Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Verða ríkisútgjöld lækkuð um 2 milljarða? BRÁDABIRGDALÖGIN, sem vinstri stjórnin gaf út í gærkvöldi veita henni heim- ild til þess að lækka ríkisút- gjöld um 2 milljarða á þessu ári. I bráðabirgðalögunum er ekki gerð grein fyrir því, hvaða útgjaldaliði ríkissjóðs ríkisstjórnin hyggst lækka. Mjólkin lækkai um 7,8% - Smjörið um 43% en undan- rennan hækkar um 10,7% Kartöflur greiddar niður en óvfet með nýtt kjötverð NÝTT verð á mjólk, mjólkurvör- um iik kartöflum tekur gildi á mánudag. Lækkar smásöluverð á flestum tegundum mjólkurvara vegna aukinna niðurgreiðslna ríkisins. Þannig lækkar verð á hverjum lítra af nýmjólk í lítrapbkkum úr 155 krónum í 143 krónur eða um 7,8%. Verð á hverju kflói af smjöri lækkar úr 2240 í 1274 krónur eða í smásölu um 43% en hver lítri af undan- rennu hækkar úr 121 krónu í 134 krónur eða um 10,7%. Þá tekur gildi nýtt verð á kartöflum og er hvert kíló þeirra greitt niður um 100 krónur. Kostar 2% kg pokinn af kartöflum í I. verðflokki nú 302 oií fimm kílóapokinn 596 krónur en íslenskar kartöflur hafa að undanförnu verið seldar á sumarverði kr. 240 kflóið. Ekki var í gærkvöldi ljóst hvenær niðurgreiðslur yrðu aukn- ar og söluskattur felldur niður af kjöti og mun ástæðan sú að kaupmenn telja sig þurfa þarna nokkurn aðlögunartíma og hitt að nú er á markaðnum kjöt frá fyrra hausti en gera má ráð fyrir að undir næstu helgi komi á markað nýtt kindakjöt. Er því ekki víst hvort kjötverðið lækkar í byrjun næstu viku eða ekki fyrr en nýja kjötið kemur á markaðinn. Ríkisstjórnin hefur með bráða- birgðalögum, sem gefin voru út í gærkvöldi ákveðið að hækka niðurgreiðsiur og hækka niður- greiðslur á hverjum lítra mjólkur af þessum sökum úr 46,60 kr. í 86 kr. og verður niðurgreiðslan nú 40,3% af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Niðurgreiðslur á smjöri hækka úr 578 krónum í 1550 og verða 57,6% af ógreiddu heildsölu- verði og þá eru teknar upp niðurgreiðslur á nokkrum mjólk- urvara, sem að undanförnu hafa ekki verið greiddar niður. Er það rjómi, sem greiddur verður niður um 300 krónur hver lítri og lækkar lk lítra ferna af rjóma í smásölu úr 550 í 457 krónur, 45% ostur verður greiddur niður um 110 kr. kílóið og hækkar verð á hverju kílói af þessum osti úr 1564 í 1623 kr. Þá verður skyrkílóið greitt niður um 178 krónur og undan- rennan greidd niður um 20 krónur hver lítri. I tengslum við þessar verðbreyt- ingar hefur orðið samkomulag í sexmannanefnd um að fituríkari mjólkurafurðir s.s. smjör taki minni hækkun en fiturýrari s.s. nýmjólk, undanrenna og skyr. Er með þessu stigið fyrsta skrefið í þá átt að hætta að miða verð á mjólkurvörum að mestu við fitu- innihald. Verð á hverjum lítra mjólkur til bónda verður nú 152,26 kr. og fyrir hvert kíló af kartöflum fær framleiðandinn 155,90 kr. Kjararáð Bandalags háskólamanna: Efast um lögmæti álagðs tekjuskattsauka Ný ríkisstjórn hefur brugðizt vonum launþega og ákveðið að aðeins hluti af þeim samningum, sem gerðir voru á síðastliðnu úri, skuli ganga í gildi, — segir í ályktun Kjararáðs Bandalags háskólamanna, sem Morgunblað- inu barst í ga-r frá Launamála- ráði BHM. I ályktuninni er og mótmælt harðlega hækkun álagðs tekjuskatts og dregur ráðið í efa lögmæti þessarar nýju skattlagn- ingar. Mun launamálaráðið kanna nánar hvort hún fær