Morgunblaðið - 17.08.1978, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 Halldór E. Sigurðs- son, land- búnaðar- ráðherra: Rógsaðferðin Grein Eiðs Guðnasonar snýst um bifreiðakaup ráðherra, og það, sem athygli vekur er, að þrátt fyrir það, að allir ráðherrar njóti sömu réttinda og hafa notið um áratugi í þessum málum, þá velur hann aðeins einn úr hópnum og það þingmann úr því kjördæmi, sem hann er sjálfur kosinn þing- maður í við síðustu Alþingis- kosningar. Auðvitað er það út af fyrir sig mál Eiðs, hvort hann kýs að kasta þannig „stríðshanzkan- um“ til samþingmanns síns í Vesturlandskjördæmi. Skapast þar með vissulega nýir siðir með nýjum herra. A einum stað í grein sinni segir Eiður Guðnason: „Hitt er hins Halldór E. Sigurðsson. höfðu ráðherrar þau réttindi að mega kaupa áfengi og tóbak á sama verði og sendimenn erlendra ríkja. Þau réttindi voru felld niður að tillögu minni, stuttu eftir að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar kom til valda. Var það gert með samþykkt á ríkisstjórnarfundi, og þurfti ekki til þess reglugerðar- breytingu, þar sem reglugerð var engin þessu að lútandi. Ekki var afnámi þessara fríð- inda þá vel tekið af þeim Alþýðu- blaðsmönnum, né talið mér til ágætis sem ráðherra, nema síður væri. Þeir skrifuðu grein á grein ofan til varnar gildandi f>Tir- komulagi og vitnuðu óspart til gamallar hefðar. Þeir töldu þá, að reglum sem gilt höfðu um áratuga skeið ætti ekki að breyta, og voru engar getsakir sparaðar í sam- bandi við hið nýja, og að mínum dómi, bætta fyrirkomulag. Hygg ég, að sama hefði verið uppi á teningnum, ef ég hefði þá farið að breyta nýsettri reglugerð Gagnrýnir ráð- herrabúa í ríkisúlpu Um leið og Alþýðublaðið skýrði frá því í s.l. mánuði, að útgáfu þess yrði haldið áfram, þrátt fyrir það, að norski fjárstuðningurinn væri genginn þeim úr greipum, gat blaðið þess, að það myndi einungis sinna stjórnmálabaráttunni. Stjórnmálabaráttu- skrif Alþýðublaðsins Ekki kom það fram í frásögn blaðsins, hvort barátta þessi myndi einkennast af umræðum um málefni, er varðar stefnu flokka, og þá jafnframt fjallað um lausn almennra vandamála þjóðarinnar, eða hvort Alþýðu- flokkurinn teldi sér betur henta að halda áfram á þeirri braut að hafa einstaka stjórnmálamenn að skot- marki og gera tilraunir til að ná af þeim ærunni, beint eða óbeint. Til þeirrar vinnuaðferðar gripu þeir óspart á s.l. kjörtímabili, og telja ef til vill sigur sinn í síðustu alþingiskosningum verulega þess- ari áróðursaðferð að þakka. Hafi einhverjir talið, að hinu takmarkaða rými Alþýðublaðsins yrði varið til skrifa um þjóðmál og lausnir vandamála, mátti ljóst verða að svo var ekki við lestur Alþýðublaðsins miðvikudaginn 9. ágúst, þegar hálf forsíðan var lögð undir skrif Eiðs Guðnasonar, nýkjörins alþingismanns Vestur- landskjördæmis. vegar fullkomið hneyksli, að þessi gömlu fríðindi, leifar frá hafta- tímanum skuli enn vera við lýði, og að menn skuli hafa geð til að notfæra sér þau“. I sambandi við þessar fullyrð- ingar alþingismannsins vil ég vekja athygli á því, að reglugerð þessu að lútandi er frá 30. janúar 1970, og sett af Magnúsi Jónssyni þáverandi fjármálaráðherra. Þeg- ar Alþýðublaðið skýrði frá þessari reglugerð, 31. janúar 1970, sagði það m.a. þetta: Það hefur verið venja um áratuga skeið, að ráðherrar án sérstakrar lagaheimildar, fengju að kaupa tollfrjálsar bifreiðar, er þeir hafa látið af embætti. Sú breyting er nú gerð, að fenginni til hennar heimild í tollskrárlögum, að ráðherrar skuli njóta þessara hlunninda, er þeir taka við embætti.