Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 17

Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÓ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 17 Þetta geröist Spá Alþjóðabankans: Mannkyninu á eftir að fiölga um 250% Washington. 16. ágúst. AP. INDVERJAR verða íjöl- mennari en Kínverjar ef núverandi þróun mann- fjölda verður óbreytt næstu áratugina, að því er segir í skýrslu Alþjóða- bankans um mannf jöldann í heiminum á næstunni. í skýrslunni er því spáð að Indverjar verði 1,6 milljarður árið 2150, en reiknað er með að þá verði fjöldi landsmanna í hámarki. Þá niðurstöðu er einnig að finna í skýrslunni að íbúafjöldi heimsins verði um 10 milljarðar innan næstu 200 ára, en reiknað er með að jarðarbúar verði aldrei fleiri. I dag telur mannkynið um 4 millj- arða og á því samkvæmt spánni eftir að aukast enn um 250%. Reiknað er með að Bandaríkin verði fjórða fjölmennasta þjóð heims um næstu aldamót. Nú f.vlla Bandaríkjamenir 215 milljónir en þeir verða skv. spánni 254 milljón- ir að 22 árum liönum. í dag eru Kínverjar fjölmennastir, eða 826 milljónir manns, Indverjar eru 620 milljónir og Sovétmenn telja 257 milljónir í dag. Sama röð verður með þjóðunum um aldamótin, skv. spánni, en þá er reiknað með að Kínverjar verði 1,4 milljarður manna, Indverjar 17. ágúst 958 milljónir og Sovétmenn 320 milljónir. Meðal annarra þjóða af tíu fjölmennustu þjóðum heims er spáð að fólksfjöldi þeirra allra nánast tvöfaldist á næstu 25 árum. Spáð er að fjöldi barnsfæðinga og dauðsfalla í þessum löndum muni haldast í hendur einhvern tíma á næstu 200 árum og fólksfjöldi þeirra nái því algjöru hámarki fyrir árið 2175. Af fjölmennustu þjóðunum ná Bandaríkin fyrst þeirra þessu marki, eða árið 2035 Hámarks- fjöldi Bandaríkjamanna verður þá 276 milljónir manna. Sovétmenn ná hámarksfjölda árið 2065 þegar þeir verða 373 milljónir, Mexíkanir árið 2075 þegar þeir verða 254 milljónir og Kínverjar verða í'úmur 1,4 milljarður manna 2090. Ekkilinnir of- sóknum í Jóhanncsarhorg. 16. ág. Routcr. ENN DRÓ til tíðinda í dag í Suður Afríku er atlögur voru gerðar að tveimur þekktum and- stöðumönnum stjórnarinnar í Suður-Afríku. Bensínsprengju var varpað að bifreið dr. Beyers Naudc, fyrrverandi forstjóra kristilegrar stofnunar sem nú hefur verið bönnuð, og nokkru síðar var skotið inn um glugga á heimili Helen Joscph sem er alþekkt fyrir gagnrýni sina á kynþáttastefnu stjórnarinnar. bykir ýmsum fréttamönnum sem hratt lengist nú listi yfir þá stjórnarandstæðinga sem verða fyrir ámóta árásum nú upp á síðkastið. Dr. Naude er bannfærð- ur af stjórnvöldunum og Helen Joseph hefur mjög takmarkað ferða- og athafnafrelsi og fylgzt er með því hverja hún hittir. JulieNixon ól dóttur S-Afríku I ársbyrjun sagði blaðið Johann- esburg Sunday Express frá því að um 1600 ofbeldisverk hefðu verið framin síðan árið 1964 gegn þeim sem gagnrýnt hafa stjórnina. Á þessu ári hefur ólgan síðan magnast enn og hafa nokkrir þekktir menn sem reynt hafa að rísa gegn Vorster og kynþátta- stefnu hans verið drepnir en mál hefur ekki höfðað á hendur neinum eftir illvirki þau sem framin hafa verið. Marþon- sundkonur gáfust upp Miami. — 16. ágúst. AP. Maraþonsundkonurnar tvær, Stella Taylor og Diana Nyad, sem freistuðu þess að synda milli Kúbu og Flórida gáfust upp á þriðjudag. Voru þær teknar örmagna upp í báta er fylgdu þeim. Mótvindur gerði þeim sundið erfitt og marglyttur stungu þær. Diana Nyad, sem synti í frægðar- og fjáröflunarskyni, tókst að komast 112 km af 165. Stella Taylor hafði tæplega 100 km að baki, er hún gafst upp. Julie og David Eisenhower. Þau haía nú verið giít í meira en tíu ár og ekki átt barn fyrri og má því ætla að ánægjan sé ósvikin hjá þeim og öðrum fjölskyldumeð- limum. Washington, 16. ágúst. AP. JULIE Nixon Eisenhower. dóttir Richard Nixons fyrrum forseta Bandaríkjanna. ól dóttur klukk- an 1:32 að staðartíma á þriðju- dagsmorgun í San Clemente sjúkrahúsinun í Kaliforniú. að því er aðstoðarmaður Nixons skýrði frá í gær. Stúlkan vó um 4,200 grömm. Auk þess að vera barnabarn Nixons er stúlkan einnig barna- barnabarn Dwight Eisenhowers fyrrverandi Bandaríkjaforseta, því faðir hennar er David sonarsonur hans, eiginmaður Julie. Móður og barni heilsast vel. brátt fyrir heimsfréttir á borð við fráfall páfa, erfiðleika í stjórnarmyndun hér, í Portúgal og víðar, skærur og stríð, er þó ekki neinum blöðum um að fletta að það sem mikill fjöldi manna hefur hvað mestan áhuga á cru uppátektir Christinu Onassis. Enginn fær enn neinn botn í hvaða skyndiferðir hennar um heiminn síðustu daga hafa átt að þýða. Nú er hún allténd komin aftur til Sergei í Moskvu en þessi mynd var tekin af henni við einkahús sitt í Aþenu þegar hún fékk sér sundsprett. Tekið er til þess að Christina brosi á myndinni en venjulega er hún sérdeilis alvörugefin stúlka. Manntjón í flóðum Nýju Delhi, 16. ágúst. Reuter. 