staðizt. Ályktun Kjararáðs BHM er svohljóðandii „Fundur í Kjararáði Bandalags háskólamanna 7.9.'78, mótmælir harðlega endurteknum árásum ríkisvaldsins á samningsrétt laun- þega. Nefnd til að endur- skoða vísitölumálið Niðurstöður eiga að liggja fyrir 20. nóvember RÍKISSTJÓRNIN hefur ákvcðið að skipa nefnd til að endurskoða vísitölumálið og á niðurstaða að liggja fyrir 20. nóvember n.k. þannig að hún gæti komið til framkvæmda 1. desember. Ráð- herrar Alþýðuflokksins beittu sér fyrir því á ríkissíjórnarfundinum á fimmtudag að inn í fyrirhuguð bráðabirgðalög um ráðstafanir í efnahagsmálum yrði tekið ákvæði um slíka endurskoðun, en ráð- herrar Alþýðubandalagsins lbgðust gegn því. Kröfðust ráð- herrar Alþýðuflokksins þess þá að sérstök bókun yrði gerð um samþykkt ríkisstjórnarinnar í þessu máli og urðu ráðherrar Alþýðubandalagsins að sam- þykkja það en ráðherrar Fram- sóknarflokksins voru meðmæltir málinu, hvort sem það yrði tekið inn í bráðabirgðalbgin eða afgreitt með sérstakri bókun. „Þetta lítur þannig út frá okkar bæjardyrum séð," sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra í samtali við Mbl í gær, „að þetta sé prófsteinn á það, hvort aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sjálf eru tilbúin í slaginn við verðbólguna, en okkur fannst á skorta að bráðabirgðalögin kvæðu næ^ilega sterkt á um það." A þingflokksfundi Alþýðu- flokksins á fimmtudag, þar sem efni fyrirhugaðra bráðabirgðalaga var til umræðu, var mjög að því fundið að þau gæfu lítil fyrirheit um viðnám gegn verðbólgu. „Ráð- herrum flokksins var falið að sjá til þess að þannig breytt orðalag kæmi inn í bráðabirgðalögin að þau gæfu bendingu um ákveðið viðnám gegn verðbólgunni eða tryggja með öðrum hætti að ríkisstjórnin lýsti ákveðnar stefnu sinni en fram kemur í bráða- birgðalögunum sjálfum," sagði þingmaður Alþýðuflokksins í sam- tali við Mbl. í gær. „Þessi bókun lýsir fyrst og fremst . almennum vilja ríkis- stjórnarinnar til að endurskoða vísitölumálið og er í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu flokkanna þriggja," sagði Svavar Gestsson viðskjptaráðherra í samtali við Mbl. í gær. Svavar kvaðst vilja benda á í sámbandi við tímamörk bókunarinnar að forystumenn í verkalýðshreyfingunni teldu að slík endurskoðun yrði ekki unnin á svo skömmum tíma, en reynslan myndi skera úr um það." Afstaða okkar ráðherra Alþýðubandalags- ins er alveg ljós," sagði Svavar. „Við erum í þessari ríkisstjórn til að verja kaupið og við munum aldrei samþykkja neitt sem gengur í þá átt að lækka launin. Samkvæmt bráðabirgðalögun- um, sem gefin verða út á morgun, laugardag, er gert ráð fyrir því að fólk haldi kaupi eftír óbreyttum vísitölureglum eftir 1. desember, þó að nýir kjarasamningar háfi ekki verið gerðir og þó að endur- skoöun vísitölunnar sé ekki lokið. Þannig er kaupið tryggt sam- kvæmt þessum lögum, sem að sjálfsögðu réð úrslitum um okkar afstöðu í málinu." Bókun ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: „Ríkisstjórnin samþykkir að hraða skuli endurskoðun viðmiðunar launa við vísitölu þannig að niðurstaða verði fengin fyrir 20. nóvember 1978. Ráðherrarnir munu beita sér fyrir þessu og þá þannig að endurskoðunin feli í sér að dregið verði úr verðbólguáhrifum af víxlgangi í verðlags- og kaup- gjaldsmálum, og stuðlað að tekju- jöfnun. Nefnd til að vinna að þessu verði