Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Komið við á Núpskötlu á Sléttu Snæuglan er einn af gestunum á Kötlu. Á hverju ári tefur hún nokkra daga og situr eins og hvítt strik á klettunum inni í hrauni. Hún er vorboðinn norður þar, einn af mörgum. Núpskatla á Melrakka- sléttu. Nafnið vekur forvitni og til að skilja það, verður að koma á staðinn sjálfan og verða fyrir áhrifum af þeirri sérstöku stemmningu, sem þar ríkir. Bærinn er einstak- lega þriíalegur og vel fyrir öllu séð. Hann stendur við Núpsvatn, ríkt af feitri hleikju, sem tekur illa en veiðist í net. Vatnið er í jarðfalli breiðu g löngu. Að norðan er sjávarkambur úr hnullungs f jörugrjóti, en endar í klettum, sem endur fyrir löngu hafa svipzt í sundur og eru dökkir í sárið. Sá, sem kann að leita í þvflíkri urð, finnur steina frá Grænlandi sem borizt hafa með hafís. Gísli læknir mágur minn segir að þeir séu grænir. Minkurinn og Þorgeir Hávarsson Að vestan er Rauðinúpur og utan við hann stendur karlinn Trausti votur upp að mitti og annar dran>;ur hjá honum, Sölvarsnöf, sem fram á síðustu ár var tenjjdur landi með jarðbrú of; má KlöRtít Rreina sárið. Núpurinn er iðandi af lífi, en takmörkuð hlunnindi, fyrir því að sík er torvelt veKna hruns. 1965 iíBtp enn haftyrðill vestan undir Núpnum ok líkleKa eitthvað lenKur, en ekki hin síðustu ár. Mikið var af teistu í fjörunni en minkurinn varð hér vargur í véum ok endurnar á vatninu fenKu að kenna á honum líka. FlórKoðinn er horfinn með öllu, en hann hreiðr- aði um sík í flotdynKjum á vatninu, Hann var þó alKengari á Leirhafnarvatni. ÞorKeir Hávars- son á að hafa sneitt höfuð af smala, af því hann lá svo vel við höKKÍ- Eitthvað svipað hefur minknum fundizt um flot- d.vnKjurnar. F’álki hefur orpið í Núpnum ok jafnaðarleKa í Geflunni. Skeglan og æðurin liæjarhúsin á Núpskötlu. Nú er verið að byggja þar nýtt tvílyít íbúðarhús. Næst á myndinni er hílaréttingaverkstæðið og trésmíðaverkstæðið en Ijær gamla íhúðarhúsið. (ritan), KeldfuRHnn er óvinur varpsins ok verður að stugga duKleKa við henni til að æðurin fái næði. SkeKlunni hefur fjölgað hin síðustu ár og veldur gróðurspjöll- um við hreiðurgerðina. Þá sezt hún í þéttan hnapp til að leita fanga og skilur ef-tir sig svartan svörð, þar sem áður var þéttur gróður. Fyrstu sjálfs- eignarbændurnir A Kötlu búa hjónin Alfhildur Gunnarsdóttir og Sigurður Har- aldsson, ásamt sonum sínum Haraldi og Jóni. Þau eru fyrstu sjálfseignarbændur á Kötlu; áður fylgdi jörðin Oddstöðum og á síðustu áratugum 19. aldar var algengt að leiguliðar norpuðu þar tvö ár, hið síðára kýrlausir. Annars er Katla einkum kunn af því, að Guðmundur Magnússon ólst þar upp og tók sér skáldanafn af dranginum Trausta eða Jóni Trausta, sem sennilega er yngra. Þau Alfhildur og Sigurður voru lengi á Efri-Hólum hjá Friðrik Sæmundssyni og hefur dóttir hans, Guðrún Sigríður, sagt mér, að þau hafi reynzt hið mesta dugnaðar- og atorkufólk og farsæl Sigurður húndi ekur skán úr gömlu íjárhúsunum en nú er verið að hyggja tjárhús tyrir 250 tjár á þessu nyrzta býli á Islandi ef Grímsey er undanskilin. Kristbjörg bætir við, að þröstur hafi búið sér hreiður á vatns- kassanum á dráttarvélinni, en þau hafi flutt það í gamla hesthúsið og þrösturinn unað því hið bezta. — Hún fylgist vel með og hefur gaman af því að virða fyrir sér fuglalífið, segir Sigurður. Ég sýni henni þúfutittlinga og sjaldgæfa fugla og við skoðum hreiðrin þeirra. Hettumávur verpur ekki bar Það vekur eftirtekt, að