs Björnsdóttir
ríkisstjórnin neydd til þess að
ganga að samningum, sem eru
meðal þess ábyrgðarlausasta, sem
gerzt hefur á Islandi í langa tíð og
köllum við þó ekki allt ömmu
okkar. Bar þá ekki stjórn landsins
að leggja málið í dóm þjóðarinnar?
Samninga, sem fyrirfram var
vitað um, að ekki gætu haldizt, átti
ekki að skrifa undir því að
einhvern tímann kemur að skulda-
dögunum og greinilegt, að hér
verður hart að mæta hörðu og
skynsemin að ráða. Enda er nú svo
komið, að vinstri fylking verka-
lýðsforystunnar hefur komið öllu í
öngþveiti með óbilgirni sinni og
lítil von um, að skynsemi og
sanngirni fái að ráða ferðinni.
Nú þarf að grípa til alls kyns
úrræða, svo að þjóðarskútan
sökkvi ekki. Þar verða allir að taka
á sig hlutfallslega jafna byrði, en
ekki íþyngja vissum hópum eða
atvinnugreinum umfram aðra.
Atvinnufyrirtæki þjóðarinnar
verða að fá að starfa á eðlilegum
grundvelli, þau mega ekki vera svo
skattpínd, að eðlileg endurnýjun
og vöxtur eigi sér ekki stað.
Undanfarin ár hefur verið viðtekin
hefð að leggja alls konar auka-
skatta á atvinnufyrirtæki ef tóma-
hljóð hefur verið í ríkiskassanum
og óneitanlega hljómar vel í
munni, að fyrirtæki í einkarekstri
geti endalaust staðið undir opin-
berri eyðslustefnu. Þessi afstaða,
sem vel mætti kalla þjóðarinnræt-
ingu, er áreiðanlega ein aðalorsök
fylgistaps Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisfólk er andvígt þessari
stefnu, sem er stórhættuleg, og
ætlast réttilega til þess af flokkn-
um, að hann veiti miklu meira
viðnám gegn ríkisafskiptum, en
hann hefur gert. Þegnarnir verða
að horfa aðgerðarlausir á, hvernig
stjórnir ríkisrekinna fyrirtækja
fremja hver mistökin af öðrum og
kosta skattborgarana milljarða í
auknum álögum. I þeim fyrirtækj-
um ber enginn ábyrgð, þau fara
ekki á hausinn það er staðreynd,
að ríkisvaldið hefur of mikil
neikvæð afskipti af atvinnurekstri
hér á landi og því þarf að breyta.
íslendingar eru að verða einstak-
lingshyggjumenn, og vilja ekki búa
við þjóðskipulag, þar sem einstak-
lingurinn er háður opinberri
forsjá í einu og öllu. Hvergi verða
lífskjör almennings jafn ömurleg
og í slíku þjóðfélagi og hvergi
verður stéttaskiptingin meiri.
Fólkið í þessu landi vill uppskera
laun í samræmi við vinnu sína.
Þess vegna er það lífsnauðsun
fyrir okkur að viðhalda gildi
einstaklingsins og viðurkenna
hana sem slíkan. Það, sem fyrst og
fremst þarf að gera, er að skera
niður ríkisbáknið. Við Islendingar
höfum ekki efni á þeirri yfirbygg-
ingu, sem við höfum reist okkr.
Við byggjum afkomu okkar á
óvissum aflaverðmætum, og get-
um ekki leyft okkur að koma
sérhverjum þjóðfélagsþegn ein-
hvers staðar á ríkisjötuna. Við
þurfum stjórn, sem þorir að skera
niður það kerfi samtryggingar og
pólitísks siðleysis, sem viðgengizt
hefur í öllum flokkum. Við viljum
afnema öll þau óeðlilegu fríðindi,
sem embættismannakerfið hefur
komið á.
Það þarf breytt siðgæðisviðhorf
í stjórnmálum á íslandi. Menn
eiga að standa og falla með
ákvörðunum sínum og kjósendur
hljóta að geta ætlazt til þess, að
einhvers ábyrgð fylgi því
þjónustustarfi, sem þingmennska
er. Við, sem trúum á sjálfstæðis-
stefnuna, ætlumst til þess, að
umboðsmenn okkar á Alþingi fylgi
stefnu flokksins, fylgi fast eftir
kröfu um heilbrigt atvinnulíf, sem
fái að dafna í friði, en verði ekki
drepið hægum dauða með „vinstri"
meðulum. Sjálfstæðisflokkurinn á
að hætta að samþykjja lagafrum-
vörp, þar sem önnur hver setning
hefst á : „Ríkið skal hlutast til
um“.
