Morgunblaðið - 20.08.1978, Page 3

Morgunblaðið - 20.08.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978 3 /r Islandsmót í hesta- íþróttum á Selfossi UM helgina er haldið á Selfossi fyrsta íslandsmót- ið í hestaíþróttum. í dag er seinni dagur mótsins og fyrir hádegi fer fram for- keppni í fjórum gangteg- undum en eftir hádegið verður mótið formlega sett og hið nýja mótssvæði, skammt frá hesthúsunum á Selfossi, formlega tekið í notkun. Að því loknu fer fram úrsíitakeppni og keppni í gæðingaskeiði en að síðustu verða verðlaun afhent. Nær 100 keppendur taka þátt í þessu móti og eru meðal þátttakenda margir bestu knapar landsins. Valt á beinum og breid- um vegi SNEMMA á laugardags- morgun valt fólksbifreið um 1 kílómetra fyrir norð- an Breiðabólstað f Miðdölum. Ökumaður bif- reiðarinnar slasaðist mjög mikið og var hann fluttur til Reykjavíkur með flugvél, þar sem hann liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspít- alans, en hann er þó ekki talinn í lífshættu. Þar sem bifreiðin valt, — en hún er úr Hafnarfirði — er beinn og breiður vegur, og leikur grunur á, að ökumaður hafi verið ölvað- ur. Bifreiðin er mjög mikið skemmd. MESSA í GRENSÁSKIRKJU messar sóknarpresturinn, séra Halldór S. Gröndal, klukkan 11 árd. í dag. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU BLNllLMilULNll LOilil Golf á beztu golfvöllum Spánar 8. október. Feröaskrifstofan Útsýn í samráöi viö golfáhuga- menn hefur nú ákveöiö aö efna til sérstakra golfferöa til Costa del Sol 8. október. Aöal golftímabiliö á Spáni hefst einmitt í október og stendur fram í maílok. Meöal þeirra valla sem spilaö verður á er hinn nýi stórglæsilegi völlur á Benalmadena Torrequebrada þar sem opna spænska meistaramótið fer fram í apríl ’79. Golfleikararnir Kjartan Pálsson, Goifkl. Ness, og Frímann Gunnlaugsson, Golfkl. Akureyrar geta gefiö upplýsingar vellina og gististaöi Útsýnar á Costa del Sol. Ath. Hafift samband við skrifstofuna eða umboðsmenn Útsýnar sem fyrst. Meölimir golfklúbba hafa forgang til 31. ágúst n.k. vegna takmarkaðs gistirýmis. _______________________________ hæð, símar 26611 og 20100 Pantanir staðfestar sem fyrst »r um rij HJ Austurstræti17, Ítalía — Lignano Gullna ströndin Brottför á fimmtudögum. Örfá saeti laus 24. ágúst. Verö frá kr. 89.800.- Grikkland Vouliagmeni 24. 8 — uppselt 14.9. — uppselt ■ Á jarðhæð hverskonar verzlanir og þjónusta. Eigin skrifstofa Útsýnar í sjálfri hótelbyggingunni. íslenzkt starfsfólk veitir orðlagða þjónustu. Fjöldi verzlana og skemmtistaöa — Skemmtilegar kynnisferöir undir leiösögn íslenzkra fararstjóra til fagurra og sögufrægra staöa í ítalíu, s.s. Feneyja, Gardavátns, Dolomítaalpanna, Flórens og 2ja daga ferö til Júgóslavíu og Austurríkis. Loftslag eins og á dvalarstöðum Útsýnarfarþega í Júgóslavíu, þar sem allt er uppselt. Vegna forfalla hafa losnaö örfá sæti í eftirtaldar feröir til Costa del Sol 27. ágúst — 3 vikur 3. sept. — 3 vikur Hafiö samband við skrifstofuna sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.