Morgunblaðið - 17.08.1978, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
Ingimar Kr. Magn-
ússon húsasmíða-
meistari — Minning
Þann 8. ágúst s.l. andaðist á
sjúkrahúsi Akraness Ingimar
Kristján Magnússon húsasmíða-
meistari.
Hann var fæddur að Eyri í
Mjóafirði í Norður-ísafjarðarsýslu
20. sept. 1891. Foreldrar hans voru
hjónin Steinunn Magnúsdóttir og
Magnús Brynjólfsson. Þau hjónin
eignuðust 2 syni, Ingimar og
Steinþór, sem var yngri. Steinþór
var mikill efnismaður, en lést á
besta áldri og var hann bróður
sínum mikill harmdauði.
Ingimar missti móður sína
þegar hann var barn að aldri og
fór hann því að mestu á mis við
móðurlega umhyggju. Eftir lát
hennar ólst hann upp á vegum
föður síns og áttu þeir ^þá heimili
að Arnardal í Norður-Isafjarðar-
sýslu.
Ingimar fór svo fljótt sem
kraftar leyfðu í vist til vanda-
lausra til að vinna fyrir sér, eins
og þá var títt. Munu þau ævikjör
oft hafa verið honum þungbær, því
hann var að eðlisfari tilfinninga-
næmur og viðkvæmur í lund. Á
uppvaxtarárum sínum, vandist
Ingimar allri algengri vinnu, bæði
bústörfum og sjóróðrum, eins og
þeir voru stundaðir við Isafjarðar-
djúp upp úr aldamótum. Hann var
góður liðsmaður að hverju sem
hann gekk. Hugðaref^ii hans voru
þó einkum hverskonar smíðar, því
að allt slíkt lék í höndum hans.
Hvert tækifæri, sem gafst not-
aði hann til að smíða ýmsa hluti
og þóttu þeir bera vott um
meðfæddan hagleik.
Svo var það árið 1912 að
Ingimar fór til Reykjavíkur og
gerðist nemandi í húsasmíði hjá
Geir Pálssyni byggingarmeistara
og vann hjá honum sem nemi í 3
ár og síðan í nokkur ár að námi
loknu. Síðustu 2 árin sem Ingimar
átti heimili í Reykjavík vann hann
sjálfstætt við húsabyggingar.
Hinn 26. des. 1916 kvæntist
Ingimar eftirlifandi eiginkonu
sinni Bóthildi Jónsdóttijr. Hún er
ættuð úr Borgarfirði, fædd 24.
ágúst 1892. Fullyrða má að þá hafi
Ingimar stigið sitt mesta gæfu-
spor, því að Bóthildur er góð og vel
gerð kona og hefur hún verið
manni sínum frábær lífsförunaut-
ur í nærri 62 ára sambúð.
Þau hjónin Ingimar og Bóthild-
ur hófu sinn búskap í Reykjavík á
erfiðum tíma og þurfti fólk þá að
leggja hart að sér til að sjá sér og
sínum farborða. En þau voru
samhent, hert í skóla lífsins létu
þröngan efnahag ekki buga sig, og
voru því bjartsýn og hamingju-
söm.
Sumarið 1922 fluttust þau hjón-
in búferlum til Akraness með 4
börn sín, það yngsta á 1. ári.
Árið 1925 fluttust þau hjónin
fyrst í eigið húsnæði. Það ár lauk
Ingimar við að byggja stórt hús,
sem hann skírði Arnardal.
Þetta hús var heimili fjölskyld-
unnar á 2. áratug og við það var
hún kennd uppfrá því.
Arnardalur síðan Kirkjubraut
48 var síðan í mörg ár, til ársins
1978, dvalarstaður aldraðra á
Akranesi.
Á heimili þeirra hjóna ríkti
góður andi. Þau voru gestrisin og
skemmtileg heim að sækja, var
þar mannmargt og gestakoma
mikil.
Ingimar var heimiliskær, bar
mikla umhyggju fyrir eiginkonu,
börnum og öðrum vandamönnum,
enda mjög velviljaður og trygg-
lyndur.
Fengu margir, sem honum
kynntust, að njóta góðvilja hans
og margskonar fyrirgreiðslu.