“ Alþýðublaðið hafði enga athuga- semd að gera við þessa reglugerð, er hún var sett, virtist henni frekar meðmælt. Tók blaðið fram, að þetta væri nú samkvæmt tollskrárlögum, sem áður hefði ekki verið. Eg hefi áður látið í ljósi þá skoðun og get endurtekið hana hér, að reglugerð þessi hafi verið til bóta frá fyrra fyrirkomulagi og þrengt kjör ráðherra í sambandi við ráðherrabifreiðar. Mig rekur ekki minni til, að frá Alþýðuflokksmönnum hafi neitt heyrzt um þessi mál. Þeir höfðu, er þessi reglugerð var gefin út, setið samfleytt í ríkisstjórn í hálfan annan áratug, og minnist ég ekki neinna skrifa í Alþýðu- blaðinu frá þeim tíma um þessi réttindi ráðherra. Mun Eiður Guðnason þó hafa verið blaðamað- ur við Alþýðublaðið a.m.k. hluta þessa tímabils. Engu skal ég um það spá, hvernig Eiður muni reynast í þingstörfum. Þó dreg ég í efa, að hann reynist hæfari í þeim heldur en t.d. Alþýðuflokksmennirnir Stefán Jóh. Stefánsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert Þorsteinsson og Friðjón Skarp- héðinsson, sem allir höfðu þó „geð til“, svo notað sé orðalag Eiðs, til að notfæra sér þessi réttindi. Hins vegar var ekki ráðist á þá pers'ónulega vegna þessa, eins og Eiður Guðnason gerir nú. _________Skinhelgin____________ Ég hefi áður sagt og get endurtekið það hér, að ég myndi ekki telja mér til ávinnings að hræsna á þann veg að nota ekki þau réttindi, sem mér sem öðrum ráðherrum er heimilt að njóta. Öðrum er skinhelgin eiginlegri, svo sem sjá má af grein alþingis- mannsins Eiðs Guðnasonar. I sambandi við mál þetta vil ég geta þess, að fram að þeim tíma að ég varð fjármálaráðherra, Magnúsar Jónssonar um bif- reiðanotkun og bifreiðakaup ráð- herra. Almennt mun hafa verið talið, að Eiður Guðnason sækti ekki síður en aðrir menn í það að njóta þeirra réttinda, er áunnizt hafa í þeim störfum, sem hann hefur sinnt. Rétt er að minna á það, að Eiður Guðnason, sem formaður Starfsmannafélags Sjónvarps, beitti sér fyrir því, að starfsfólk þar var heila viku í ólöglegu verkfalli. Fram hjá þessari stað- reynd í fortíð alþingismannsins verður ekki litið. Kuldaúlpa fréttamanns Hitt er einnig vitað, að frétta- menn sjónvarps, en því starfi gegndi Eiður, hafa þau réttindi hjá stofnun sinni, ásamt kvik- myndagerðarmönnum, að hún leggur þeim til kuldaúlpur til notkunar í starfi. Ekki er annað vitað en að Eiður Guðnason hafi haft „geð“ í sér til að færa sér í nyt þennan rétt. Kannski eigum við alþingismenn það í vændum, að fá að ganga í frökkum, merkt- um Alþingi, því ekki er gott að spá um það, hverju kröfugerðarmenn á borð við Eið Guðnason geta komið til leiðar, er áhrifa þeirra fer að gæta í þingsölum. Alþingismaðurinn er mjög hneykslaður yfir því, að ég skyldi ekki muna tegundarheitið á bifreið þeirri, sem ég er að kaupa, né væntanlegt verð hennar. í því sambandi vil ég taka fram, eins og ég hefi áður gert, að upphringing biaðamanns vakti mig af værum blundi, og slíkt getur haft áhrif á minni manna þá stundina. Auk þess kann ég lítil skil á hinum ^mismunandi gerðum bifreiða og hafði falið syni mínum og manni þeim, sem ekur bifreið minni að vera mér til ráðuneytis um þessi bifreiðakaup, þar sem þeir höfðu meiri inngrip í þau mál. Enda var mér fyllilega ljóst, að blaðinu var í lófa lagið að fá upplýsingar þessar hjá viðkomandi umboði, hvað það og gerði. Einkamál Um fjármálahliðina í sambandi við bifreiðakaupin vil ég segja alþingismanninum það, að ég hef ekki ennþá fengið upp gefið, hvert endanlegt verð bifreiðarinnar muni verða, enda ekki fengið hana í hendur. Hins vegar vil ég segja þingmanninum Eiði Guðnasyni það, að ég þekki vel leiðina frá fátækt til bjargálna, og mér hefur hingað til tekizt að standa við allar mínar fjárhagsskuldbinding- ar við þá, sem ég hefi átt viðskipti við. Það er því mitt mál og konu minnar, hvaða