Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
„Fólk á öllum
aldri kaupir
íþr óttavörur’ ’
STEFÁN V. Pálsson og Kjart-
an V. Guðmundsson eru eigend-
ur sportvöruverzlunarinnar
Bikarsins s.f., en 1. ágúst var 1
ár liðið síðan þeir tóku við
rekstri verzlunarinnar. Stefán
starfar í verzluninni og komu
blaðamenn við í Bikarnum og
hittu hann að máli.
„Það var nú ekkert sérstakt
sem olli því að ég byrjaði á
verzlunarrekstri. Ég hafði starf-
að sem verzlunarstjóri hjá
Gunnari Ásgeirssyni í 11 ár og
mig langaði til þess að prófa
sjálfstæðan rekstur. Hjá mér
var það ekki íþróttaáhuginn sem
gerði það að verkum að ég fór að
verzla með sportvörur, en sá
sem er í þessu með mér hann er
mikill Valsmaður.
Ég kann ágætlega við mig í
þessu starfi. Það er tilbreyting
að hugsa um allt sjálfur, allt frá
því að maður pantar vöruna >
þangað til að maður afgreiðir
hana til kaupenda.
Við seljum einungis vörur til
íþróttaiðkana og höfum verið að ,
flytja eitthvað inn sjálfir. Það
er nokkuð erfitt að ná í vörur
annars, því að það er mjög lítið
um raunverulegar heildverzlan-
ir í þessari grein. Það eru helzt
verzlanirnar sjálfar, en þær
gera lítið af því að dreifa vörum
til annarra verzlana.
Fólkið sem kaupir vörur hjá
okkur er á öllum aldri. Maður
hafði alltaf haldið að það væru
helzt unglingar sem keyptu
íþróttavörur. Annað hvort er
það að breytast eða maður hefur
ekki tekið eftir því áður, að það
er ekki svo. Ég held nú samt að
þetta sé að breytast, að fólk sé
farið að hugsa meira um heils-
una og sé því farið að stunda
íþróttir, „trimma", meira nú en
áður. Annars er sportfatnaður
að verða nánast sem tízkufyrir-
brigði. Það þarf að hafa mikla
fjölbreytni í sportfatnaðinum.
Ég hef nú samt ekki tekið eftir
því að hann sé neitt dýrari en
annar fatnaður. Þessar vörur
eru allar háðar verðlagseftirliti
og álagningin á þeim er í raun
ekki eins há og á tízkufatnaði
yfirleitt.
Verzlunin hefur gengið fram-
ar vonum. Það er náttúrulega
ekki komin nein reynd á þetta
enn þá en ég er ekkert óánægður
eins og er. Það eru vissulega
sveiflur á verzluninni. Á vorin,
svona frá aprílbyrjun, fer að
aukast salan á fatnaði fyrir
útiíþróttir og þá helzt fótbolt-
ann. Sú verzlun helzt fram í lok
ágústmánaðar, þá taka innan-
hússíþróttirnar við. Verzlunin
er minnst í ágúst og marz en
annars er hún nokkuð jöfn.“
Séð inni í Bikarnum.
r
„Eg er líklega
fæddur með
þessum ósköpum”
Jón Bjarni Þórðarson er eig-
andi verzlunarinnar Breiðholts-
kjörs.
„Ég byrjaði í bransanum fyrir
alvöru árið 1957 er ég hóf að reka
verzlunina Þrótt. Síðan átti ég
Heimakjör (10 ár og Kjötmiðstöð-
ina í 2 ár. Árið 1969 stofnsetti ég
síðan þessa verzlun, Breiðholts-
kjör. Ég byrjaði í þessu húsnæði
og hef ekkert stækkað við mig
nema hvað ég þurfti að byggja
við þegar mjólkin kom inn í
myndina. Hér starfa nú yfir 30
manns og eru þá líka taldir með
þeir sem vinna hálfan daginn.
Ég held að ég hljóti að hafa
smitazt af kaupmennskunni hjá
Jón Bjarni Þórðarson — „Ég
kann vel við mig í Brciðholtinu.“
föður mínum á sínum tíma en
hann var kaupmaður í mörg ár. Ég
er ekki lærður í greininni svo að ég
hlýt að vera fæddur með þessum
ósköpum. En ég öfunda ekki þá
sem eru að byrja nú í dag á
verzlunarrekstri. Það er svo erfitt
að fá fjármagn í þetta. Maður er
kannski búinn að gleyma öllum
erfiðleikunum sem voru í upphafi
en ég vildi ekki vera að byrja minn
verzlunarrekstur í dag.
Ég er mjög ánægður hér í
Breiðholtinu. Hvað sem aðrir
segja þá er gott fólk hérna."
Fólk að verzla í Breiðholtskjöri.