Á Akranesi gerðist Ingimar
umsvifamikill byggingarmeistari.
Hann teiknaði og byggði hér mörg
hús, var eftirsóttur og viðurkennd-
ur afbragðs smiður. Hann hafði
næmt fegurðarskyn og bera verk
hans þess glöggan vott. Þó að
aðalstarf Ingimars væru húsbygg-
ingar, smíðaði hann jafnframt
húsgögn og aðra muni þegar tími
vannst til. Á öHum smíðisgripum
hans er fallegt handbragð. Ingi-
mar var mikill afkastamaður við
verk, úrræðagóður og hugkvæmur,
svo aö segja mátti að allt léki í
höndum hans. Glaður var hann og
ánægður þegar hann fjékkst við að
leysa vandasöm verkefni. Hann
virtist alltaf fljótur að koma auga
á bestu úrræðin. Ingimar tók
marga nema í húsasmíði og var ég
sem þessar línur rita einn þeirra.
Hann var nemum sínum um-
hyggjusamur og góður kennari.
Var hann fremur félagi þeirra en
yfirboðari og þótti þeim öllum
vænt um hann og virtu hann
mikils.
Þau hjónin Ingimar og Bóthild-
ur eignuðust 7 börn, sem talin eru
í aldursröð og eru 5 þeirra á lífi.
Steinunn fædd 1917 var búsett á
Akranesi, dáin 1962; Lilja, fædd
1919, búsett á Akranesi; Magnús,
húsasmiður, fæddur 1920, til
heimilis að Miðhúsum í
Innri-Akraneshreppi; Bergdís,
fædd 1922, búsett í Kópavogi;
Guðjón Sigurgeir, fæddur 1923,
dáinn 1925; Steinþór Bjarni, bóndi
og bifvélavirki, fæddur 1925,
búsettur að Miðhúsum í Innri
-Akraneshreppi; Guðjón Sigurgeir
húsasmíðameistari, búsettur í
Borgarnesi. Barnabörnin eru orðin
28 og barnabarnabörnin 35.
Þegar kraftar Ingimars og
Bóthildar tóku að þverra og aldur
færðist yfir, fóru þau til Lilju
dóttur sinnar og manns hennar
Árna Ingimundarsonar sem önn-
uðust þau og veittu þeim alla
umhyggju, svo sem best varð á
kosið.
Sem einn af vandamönnum
gömlu hjónanna vil ég færa þeim
Árna og Lilju mínar bestu þakkir
fyrir þá umönnun og aðhlynningu
sem þau veittu þeim þegar þau
þurftu þess mest með.
Árið 1977 fóru Ingimar og
Bóthildur að eigin ósk á elliheimil-
ið Arnardal. Húsið sem þau
byggðu og bjuggu í á blómaskeiði
ævinnar, var aftur orðinn dvalar-
staður þeirra. I febrúar á þessu ári
fluttust þau á Dvalarheimilið
Höfða hér í bæ, glæsilegt nýtt
elliheimili, sem þá var byrjað að
starfrækja, svo sem kunnugt er.
Þá var Ingimar farinn að heilsu og
kröftum. Síðustu 2 vikurnar var
hann á sjúkrahúsi Akraness og
andaðist þar svo sem fyrr er getið
hinn 8. þ.m., tæplega 87 ára að
aldri.
Ingimar var hár maður vexti,
fríður sínum, mikið snyrtimenni
og prúður í allri framgöngu. Hann
var dulur að eðlisfari, en glaður í
góðra vina hópi. Hann var í reynd
mjög félagslyndur, en meðfædd
hlédrægni hélt aftur af honum á
þeim vettvangi.
Árið 1931 stofnuðu iðnaðarmenn
hér á Akranesi með sér fagfélag
sem var skírt Iðnaðarmannafélag
Akraness. Það starfaði til ársins
1967 en þá var það lagt niður.
Ingimar var kosinn fyrsti formað-
ur félagsins og kom það í hans hlut
að stýra því fyrstu árin. Hann lét
sér alla tíð mjög annt um þennan
félagsskap og var boðinn og búinn
til að vinna honum allt það gagn
sem hann mátti.