Því aðeins getur Sjálfstæðis-
flokkurinn búizt við að endur-
heimta fyrra fylgi sitt, að hann
fylgi ótrauður, í stjórn eða
stjórnarandstöðu, þeirri stefnu
athafnafrelsis og einstaklings-
hyggju, sem verið hefur horn-
steinn hans frá öndverðu.
Bridge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Taf 1- og bridge-
klúbburinn
Sl. fimmtudag var spilað í
þremur riðlum. einum 16 para
og tveimur 12 para. Meðalár-
angur í A riðli var 210 stig og í
B- og C-riðli 165 stig.
AriðiIIi
Magnús Oddsson —
Sigríður Pálsdóttir 250
Árni Pálsson —
Guðmundína Pálsdóttir 232
Gísli Tryggvason —
Guðlaugur Nielsen 230
Einar Þorfinnsson —
Sigtryggur Sigurðsson 224
Friðrik Karlsson —
Kári Sigurjónsson 224
B-riðilIi
Ásmundur Pálsson —
Stefán J. Guðjohnsen 198
Jakob R. Möller —
Sigurður Sverrisson 188
Gissur Ingólfsson —
Viðar Jónsson 186
Alda Hansen —
Nanna Ágústsdóttir 183
Kristján Guðmundsson —
Sophonias Benediktss. 168
C-riðiIli
Kristján Blöndal —
Skafti Jónsson 213
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 191
Páll Valdimarsson —
Valur Sigurðsson 185
Ingvar Hauksson —
Orwelle Utlay 171
Guðni Sigurbjörnsson —
Jónas Erlingsson 168
Staðan í stigakeppninnii
Valur Sigurðsson 9
Ásmundur Pálsson 9
Viðar Jónsson 8
Ragnar Júlíusson skólastjóri:
„Framhjá Matthíasi Bjarna-
syni verður ekki gengið”
Allt frá því í júnílok að ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar sagði
af sér hafa dagblöðin verið að gera
því skóna hverjir yrðu næstu
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ef
hann tæki þátt í myndun nýrrar
ríkisstjórnar.
Formaður Alþýðuflokksins hef-
ur nú gefist upp við stjórnarmynd-
un og Geir Hallgrímssyni hefur nú
verið falið að gera tilraun til
stjórnarmýndunar. Miðstjórn og
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
hafa nú falið Geir Hallgrímssyni
og Gunnari Thoroddsen að hefja
viðræður.
Allir núverandi ráðherrar í
ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar
hafa verið nefndir sem væntanleg-
ir ráðherrar auk flestra þeirra sem
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
eru að undanskildum Matthíasi
Bjarnasyni sem fer með tvo af
stærstu málaflokkunum í núver-
andi ríkisstjórn.
Hvers vegna er hann ekki
nefndur í hugleiðingum þeirra sem
um þessi mál hafa fjallað að
undanförnu í síðdegisblöðunum?
Er hann óhæfur, eða eru önnur
Matthías Bjarnason
sjónarmið sem koma þar fram?
Þeir sem ég hefi heyrt ræða þessi
mál eru á annarri skoðun. Matth-
ías Bjarnason hefur verið þing-
maður Vestfirðinga s.l. 15 ár og
aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins
þar og náði það hámarki 1974
þegar Sjálfstæðisflokkurinn átti
þar þrjá þingmenn, tvo kjördæma-
kjörna og einn í uppbótarsæti,
Að vísu tapaðist uppbótarsætið
nú í alþingiskosningunum 1978, en
fylgi flokksins stendur ekki síður
föstum fótum á Vestfjörðum en
annars staðar á landinu.
Matthías Bjarnason hefur s.l. 4
ár sem ráðherra' Sjálfstæðis--
flokksins farið með eins og áður
segir, tvo af þýðingarmestu mála-
flokkum ríkisstjórnarinnar, þ.e.
sjávarútvegsmálin ásamt heil-
brigðis- og tryggingamálunum.
Á þessu tímabili hafa orðið
meiri breytingar á sjávarútvegi en
á nokkru öðru kjörtímabili fyrr og
síðar.