verði við kaupum þá hluti, sem við viljum eignast, hvort sem um er að ræða bifreið eða matvæli, og við höfum ekki hugsað okkur að sækja um það ráð til alþingismannsins Eiðs Guðna- sonar, né gera honum grein fyrir þeim viðskiptum. Frekur ________fréttamaður___________ Ég vona, að sú stund renni upp, er Eiður Guðnason hefur undirrit- að drengskaparheitið á Alþingi, að honum verði ljóst að betur fari á því, að orðaskiptum manna séu einhver takmörk sett, og hann geti því ekki gengið þar til verka eins og frekur fréttamaður, sem telur sig geta skammtað viðmælanda sínum svörin. I sambandi við lokaorð alþingis- mannsins Eiðs Guðnasonar vil ég vekja athygli á því, sem áður getur í grein minni, að ég hefi ekki á ferli mínum orðið var við baráttu Alþýðuflokksins fyrir afnámi þess, sem Eiður kallar forréttindi, meðan áhrifa þeirra gætti á Alþingi eða í ríkisstjórn. Hins vegar hafa þeir fært sér mál af þessu tagi í nyt sem árásarefni á pólitíska andstæð- inga, sem ekki hafa annað aðhafst en að nota sér tilskilinn rétt á sama hátt og aðrir, sem slíkum störfum hafa gegnt eða gegna. Styrkiu* til rannsókna á félagarétti Rætt vid Pál Skúlason lögfræding PÁLL Skúlason lögfræðingur fékk í vor úthlutað 800 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði. til þess að rannsaka islenzkan fjár- munarétt (félagarétt). en Mbl. sneri sér til Páls til að fá frekari upplýsingar um hvernig styrkn- um skyldi varið. — S.l. vetur var ég staddur í Svíþjóð og kynnti mér þar sænsku lögin um hlutafélög og hvernig þau hefðu reynst í framkvæmd og fékk til þess styrk frá Svenska Instituttet. Ég fékk þennan styrk úr Vísindasjóði til þess að kynna mér þessi mál betur. — Islenzku lögin um hlutafélög frá í vor eru byggð á grundvelli norræns samstarfs og samsvar- andi lög hafa verið samþykkt í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. — Styrkinn ætla ég að nota til þess að safna heimildum um félagarétt og þá aðailega í Kaup- mannahöfn, en engin bók hefur enn verið skrifuð hér á landi um þetta réttarsvið. Sá sem einna helzt hefur komið inn á þetta svið er Gylfi Þ. Gíslason, m.a. í riti sínu um Fjármál fyrirtækja. — E.t.v. skrifa ég' bók um félagarétt, allavega kennslurit, en ég hef verið við kennslu í félaga- rétti við lagadeild Háskólans. Það verður að koma í ljós hversu víðtækt ég tek á efninu þegar til kemur, en ég verð jafnframt að kynna mér fjármunarétt almennt og fleira, jafnvel hagfræði að nokkru. Auk gagnaöfiunar og annarrar vinnu hef ég hug á að sækja námskeið við háskólann í Páli Skúlason. Kaupmannahöfn, en hvernig ég kem til með aða haga vinnu minni er alit óákveðið ennþá og lítið hægt um það að segja á þessu stigi. Þarna úti er það algengt að unnið sé að slíkum verkefnum í samvinnu við menn á viðkomandi sviði og í skuldum greinum og ég mun án efa leita eftir slíkri samvinnu, en eins og ég segi þá er þetta allt nokkuð óákveðið ennþá. Artur Erikson syng- ur í Akureyrarkirkju SÆNSKI presturinn og söngvarinn Artur Erikson mun syngja í Akureyrar- kirkju næstkomandi þriðju- dagskvöld kl. 20.30, 22. ágúst. Hann er þjóðkunnur í heima- landi sínu fyrir hina látlausu en um leið djúpu túlkun sína á andlegum söng og tónlist. Artur hefur farið víða um Norðurlönd og farið til Bandaríkjanna og nú er röðin komin að Islandi. Nýtt frí- merki í dag gefur Póst- og símamálastofnunin út nýtt frimerki að verðgildi 70 krónur. Merkið er með mynd af Skeiðarárbrú, en með smíði hennar var lokið lagningu hringvegarins 1974. Merkið er teiknað af Ottó Ólafssyni og er 25,7x41,1 mm að stærð. Menn geta að vanda feng- ið fyrstadagsstimplun á aðalpósthúsinu í Pósthús- stræti til kl. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.