Morgunblaðið - 20.08.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.08.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978 í vor kom Alexander Solzhenitsyn í fyrsta skipti fram úr skugganum eftir priggja ára hljóð. í víðfrægum heimsósóma, er hann flutti 15000 áheyrendum á Harvard-torgi 8. júní gerði hann harða hríð að vestrænum ríkjum fyrir hugleysi og andlega niðurníðslu. Nær hvarvetna er nú viðurkennt að Vesturlönd hafi gefið heiminum fordæmi með árangursríkri efna- hagsþróun, þrátt fyrir að verðbólgu- öngþveiti hafi á seinni árum sett hana úr skorðum. Þetta breytir þó engu um að margir Vesturlandabúar hafa látið í ljós óánægju meí þjóðfélag sitt. Margir líta niður á það eða bers því á brýn að vera eftirbátui mannlegs þroska. I hópi þessar: gagnrýnenda eru nokkrir, sem at hvarfs leita í sósíalisma, óraunhæfr og háskafullri stefnu. Það er von mín að enginn nær staddra láti að sér hvarfla að é( hyggist bjóða sósíalisma sem valkost við aöfinnslum minum við vestrænt þjóðskipulag. Eftir að hafa reynt sósíalisma i raun í landi, sem þennan valkost framkvæmdi, er fjarri mér að mæla honum bót. Góðkunnur sovéskur stærðfræðingur að nafni Shaferevich, félagi í sovésku vísinda- akademíunni, hefur skrifað frábæra bók með heitinu Sósíalismi. Bókin er djúptæk sundurgreining, er sýnir fram á að sósialismi í hvaða mynd sem er leiðir til gereyðingar manns- andans og beinir mannkyni á heljarslóð. Rit Shaferevichs kom út í Frakklandi fyrir nærfeilt tveimur árum og hefur engum tekizt til þessa að hrekja niðurstöður hennar. Mun þess skammt að bíða að bókin komi út á ensku í Bandaríkjunum. Engum fyrirmynd En beindi nú einhver þeirri spurningu til mín hvort ég vildi taka Vesturlönd nútímans sem fyrirmynd þjóð minni. I hreinskilni sagt ekki. Ég gæti engan veginn mælt með þjóðfélagi ykkar eins og nú er ástatt sem takmarki fyrir mitt fólk að líeppa að. Með gífurlegum raunum hefur land mitt nú náð andlegu þroskastigi í þvílíkum mæli að Vesturlönd, jafn hugarfarslega ör- magna og þau eru nú, riðu ekki feitum hesti frá samanburði. Jafnvel þau einkenni lífshátta ykkar, sem ég hef þegar gert róm að, eru einkar dapurleg. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt að manndómsmynd Vesturlanda hefur æ meir látið á sjá á sama tíma og hún hefur þreknast og styrkst í austri. Um skeið hafa austurþjóðirnar sætt mun strengri hugarfarsþjálfun en þekkist á Vest- urlöndum, mín þjóð í sex áratugi, önnur Austur-Evrópulönd í þrjá. Margbreytni mannlífs og harðvítug barátta hafa skapað mun áhugaverð- ari persónuleika þar en stöðluð hagsæld Vesturlanda megnar að gefa af sér. Af þessum sökum hlyti það að hafa í för með sér umbót í vissum skilningi en afturför með tilliti til annarra mikilvægra þátta ef um- breyta ætti okkar þjóðfélagi að háttum ykkar. Vafalaust er rétt að þjóðfélag getur ekki þrifizt með ólögum eins og nú eru uppi í landi mínu. Hitt væri engu að síður hneisa ef þar væri á fót komið vélrænu lagabákni eins og við Iýði er hér. Eftir að . hafa umborið áratugi ofbeldis og kúgunar, þráir mannssál- in háleitari, þýðlegri og hreinni hluti en sú múgmenning nútímans hefur að bjóða, er byltingaraðför sviðs- ljósaglamurs, sjónvarpshöfgi og óþolandi tónlist ruddi veginn. Allt þetta blasir við aðkomumönn- um frá öðrum heimum jarðkringlu okkar. Líkurnar eru sífellt minni á að hinn vestræni lífsmáti verði öðrum fordæmi. Sagan gefum hætt komnum og hnignandi samfélögum umhugsunar- verð viðvörunarmerki. Eitt þeirra birtist t.d. í hrörnandi list, eða eklu mikilhæfra stjórnmálaleiðtoga. Einnig eru skýlaus og berleg hættu- ljós. Miðstöð menningar ykkar og lýðræðis er skyndilega rafmagnslaus í nokkrar klukkustundir og von bráðar þysja bandarískir borgarar hópum saman út á stræti til að ræna spár hafa verið settar fram af nokkrum bandarískum sérfræðing- um, sem álitu á