Fyrst skal nefna lokasigur í
landhelgismálinu þegar landhelgin
var 15. okt. 1975 færð út í 200
mílur en hlutur hans er þar stór þó
hans sé ekki sigurinn allur.
En í hans ráðherratíð hefur
tekist að afla viðurkenningar allra
þjóða á óskoruðum yfirráðarétti
200 mílnanna.
Þýðingu þess má marka af því
að árið 1973 var hlutdeild okkar af
heildar botnfiskaflanum um 59%
en 1977 87% og þar af 97% af
þorskaflanum. Nú fá útlendingar
ekki að veiða innan landhelginnar
nemá með samþykki okkar sem
þeir allir virða.
Á þessu sama tímabili hafa
verið gerðar stórfelldari ráðstaf-
anir en nokkru sinni fyrr til
fiskfriðunar, og nægir að nefna að
ráðherra brast ekki kjark til
framkvæmda svo sem alþjóð er
kunnugt. Samfara þessu hafa
hlutfallstekjur sjómanna aukist
verulega eða allt að 22% umfram
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Heilbrigðis- og tryggingamál er
svo stór málaflokkur, að í stuttri
grein verða þeim ekki gerð skil svo
að nokkru nemi, en bætur til
þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu hafa hækkað meira í
tíð Matthíasar Bjarnasonar en í
tíð nokkurs annars ráðherra.
Sem dæmi má nefna að tekju-
trygging, sem skiptir mestu máli
fyrir aldna og sjúka, hefur hækkað
um 495% á meðan almennir
kauptaxtar í landinu hafa hækkað
um 253%.
íslenzkar
konur til
Grænlands
í NÆSTU viku leggja 24 konur
frá Kvenfélagasambandi íslands
upp í vikuferð til Grænlands í
boði kvenfélaga þar í landi, en
þar með eru grænlenzkar konur
að endurgjalda boð, sem 25
grænlenzkar konur þáðu s.l.
sumar á íslandi.
Farið verður til Julianehaab,
Narsaque og að Görðum. Farar-
stjóri er Sigríður Thorlacius,
formaður Kvenfélagasambands-
ins. Mikill hvatamaður að þessum
tengslum milli íslenzkra og græn-
lenzkra kvenna er Henrik Lund,
borgarstjóri í Grænlandi, sem m.a.
hefur verið í vetur við nám í
Háskóla íslands.
Dregið í
happdrætti
Lionsklúbbs
Kópavogs
LIONSKLÚBBUR Kópavogs
dreifði í sumar þjónustublaði á öll
heimili í Kópavogi, segir í frétta-
tilkynningu frá klúbbnum. I blað-
inu voru ýmsar upplýsingar svo og
auglýsingar og gilti hvert blað sem
happdrættismiði og var númerið
að finna á blaðsíðu 10. Vinningur-
inn var írlandsferð fyrir 60
þúsund krónur.
Nú hefur verið dregið í happ-
drættinu og kom vinningurinn upp
á miða númer 3651. Vinningshafi
getur vitjað vinningsins hjá Grét-
ari Kristjánssyni í síma 40755.
EkkiBooth
heldur Tryon
MAÐURlKtN, sem tók á móti Karli
Bretaprinsi, er hann kom til
Egilsstaða í fyrradag, var ekki
Brian Booth, eins og sagt var frá í
frétt Mbl. heldur Anthony Tryon
lávarður og var kona hans með
honum.
Ragnar Júlíusson.
Hvers vegna er ég með þessar
hugleiðingar um ráðherradóm
Matthíasar Bjarnasonar? Jú, þeim
er auðsvarað. Undanfarin ár hefi
ég setið í stjórn Sjúkrasamlags
Reykjavíkur og í útgerðarráði
B.Ú.R. og kynnst störfum ráðherr-
ans í báðum þeim málaflokkum
sem undir hann hafa fallið og þess
vegna er mér og mörgum öðrum
sjálfstæðismönnum lítt skiljanlegt
hvers vegna hans nafn hefur ekki
verið nefnt í þeim hugleiðingum
sem ég nefndi í upphafi þessarar
stuttu greinar.
Komi til aðildar Sjálfstæðis-
flokksins að næstu ríkisstjórn fæ
ég og fjölmargir aðrir ekki séð að
fram hjá Matthíasi Bjarnasyni
verði gengið.