Þegar Ingimar varð sextugur
árið 1951 var hann kosinn heiðurs-
félagi Iðnaðarmannafélags Akra-
ness.
Ingimar var gæfumaður í eipka-
lífi, átti góða konu og mannvænleg
börn, sem öll elskuðu hann og
virtu.
Með Ingimari Magnússyni er til
moldar hniginn heilsteyptur og
vandaður maður, sem var grand-
var í allri breytni svo að ekki varð
á betra kosið. Honum fylgja yfir
móðuna miklu' kærar kveðjur og
þakkir margra vina og vanda-
manna.
Bóthildi Jónsdóttur tengdamóð-
ur minni vil ég votta samúð mína
með þakklæti og virðingu fyrir allt
gott á liðnum árum. Ég óska þess
að ókomnir ævidagar verði henni
sem léttbærastir.
Halldór Jörgensson.
Að morgni þess 8. ágúst barst
mér sú fregn að mágur minn
Ingimar Kr. Magnússon hefði
andast þá um nóttina. Mér kom
fregnin ekki á óvart því fyrir
stuttu heimsótti ég hann á sjúkra-
hús Akraness og þóttist ég sjá að
hverju stefndi þar sem aldurinn
var orðinn hár og heilsan fyrir
löngu farin að bila. Þó að andláts-
fregn vinar komi ekki á óvart þá
finnur maður til trega á slíkri
stundu. Minningarnar leita á
hugann hver af annarri, allt frá
fyrstu kynnum að endadægri þess
liðna og verða því ásæknari sem
kynnin hafa verið lengri og nánari.
Vorið 1915 fluttust foreldrar
mínir til Reykjavíkur með yngstu
börnin þrjú. Bóthildur systir mín
' var komin þangað á undan okkur
og var þá þegar heitbundin
Ingimar Kristjáni Magnússyni. Þá
lágu leiðir okkar fyrst saman og
tengdust þá þau vináttubönd sem
aldrei síðan slitnuðu, þótt við
hefðum ekki átt náttstað undir
sama þaki hin síðari ár. Þar sem
leiðir okkar skilja nú um sinn
langar mig að rifja upp örfáar
minningar í kveðjuskyni.
Ingimar Kristján Magnússon
var fæddur að Eyri í Mjóafirði við
Isafjarðardjúp hinn 20. september
1891.
Foreldrar hans voru hjónin
Steinunn Magnúsdóttir og Magnús
Brynjólfsson. Ekki naut Ingimar
móður sinnar lengi því um hálfu
öðru ári síðar ól hún annan dreng
en dó af afleiðingum þess.
Drengurinn lifði og var skírður
Steinþór Bjarni. Hann var sendur
í fjarlæga sveit til uppfósturs og
sáust þeir bræður ekki fyrr en
báðir voru komnir til Reykjavíkur,
þá fulltíða menn. Með þeim tókst
þá náin og traust vinátta sem hélst
meðan báðir lifðu. Steinþór var
eins og bróðir hans sérlega vel
verki farinn og eftirsóttur í iðn
sinni, sem var vélvirkjun. En hans
naut ekki lengi við, því á miðju ári
1925 andaðist hann mjög sviplega.
Bróðurmissirinn laust Ingimar
djúpu sári sem seint greri í hans
viðkvæmu sál.
Eftir að Ingimar missti móður
sína fylgdi hann föður sínum að
mestu leyti og áttu þeir heimili í
Arnardal við Isafjarðardjúp. Það-
an átti hann margar góðar minn-
ingar sem entust honum ævina
alla, einkum um þá, sem sýndu
móðurlausa drengnum umhyggju
og hlýju.
Á ellefta og tólfta aldursári
dvaldist hann á Svanshóli í
Bjarnarfirði á Ströndum. Á sumr-
in sat hann kvíaær en að vetrinum
vann hann ýmis önnur bústörf.
Minntist hann oft veru sinnar þar
með hlýhug og þakklæti, því þar
var honum tekið sem einum af
fjölskyldunni en ekki sem töku-
barni. Þetta kunni Ingimar vel að
meta og yljaði honum fram á
elliár.
Til fermingarundirbúnings
dvaldi hann í Hnífsdál einn vetur.
Það var öll hans skólaganga.