þegar skipuð." Fundurinn minnir á að aðeins örfáum mánuðum eftir að Kjara- dómur hafði kveðið upp dóm um samninga BHM var sá samningur skertur með löggjöf. Launamála- ráð BHM tók fullan þátt í baráttu launþegasamtaka undir kjörorð- inu samningana í gildi. Þegar ljóst var að þeir stjórnmálaflokkar sem háðu sína kosningabaráttu undir þessu kjörorði unnu glæsilegan sigur í kosningunum vöknuðu vonir launþega um að þessari kröfu yrði fullnægt. Ný ríkisstjórn hefur þó brugðist vonum launþega og ákveðið að aðeins hluti af þeim samningum, sem gerðir voru á s.l. ári skulu ganga í gildi. Fyrirhugað mun að setja þak á verðbætur á laun sem voru í ágúst kr. 233.000 og raska þannig þeim launahlutföllum sem samið hefur verið um. Allt virðist benda til að þessi skerðing muni ná nær eingöngu til opinberra starfs- manna þar sem laun ýmissa launþega á frjálsum markaði eru reiknuð út frá grunntöxtum, sem skerðingin nær ekki til, þetta á t.d. við um þá sem vinna skv. uppmælingataxta og hafa í flest- um tilfellum verulega hærri laun en 233 þús. á mán. Þessi skerðing mun því sýnilega koma mjög misjafnlega'hart niður á launþeg- um sem hafa laun yfir greindu marki. Launamálaráð hefur áður bent á að sparnaður ríkisins af þessari skerðingu er mjög óverulegur eða um 1% af heildarlaunaútgjöldum ríkisins, og er þessi sparnaður því vart fullnægjandi ástæða til að ganga á gerða kjarasamninga og mun launamálaráð BHM ekki sætta sig við að samningsréttur þess sé að engu hafður. Kjararáð vill jafnframt mót- mæla harðlega hækkun álagðs tekjuskatts og dregur raunar í efa lögmæti þessarar nýju skattlagn- ingar. Launamálaráð BHM mun láta kanna nánar hvort hún fær staðist. Almennt er nú viðurkennt að tekjuskattur sé sérstakur skattur á launþega og telur BHM því að fremur beri að minnka vægi tekjuskatts í tekjuöflun ríkisins en auka það. Loks má benda á að' sömu launþegar, og nú eiga að taka á sig hækkaðan tekjuskatt fá einnig skertar verðbætur, í sumum til- fellum jafnvel meiri skerðingu en samkvæmt kjaraskerðingarlögum fyrri stjórnar. Launamálaráð BHM mun halda áfram baráttu fyrir því að samn- ingar taki gildi að fullu og mun beita öllum tiltækum ráðum til að ná því marki." Forseti Skáksam- bands Brasilíu heitir Friðrik stuðningi „ÉG LÍT málin núna bjartsýn um augum. Ég hef átt viðræður við nokkra af forystr.mönnum skákmála í hinum ýmsu lönd- um og hafa margir heitið mér stuðningi. Meðal annars ræddi ég við formann Skáksambands Brasilíu og tjáði hann mér stuðning sinn og geri ég mér nú góðar vonir um að fá stuðning frá fleiri SAmeríku- ríkjum," sagði Friðrik ólafs- son stórmeistari í samtali við Mbl. í gær. Friðrik er nú staddur í Hollandi sem heiðurs- gestur á Interpolisskákmótinu, en á milli umferða hefur hann rætt við forystumenn FIDE og menn úr alþjóðaskákheim- inum, sem dvalið hafa í Hol- landi að undanförnu. Sagði Friðrik, að fjölmargir í Hol- landi ynnu af fiillum krafti við að tryggja honum sigur í forsetakosningum til Alþjóða- skáksambandsins og hefðu Hol- lendingar og raunar margir útlendingar aðrir sem hann hefði hitt að máli mikinn áhuga á að vinna fyrir hann. Friðrik kvaðst myndu dvelja í Hollandi framundir 20. sep- tember n.k. en hvað hann gerði þá f sambandi við ferðalög vegna framboðsins til forseta FIDE vissi hann ekki gjörla enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.