311 manns að minnsta kosti hafa drukknað í flóðum víðs vegar um Indland, að því er Surjit Singh Barnala land- búnaðarráðherra greindi frá í dag. Ilann sagði að mcst hefði manntjónið orðið í ríkinu Uttar Pradesh sem er í norðurhluta landsins. en þar drukknuðu 163 f Ganges er hún flæddi yfir bakka sína. Unnið er að björgunarstörf- um og víða við örðugar aðstæður. Eigna- og uppskerutjón hefur orðið mikið og er metið á um 63 milljónir dollara. Alls hafa 11 milljónir manna á einhvern hátt orðið fyrir barðinu á þessum náttúruhamförum. Spaethfor- sætisráð- herra Baden- Wiirtemberg Stuttgart. 16. ágúst. AP. KRISTILEGIR demókratar í Baden-Wiirtemberg-fylki út- nefndu í dag Lothar Spaeth innanríkisráðherra sem forsætis- ráðherraefni flokksins með 47 atkvæðum gegn 27. Forsætisráð- herra fylkisins verður kjörinn á fylkisþinginu 30. ágúst n.k. Eins og kunnugt er kemur þessi útnefning kristilegra demókrata í kjölfar afsagnar Hans Filbinger forsætisráðherra fylkisins fyrir skömmu. Talið er víst, að Spaeth verði kjörinn forsætisráðherra fylkisins á þinginu, þar sem kristilegir demókratar hafa meiri- hluta þar. Salómoiís- eyjar í S.Þ. S.|). líi. átíúst. Rcutcr. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna kom saman til fundar í dag og samþykkti þar aðildarumsókn frá Salómonseyjum. Eru þá ríki innan vébanda samtakanna alls eitt hundrað og fimmtíu. Salómonseyjar voru áður brezkt verndarsvæði. þær eru í suðvesturhluta Kyrrahafs og íhúar eru rétt innan við 200 þúsund. bær fengu sjálfstæði þann 7. júlí sl. 1977 — Söngvarinn Elvis Presley deyr úr hjartaslagi. 1975 — Sovézkur togari tekinn aö ólöglegum veiðum í banda- riskri fiskveiöilögsögu. 1970 — Líbanska þingið kýs Suieiman Franjieh forseta Líb- anon. 1969 — Philip Blaiberg, sem lengst hefur lifað þeirra sem hafa ígrætt hjarta, lézt í Höfða- borg. 1952 — Kínversk sendinefnd undir forystu Chou En Lai kemur til Moskvu. 1945 •— Holland neitar að viöurkenna sjálfstæði Indónes- íu. 1943 — Hersyeitir bandamanna ná Sikiley á sitt vaid. 1940 — Þjóðverjar lýsa yfir algeru hafnbanni á England. 1920 — Rúmenía myndar þriggja þjóða bandalag með Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu. 1879 — Franskt fyrirtæki um Panamaskurðinn er stofnað. Afmæli dagsins. Joseph Do- brovsky, tékkneskur heimspek- ingur (1753—1829), William Carey, enskur trúboöi (1751 — 1834), Maurice Barres, franskur rithöfundur (1826-1923), David Crockett bandarískur landnemi (1786-1836), Mae West, banda- rísk leikkona (1893--) Innlent: D. Sveinbjörn Egilsson 1852. — F. Jón Árnason bóka- vörður 1819. — Fjáj-nám í búi Skúla fógeta í Viðey 1774. — Þriðji dómurinn yfir Sölva Helgasyni sem er fluttur til Kaupmannahafnar 1852. — Bráðabirgðaúrskurður Alþjóða- dómstólsins um óbre.vtt ástand varðandi fiskveiðar Breta við ísland 1972. Orð dagsins: Hold er mold, hverju sem það klæðist. Samningur Kína og Jap an a staðfestur PckinK. 16. ágúst. Rcutcr. KÍNVERJAR staðíestu í dag friðar- og vináttusamninginn sem gerður var við Japana um síðustu helgi. Fréttastofan Nýja Kína sagði að þingncfnd hefði einróma staðfest þann samning og einnig eínahags- og tæknisamvinnu- samning sem gerður hafði verið við Rúmeníu. Japanska þingið, Diet, á eftir að ganga frá málunum þar í landi og búizt er við að Teng Hsiao Ping aðstoðarforsætisráðherra muni fara til Tókíó síðar á þessu ári og verði þá skipzt á skjölum varðandi þessa samningsgerð. Undirbún- ingur tók sex ár og hefur stjórn Sovétríkjanna látið í ljós gremju vegna samningsins og sagt, að hann kunni aö stofna heimsfriði í voða. Kínverska fimleika- fólkið á íslandi Síöasta sýning kínverska fimleikafólksins hér á landi er í kvöld kl. 20,30. Samkvæmt ósk kínverska fimleikafólksins mun íslenskt fimleikafólk koma fram á þessari sýningu. Fimleikasamband íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.