hettu- mávur verpur ekki á Kötlu, en á Grjótnesi að vestan og Oddstöðum að austan. — Við höfum farið illa með hann, segir Sigurður. Hann er alverstur vargur í kríuvarpi, étur hvern ungann á fætur öðrum, bara ef hann nær í hann. Svartbakurinn er skárri. Það eru til þess að gera fáir einstaklingar, sem leggjast á unga annarra fugla, og þess vegna er auðveldara að halda þeim í skefjum, ef maður nær að skjóta þá eða fæla burt. Ég hef engan svartbak séð taka æðarunga í vor. Vargur eöa jurtaæta Mér, sem þetta skrifa, er líka meinilla viö hettumáv og hef m.a. vakið athygli á, að bæjarstjórn Akureyrar hefur alfriðað varpstöðvar þeirra í ósum Eyja- fjarðarár. Segi samt, að ég hafi fyrir satt eftir vísum mönnum, að hettumávur sé fyrst og fremst jurtaæta og síður en svo skaðvald- ur í kríuvarpi; allt sé það mesti misskilningur að hettumávur éti unga, — „slíkt er ósæmileg hug- mynd fullvita fólki", eins og Hannes Jónsson póstur komst að orði af öðru tilefni. Verstu vargnarnir eru friðhelgir Við þessu rausi brosir heimilis- fólkið góðlátlega, vant því að heyra aðra segja sér frá iífinu í náttúrunni upp úr bókum: Við höfum horft á það hérna út um eldhúsgluggann, hvað sem þeir segja, eru hin hógværu orð hús- freyju við athugasemd minni og Jón sonur hennar bætir við: — Það er alltaf þannig, aö verstu vargarnir eru friðhelgir. Hettumávurinn á að vera rétt- dræpur allan ársins hring. Stelkarnir hafa t.d. orpið hér í túninu. Þeir voru með unganæ í brekkunni hér heima við bæinn um daginn, þegar hettumávurinn kom og át þá alla. Lóuungarnir eru töluvert sprettharðir og mikið á ferli. Hettumávurinn tínir þá upp, einn af öðrum. Hann kemur á Reki er góður og æðarvarp á eyri í vatninu að þéttast með natni og umhyggju. Það var þó ekkert áður, en nú í sumar urpu þar 23 kollur. Þessu olli, að Kötluvatn auðnaðist seint, af því að það er salt. Skeglan Þar hefur og ríkir einstök fuglinn frið stemmning IVið i ivatn. I>au hafa hyggt víggirtan kastala í flæðarmálinu og dr“giO til etni úr fjörunni. Kastalinn var að sjálfsögðu jafnaður við jörðu. áður en haldið var hrott. — til þess að menga ekki. í hvívetna, enda vinsæl og mikils metin af Éfri-Hólafólki. Það hafi strax verið auðséð, að þar fór rakinn búmaður sem Sigurður var: Hann var hirðusamur og vildi láta sér verða sem mest úr öllu. Hann lærði allt það bezta af foreldrum mínum til að halda búi gangandi. í skjóli kríunnar Búskapur á Kötlu hefur verið erfiður, þrátt fyrir hlunnindi. Þar er grunnt á grjóti og ræktunar- skilyrði rýr. Túnbleðlarnir eru eins og grænar bætur í mónum. En allt er iðandi af lífi: — Mér finnst hafa fjölgað fugli í kringum okkur frekar en hitt, segir Sigurður bóndi. Þegar jarð- irnar fara í.eyði í kringum okkur, gengur tófan yfir allt eins og hún eigi það og fuglinn flýr þess vegna. Krían verpur innan girðingar hjá okkur og Arni Pétursson ráðu- nautur segir, að hér sé eitt stærsta kríuvarp á landinu. Þar er grið- land fyrir varginum fyrir aðra fugla. Lífið í mónum Ég spyr hvaða mófuglar séu á Kötlu og Sigurður svarar með hjálp Kristbjargar dóttur sinnar, 10 ára, sem er alltaf með á nótunum og fullorðinsleg í tali: Rjúpa, þröstur, lóa, lóuþræll, sendlingur, stelkur, hrossagaukur, sólskríkja, steinklappa, sandlóa, þúfutittlingur, máríuerla, sund- hani, — það er lítið um hann hér, — músarindill, sem kemur stund- um til mín í hlöðuna. Spói verpur á Oddstöðum; jaðrakan og tildra koma sem gestir. Sigurður Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.