Fyrstu árin eftir það stundaði
hann sjó öðrum þræði og vann hjá
bændum í heimasveit sinni. En
hugurinn hneigðist snemma til
smíða, því hagleik hafði hann
hlotið í vöggugjöf. Haustið 1911
fór hann til járnsmiðs á ísafirði og
vann hjá honum til vors 1912. Ekki
varð þó úr frekara námi í þeirri
grein. Á því ári fer hann til
Reykjavíkur og hyggst freista
gæfunnar. Fljótlega ræðst hann í
trésmíðanám hjá Geir Pálssyni,
sem þá hafði talsverð umsvif í
byggingariðnaði. Eftir sinn náms-
tíma vann hann hjá Geir að mestu
til ársins 1920 en eftir það vann
hann sjálfstætt.
Árið 1916 kvæntist Ingimar
heitkonu sinni Bóthildi Jónsdóttur
systur minni og hófu þau þá
búskap sinn. Næstu árin áttu
foreldrar mínir og þau heimili
undir sama þaki og mátti segja að
það væri eitt og sama heimilið.
Árið 1920 hóf ég, sem þessar línur
skrifa, trésmíðanám hjá Ingimar,
þá 14 ára gamall og fór þá alveg
í þeirra heimili eins og þá tíðkaðist
með lærisveina.
Árin 1921 og 22 voru atvinnu-
leysisár og erfitt að framfleyta
heimili af reytingssamri vinnu. En
Ingimar var orðinn þekktur sem
vandvirkur og duglegur smiður;
því var það að honum bauðst að
gera fokheld tvö hús á Akranesi.
Það var vorið 1922 að við hófum
þetta starf, en veran varð lengri en
til var ætlast á fyrstu, því að við
settumst þar að. Það er margs að
minnast frá þessum árum sem við
höfum átt samleið hér í þessu
byggðarlagi. Ingimar varð fljót-
lega eftirsóttur smiður og byggði
hér hvert húsið á fætur öðru og má
með sanni segja að hann hafi sett
svip á bæinn á fáum árum. Flestöll
húsin, sem hann byggði, teiknaði
hann sjálfur og reyndar fleiri. í
teikningum hans fór saman glöggt
auga listamannsins fyrir fegurð,
hagkvæmni í innréttingu og síðast
en ekki síst góðar til að vinna eftir.
Hann fylgdist vel með nýjungum
í byggingariðnaði og var fljótur að
grípa það sem honum fannst betur
mega fara. Ingimar var hagsýnn
með efnivið og brýndi það oft fyrir
okkur sem unnum undir hans
stjórn að bruðla ekki með hann,
slíkt væri ljótur siður. Hann gekk
heill og óskiptur að hverju verki
sem hann vann og vildi að aðrir
gerðu það líka. Ég man að hann
sagði eitt sinn: Menn eiga að vinna
þegar þeir eru að vinna og
skemmta sér þegar þeir eru að
skemmta sér.
Á árunum 1924 —25 byggði
Ingimar sitt eigið íbúðarhús og
skírði það Arnardal. Það þótti
nokkur stórhugur að byggja svo
stórt hús í þá daga 13x15 álnir, ein
hæð port og ris. Nokkur hluti var
notaður fyrir smíðaverkstæði. Á
loftinu fékk ég íbúð þegar ég hóf
minn búskap. Þær eru margar
minningarnar sem leita á hugann
frá þessum árum og allar góðar.
Gott var að vera undir handar-
jaðri þeirra hjóna á frumbýlings-
árum, því að bæði voru hjálpfús og
ráðagóð og vildu hvers manns götu
greiða.
Mér hefur alltaf fundist ég vera
hálf uppalinn hjá þeim hjónum.
Síðan byrjuðu börnin okkar að
alast upp saman, svo að þetta varð
eins og stór systkinahópur. Oft
höfum við í minni fjölskyldu
minnst þeirra daga með hlýjum
hug. Á heimilinu ríkti glaðværð og
góður andi og margt var sér til
gamans gert þegar tóm gafst til.