sínum tíma að Angóla yrði eins konar Víetnam Sovétríkjanna eða að kurteisi við Kúbumenn yrði bezt til þess fallin að binda endi á sendileiðangra þeirra til ^Afríku. Ráð Kennans til þjóðar sinnar að hefjast handa við einhliða afvopnun tilheyrir hópi þessum. Betur að ykkur væri kunnugt um hvernig yngstu yfirmenn á Gamla torgi í Moskvu hlæja að pólitískum seiðkörlum ykkar. (Á Gamla torgi er að finna höfuðstöðvar miðnefndar sovézka kommúnistaflokksins. Er það raunverulegt heiti seturs, sem venju samkvæmt er nefnt Kreml á Vesturlöndum). Fidel Castro spottar Bandaríkin sömuleiðis með því að gera út hersveitir í langar ævintýra- ferðir frá nágrannaríki ykkar. Hrapallegustu mistökin voru þó hertygjum fóru fullkomlega halloka fyrir lítilli, kommúnistískri hálfþjóð, hvernig geta þau þá vænst þess að standa af sér veðrið í framtíðinni? Ég hef áður haft tilefni til að víkja að því að lýðræði vestanhafs hefur ekki borið hinn efra skjöld í neinu striði á tuttugustu öld án hjálpar og verndar voldugrar bandalagsþjóðar handan Atlantsála, með hugmyndir og lífsviðhorf, sem ekki þótti ástæða til að tortryggja. Gagnvart Hitler, í heimsstyrjöldinni síðari, lagði vest- rænt lýðræði rækt við og fóstraði annan óvin í stað þess að vinna stríðið með eigin herafla. Þessi andstæðingur átti eftir að verða öflugri og illskeyttari en nokkur annar, enda hafði Hitler ekki yfir jafn ríkum auðlindum eða liði að ráða, né bjó hann yfir jafn aðlaðandi hugmyndum eöa átti aðra eins hauka í horni og Sovétríkin. leitar. Til að verja sig verða menn einnig að vera viðbúnir því að deyja. Slíkt er þó fágætt í þjóðfélagi, sem vaxið hefur upp við dýrkun efnis- legrar hagsældar. Við slíkar kring- umstæður er ekkert eftir nema linkind með svikum og viðleitni til að vinna tíma. Má geta þess að á hinni smánarlegu Belgrad-ráðstefnu gáf- ust frjálsir en veikgeðja sendimenn Vesturlanda upp við að verja mál- stað þann, er undirokaðir félagar Helsinki-hópanna fórna nú lífi sínu fyrir. Vestrænn hugsunarháttur er orð- inn íhaldssamur; heimsástandið ætti að vera óbreytt hvað sem það kostar, engu skal hreyfa. Þessi fjötrandi draumur hins óbreytta er sjúkdóms- einkenni þjóðfélags, sem nálgast næturstað sinn á þróunarbrautinni. Blindur hlýtur og sá að vera, sem ekki fær séð að höf heyra vestrinu „Frá sigurhæðum í syndarinnar síki” Harvard-ræða Solzhenitsyns Seinni hluti og rupla og alger glundroði tekur völd. Af því verður aðeins dregin sú ályktun að hið fágaða yfirborð hljóti að vera fjarska þunnt og samfélagið fallvalt og vanheilt. En baráttan fyrir jörð okkar, úrslitabaráttan, sem háð er hvort tveggja á andlegum og efnislegum vígstöðvum, er ekki eitthvert óskýrt framtíðarverkefni. Orrustan er þeg- ar hafin. Eyðingaröflin hafa þegar lagt til stóratlögu. Þið heyrið brestina og þó skína skermar ykkar og útgáfur með hefðbundnu brosi og lyftri brún. Hverju er verið að fagna? Skammsýni Alkunnir fulltrúar þjóðfélags ykk- ar svo sem George Kennan hafa sagt: „Siðferðileg viðmiðun er ónot- hæf í stjórnmálum." Þannig blönd- um við saman góðu og illu, réttu og röngu og gefum hinu alilla ráðrúm til að hrósa fullkomnum sigri í heiminum. Það er hins vegar sið- ferðileg viðmiðun ein, sem komið getur Vesturlöndum að haldi gegn hinni skipulegu heimsáætlun komm- únismans. Önnur atriði koma ekki til greina. Heráætlunin. mun óhjá- kvæmilega ráða niðurlögum hag- nýtra og tækifærisbundinna sjónar- miða. Eftir að vandamálið kemst á ákveðið stig stafar lömum af hinum lögstýrða hugsunarhætti, hann varnar mönnum að sjá atburði í réttu ljósi og hlutföllum. Þrátt fyrir ofgnótt upplýsinga, eða e.t.v. sökum þeirra, eiga Vestur- landabúar erfitt með að skilja eðli raunveruleikans. Einfeldningslegar bundin því að skilja ekki Víet- nam-stríðið. Margir óskuðu þess í einlægni að öll stríð tækju enda sem fyrst, aðrir töldu að gefa ætti