Ingimar hafði sérstakan hug á
að bæta alla starfshætti í smáu
sem stóru, og hafði mikla löngun
til að eignast trésmíðavélar en
efnin leyfðu það ekki. Þá leggur
hann í það að smíða bandsög að
mestu leyti úr tré og síðan fékk
hann bifvél til að drífa hana. Þessi
vél var lengi notuð. Á þessum
árum kom hann sér upp fræsara
að miklu leyti heimatilbúnum; veit
ég ekki annað en hann sé til enn
í fullu gildi, að einhverju endur-
bættur. Árið 1936 selur Ingimar
Arnardal og kaupir Sólbakka og
þar eru þau til 1943 að hann
kaupir Miðhús í Innri-Akranes-
hreppi. Um 17 ára skeið voru þau
í Miðhúsum með smá búskap en
jafnframt stundaði Ingimar smíð-
ar. Um 1960 flytjast þau aftur
hingað í bæinn að Sandabraut 15.
Þar kom hann sér upp góðu
smíðaverkstæði með ágætum vél-
um, sem hann var lengi búinn að
þrá að eignast og þar smíðaði
hann margt góðra muna, húsgögn
og fleira, sem engin leið er upp að
telja, því að enn var höndin hög
sem fyrr og vinnufús.
Þegar heilsan fór að bila og
þrekið að dvína fluttust þau til
Lilju dóttur sinnar og tengdasonar
Árna Ingimundarsonar. Þar nutu
þau góðrar umhyggju þeirra á
heimilinu um ára bil, þar var gott
að eiga skjól í hárri elli, því að allt
var í kærleika gjört.
Það átti ekki við þau Bóthildi og
Ingimar að íþyngja öðrum um of,
því óskuðu þau eftir að flytjast í
sitt gamla hús Arnardal, en þar
var búið að starfrækja élliheimili
í nær 40 ár. Að dvalarheimilinu
Höfða fluttust þau svo þegar það
tók til starfa í febrúar síðastliðn-
um. Var Ingimar þá mjög farinn
að heilsu og kröftum. í júlí
síðastliðnum fór hann á sjúkrahús
Akraness og andaðist þar 8. ágúst
sem fyrr segir.
Með Ingimar er genginn einn af
þeim mönnum sem setti svip á
þetta byggðarlag. Hann unni
fósturjörð sinni af alhug og vildi
stuðla að heill hennar í hvívetna.
Eins og áður hefur komið fram
hafði hann óvenju næmt fegurðar-
skyn og hygg ég að merki þess
muni lengi sjást í þessum bæ, bæði
utan húss og innan. Hamingju-
mann tel ég Ingimar hafa verið í
lífinu þrátt fyrir þung áföll sem
hann varð fyrir. Hann stundaði þá
vinnu lengst af sem hugur hans
stóð til, fylgdist með og tók þátt
í mestu framförum sem afa orðið
með þjóð vorri frá landnámstíð.
Hann átti góðar lífsförunaut og
gott heimili þar sem góðvild og
kærleikur ríkti. Hann átti miklu
barnaláni að fagna enda þótt hann
yrði fyrir þeirri þungu raun að
fylgja tveimur þeirra til grafar.
Ég vil svo að endingu þakka mági
mínum þessa löngu samfylgd og
alla hans umhyggju og velvild við
mig og mitt fólk, ekki síst við
föður minn sem dvaldi á heimili
hans í nær 20 ár og endaði þar
lífdaga sína farinn að kröftum.
Mig brestur orð til að þakka
mínum kæra vini sem vert væri en
við hjónin biðjum Guð að blessa
heimkomu hans til fyrirheitna
landsins.
Bóthildi systur minni vottum
við okkar dýpstu samúð og biðjum
Guð að blessa hana og gefa henni
fagurt ævikvöld. Börnum þeirra
hjóna og aðstandendum öllum
vottum við okkar innilegustu
samúð.
Sigurður Jónsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagsbiaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
t
Systir okkar og mágkona,
SIGRÍÐUR ÞORGILSDÓTTIR,
Stórholti 31,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 18. ágúst kl. 1.30.
Blóm vinsamlega afbeðin. Þeir sem vildu minnast hennar láti Landakots-
spítala njóta þess.
Þorgerður Þorgilsdóttir, Kristín Björnsdóttir,
Pill Þorgilsson.