Víetnam ráðrúm til þjóðlegrar eða kommúnistískrar sjálfsákvörðunar eða Kambódíu eins og við höfum glögglega fyrir augum nú. En félagar baráttuhreyfingarinnar gegn stríði hættu að vera flæktir í svik við þjóðir í Austurlöndum fjær, við þjóðarmorð og þjáningar 30 milljón manna þar. Heyra þessir staðföstu friðarsinnar kvalaópin þaðan nú? Skilja þeir ábyrgð sína? Eða kjósa þeir að skella við skollaeyrum? Bandarískir menningarfrömuðir létu deigan síga og má rekja til þess að Bandaríkjunum er nú ógnað meira en áður. En enginn hefur orðið þess áskynja. Skammsýnir stjórn- málamenn ykkar, sem undirrituðu hina fumkenndu Víetnam-uppgjöf, virtust tryggja bandarísku þjóðinni áhyggjulaust hvíldarhlé. En nú vofir hundraðfalt Víetnam yfir ykkur. Hið litla Víetnam var viðvörun og veitti tækifæri til að herða kjark þjóðar- innar. En ef Bandaríkin í fullum Nú á dögum heyrast raddir í þá átt að Bandarikin leiti undir verndar- væng þriðja heimsveldis vegi ein- hver að þeim í næsta heimsófriði, ef úr verður. I þessu tilviki er hlífi- skjöldurinn Kína. En slíka ráða- breytni myndi ég ekki ráða neinum í veröldinni. í fyrsta lagi væri það dauðadæmt bandalag við myrkraöfl- in. Einnig yrði það bandarísku þjóðinni ekki annað en gálgafrestur, því þegar Kínverjar, með hundrað milljón manna lið, snerust gegn henni með bandariskar vígvélar að vopni yrðu Bandarikin vettvangur þjóðarmorðs af því tagi sem nú tíðkast í Kambódíu. Glötun viljastyrks Samt sem áður duga engin vopn, hversu öflug sem þau kunna að vera, fyrr en Vesturlönd endurheimta viljastyrk sinn. I sálrænum öldudal verða vopnin þeim byrði, sem undan Karl Marx og John Locke voru hvor um sig ljósberar tveggja breiðfylkinga í stjórnmálum, sem deilt hafa heiminum milli sín á okkar öld. „En sundrung heimsins stafar minni ógn en áþekk ásjóna meinsemdarinnar, sem nagar helztu hluta hans,“ segir Solzhenitsyn. ekki lengur til og land á valdi þess skreppur saman. Heimsstyrjaldirnar tvær eins og þær eru nefndar (og voru ekki ennþá) hafa haft í för með sér innbyrðis sjálfseyðileggingu fyrir hið litla framfarasinnaða vestur og þannig rutt því veginn að eigin endalokum. Næsta stríð (sem ekki þarf að verða atómstríð og trúi ég raunar að svo verði ekki) kann vel að jafna vestræna menningu endan- lega við jörðu. Augliti til auglitis við slíkan voða, með önnur eins söguleg verðmæti að baki — á jafn háu frelsisstigi og gæddur jafn auðsærri frelsisást — hvernig er þá mögulegt að glata svo viljanum til að verja hendur sínar? Arfur mann- úöarstefnu Hvernig komu þessi ólánsöfl til sögunnar? Hvernig féll vestrið úr sigurhæðum í syndarinnar síki? Hafa verið örlagarík þáttaskil og áföll í sögu þess? Svo virðist ekki vera. Framvinda vestursins fylgdi settum félagslegum markmiðum, í krafti frábærra tækniframfara. Skyndilega þyrmdi svo yfir það núverandi þróttleysisástandi. Þetta bendir til þess að meinsemd- ina sé að finna við rót, í undirdjúpi mannsandans á liðnum öldum. Á ég einkum við það vestræna heimsvið- horf, er spratt upp úr endurreisnar- tímabilinu og öðlaðist pólitískan búning á skeiði upplýsingastefnunn- ar. Þetta viðhorf varð jarðvegur stjórnarhátta og félagsvísinda og má lýsa því sem rökrænni mannúðar- stefnu eða mannlegri sjálfræðis- stefnu. Inntak hennar var yfirlýst og staðfest sjálfræði andans með und- anlausn frá öflum honum æðri. Má einnig nefna hana mannmiðshyggju, sem ætlar manninum stað sem kjarna og viðmiðun tilverunnar. Þau þáttaskil, er endurreisnin markaði, voru bersýnilega óumflýj- anleg í sögulegum skilningi. Miðaldir höfðu náð endamörkum og gengið sér til húðar sem óbærileg harð- stjórnarkúgun mannlegra líkams- krafta, sem ekki máttu flekka ríki andans. Það var nú sem við snerum baki við andanum og umföðmuðum hið efnislega með ýktum og ástæðu- lausum ákafa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.